Norðanfari


Norðanfari - 08.04.1880, Blaðsíða 2

Norðanfari - 08.04.1880, Blaðsíða 2
— 44 — helztu apturhaldsmenn, pegar um bindindier að ræða, pá er pó víðar prándur í götu. Hjá mörgum, hæði yngri og eldri, er pað jafnan viðkvæðið, pegar talað er um hindindi: «pó að hindindi sje gott og parflegt fyrir pá sem hneigðir eru fyrir vín, pá get jeg ekki verið að gjöra svo lítið úr mjer að ganga í pað; jeg get að sönnu drukkið pegar jeg vil, en jeg get líka látið pað vera pegar jeg vil». pessi flokkur, sem víða er hvað fjölmennastur, er kannske ekki hvað minnst orsök til pess, hvað bindindisfjelögunum verður lítið ágengt og hvað pau eru fámenn, pví yrði pessum mönnum öllum talið lmghvarf, mundu eigi svo margir eptir verða. En fyrir pessu parf ekki ráð að gjöra að svo stöddu. Bindindis- fjelögin munu fyrst um sinn, hjer eptir sem hingað til, eiga við ramman reip að draga, ekki einungis pá sem leynt og ljóst reyna til að spilla sjerhverju frækorni, sem sáð er í bindindisfjelögunum, peim til eflingar, held- ur einnig hjá hinum mörgu, sem hvorki eru heitir nje kaldir, sem að sönnu Mtast mæM með bindindi, en breyta pó gagnstætt kenn- ingu sinni. Loksins, til að reka nú smiðshöggið á og koma sem mest í veg fyrir víndrykkju og vínkaup, var nú í vetui- gjörð uppástunga um að Eyfirðingar bindust samtökum, að flytja, næstkomandi ár, ekkert vín fram í Eyjafjörð. Samtök pessi, sem ætlast var til að yrðu al- menn um fjörðinn, fengu allmarga fylgismenn, sem gjörðu sítt til að fá sem flesta í fjelag petta. — En hjer fór sem fyrri, að margir risu öndverðir móti fyrirtæki pessu og kváðu margir hjer oflangt gengið í að takmarka veldi Bakkusar, og aptur aðrir: að petta væri ein- ungis til að grafa fætur undan bindindisfje- lögunum, en vildu pó ekki gjörast meðlimir peirra. í einni kirkjusókn sem helir yflr 20 búendur, gengu að eins 3 ífjelagið; með lík- um hætti mun málinu hafa verið tekið víðar. Aplur á móti var nýmæli pessu sumstaðar vel tekið og álitin hin mesta rjettarbót. Svona eru meiningar manna misjafnar; en hvernig sem undirtektirnar hafa verið, mun sú raun- in á verða, að minna verði flutt af vínföng- um hingað fram í fjörðinn, heldur en átt hefir sjer stað hin næstliðnu árin. Jeg hefi nú í fám orðum skýrt frá til- raunum peim er við Eyfirðingar o. fl. hafa gjört, til að útrýma víndrykkjunni, og jeg hefi líka getið hinna miklu og mörgu hindr- ana sem víðast munu verða á vegi bindind- isfjelaganna. En pað er ösk mín og von, að augu manna opnist smámsaman svo, að hin strjálu bindindisfjelög aukist og eflist, unz pau sameinast í eitt allsherjar fjeMg fyrir allt landið. |>á fyrst hafa bindindisfjelögin algjörlega náð tilgangi sínum. Skrifað í öndverðum marzmán. 1880. Bindindismaður. Blöð og Maðaskil. Dagblöð vor, sem svo eru kölluð, jafn- vel pó liin stærstu peirra komi ekki út nema 2.—3. á mánuði, eru nú orðin 7, eður eitt handa hverjum 10 púsundum Mndsmanna, auk pess sem tímarit við og við eru á gangi, hefir pví bMðaöld vor aldrei staðið með jafn- miklum blóma. Stærð pessara 7, blaða mun vera nál. 200 arkir um árið og er verð peirra allra samtals 19 kr. Gjöri menn nú ráð fyrir að af hverju blaði seljist að meðaltali 1000 expl. árlega, alM 7000 expl., er kosta samtals 19,000 kr., pá má segja að bæði er lijer miklu til kostað enda er mikið í aðra liönd. J>að er sannast að segja, að blöðin geta komið og koma mörgu góðu til leiðar, ef Mglega er á haldið. J>au eru pegar að er gætt, eitthvert hið nauðsynlegasta uppfræðslu og roenntunarmeðal hjáoss íslendingum, sem búum svo strjált og höfum svo ónóga mennt- un. J>ví pyki pað ómissandi í hinum mennt- uðustu löndum, að hafa bæði mörg og stór dagblöð er út koma daglega, og að par sem nýjar borgir eru reistar, er peirra eitt hið fyrsta verk að stofna dagblað, er fræði menn um nýja viðburði og nýungar um allan heim, hvað skyldi pá ekki vera hjer hjá oss sem hjer búum á hinum afskekta og samgöngu- litla hólma. En blöðin purfa að vera góð, og vjer hofum óneitanlega góð blöð eptir stærð peirra og kringumstæðum, endapóttöll blöð vor megi ekki kalla sem bezt, eða að öllu leyti svo vönduð sem menn máske gæti ætlast til ; pau eru eins og önnur manna- verk, og sumum fellur vel pað sem hinum gezt engan veginn að. Yjer játum að vjer erum alls ófærir að dæma um pað, hvert blað vort sje bezt og hvert lakast, pað var heldur ekki tilgangur vor með línum pess- um, en pess vildum vjer geta hjer, er oss pætti æskilegt að ritstjórar blaða vorra vildu athuga, og sem pegar má sjá að eitt blað vort hefir gjört sjer að reglu, pað er að taka ekki til meðferðar mjög lítilfjörlegar greinar eða einstaklega, sem alpýðu ekki varða, svo sem einstakleg pakkarávörp, erfiljóð — nema pá afbragðs góð — og Ijettvæg kvæði. Ann- að er pað, að forðast sem mögulegt er, að leyfa óvönduðum mönnum að koma fram í blöðum með lastmæli, hvort heldur um ein- staka menn eða verk, pví par af leiðir opt- ast að sá sem áreittur er tekur til andmæla, og getur pá aukist orð af orði, sem sjaldan hefir pótt nein blaðaprýði. En verði núpetta að vera svo, pá ættu pó ritstjórar blaðanna að sjá um, að greinar pessar væru mannúð- lega ritaðar, pví finna má að og segja satt, án pess brúkuð sjeu brigzl og skammir jafn- framt. Enda má pað vera leiðinlegt fyrir slíka ritsmiði pegar peim annaðlivort ekkier, gegnt, sem opt mun heppilegast, eða peir neyðast til að taka aptur orð sín, sem töluð á óhagkvæmasta tíma og mega sannarlega blygðast fyrir allt saman. J>á er pað leiðin- legt, og sem betur fer sjaldgæft, að blöð flytji mikið af sjálfshóli, pví bæði er pað ósam- boðið hverjum peim manni er menntaður Pykist, að hæla sjálfum sjer eða verkum sín- um, og minnir par hjásvo glögglega ágamla máltakið: «Ef jeg hæli mjer ekki sjálfur, pá er inín dýrð engin.» Enn eitt er pað, að fyrir hefir komið, að blöð hafa tekið upp hið sama hvert eptir öðru, og pó pað sje máske ekki tilökumál pó norðanblöðin taki upp eptir sunnanblöðum, eða sunnanblöð eptir norðanblöðum, einstök atriði, pá er öðru máli að gegna um blöð sem gefin eru út í sama bæ, jafnvel prentuð í sömu prent- smiðju, pegar pau taka orðrjett að kalla hvert eptir öðru sama viðburð , frjettir eða annað. J>etta sýnist að vera vottur um skort á blaða- málum, og verður að eins til leiðinda og tímatafar fyrir pá sem lesa fleiri blöð en eitt, pó ólíklegt sje að blaðamenn purfinokk- urn tíma að skorta efni í blöð sín, par sem svo margir, bæði lærðir og leikir, eru bæði vel hæfir til og fúeir á að rita í pan , enda munu sum blöðin opt hafa að innihald ' eíns mikið eða meira frá öðrum en frá ritssjórun- um, og geta verið allt að einu góð fyrir pað. Oss pvkir líklegra að sumir ritstjórar fái miklu meira af aðsendum ritgjörðum, en peir hafa rúm fýrir í blöðum sínum, sýnist oss pví ekki fjærri að peir vildu geta ritgjörða peirra, er peir ekki hafa rúm fyrir, annað- hvort í blöðunum, eða pá brjeflega við rit- höfundana, hvettu pá sem peim virðist rita bezt til að halda á fram og hina til að vanda sig. J>ví pegar góður rithöfundur sjer eng- an ávöxt vinnu sinnar og veit jafnvel ekki hvað um ritgjörðirnar verður, hættir hann alveg pegar honum er enginn gaumur gefinn. Sá sem lakar ritar vandar sig ekki betur, pví Elsas og Lothringen losast úr fjötrum hinna rínverzku víkinga. J>að sem fremur öllu öðru gengur fram af manni, er Beltabrautin. Hún er eins og töfrahringur kringum hinn leyndarfulla bæ og sendir sína lýsandi sporteina út í allar áttir. Og — hvílíkur undra urmull af gufuvögnum, kerrum og ýmsum vjelum, sem velta áfram, sitt i hverja átt, koma og hverfa aptur á sporunum, sem grípa hvert í annað, eins og præðir. Mann ætlar að svima. „Byggingar pær, sem liggja í stefnu til bæjarins“, sagði fylgdarmaður minn við mig, „eru verkstaðir peir, sem fallbyssurnar eru gjörðar í: Snúið yður við, og hlustið ...!“ „Fallbyssuskot! ... Er verið að reyna fall- byssur11 ? „Nei pað er hamarinn mikli, 50,000. Kilogröm að vigt, sem nú er tekinn til iðju |>að er mestur hamar í heimi og hefir kostað hálfa aðra milljón, hamarinn í Kreusót er ekki nema 12,000 Kilogröm, og Englend- ingar liafa engan, sem vegur meira, en 20,000. Hann hvílir á fjarskalegum undir- lögum, einu af múrgrjóti, öðru af eikar- blökkum úr Teutoborgarskóginum og hinu priðja úr koparsívalingum, traustlega saman- bræddum. Hamrinum er lyft upp með gufuvjelum og slær hann til járnstykki, sem vega 400 tíufjórðungavættir. Stálmilti pau, sem lyptistengurnar færa að, eru opt heitt á ofni og pví næst lögð á steðjann. J>egar verkstjórinn segir til, sigur hamarinn hægt niður, eins og til að miða á hvar höggið skuli lenda, — lyptist hann svo aptur upp og fellur síðan niður, snöggt sem elding; heyrist pá langar leiðir pruman, sem púhjelztværi fallbyssudrynur. Neistarnir gjósa út um allt, eins og fjarskalegir flugeldar, stálið hnoðast saman í klepp, er smásaman fær vissa lögun, aflanga eða hnöttótta (sívala). Hamarinn fellur enn niður og er par pá komin fallbyssa. J>essi hin nýfædda er nú lögð á öskulag og látin smá kólna, og nú er ekki annað eptir, enn skrifa hana inn í registur verksmiðjunnar, skygna hana og reyna eyðileggingarafl hennar11. „J>að er að skilja11, sagði jeg „herra Krúpp verður að geta sagt við hina guð- ræknu hirða pjóðanna, sem koma til hans og biðja um varðhund. „„Taktu pennan parna; hann hefir kok, sem með fyrsta skoti fær eyðilagt liina rammbyggilegustu múra; taktu hann parna, hann er viss með, að geta gjört 100 ekkjur og 100 föðurleysingja á mínútunni, og svo eru hjer til aðrir, sem spýja eldibröndum eyða musteri og kirkjur, svelgja bókhlöður og spítala1111. J>jer getið ekki á móti pví borið, að pað er fremur villudýrsœði, en fremd, að vinna pannig, með rósömum hug, að eyðileggingu mann- kynsins11. „Hjer er ekki hentugur staður til pess, að leggja út í heimspekilegar og viðkvæmar rannsóknir, við getum geymt okkur pað pangað til í kvöld á kaffihúsinu, ef yður svo

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.