Norðanfari


Norðanfari - 08.04.1880, Blaðsíða 4

Norðanfari - 08.04.1880, Blaðsíða 4
— 4G i ð“ ii p p á h 1 j ó 3 a r, vaudlega í þeim til- gangi, að ræða pað bæði á fundum og í blöðum sem önnur landsmáh feir sem ekki kanpa Skuld, gætu fengið hin nefndu númer lánuð til aflestrar og athugunar hjá kaupendum. Úr brjefi úr Axarfirði, d. %■ 1880. «Hjeðan úr byggðarlaginu er tíðindalaust •sem stendur. Nsestliðið sumar var fremur gott eptir að heyannir byrjuðu, grasvöxtur með rýrara móti vegna vorkuldanna, en nýt- ing góð. Haustveðráttan afbragðs góð ogvet- urinn fram til ársloka, svo fjenaði var mjög lítið gefið til pess tíma, pá gjörði írcnnsli en batnaði skjótt aptur og mátti heita snjólaus jörð til 14. febr., pá brá til landnorðan áttar með nokkurri snjókomu, sem að öðru hvoru hefir haldist síðan. Hinn 28. febr. var hjer norðvestan hrið með mesta ofviðri, svo ill- fært var að pjóna gripum, væri betur að pað veður hefði ekki orðið að meini. Margt færa Ákureyrarblöðin okkur um Framfarahug og fjeiagsskap Eyfirðinga, og er pað án efa lofsvert og eptirbreytnisvert í mörgu tilliti. J>að virðist vera líkt nú og fyrri á hinum liðnu öldum Islandsbyggingar, að litl- ar sögur fara af okkur Norðursýslubúum, hvað atorkuna, hófsemilia og fjelagsskapinn snertir, en prátt fyrir pað eru peir menn pó hjer nú uppi í bændaröð, sem í engu tilliti eru að baki annara sýslubúa, munurinn er að eins fólginn í pví, að bændur hjer iáta ekki opin- berlega til sín heyra. Hjer kemur aldrei neinn búfræðingurinn, til að leiðbeina okk- ur í pví, sem lýtur að framförum búnaðar- ins og sjcr í iagi hvað engjaræktun viðvíkur, jeg er pó sannfærður um, að á nokkrum stöðurn eru líkur til, að hjer mætti bæta út- engi með skurðagrepti og vatnsveitingum, en pekkingarskorturinn gjörir pann hlut ómögu- legan, pó hins' vegar sje víða atorka fyrir og vilji góður ef um verulegan hagnað væri að ræða. Hófsemdarfjelög gegn munaðarvöru kaupum álítast hjer nauðsynleg, jafnvel pó ekki beri á peim bjer, enda er óvíst að hjer sjeu munaðarvörukaup meiri en í öðrum lands- hlutum, og heyrt heíi jeg menn hneykslast á pví, að Fog lausakaupmaður hafi átt að segja, að liann haíi á einu kvöldi selt eins mikið á Akureyri af krami og munaðavöru eins og alls fyrir austan. J>etta er nú máske ranghermt, en vel fjell Fog innra, og vita allir hvað kaupmönnum vorum kemur bezt». t Sigurður Ari Arasson. í minnisstæðu ofsaveðri liinn 8. nóv. síðastliðinn fórst bátur frá Hvammi í Ytri- Laxárdal með 6 mönnum: Formaðurinn var Benedikt Andrjesson, ættaður úr Eyjafirði, mikið duglegur maður, nýgiptur, hásetar vorn Hannes Jónsson frá Hvammi, J>orkell Jónsson frá Barkastöðum, Guðmundur Gísla- son frá Gauksstöðum, Brynjólfur Kristjánsson frá Veðramóti og Sigurður Ari Arason frá sama bæ. Allir pessir menn voru ungir og efnilegir, en sjerstaklega ber mjer, sem rita pessar línur, að minnast á hið síðastnefnda ungmenni sem var 17 ára að aldri. Hann bar langt af öllum hans jafnöldrum, sem að jeg hefi kynnst við, bæði í andlegu og verk- legu tilliti. Foreldrar lians voru Ari sál. j Egilsson, trjesmiður frá Breiðabólstað í Vatns- j dal, og Margrjet Stefánsdóttir J>orbergssonar, j Dagssonar frá Eybildarhoiti; móðir Margrjet- ar hjet Guðrún Eiríksdóttir, hennar móðir Jórunn Pjetursdóttur, hennar móðir Guðrún Olafsdóttir, Jónssonar frá Hólum í Hjaltadal, vil jeg geta lijer nokkurra atriða úr peim stutta, en fagra lífsferli hans. þegar að liann var 6 ára, var hann orð- inn liuglesandi, hafði hann yndi af pví að lesa í bókum, las hann pá hverja bókina af - annari, fannst pað strax, að hann mundi verða skilningsgóður, hann mundi svo milcið úr liverri bók er hann hafði lesið, að hann gat sagt mikið af ínnihaldinú. Skemmti hann móður sinni rnikið með pessu, eptir að hún var orðin ekkja, og pá var hann 7 ára, með j pví að lesa fýrir hana á saknaðarstundum j hennar, og huggaði hún sig með pví, að eiga j í honum pann son, sem bætti lienni rnissir- inn og hún gœti haft styrk og yndi af áefri árum sínum. Hún hafði ekkert fyrir að kenna honum að lesa, eða læra kverið , pað mátti heita að hann lærði pað fýrirhafuar- laust. Til vinnu bar hann langt af öllum sín- um jafnöldrum, sem jeg hefi pekkt. Hann var búinn að vera hjá mjer G1/^ ár, og á 11. ári. þegar hann kom til mín, sló hann meir en hálft svo mikiO sem fullröskir menn , en nú var hann orðinn með beztu sláttumönn- um, og mátti heita fullkominn til hverrar vinnu sem var ; hann var svo ákafur við slátt- inn, sem fá dæmi munu vera til, að efhann j ekki vaknaði strax og piltarnir, fann hann að, j að hann var ekki vakinn með piltunum, og ; kom pá stundum ekki inn til að borða fyrri j en komið var fram á dag. í sumar ljet hann ; upp hverja sátu sem fýrir kom, var hann þó i heldur smár vexti, en fyrir fylgi og pað, að j vilja eigi vera minni en aðrir tókst honum j petta. Einnig leit hann út fýrir að verða j afbragðs sjómaður; hann var búinn að róa 2 j vertíðir til Drangeyjar og pótti hann vera I hreint framúrskarandi eptir aldri, að dugnaði ; i og lagi, og pví hvað hann var hirðusamur með hlut sinn, og allt sem að hann hafði meðferðis. Hann var síglaður og skemmti- legur, allir vildu vera í samverki með hon- um, og öllum var vel við hann, sem vtð búinn að láta þangað 48 fallbyssur með nýjasta laginu. Tyrkinn hefir pantað hjá verksmiðjunni 100 fallbyssur stórar. Herra Krúpp, sem hefir verið sæmdur Egyptsku riddaranierki, hefir gefið Soldáni eina fa.ll- byssu, sem kostar 25,000 pund sterling. Jafnvel Kína. byrgir sig að fallbyssum írá Essen. Og pó herra Krúpp hafi látið svona mikið burt til skiptavina sinna í öðrum löndum, hefir hann samt frá 1. maí 1875 til 1. jan. 1876 á lxverri viku látið lOOfall- byssur til hirrna þýzku hergagnabúra. Eins og kunnugt er, skiptist hið pýzka skotlið nú i 300 fallbyssudeildir, með 1800 fallbyssum, 45,000 manns, 28,000 hestum. "Verksmiðjan hefir par að auki búið til fyrna stórar fallbyssur handa hinum nýju brynjufregátum (járnbörðum) í Yilhjálms- höfn. Fallbyssan mikla, sem var til sýnis í París 1867 getur varið strandirnar með fram Englandshafi (norðursjónum). Rúss- land hefir pantað aðra eins, er pað ætlar til pess, að verja liöfnina við Kronstað. ötjórnin pýzka, sem ekki vill verða minni, hefir nýlega beðíð Krúpp um ema fallbyssu 37 Centner að vigt; á hún að j geta skotið 300 punda þungum kólfum og ! sett gat á 20—24 þumlunga pykka járn- ! þynnu. J>að verður ekkert pað skip til, er geti staðist slíka kólfa. J>egar' jeg fór burt þaðan. renndi jeg að lokuin óhýru hornauga til þessarar miklu eyðileggingarsmiðju, pessa skuggalega undir- djúps, paðan sem Prússar fá nýjar og nýjar byrgðir í hergagnabúr sín, þar sem pað smíðar fjötrana á þá, sem peir ætla að brjóta undir sig. J>egar jeg var kominn inn i kaffihús par nálægt, bað jeg um eitthvert dagblað til að lesa; stóð pessi grein í pví: „Hið markverðasta, sem ætlað er til, að verði vottur um iðnað þýzkalands á sýning- unni, sem halda á í F'iladeifiu, er ódœma stór fallbyssa frá verksmiðju Krúpps og á að byggja nýtt skip, til pess að flytja hana á“. Á pennan hátt leitast pjóðverjar við, að etía íriðinn. |>etta fallbyssutröll er það áherzlu- eða upphrópsmerki, sem vantaði í siðustu „friðarræðuna41 hans Bismarks. sem þjóðverjar sjálfir kalla: „eld- og blóðhöfð- ingjann". liann kynntust. Hann var sjerlega hneigður fyrir sjó, og pað var yndi hans að vera á honum, hann sem var heilsu lítill, sagði sjer batnaði öll mein pegar hann væri kominn út á sjóinn. |>að er sárt að sjá á bak pessu fyrir- taks efnilega og upplagsgóða ungmenni, sem var svipt svona skyndilega í burtu, í sínum fagrasta lífsblóma. Hans æfiferill var fagur en ofstuttur, að manni sýndist, en sú er huggunin, að vita að hans saklausa og góða sál skín nú skært og fagurt hjá liimnaíöð- urnum, hann uppsker nú hjá honum pað sem að hann var búinn að ávinna sjer hjer með sínu dyggðuga framferði. Móðirin, sem var áður búin að reyna sáran missir, fyrst 2 efnileg börn ung, og litlu síðar ektamann sinn, syrgir nú pennan heitt elskaða son, sem hún unni sem sínu eigin lífi, en í gegnum saknaðs tárin sjer hún í anda, að Guð útbreiðir faðminn móti sínu heittelskaða barni, og gleður sig við pá vissu, að hans sál skín nú skært og fagurt í himna- ríki, hvar pau fá aptur að sjást. Sigurður Ari sárt varstu nú lostinn, pig sárleg nísti dauðans kalda prá; ó pín fögru augun eru brostin hvar yndi skein og gáfna tljósið á; hngljúfi allra á heimilinu varstu hjartans gleði var að líta pig, yfirbragð skært og ásýnd hreina barstu, umgengnin pín var sífellt gleðilig. Jeg sakna pín, en sje þó glöggt í anda að sál pín fögur lifir Drottni hjá, hún er flutt til Ijóssins sælu landa og Ijómar skært sem morgun stjarna blá, sú er huggun söknuður pó mæði, sem jeg veit að aldrei bregðast kann saknaðsundir sárt pó nokkuð blæði, að sjáumst við í fögrum himnarann. Til pín nú, hin táraprúngna móðir, pitt talar barn með klökkum ástarróm: grát pú ei, ó, Guð minn vin og bróðir pinn græði liarm, pó virðist auðna tóm. Drottinn Guð í dýrð mig nú um vefur daprast ei hans ástar skæra Ijós, unaðsemd í æðri heimi gefur, eg syng honum lorog sigurnrós.' Jón Jónsson. Auglýsing. Jeg undirskrifaður gjöri hjermeð kunnugt, öllum þeim, er jeg að undanförnu hefi mælt út land til móskurðar í Nausta- Eyrarlands og Kotár-landareign undaníar- in ár, og ekki hafa fullborgað mjer undir- gipt pá er peim bar fyrir 20 yfirstandandi aprilm., purfa ekki að búast við að fá út- mælda eina einustu alin frá minni hendi næstkomandi sumar, hvort heldur þeir eru utan eða innan bæjar. Akureyri 4. apríl 1880. Davíð Sigurðsson. — Yeðráttan: 4., 5. og 6. p. m. var hjer norðanhríðar veður svo að alhvitt varð í sumum hyggðarlögum, en nú í dag er hláka og 7° hiti á R. i skugga. Eiskaflí er hjer innfjarðar, pá síld er til beitu, en mishitt- ur. Nú eru menn í óðakappi að búa út hákarlaskipin og setja pau fram. Heil- brígði manna og skepna má heita yfir allt, pó ætíð sjeu nokkrir sjúlcir eða sárir. — Litil dæmi upp á veðurblíðuna og jarðsældina í vetur 1879 og 1880. Á Jök- uldal er sagt að lömb hafi verið lx/2 viku á gjöf. í Núpasveit og Sljettu ekki lömb- um kennt ðt. í Bárðardal fremst 3 hneppi heys gefin kindinni, (7 í bagganum). — Norðanpóstur er enn ókominn 1 dag kl. 3, og engar kaupskipafregnir liafa hjer enn fieyrzt í vor, en von á þeim daglega, Eigandi og ábyrgðarm.: líjörn Jónsson. Prentsmiðja Norðanfara. B. M. Stephánsson. Endir.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.