Norðanfari


Norðanfari - 08.04.1880, Blaðsíða 3

Norðanfari - 08.04.1880, Blaðsíða 3
45 — hann hefir enga hvöt til þess, og heldur á- fram eins eptir sem áður, í von um að ein- hver ritgjörð lians verði tekin, sem og opt er tilfellið, því pað er eigi vandalaust fyrir rit- stjórana að velja úr mörgum ritgjörðum og finna þá sem bezt er rituð og bezt á við, til þess þarf töluverðan lærdóm og þehkingu. En oss finnst nauðsynlegt að sem flestir greindir menn fái að koma fram í blöðunum með athugasemdir, tillögur og fl., um það sem við kemur landshögum yfir höfuð. f>ó vjer liöfum hjer að framan gizkað á hvað mikið mundi seljast af blöðum voruin, erum vjer alls eigi sannfærðir um að svo muni vera, heldur þykja oss líkur til að það muni vera töluvert minna er af þeim selzt. J>að er ef til vill, eigi eins mikið efni og innihaldi blaðanna að þakka eða kenna, hvern- ig þau seijast, eins og því hvernig útsending þeirra og skilsemi á þeim eru afhendi leyst. J>að er almenn umkvörtun 'yfir því hjer á landi, hve ill skil sjeu á blöðuuum og er of- mikið hæft í því. J>au blöð sem beinlínis eru send með póstum koma til skila á póst- stöðvar, en þegar hlöð eru send, sem menn kalla á «skotspónuin« , munu förlög þeirra margvísleg. þ>að er hörmung til þess að vita hve allmargir eru skeytingarlausir í því er meðferð hlaðanna snertir, sama má og segja um allmörg brjef, þeim er fleygt eins og öðru rusli liingað og þangað, látin liggja og híða þangað til einhver af hendingu rekur sig á þau og miskunnar sig yfir þau, þá mis- jafnlega útlítandi, því margir hafa'meiri löng- un til að hnýsast í að lesa blöðin en að flýta fyrir afgreiðslu þeirra. Ekki dugar um að vanda, því viðkvæðið er: «Jeg hefi enga á- hyrgð á því, þessu var troðið upp á mig, mjer er sama hvað af því verður.» J>að 111- _ ur opt svo út sem menn ekki muni eptir því, að í hegningarlögunum er lögð sekt við ef farið er í annara manna brjef, og eiga ekki blöðin skylt við þetta mál? Af þessu skeytingarleysi manna um greiða sendingu blaðanna, leiðir það, að kaupendurnir fá þau ekki fyr en seint og síðarmeir, sum illa út- leikin, sum aldrei. Yið þetta kemur gremja í kaupendurna, þeir hafa enga skemmtun nje fróðleik af blöðunum, ekki einu sinni saman- hengi í ritgjörðum, þykjast sem von er, illa hafa varið peningum þeim, er þeir hafa borg- að blaðið með , ef þeir á annað borð borga nokkuð, því hvern þann lilut er menn fá seint og í molum, verða þeir tregir á að borga. Kú segja þeir ritstjóra upp kaupinu þar eð útsendiugin gengur svo illa og kenna það allt ódugnaði hans og hirðuleysi, en gá ekki að því, að sökin er eingöngu hjá liinum skeytingingarlausu blaða-óskilamönnum, þeim mönnum, sem ekki láta sig varða hvert hlöð liggja hjá þeim 1 dag eða 1 mánuð. |>að eru víst einhverjir þeir mestu erfiðleikar, sem blaðaútgefendur eiga við að stríða, óskilin á blöðunum, og það sem af því leiðir, er því varla von að staða þeirra sje ætíð sem glæsi- legust. Meðan þannig gengur er ekki að hugsa að blöð seljist vel. £n vonandi er að menn fari nú hjer eptir, í þessu sem öðru, að gæta betur sóma síns, og sjái hve nauð- synlegt og gagnlegt það er og getur verið, að brjef og blöð koinist sem allra fyrst til móttökumanna sinna; væri þess óskandi að hver maður finndi köllun og skyldu hjá sjer, til þess að flýta sem mest og bezt öllum blaða- og brjefasendingum, og álitu þau sem áríð- audi hlut er sjer væri trúað fyrir og mikið lægi við að kæmist sem greiðast til móttak- enda. Ef menn því, í stað þess nú að láta blöð og brjef liggja hjá sjer vikum og mán- uðum saman, og jafnvel verða að engu, reyndu á allan hátt að greiða fyrir þeim og senda þau áfram, láta þau ekki liggja hjá sjer nóttu lengur, senda þau með skilvísum mönnum o. s. frv., þá mundi fljótt vaxa áhugi manna og ánægja á blaðakaupum, fleiri seljast af hverju blaði, og bráðum sannast að vjer höf- um alls eigi ofmörg blöð. XXX. Fyrirspurn um ljóðabækur. Fyrir hví eru Ljúðmaeli sjera Stefáns Ólafssonar elcki gefin út að nýju í betri og fullkomnari útgáfu en hin fyrri útgáfan, som er mjög ófullkomin og auk þess fyrir löngu orðin ófáanleg? Oss sýnist að Magnús yfir- dómari Stephensen í Reykjavík, sem er nú verðandi höfuð hinnar voldugu Stephensens- ættar og auk þess er sjerlega vel menntaður maður ætti að takast á hendur útgáfu af kvæðum þessa forföður síns, og hefir Magnús og ætt hans nóg efni til að kosta sjálfur slíka útgáfu, enda mundi fyrirtæki það fljótt launa sig, og engum peningum er bötur varið, en að kaupa kvæði eptir góð skáld og hafa ís- lendingingar jafnan sjeð það, og því keypt og lesið kvæði góðskálda sinna. Af Kvæðum Bjarna Thoraren- s e n s vantar og nýja útgáfu; í hina fyrri út- | gáfuna Bókmenntafjelagsins vantar allmörgaf j kvæðum lians, ekkja Bjarna sál. er nógu rík og afkvæmi þeirra til að gefa út kvæði hans; Bókmenntafjelagið hefir nóg á sínum kanna þótt það ekki gæfi út Ijóðmæli þessara manna að nýju enda er það óhætt fyrir einstaka menn að gjöra þetta, því að það getur vel borgað sig. __Uin bríma á Eyvindará. — það er leiðinlegt og Austfirðingum til mikillar minnkunar ef að brú sú sem Tryggvi Gunnarsson hefir gefið efnið í og flutt kaup- laust til Seyðisfjarðar og fara átti á Eyvind- ará verður flutt burtu án þess að samtök sjeu gjörð til að flytja hana upp yfir. Mest or- sök til þessa mun vera það, að enginn hefir gefið sig fram sem sjerstaklega hefir verið falið á hendur að gangast fyrir flutningnum og sjá um meðferð á brúarviðunum o. s. frv., og hefði sá maður þurft að hafa góðar kring- umstæður til þessa. Jeg sting nú upp á því, að menn í þeim sveitum sem næstir eru og sjerstaklega þeir sem framvegis hafa not og hagræði af brúnni, ef hún kemst á, gang- ist fyrir samtökum til að flytja hjer eitthvað af stórtrjánum, hverjir eptir sínum liðsafla. |>að er svo sem auðsjeð, að flutningur á brúnni upp yfir verður kostnaðarsamur, en mjer hefði þótt mikið tilhlýðilegt að menn hefði unn- ið að þessum brúarflutningi fyrir sem allra minnsta borgun, því þó óneitanlega sje nauð- synlegt að brúa Eyvindará, þá þarf þó víðar að brúka vegabótasjóð sýslunnar, en til þess fyrirtækis, það er líka aðgætandi, að Tryggvi af drengskap sínum gefur okkur efnið í brúna og flutning á því til Seyðisfjarðar, en við seljum okkur sjálfir flutning á henni uppyfir og höfum þó margfallt liagræði af brúnni. Hjeraðsbúi. Afram með bindiiidið. jpessa sömu fyrirsögn hafði „Kona“ fyrir skarpri ritgjörð í Nf. 17. árg. 53.— 54 nr., og þessi fyrírsögn var tekin eptir konunni fyrir dálitlu sem kom í „Skuld“ III, 33.—34. Hjer er enn höfð hin sama fyrirsögn fyrir þessum örfáu línum; en aðal- stefna þeirra á að vera einlæg en hógvær áskorun til góðra og skynsamra föðurlands- vina, aðlesaþað, sem fyrirsögn- iníSkuld „Áframmeð bindind- lízt; það er að minnsta kosti nóg umræðu- efni heila klukkustund. Meðan þessi heiptar- eldur logar milli Frakka og þjóðverja, munu hvorirtveggju standa alvopnaðír og vigbúnir“. Við vorum nú komnir kringum svalir þær, sem skriðljósið í turninum stendur á. „Fallega húsið þarna, sem er svipað sauð, er villst hefir inn í drekabœli, er gestahús verksmiðjunnar. J>ar hýsir Krúpp vini sína og tekur í móti sínum krýndu gestum. Vilhjálmur keisari kemur hjer opt og dvelur fáeina daga í dularklæðum. ’ í bans viðurvist eru þá nýju fallbyssurnar reyndar og er farið leynt með þær. Við höfum hjer tvær skothæðir; þjer vitið, að hjer í verksmiðjunni búa og vinna árið um kring 12 skotliðsforingjar og aðstoðarmenn (úr hernum). J>að hafa lika verið gjörðar nokkrar tilraunir með lopthnetti á stríðs- timum og er mikið íengist við það í hers- liöfðingjaráðinu“. „Hvað er gjört með liinar miklu bygg- ingar þarna, sem svipaðar eru hermanna bústöðum“ ? spurði jeg og benti til vinstri liandar“. „J>að eru, eins og þjer segið, hermanna bústaðir; þbir eru kallaðir svo, af því 150 erfiðismeun búa þar, og fá þeir fœði sitt fyrir 1 franka um daginn“. „Hvað fá verkamennirnir vanalega i kaup“? „3 og 4 franka; menn hafa neyðst til að færa niður kaupið nú frá nýársdegi; en erfiðismaðurinn tekur þátt í gróða verksmiðj- unnar og getur að vissu leyti álitið sig sem fjelaga. J>egar einhver veikist borgar ábyrgð- arsjóður verksmiðjunnar lyf og lækniskaup, og deyi hann, fær ekkjan lika eptirlaun úr lionum. Eptir 16 ára þjónustu fær erfiðis- maðurinn nokkra viðbót við kaupið, sem smá hækkar með tímanum og eptir 20 ár á hann heimting á eptirlaunum. Auk þess hefir herra Krúpp stofnað nokkra skóla og einn spítala; hann gleymir því aldrei, að hann hefir sjálfur verið blásnauður erfiðis- maður og lengi unnið við hlið föður síns í litlu smiðjunni, sem þjer sjáið þarna við höfuðinnganginn; hefir hann viljað halda henni við, til þess að sýna, hvað starfsemi og dugnaður getur gjört að verkum. í þá daga hafði Krúpp ekki nema einn vinnu- mann og fór sjálfur og seldi nágrönnum sínum sitthvað smávegis, er hann þá smiðaði. J>egar þetta er nú borið saman blöskra manni slík umskipti“. Yið fórum nú aptur niður úr turninum. Fylgdarmaður minn var búinn að sýna mjer allt það, sem hann mátti. Hann fylgdi mjer til dyra og skýrði mjer um leið frá ýmsu merkilegu. Nú sem stendur er verið að búa hjer til 100 fallbyssur handa jarlinum á Egypta- landi. það er og mikið smíðað, sem beðið hefir verið um frá Ítalíu, nokkuð, samt minna frá Spáni. Kúmenia er einlægt að panta þar nokkuð og herra Krúpp er þegar

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.