Norðanfari


Norðanfari - 26.05.1880, Blaðsíða 1

Norðanfari - 26.05.1880, Blaðsíða 1
~"< NMAOTAU 19. ár. Akureyri, 26. maí 1880. Nr. 33—34. Búi prófastur Jónsson. Meðal margra merkispresta hverra lítið hefir verið getið, en sem án efa hafa verð- skuldað pað, tel jeg prófast síra Búa Jóns- son á Prestbakka í Strandasýslu dáinn 1848. þó mjer sje ekki kunnugt um hans síð- ustu æfi ár, pá hann hafði verið protinn að heilsu, var hann einka kunnugur mjer á yngri árum mínum, pau 6 ár sem við vorum saman í skóla pekkti hann þá enginn betur en jeg, eða við hvor annan, svo samrýndir vorum við hvor öðrum. Við lásum alla tíð saman; jeg ritaðialla fyrirlestra fyrir okkur báða, las hann svo upp fyrir mjer á eptir og jeg hlýddi á, og rædd- um við svo saman á eptir, til að festa betur í minni okkar og skýra pað sem óljóst pótti, komst jeg pá að greind hans og mikla skarp- leik, sem hann ávallt Ijet í ljósi um hvað sem rætt var, án allrar sjervizku, sem stund- um vill eiga sjer stað hjá sumum gáfumönn- um. Minni hans var ágætt, enda hafðihann staka eptirtekt og athygli á öllu. Næmi hafði hann í meðallagi, og virtist mjer hann nokkuð hefði fyrir pví að læra, en svo mundi hann allt svo vel og lengi á eptir. Orðfæri hafði hann heldur stirt, en allt svo rjett og greindarlegt hugsað og talað. þegar hann kom í skóla pótti hann vera hjákátlegur í látbragði og limaburði, og hjelzt pað enda við hann, að hann pótti ekki bera sig vel. í dagfari og umgengni var hann hversdaglega jafnlyndur og glaðlyndur, í við- ræðum hinn skemmtilegasti, greindur, fróður og gamansamur. Iðni hans í skóla var frá- bær, og tómstundir gaf hann sjer engar nema pegar hann var mjer samferða til skyldfólks míns og ættmanua, bæði að Brekku og til Bvíkur, pótti honum pað mesta skemmtan um pær mundir, og lukum við báðir upp sama munni um pað, að mikla uppbyggingu hefðum við haft af viðræðu og tali hins á- gæta öldungs etatsráðs ísleifs Einarssonar. Hann kunni og vel að sjá og dæma um greind og gáfur Búa. Eátækari piltur hygg jeg að ekki hafi komið í skóla, pað mátti segja að hann ætti ekki fötin utan á sig, og urðu ýmsir til að gefa honum flík. Hann var einhver hinn hreinskilnasti maður, — frómlynd sál, — ráðvandur til orða og verka, samvizkusamur, tryggur og trúfastur, geðprúður og guðhræddur. |>etta er rjett lýsing hans, eða svo pekkti jeg hann pau 6 ár er við vorum saman í skóla; við útskrifuðumst báðir undir eins 1829, og áleit jeg hann bezt að sjer og gáf- aðastann af öllum peim sem pá skrifuðust út, (einn af peim lifir enn, kand. Magnús Ei- ríksson). Síðan við skildum sáumst við ekkifram- ar, en opt fjekk jeg brjef frá honum, sem jeg pví miður hefi glatað, p-?í mörg voru pau merkileg, og lýstu hans innra manni. þetta ár 1829, mun hann hafa vikið til síra Sig- urðar Th. á Stórólfshvoli til að kenna sonum hans undir skóla, og árið eptir var hann skrifari hjá sýslumanni Bonnesen á Velli um missiristíma. Annars átti hann ekki gott með ritstörf og preyttist fljótt, pví hann var bagaður í hægri handlegg, (eptir illa viðgjört beinbrot einhverntíma). 1831 var hann kallaður aðstoðarprestur af fóstra sínum síra Joni Magnússyni á Hvammi; en hann hafði tekið hann missiris- gamlan í gustukaskyni af bláfátækum for- eldrum, Jóni Gíslasyni og Helgu Búadóttur á Hvalgröfum í DalasýsTu, hvar hann var fæddur 1804 2. maí. Bjó pá síra Jón á Akureyjum, en pegar fór að bera á námsgáfum og lærdómslyst Búa studdi pá verandi prófastur síra Jón Gíslason á Hvammi og hvatti til að byrjað væri að kenna pessum umkomulausa pilti skólanám, og tókst pað á hendur hinn góðfrægi sonur hans, síra þorleifur víseprófastur, sem enn pá lifir júbilprestur og ridd. af dbr. þetta gjörði hinn eðallyndi mannvin án borgunar, sem hann heldur ekki gat búist við, gjörði hann ekki heldur endasleppt við Búa, pví pá sótti hann um skóla og ölmusu handa honum og var pað um haustið 1823 að hann kom í skóla. Aðstoðarprestur fóstra síns var hann frá 1831—36. Mun hann pá hafa kennt nndir skóla syni hans Magnúsi, er síðar varð prest- ur og deyði 1854. Galt hann svo presti fósturlaunin bæði með pví að aðstoða hann í embættinu ogsvo með pví, að mennta son hans. TJpp á líkann hátt galt hann síra þorleifi kennslulaunin, með pví að búa hinn gáfaða son hans Jón svo ágætlega undir skóla, að hann pótti pá vera einhver hinn gáfaðasti piltur og bezt að sjer í flestum greinum. Hann varð síðar prestur í Fljótshlíðar ping- um og deyði á Ólafsvöllum 1860. Síra Jón hefir verið álitinn mesti ræðumaður, alvöru- gefinn og andríkur, líka skáld gott. Hann mun af lærisveinum síra Búahafa pekkt hann bezt, og viðurkennt hans mann- kosti, gáfur og lærdóm, hann hefir í brjefi til mín tjáð mjer, hve mikið hann átt hafi að pakka pessum sínum elskaða kennifóður, mun hann hafa verið hvatamaður pess, að ræða sú sem síra Búi hafði ásett sjer að fram flytja á nýársdagihn 1849, sem hann ritaði og saman tók í banalegunni, í des. 1848, væri prentuð og kæmi fyrir almennings augu, honum til verðugs lofs og endurminningar, og geng jeg að pví visu, að enginn annar en sjera Jón sál. þorleifsson hafi samið formál- ann, sem stendur framan við pá prentuðu ræðu, í hvorum síra Búa er svo rjett og á- gætlega lýst í öllum greinum. Árið 1836 fjekk síra búi Bitruping eða Prestbakkabrauð, og var settur prófastur í Strandasýslu 1839. Hann deyði annan dag jóla 1848. Hver prestur að hafi sungiðhann til moldar veit jeg ekki, og ekki hefi jeg sjeð nein erfiljóð ort eptir hann. Sú eina ræða er jeg minntist á, getur verið í stað útfarar- minningar, og í hjörtum sóknarbarna hans, sem enn pá lifa, mun eigi gleymast nafn hins elskaða kenniföðurs, til pakklátrar endur- minningar og verðugs lofs. — 67 — Sem vott uppá andafjðr pessarar trúar- hetju, læt jeg fylgja pessum línum ljóðmæii er hann einu sinni sendi mjer. Mörg fjóð- mæli ætla jeg að sjeu til eptir hann, en hver peim hefir haldið saman veit jeg ekki, og líkindi að sá hirm sami liggi ekki svo á peim, að pau megi ekki koma í Ijós. Síra Búi var kvæntur Solveigu Bjarna- dóttur prests að TJndirfelli, systir Sigprúðar konu Pjeturs prófasts að Stafholti. Hún var áður gipt og valinkunn kona. þeim síra Búa varð ekki barna auðið, en hann var margra harna andlegur faðir. S. 1. Kom pú Jesús konungur himna, kom pií snart og láttu skarta pína dýrð á pessari jðrðu príblessaði Guð og maður. Vottaðu fyrir Adamsættum afrek pín pá kvaldur í pínu knúður vannst af gæzku greiða gjöld af peirra föður völdum. 2. Láttu pær sanna að sjertu Drottinn, er sigur vannst og dauðans vigur brautst í sundur og batzt pann píndi með böli og ótta manna dróttir; aptur lifandi síðan sýndir sjálfur að heit pitt máttir veita að pínum skyldi eins um aldir enn pótt dæi, líf upp renna. 3. Veit oss lið svo lausnar dáðir lært að meta pinnar getum láttu hreldum huggun gilda hjeðan standa að gleðjist andinn. Grundaðu traust í grátnu brjósti græðari minn til heita pinna akkeri festu við pað vora von í nauðum synd og dauða. 4. þú ert lifandi ljóssins jöfur ljósberi Guðs sem englar hrósa lýsir jörð pitt ástar orðið, eyðir myrkrum, veginn greiðir, ljóss til sælu lífs uppsala sem ljóma af pinnar dýrðarblóma gleður sú von í gegnum raunir góð er ending par að lenda. 5. þú ert lifandi Ijóssins jöfur lifir fjærstu tíðir yfir; út hefir lífið frá pjer fiotið í fjöld að skepnum heims ótöldum hæstu vekur hjartans gleði hnossið lífs sem vannst á krossi. gjöf sem hátt pinn guðdóm vottar geð brennandi af kærleik prennum. 6. þú ert konungur æðri enginn andlega yfir drótt ríkjandi er pú leystir hetjan hrausta haldna sterkn prældóms valdi hvilist frelsuð hjörð í skjóli hættulausust píns almættis kætt af friði farsæld mettast frægann, vísann hirði prisar. 7. þú ert rjettlætis sólin sæla sískínandi á himni pínum heit og björt sem kveikir og klekur kærleikann í hjörtum manna pú tilreiðir skæran skrúða, að skína í dýrðarríki pínu,

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.