Norðanfari


Norðanfari - 26.05.1880, Blaðsíða 4

Norðanfari - 26.05.1880, Blaðsíða 4
— 70 — sem okkar vegna mæddu margar vökur. Og pað hjartað ástarvarma sem í brjósti bærðist fyrir oss fyr og síðar hjer er hætt að slá. Fjármuni jarðneska fjekkst oss eigi, því að enga áttir; en gæðum, sem eru gulli betri, oss pú auðga reyndir. Ást til Guðs og allra manna, geymd í hreinu hjarta, var pað hnoss er vildir pú yrði auðlegð anda vors. Sorga pyrnir pitt er hjarta særðu djúpum sárum hefir nú, sem hjóm, hjaðnað niður, Blessuð sje pín minn- «n Guð pín sárin grætt. ing! — Blómsveig grannan Angurstár af augum pínum hann nú perrað hefir; hverra heimur huldu rúnum gaf ei gaum nje pekkti. Börn hinnar látnu hjer er fljettað höfum, tak, sem lítil laun tryggðar pinnar og mærrar móðurástar. t Madama Sígríður Hallgrimsdðttir. Yar Sigríður sómi og prýði Seyðfirðinga hin mennta slynga, pó höfum eigi á hennar degi hjer að gætt sem vera ætti. Nú er í foldu falið moldu fágætt blóm að allra dómi, en samt mun lifa aldir yfir afbragðs hróður baugatróðu. S. Saknaðarstef flólunnar til fífllsins. Ó hve sárt jeg syrgi vininn unga, saknaðs varla borið get jeg punga, hjarta ef jeg ætti ástarslögum hætti, bresta mundi bólgið harmaslætti. Enginn styður veika lilju vinur, veit ei neinn um auða nótt hún stynur, pögul harm sinn hylur, heitan söknuð dylur. Enginn maður andvörp fjólu skilur. |>egir svana söngur engilblíður, svippung njóla ógnir hels mjer býður. Enginn heyrist ómur unaðsstrengja hljómur, prumar að eins örlaganna dómur. J>ó að glampa glóey sendi torgi, gleðst jeg ei pví vin minn lít jeg hvorgi. J>ig jeg einann preyji, pú, minn elskulegi, vegna pín, mig pungur neyðir tregi. Opt jeg fæ pig sjá í blundi blíðum, brosir pú sem fyr í grænum hlíðum, Ijúft pá á pig lít jeg, lengur pín ei nýt jeg, vonardrauma svásra sakna hlýt jeg. Ef pú lítur lífs í b’lóma klárum laugast jurtu nætnrdaggar tárum, mynd par sjerðu mína, hún málar vinu pína, vill hún hulinn söknuð minn pjer sýna. |>ekkir, heyrir pú hve liljan stynur? t>egjandi jeg hrópa til pín, vinur! Ó, pú hlýtur heyra hafir pú nokkurt eyra, andvörp hrópa orðum langtum meira. Enginn svarar, allt er hljótt um njólu, ástartárin svala veikri fjólu. Aptan-eygló mæra, ef pú sjerð minn kæra, virztu honum vinakveðju færa. Gef mjer röðull mynd af vini mínum, mála lokk hans jafnan geisla pínum; sýn mjer svipinn blíða, sem pinn íturfríða láttu bros of blíðar varir líða. Ó, hve fegin föl jeg hníg að grundu, fagna skal jeg minni dauðastundu; jeg vakna’ á vori hlýju viður sönginn gýgju*, finn jeg hann og faðma skal að nýju. Heilladís að honum gæt hálum lífs á vegi, fegin honum gæfu græt, gilda tárin eigi? Aptanblær ef hittir hann hertú strengi pína, Ijóða peim jeg einum ann ástarkveðju mína. 8/xi — 78. Húnvetnsk stúlka. Dýrðleg æfi. Hvílík dýrð! pá barnasálin bjarta brosir friðsæl eins og lokuð rós; gegnum föðurhönd og móðurhjarta henni birtist Drottins ástarljós. Barn í leikjum litla veröld geymir, lindin tára vordögg holl pví er, og í hreinni ást um jörðu dreymir illsku hennar meðan pað ei sjer. Hvílík dýrð! pá æskufjörgur andi allan heim í vonarljóma sjer, heimsins sögu hetjur óteljandi honum benda: «Kom, og gjör semvjerb Hann vill fljúga, hann í anda skapar hundrað áform voldug, fögur, stór; ef hans von og auðna stundum lirapar önnur betri kemur pá, hin fór. Hvílík dýrð! pá hjartað meyjar blíða hrífur til sín löngun æskumanns og við fyrsta ástarbrosið pýða endurfæðir sálar-veröld hans, sýnir honum huldar yndislindir heilög par sem lífsins fegurð grær, herðir dáð og hreinsar allar girndir hulin barnleg ást svo frelsi nær. * Hvílík dýrð! pá hrausta mennskan vogar, hugmynd æsku framkvæmd gjöra af, einbeitt, stöðugt aflið dáða logar ýtir lífsins knör á tímans haf; ef svo parf, hann stýrir móti straumi, — stofninn brotna reiðar öldur við — hjálpar peim sem hrekjast enn í draumi hafs með öldum svæfðir pess við nið. Hvílík dýrð! pá hvíldir ellin býður *) Grýgja — Harpa = vormánuður. hraust og fagurt eptir lífsins stríð, læknað hjartasár ei lengur svíður, sjá! pess blóðdögg fæddi sumartíð, ávöxt hennar öllum pakklát safnar uppyngd pjóð og blessar kappans spor; Drottinn stýrir hetjusál til hafnar, himinn brosir mót með eilíft vor. Guðmundur Hjaltason. J»akkarávarp. Eins og pað er bæði verðugt og í alla staði tilhlýðilegt, að á lopti sje haldið minn- ingu peirra, er á einhvern hátt skara fram úr öðrum, í einhverju fögru og eptirbreytn- isverðu; eigi síður ætti oss að veraljúft, að minnast peirra manna opinberlega með pakk- læti, er að mörgu leyti alveg óverðskuldað, hafa veitt oss hjálp sína og liðveizlu, í*pvi andstreymi og peirri örbyrgð, sem svo opt er mannlífinu samfara. |>annig er mjer sem rita línur pessar sönn ánægja að geta opinberlega hinna mörgu veglyndu hjálpar- manna minna, pegar jeg á næstliðnum vetri varð fyrir pví mótlæti að missa heilsuna, er hlaut að verða mjer pvi tilfinnanlegra, sem jeg var fátækur barnamaður, og pegar par á ofan bættist pað hörmulega óhapp, að á porranum kviknaði eldur í bænum um nótt, svo að nokkur hluti hans brann til ösku, og n’álega allir peir munir er í peim húsum voru. Voru pað pá eínkum nokkrir sveitungar mínir er gáfu mjer, og sumir peirra pó af litlum efnum, en sjerstaklega verð jeg að nefna sómahjónin: Ólaf Guð- mundsson og konu hans Ólöfu Eiríksdóttur á Beykjum, og Friðrik þorsteinsson og konu hans Ólínu K. Árnadóttur á Vatnsenda, er hvorutveggju hafa reynzt mjer í öllu. bæði nú og fyrri eins og beztu foreldrar. Mjer er eigi unnt að segja hvað mikið, eða verð- leggja, allt pað er pau hafa mjer hjálpað og gefið, en get pess eins, að pau hafa i einu og öllu, leitast við af fremsta megni, að gjöra mjer og minum, lifið ovo ljettbært og ánægjusamt sem kostur er á. pá verð jeg og að geta peirra manna, er einkum óg sjer í lagi ljetu mjer í tje, alla mögulega hjálp og huggun, í hinum pungu veikindum mínum; pegar jeg um há- vetur varð að yfirgefa heimili mitt, konu mína og börn, til pess að nálægjast hinn góðkunna hjeraðslækni vorn herra Helga Guðmundsson á Siglufirði, og kom jeg mér fyrir fyrst um tíma hjá prestinum par, sjera Skapta Jónssyni, og síðan hjá herra Jóhanni hónda Jónssyni á Siglunesi. Hjá pessum mönnum dvaldi jeg meðan jeg var undir umsjón læknisins, alls í 5 vikur, og naut allan pann tíma hinnar heztu umönnunar og aðhlynningar á allan hátt, sem framast má verða; og tóku peir ekki einn eyri fyr- ir pað, Sömuleiðis gaf læknirinn mjer: eigi að eins alla sína fyrirhöfn, heldur líka öll pau meðöl, er jeg brúkaði um tjeðan tíma, og talsvert af meðölum, með mjer, er hann áleit mjer nauðsynleg, pá er jeg fór heim aptur, nokkurnveginn að mjer virtist alheill. Við petta tækifæri skaljeg ekki heldar láta hjálíða að minnast hins mikla velgjörðamanns mins herra verzlunarstjóra Snorra Pálsson- ar á Siglufirði. sem í ollu hefir komið fram — frá pví fyrsta við kynntumst — mjertil banda eins og bezti vinur og bróðir i orði og verki, og ávallt reynst mjer bezt pá mjer hefir legið mest á. öllum pessum ofangreindu göfuglyndu ágætismönnum, vottajeg hjer meðmittinni- legast hjartans pakklæti og bið hrærður í huga hinn algóða og almáttuga gjafarann, að um- buna peim ríkulega allar mjer veittar vel- gjörðir, pá er peim mest á liggur, og á pann hátt sem hann_ sjer peim bezt henta. Bakka í Ólafsfirði 18 marz 1880. Grimur Eiriksson. Eigandi og ábyrgðarm.: líjörn Jónsson. Prentsmiðja Norðanfara. B. M. Stephánsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.