Norðanfari


Norðanfari - 26.05.1880, Blaðsíða 3

Norðanfari - 26.05.1880, Blaðsíða 3
— 69 — Finn jeg mjer skylt (þó seint sje), að votta þeim heiðursmönnum sem af góðu hjarta auðsýndu mjer og mínu heimili alla hjálp og liðveizlu sem peir gátu i tje látið, ásamt peim einstöku velviljuðu- sem gáfu börn- unum, mitt hjartanlegt pakklæti, og bið Guð almáttugan að endurgjalda þeim pað er peim mest á liggur. Barnafelli, í Köldukinn í apríl 1880. Sigurhjörn Jónssön. t Einar Jónsson og Sólveig JakoMna Helgadóttir. Sú harma nóttin hörð og dimm að hjarta þrengir minu, pá banasigðin bitur grimm míns bróður æfilínu ú um hádag lífs í skyndi skar með skelfing böls og nauða, en brjóst hans áður bölsært var pað blæddi sár til dauða. þvi eptir stutta æfidvöl hans ekta vifið kæra pá hvíldi liðið lík á fjöl, en leið hann sorg óbæra og harmastríðs af pjökun pví hann preyttur varð að hniga og hans var eina huggun í pað hinsta fet að stíga, Um fárra daga skammvint skeið pau skildu samhúð kæra, og háðum saman beind var leið í býlið grafar væra; pau hvíla saman svefns í vœrð en sælu andans njóta í betra lífsins blómreit færð hvar höl og harmar prjóta. Yjer ástmenn peirra höls á braut með beiskan söknuð stöndum; já, snemma vegferð þeirra þraut, en það er Guðs í höndum: að Ijá og taka líf vort hjer, hans leið er náð og speki og stjórn hans una viljum vjer von með og hugarþreki. Yjer aumkum blessuð börnin smá er böl sitt þekktu eigi, peim móðir hvarf og faðir frá svo fljótt á lífsdags vegi; en Guð sem faðir allra er, pau annast vill og getur; hans fyrirsjón pau felum vjer hvað finnst sem reynist betur ? t t t Halldóra Grudnadóttir. Árið ] 879, 25. nóv. andaðist í Leirhöfn á Melrakkasljettu llalldóra húsfreyja Ouðna- dóttir á 57. ári aldurs síns eptir langa og þjáningafulla hanalegu. Halldóra sál. var fædd á Geiteyarströnd við Mývatn hinn 16. d. júlímán. 1823 af heiðvirðu bændafolki. Á 21. árinu giptist hún eptirlifandi eiginmanni sínum, er nú práir sorgbitinn hina agætu konu sína, Kristj- áni {>orgrímssyni, og átti með honum 12 hörn; voru 4 þeirra liðin burtu á undan hinni sælu móður, en átta lifa eptir tregandi hina góðu móður; sum þeirra eru gipt og öll eru pau hin mannvænlegustu, eins og pau eiga ættina til. Halldóra sál. var, að vitni allra peirra, sem nokkuð pekktu til hennar, einhver hin hezta kona. Hún var hin kurteisasta í allri fram- göngu, og prátt fyrir hið blíða dagfar var hún virt af öllum, — þeim mest, er pekktu hana bezt. Hún var örgerð og örlynd, og svo brjóstgóð, að hún mátti aldrei neittaumt sjá, án pess að hjálpa með ráðum og dáð, opt og tíðum fram yfir efni. Hún hafði ætíð lag á pví, að gjöra öðrum pað til greiða, er þeim kom bezt og ekki gat ráðahetri eða úrræða hetri kona verið, enda ljet hinn góði eiginmaður hennar hana ráða; — og prátt fyrir örlætið og prátt fyrir pað, að pau byrjuðu búskap sinn í fátækt, blessuðust hjón pessi pó ágætlega, svo að pau nú við lát Halldóru sál. áttu hið reisulegasta bú í Presthólahreppi, enda var dugnaðurinn á háðar síður framúr- skarandi. |>egar maður kom á heimilið, fann maður sig sælan. par sem reglusemin var í pjónustu iðjuseminnar, par sem guðrækni og góðir siðir sátu ávallt í öndvegi. — Börn sín ól Halldóra sál. ágætlega upp, avo að einnig í pví var hún fyrirmynd annara, og liún ól upp börn fyrir aðra alveg eins og sín eigin börn. Hin framliðna er því með rjettu sárt treguð af öllum, er til hennar pekktu: vanda- mönnum og vandalausum, eins og maklegt er eptir konu, sem gædd var slíkum kvenn- kostum. Priður sje með dupti hennar! Halldóra Guðnadóttir. |>ú hvílir vært, sem vafðir oss að barmi; og vegna okkar preyttist marga stund, sem bauðst oss hvíld á mjúkum móðurarmi, og misstir værð pá aðrir festu blund, að vort pú mættir veika lífið hressa, pjer veitti hjartans yndi, hvíld og frið, pú fyrst af mönnum baðst oss Guð að blessa og baðst þess hinnstu andartökin við. |>ú vaktir yfir velferð allra pinna og verkahring pinn prýddir sannri dyggð, pitt brjóst var til-reitt bágstöddumað hlynna, peim böl að ljetta, pjáning sorg og hryggð, pitt gáfna ljós var glatt er jafnan leiddi að góðum notum tillög pín og ráð; pað stöðugt áfonn götu lífs pjer greiddi, að gjöra vel og treysta drottins náð. Vjer söknum pín, en sigri með þjer hrósum, vjer syrgjum pig, en gleðjumst við pá trú, að gróðursett hjá guðs ódáins rósum við gæði himnesk lifi sál pín nú, par mun í blóma móðurást pín heita, — pví móðurástin sína rót par á — og bæn til alvalds bezt pjer yndi veita, að biessun hans og náð sje okkur hjá. Já, móðir kær! þín minning hjá oss lifir, pó mynd þín jarðnesk hveríi okkur frá, sú von er hafin harm og söknuð yfir, að heim til pín vjer síðar munum ná, pín bæn mun oss að blessun æðstri gagna svo bergjum með pjer guðs af náðar lind, og móðurást pín fyrst mun oss par íagna, í fullkomleikans ódauðlegu mynd. Börn hinnar látnu. t Friðbjörg Ingjaldstlóttir. 28. d. marzm. 1880 andaðist á Sörla- stöðum í Fnjóskadal greindar- og sóma kon- an Friðhjörg Ingjaldsdóttir. Hún var fædd 1815 á Halldórsstöðum í Bárðardal; foreldrar hennar voru hin velmeg- andi hjón Ingjaldur Jónsson og |>orgerður Jónsdóttir, foreldrar Ingjaldar voru Jón og Elín er bjuggu á Gautlöndum við Mývatn, faðir Jóns var {>orgrímur Marteinssoní Bald- ursheimi. — Friðhjörg sál. ólst upp hjá for- eldrum sínum á Halldórsstöðum. Arið 1841 giptist hún Bei'gvini Einarssyni (frá Litlu- völlum Sigmundssonar, frá Grænavatni {>or- grímssonar, frá Baldursheimi Marteinssonar.) {>au bjuggu nokkur ár á Halldórsstöðum, par til sú jörð varð prestssetur, urðu pau þá að flytja paðan, og var henni það ógeðfellt; skiptu pau optar um bústaði, seinast hjuggu pau nokkur ár í Fnjóskadal, og brugðu síð- an búi. Dvaldi hún síðan optast hjá ein- hverju barna sinna, og nú síðast hjá syni sínum Sigurjóni Bergvinssyni á Sörlastöðum. Hún eignaðist 14 börn, 4 þeirra dóu ung, en 10 lifa öll mannvænleg. Jarðarförin fór fram á Illhugastöðum 12. d. aprílm. að viðstöddum 60 manna par á meðai 9 börn hinnar látnu, er sameiginlega stóðu fyrir útförinni, er var heiðarleg á all- an hátt, pó eigi væri af auðlegð að taka; sannaðist par, að «sigursæll er góður vilji.* Líkkistan var vönduð að öllum frágangi; of- an á henni var sigurmerki, ofantil á höfða- gaflinum var hvítmáluð engilmynd, á efra hliðarparti kistunnar, til hægri handar, stóð eik með 14 blöðum, er táknuðu börn hinnar dánu, 4 efstu blöðin voru máluð hvít, er táknuðu pau sem dáin eru, hin 10 voru dökk; á kistunni til vinstri handar stóð önn- ur eik með 21 blaði, er táknaði barnabörn- in, 6 af þeim voru hvít, er höfðu sömu merkingu og hin pau hvítu; petta var allt útskorið í trje og haglega gjört. Einn af sonum hinnar dánu, er og smíðað hafði kist- una, sæmdi hana pessu síðasta minningar- marki í pakklætisskyni fyrir móðurlegt ást- ríki. Friðbjörg sál. var skynsöm kona, guð- hrædd og trúrækin, hluttekningarsöm og lijartagóð við bágstadda, pví geðið var viðkvæmt en mikið, á hverja hlið sem var; í raun og veru var liún frjálslynd og ljettlynd; var lienni vel lagin sú list að skemmta með sagnafróðleik, pví hún hafði stálminni og næma tilfinningu fyrir hverju pví sem fag- urt var og gott; gat hún á þann hátt stytt mörgum stundir, og víst var um pað, að þá ijet æskulýðurinn sig ekki vanta að vera ná- lægur, sagði hún sögur með svo góðu og lipru orðfæri, að mörgum pótti mikils umvert, er vissu að hún hafði engri menntun náð á æskuái’um, — hvað ekki var eins dæmi á peirri tíð; — hún var og hagmælt, orðhepp- in og glaðlynd hversdagslega. En dýrmætastan orðstýr hefir liún getið sjer fyrir hina stöðugu viðleitni og áhuga að innræta börnum sínum dyggð og guðsótta, hún bar ávallt móðurlega umhyggju fyrir peim og velferð peirra, hún elskaði pau heitt og innilega fram að síðasta andartaki. Enda lieiðra þau og blessa minningu hinnar góðu móður, og geyma hana í pakklátum huga. T. J. Friftbjörg- Ingjaldsdóttir. Helstirð er höndin og verndun oss æ veitti, er hjúkrun blíða augun eru lokuð

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.