Norðanfari


Norðanfari - 05.06.1880, Blaðsíða 3

Norðanfari - 05.06.1880, Blaðsíða 3
— 77 — að menn sjeu þar eigi i óbættum sökum, fyrir skuldir. Kaupstaðarskuldirnar standa í vegi fyrir eðlilegum viðskiptum bænda við kaupmenn, og að losast úr peim, sje fyrsta sporið til að hrinda verzluninni í heillavæn- legra horf. J>á fyrst sje landsmönnum opn- aður vegur til að hafa full not af auknum samgöngum, með pví að fá nauðsynjar sín- ar keyptar, áður enn verð peirra tvöfaldist af hinum feikna mikla tilkostnaði og paraf- leiðandi framfærslu fastakaupmanna- Jónas Jónsson í Hróarsdal vakti með- al annars máls á pví, að Skagfirðingar hafi eigi hingað til pótt afburðamenn að fjöri eða framtakssemi, og líkt megi segja um landsmenn yfir höfuð, enda sje varla við pví að búast, að hjer á pessum hala ver- aldar, par sem unglingarnir alist upp svo að segja sinn í liverri holu, tendrist eða glæðist af sjálfu sjer sá einingarandi, er kveiki almennan áhuga á gagnlegum fram kvæmdum eða nytsamlegum fyrirtækjum. J>etta áhugaleysi lýsi sjer einnig í pvi, hvað fátt hafi komið hingað i dag af sýn- ingargripum, og einstakar tegundir algjör- lega vantáð, t. d. allt er lýtur að sjávarút- haldi. |>etta megi eigi svo til ganga, pví að prátt fyrir óhægðina að eiga yfir vötn að sækja geti pað að minnsta kosti eigi heitið nein frágangssök, fyrir aðra eins hestamenn og íSkagfirðinga, að sundleggja hross til að taka verðlaun fyrir. Skilyrðið fyrir öllum góðum fjelagskap sje vaknandi áhugi með' einlægni, friðsemd og kærleika, er innrætist hjörtum hinna ungu með sam- eiginlegri almennri upplýsing. Fyrir pvi' eigi peir vissulega pakkir og lof skilið, er gefið hafa gaum að pessu, með pví að gang- ast fyrir stofnun barnaskóla . er sannlega muni reynast hin öruggasta undirstaða allra góðra framfa.ra á landi voru. En livort sem petta eigi lengra eða skemmra í land, megi almenningur taka fegins hendi sjer- hverju tækifæri til að vekja viðkynning og góðan pokka manna á milli. Til pessa sjeu allir samfundir einkar hentir, og pá eigi sízt, er menn komi saman til að keppa hver við annan á sýningarfundi. Magnús Jónsson á Fjalli mælti fyrir íslands minni. Eins og börnunum sje með- fædd elska til móður sinnar, pannig sje oss öllum innrætt ástin til vorrar fósturjarðar, er ali oss á brjóstum sinum, veiti oss allt er vjer pörfnumst til lífsuppeldis, og feli í skauti sinu mikla fjársjóðu, er vjer eigum eptir að opna, og mörg frækorn, er vjer fyrr eða síðar uppskerum ávöxtinn af. Arfleifð peirri, er forfeður vorir hafi oss eptirlátið, eigum vjer að pakka, að enn pá megum vjer sem sjálfstæð pjóð eptir afstaðnar prautir liorfa ókvíðnir fram á ókomna tímann með von um betri daga og bjartari framtíð. Áð vjer metum arfieifð pessa eíns og vert er, eigum vjer að láta ásannast með pví, að taka oss dæmi forfeðranna til íyrirmyndar í dugnaði og drengskap. Og svo sannarlega sem ætt- jarðarástin sje annað en tómur hljómur, verði hún að auðsýna sinn krapt í að vekja hjá oss viðleitni að vinna eitthvað í landsins parfir sjálfum oss til nota og niðjum vorum i hag. forleifur Jónsson á Keykjum lýsti á- liti sinu um gripasýningar yfir höfuð, og leiddi rök að pví, að eins og reynsla ann- ara pjóða sje búin að sanna, að pær sjeu lnn öflugasta hvöt til endurbóta á allskon- ar handiðnum, pannig sje engin ástæða til að ætla Islendinga svo óliks eðlis, að sams- konar upphvatning geti eigi átt við peirra hæfi. Og að sú verði raunin á, sje eius og pað sje nauðsynlegt. að láta ekkerttæki- færi ónotað til að bæta atvinnuvegi lands- ins og taka upp sjerhvað, sem til umbóta horfir í peim greinum. Gunnlögur Briem kvaðst vilja minn- ast manns. er hjer sje staddur. Eins og öll hans heimilisstjórn geti verið öðrum til fyrlrmyndar, pannig sjeu búnaðarhættir hans í mörgu tilliti eptirbreytnisverðir. En sjerstaklega hafi hann gefið öðrum gott ept- irdæmi með pví, að verða fyrstur allra hjer- aðsbúa til að taka upp hentugri verkfæri við ýmsar handiðnir, t. d. sauma- og prjóna- skap. J>essi maður sje Ólafur Sigurðsson í Ási, er nú á siðustu árum hafi kostað tvo sonu sina til að nema iðnað í útlöndum. Annar peirra hafi lagt stund á smíðar, en liinn sje nú nýkominn til landsins, eptir að hafa dvalið vetrarlangt erlendis við vefnað- arnám. Eptir pví sýnishorni er hjer hafi komið í dag, sjeu dúkar peir, er hann hafi ofið, á borð við hið bezta, er flytzt hingað af útlendum klæðum. Og pareð hann hafi haft með sjer ýms vefnaðaráhöld, og ætli að útvega öll pau tæki er til purfa, sje hjer stigið mikið framfarastig í pessari iðn. Að menn kunni að meta verðleika peirra, er vinna í almenninnings parfir, eigi að lýsa sjer í viðleitni að færa sjer verk peirra í nyt, enda sje pað beztu launin slíkra ágæt- ismanna. Ólafur í Ási pakkaði hlýlegt ávarp og allan sóma. Sjerstaklega tók hann fram, að eins og tóvinnan sje í sjálfu sjer mik- ilsverð, ekki sízt á pví landi, par sem ullin er einn hinn helzti afrakstur fjenaðarins, pannig sje vandvirkni og góð samvinna kvenna og karla skilyrði fyrir pví, að pessi iðnaðartegund verði vel af hendi leyst. Og Ijet í ljósi pá ósk, að svo sem konurnar hafi allajafna átt mestan pátt í túskapnum, eins og reyndar allri innivinnu, svo taki pær og með tímanum jöfnum höndum hlutdeild í hverju pví, er miðar til viðreisnar landi og lýð. Gunnlögur Briem vakti athygli á, að kosningar til alpingis eigi að fara fram á næsta hausti. Engum góðum dreng megi liggja í ljettu rúmi, hvernig pær fari úr hendi. En til pess að pað verði eigi af handa hófi, sje nauðsynlegt að menn tali sig saman um pingmannaefni, og haldi í pví skini undirbúningsfundi í sveitum. Með pví móti sjeu meiri líkur til, að kosningin tak- ist vel, og verði pessu kjördæmi og land- inu í heild sinni til gagns og sóma Benedikt Sölvason á Fagranesi brýndi fyrir mönnum bindindi. Að vísu sje nú orðið fátítt að menn verði sjer opinberlega til minnkunar á mannfundum vegna drykkju- skapar, en á hinn bóginn sje hörmulegt til pess að vita, að svo fátækt land sem ís- land er, par sem örbirgðin standi í vegi fyrir flestum pjóðprifum, fleygi út jafnmiklu fje fyrir annan eins óparfa og áfenga drykki. Til að sporna við pessu sje einkar áríð- andi, að hafa almenn bindindissamtök í sveitum , par sem unglingum sje innrættur sá hugsunarháttur, að til sje önnur meiri fremd og parfari íprótt enn að drekka vín og tyggja tóbak. Og öll alpýða verði að sjá og skilja, að jaínframt endurbót atvinnu- veganna sje hóf á munaðarvörunni aðalskil- yrðið fyrir pví, að efnahagur landsmanna blómgist. Stefán Hafliðason á Eyhildarholti minnt- ist á alpingiskosningar. Keyndar sje eigi ólíklegt, að kjósendur æski að halda hin- um sömu pingmönnum sem verið hafi, en að pví leyti sem pað bregðist, vilji hann benda mönnum á Indriða Einarsson, án pess í petta sinn að telja honum annað til gildis enn pað, að hann sje Skagfirðingur að ætt og uppruna og hinn eini lærði stjórn- fræðingur landsins. Sveinn Sveinsson á Haganesi mælti fyr- ir minni konungs. Að lyktum stje forstöðumaður í ræðu- stólinn, til að segja sýningunni slitið, pakk- aði mönnum komuna. og óskaði peim Öll- um fararheilla og góðrar heimkomu. Presthólaprestar. (Framhald frá nr. 19—20). III. porvaldur Jónsson. Hann var bóndason á Yalpjófsstöðum í Núpasveit, næsta bæ við Presthóla, og lærðí i Skálholtsskóla. Hann varð aðstoðarprest- ur síra Sigurðar skálds, og gekk að eiga Ingibjörgu dóttur hans og átti fyrir víst með henni tólf börn. Prestakallið fjekk hann algjört 1662, prestur var liann hjer yfir 50 ár, en sleppti brauðinu 1707 og dó skömmu síðar., IT. Jón porvaldsson. Hann var kallaður síra Jón porvalds- son yngri, til aðgreiningar frá albróður sín- um síra Jóni porvaldssyni eldra, presti að Miklabæ í Skagafirði og prófasti i Hegra- nespingi, er reið frá vigslu sinni í Skálholti að Hamarsholti i Ytrahrepp, en lagði pað- an upp snemma á sunnudagsmorgun norð- ur fjöll, og náði háttum að Víðivöllum í Skagafirði, og pótti frábært áframhald. Jón prestur yngri fæddist í Presthólum 1668 og voru pau síra J>orvaldur og Ingi- björg foreldrar hans. Hann lærði í Hóla- skóla; varð siðan aðstoðarprestur föður síns, og vigðist í Skálholti 6. des. 1691. Hann kvæntist nær fimmtugur að aldri Helgu Sig- fúsdóttur frá Glæsibæ, og átti með henni fimm börn, er fullorðins aldri náðu. Kallið fjekk hann algjört eptír föður sinn 23. júlí 1707; en andaðist 31. des. 1750, 82 ára að aldri, og hafði pá prestur verið 59 ár. V. Stefán porleifsson. Nú kemur sá maður til sögunnar, er mestur pykir hafa verið klerka í Presthól- um, sira Stefán prófastur J>orleifsson. Hann fæddist árið 1720, og skirði Steinn byskup hann; vóru foreldrar hans sira J>orleifur Skaptason Jósepssonar, er lengi var dóm- kirkjuprestur, prófastur og rektor á Hólum en síðan prestur í Múla, og Ingibjörg Jóns- dóttir, bróðurdóttir Einars byskups J>or- steinssonar; var Ingibjörg fyrri kona síra jporleifs, en siðari kona hans var Oddný móðir Skúla landfógeta; vóru pví peir Skúli og síra Stefán prófastur stjúpbræður. Sira Stefán ólst upp hjá ömmu sinni J>or- björgu Aradóttur á Nautabúi í Skagafirði, en lærði í Múlaskóla hjá föður sínum , en pó útskrifaði Steinn byskup Jónsson hann. Var hann pá ungur og gjörðist skrifari Jóns sýslumanns Benediktssonar í Kauðuskriðu, er hafði hið mesta álit á honum, eins og enn mun sagt verða. Síðan varð hann að- stoðarprestur hjer hjá síra Jóni yngra; og var vígður af Lúðvíg Harboe ár pað, er hann var á Hólum 3. s. d. e. prettánda. Siðan gekk síra Stefán að eiga J>órunni dóttur síra Jóns yngra; og átti með henni tvær dætur: Gróu og þorbjörgu að fjór-

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.