Norðanfari


Norðanfari - 05.06.1880, Blaðsíða 4

Norðanfari - 05.06.1880, Blaðsíða 4
— 78 — um árum liðnum missti hann þörunni konu sína. 1749 fjekk síra Stefán kallið algjört; en prófastur. yar hann 1768—1784. Hann var ekkjumaður í 44 ár en giptist aptur 74 ára gamall Gruðnýju Jónsdóttur, og áttu pau ekki barn, enda fjell síra Stefán sam- sumars í hastarlegan sjúkdóm, er hann lá í til dauðadags 22. apr. 1797 , og sleppti hann brauðinu algjört, er hann veiktist. — Síra Stefán prófastur var hár og gildur maður, eins og sú ætt á að sjer; og að öllu deili hinn fyrirmannlegasti. — Nú skulu taldar nokkrar smávísur ept- ir síra Stefán og nokkrar smásögur um hann, er nokkru gjörr lýsa manninum. Meðan síra Stefán var skrifari hjá Jóni sýslumanni í Rauðuskriðu, áttu peir í máli Jón sýslumaður og Bjarni sýslumaður Hall- dórsson, og var fundur haldinn, par sem dómur skyldi falla i máli pessu , og báðir sýslumenn mættu. Var pá komið svo, að ekki var útlit fyrir annað enn málið fjelli á Jón sýslumann. þetta var um kvöld, og skyldi dómurinn falla daginn eptir. Stef- án þorleifsson, er par var með liúsbónda sinum bað sýslumann að lána sjer skjöl málsins til næsta morguns. Vakti Stefán um nóttina og reit vörn í málinu; lauk pá svo, að dómurinn fjell á Bjarna Halldórs- son; og er mælt að hann hafi sagtvið Jón Benediktsson, er hann heyrði vörnina: „J>etta heíir ekki komiö undan tungurótum pínum, Jón, heldur er pað úr óhræsis strákn- um á bláu hosunum“. Stefán Jporleifsson var nl. pá á bláum hosum. Ásmundur hólkur hjet maður; hann hafði í ungdæmi sínu verið hjá föður síra Stefáns, jporleifi prófasti; Ásmundur stal inn í Reykjadal, en gat strokið norður í Presthóla. Hann bað síra Stefán, er pá var orðinn hjer prestur, að lofa sjer að vera nótt. Morguninn eptir gengur síra Stefán á hann í einrúmi, pví að honum leizt maðurinn hnugginn. Sagði Asmundur hon- um pá alla söguna og bað hann ásjár. Og bauð síra Stefán honum pá að vera með sjer, pangað til hann vísaði honum burtu. Betta var um vetur. Nú liður fram að manntalspingi. Jón sýslumaður Benedikts- son kom í Presthóla daginn fyrir pingið og var nóttina hjá Stefáni prófasti, en ekki minntist hann á Ásmund hólk; síðan held- ur hann pmgið eins og lög gjöra ráð fyrir; stóð sira Stefán um pingið fram við dyr, og bar höfuð yfir flesta, pví hann var eins og áður er sagt hinn öldurmannlegasti. Að loknu pinginu kallar Jón sýslumaður upp og segir: „Er pjófurinn Ásmundur hjer“. Gekk svo tvisvar, að enginn gegnir. En er sýslumaður kallar í priðja sinn, gengur síra Stefán í gegnum mannpröngina að borðinu gagnvart sýslumanni og pótti fas á prófasti, og segir: „þjóf'ur spyrðu að pjóf, og pjóf- ar eruð pið báðir. Sýslumaður sá sitt ráð vænast að hætta, og minntist aldrei neinu orði á Asmund hólk framar, og pannig slapp hann við alla refsingu, og er hann úr sögunni. Jón á Sljettunni var sóknarbarn sira Stefáns; hann fór í verzlunarferð inn á Húsavík og snuðuðu hinir dönsku kaup- menn hann um einar 40 krónur. Jón tjáði prófasti vandræði sín; fjekk prófastur Jóni pá miða til að taka út á Húsavík svo mik- ið sem svaraði pví, er hann var snuðaður um, og nefndist Snuðri; tóku kaupmenn pað fyrir gilda vöru. Snuðri fjekk úttekt sína, en kom aldrei að borga aptur, eins og heldur ekki var að búast við. Einu liverju sinni var prófastur stadd- ur út á Hóli á Austursljettu; fjekk hann mann til fylgdar par yfir heiðarveginn milli Austursljettu og Núpasveitar, er Hólsstígur heitir og er nærfeld pingmannaleið á lengd. En er peir voru komnir upp á heiðina gjörði á pá grenjandi stórhrið (blindviðris kafalds- byl); petta var um hávetur. Spurði pá pró- fastur manninn, hvort hann væri viss að rata innyfir. Manninum sem gekk á und- an hesti prófasts, var ekki annað áð orði en petta: „Haltu kjapti.“ Sá pá prófast- ur að ekki var til neins að eyða orðum við hann. Hjeldu peir svo áfram innyfir og ekkert vissi prófastur af fyrri enn hestur hans fór með hann ofan af bæjarkampin- um í Presthólum. ’En manninum gaf hann tíu spesíur fyrir fylgdina. Einu sinni gekk hallæri mikið. Síra Stefán ætlaði sjer að eins einn merkurask af nýmjólk í hvert mál; en hann ljet ask- inn standa ósnertan, og gaf hann svöngum og hálfhordauðum, er báru að garði hans, skerf sinn. Síra Stefán var maður mjög feitur, en af pessu harðrjetti várð hann ekki nema skinn og bein. Eptir að síra Stefán var lagstur í rúm- ið, kom á heimili hans Jporlákur Hallgríms- son, er síðar varð prestur og hjer misti kjól og kall fyrir barneign. þorlákur pessi var sonur Hallgrims hreppstjóra, afkomanda Sveins skotta og Axlar-Bjarnar, en móður- faðir þorláks var síra þorlákur skáld og prófastur þórarinsson, er verið hafði góð- vinur sira Stefáns. Prófastur, er aldrei fyr hafði sjeð þorlák Hallgrímsson, ljet hann setjast beint á móti sjer. Horfði síðan á hann um stund, en pótti víst ekki eins mik- ið koma til svipsins og hann hafði búizt við af dóttursyni síra þorláks þórarinsson- ar. Yarð hinum aldurhnigna og sjúka pró- fasti pá ekki annað að orði en petta: „Og gerði Hann pig pá svona“ ? Innanvert við sand á Leirhafnarskörð- um, sem liggja milli Snartastaða og Leir- hafnar hjer i sveit ofanvert við Reistarnúp (Snartastaðanúp), stendur steinn einn nokkru utar en miðja vega milli bæjanna rjett hjá götunni, og er hann kenndur við Stefán prófast og heitir enn í dag Stefánssteiun. Hjá pessum steini fór síra Stefán ávallt af baki til að kveikja í tóbakspipu sinni, pví að hann reykti og hafði með sjer eldstál, eða eldtinnu eins og tiðkaðist á peim dög- ■um. Um stein pennan kvað prófastur petta: Hjer hef’ eg sleigíð eldinn einn, opt pó vara-kaldur: pessi gamli Stefáns-steinn stendur heims um aldur. Sira ötefán var á ferð yfir Hólaheiði; brotnaði pá pipan hans; pá kvað hann þettta. Yon er pótt jeg verði sár, vegurínn seint vill protna: liggi par um eilíf ár arma pipan brotna. Hest misti prófastur par í Leirhafnar- landi fram af klettum, er síðan heitir Hest- fall, og í sjóinn, svo að klárinn fórst, svo sem prófastur kvað: Illa fór sú fagra há fram af háum björgum, fjell á svelli, fór i sjá, fæða er orðin vörgum. Einu sinni var grafið hjer í kirkjugarði; kom pá upp mikið af greptri (o: dauðra manna beinum). pá kvað prófastur: Beinafanz vjer fáum sjeð, fegurðar-glanz er þrotið; vart má stanza við það geð: vjer skulum danza í hópinn með. (Framhald). Hitt og þetta. (Aðsent). Af pví pað hefir allt af verið viðkvæðið, að pað sje einkum eða nærri eingöngu fá- fróður almúgi, sem notar hómópapiskar lækn- ingar, pá er pað ekki ófróðlegt, sem lesa má í ýmsum dagblöðum, að Bismark hefir í sein- asta sjúkdómi sínum látið svo lítið að reyna hómopaþíuna. «Bismark» — stendur í einu merku pýzku blaði — «reynir fyrir utan öll möguleg allópaþisk meðöl einnigöllmögu- leg hómopapisk, svo að í svefnherbergi hans má sjá heil «Batteri» af meðalaglösum. «Hvað höfðingjarnir hafast að, Hinir ætla, sjer leyfist pað». — Ný vefnaðarvjel er uppfundin af J. Gf. Albinus kaupmanni í Koldinborg á Jótlandi og er sagt frá henni í „Rípurtíð- indum“ og par mikið hælt af peim er til- þekkja. þeir segja að handvefnaður pessi jafnist á við gufuvjelavefnað að flýtir og vöndun, og að í vjel þessari verði ofnar 2V2 tíl 5 áln. á kl. tíma, en vjelin pó svo ein- föld, að nálega allir geti ofið í henni, án pess áður að hafa æfst við vefnað. það stendur á sama hvort ofi-n er í henni baðm- ullar, líns eða ullar práður, og með hvaða víindum og útvefnaði eða gjörð vera skal. Vjelin kostar 350 kr., og eru þegar marg- ar seldar, eigi að eins í Danmörk lieldur og í Svíaríki og Noregi. |>á útvefnaður er ofinn með hvaða gjörð sem er, fylgir önnur vjel, sem kostar 50 kr. Kaupmaður pessi, eður uppgötvunarmaður vjelarinnar á stóra verksmiðju í Kolding, hvar hann hefir marga handiðnamenn í brauði sínu, bæði til að smíða vefnaðarvjelar, auk pess sem hann hefir margar slíkar í gangi heima hjá sjer. Auglýsingar. Miðvikudaginn pann 23. dag júní- mánaðar næstkomandi verður deildarfundur Gfránufjelagsins haldinn á Akureyri í húsi gestgjafa L. Jensens. Oddeyri, 27. maí 1880. J. Y. Havsteen. Föstudaginn, hinn 18. næstkomandi júním. verður haldinn almennur hjeraðsfund- ur fyrir Suður-þingeyjarsýslu að Einarsstöð- um í Reykjadal til að ræða ýms mál, er sýslufjelagið snertir. Skorum við á sýslubúa að sækja fundinn rækilega. Fundurinn verð- ur settur á hádegi. Gautlöndum og Múla, 28. maí 1880. Jón Sigurðsson. B. Kristjánsson. — Fjármark Sörens Einarssonar á Hraun- koti í Helgastaðahrepp i þingeyjarsýslu: hvatt hægra, fjöður fr. biti aptan vinstra. — Fjármark Sigursteins' Friðbjarnarson- ar á Ketilsstöðum í Húsavíkurhrepp í þing- eyjarsýslu: blaðstýft aptan hægra, stýft biti fr. vinstra. Brennimark: SFS. — Leiðrjetting: í útl. frjettum í Norðanfara, nr. 13—14 misprentað: heims- kvæði Plógs, á að vera heimsku-æði. Eigandi og ábyrgðarm.: Björn Jónsson. Prentsmiðja Norðanfara. B. M. Stephánsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.