Norðanfari


Norðanfari - 17.08.1880, Blaðsíða 3

Norðanfari - 17.08.1880, Blaðsíða 3
—109 — - og væri áhugi manna á velferSarmálum þjóð- arinnar eins lifandi eins og hann á að vera þá mundu kjósendur telja pað skyldu sína að kynna sjer sem bezt hæfilegleika þeirra manna sem bjóða sig til pingmennsku og eins og áð- ur er sagt mundu ný pingmannaefni pá líka telja pað siðferðislega skyldu sína að gjöra kjósendum skoðanir sínar sem bezt kunnar, en petta má bezt verða á slíkum fundum sem lijer ræðir um. Vjer megum ekki láta oss liggja í ljettu rúmi hvernig vjer kjósum til alpingis og pað er sorglegt, já grátlegt að lieyra menn og pað bændur segja, að sjer megi standa á sama hvern peir kjósi á petta alping, pað gjörir hvort sem er ekki annað en hlaða sköttum á bændur en slíkar raddir heyr- ast pó cnn á landi voru, pó aurnt sje. En ef vjer höfum pað hugfast að vandasem bezt kosningnr vorar til alpingis pá munum vjer líka alloptast eiga nýta og góða pingmenn og pá verður stjórnfrelsið til blessunar fyrir lund og lýð, en vanrækjum vjer petta og látum í kosningunum leiðast af einstrengingslegum og hlutdrægnissömum skoðunum pá er ekkert lík- legra en ping vort verði illa skipað og duglítið og einstakir ófrjálslyndir einvaldssynir ráða par lögum og lofum og pá vcrður stjórnfrelsið til tjóns fyrir alda og óborna. 18. júlí 1880. x. Uin æfiágrip prcsta. pað væri í mörgu tijliti fróðlegt ef prest- ar liefðu ritað æfisögur sóknarpresta peirra, som fram að peirra dögum pjónað hafa í pehn brauðum, sem peir nú hafa, en peir munu margir, sem petta hafa ekki gjört, og varpað pó boðið pegar hinar nýju prestpjónustu bæk- ur voru innleiddar 1817, að pre^tar skyldu rita framanvcrt á pær, æfi peirra presta, sem pjónað hefðu í pví kalli allt frá siðaskiptum til nálægs tírna,, eptir pví sem hvor hefði föng til að geta komist að, og hvað presta- röðina snertir, var peim til leiðbeiningar prestatal biskups dr. Hannesar Finnsonar, sem prentað var í hinum eldri Fjelagsritum. Margir prestar byrjuðu að vísu á pessu, aðrir gáfust upp og hættu við. Sumir Ijetu sjer nægja að rita prestatal Hannesar biskups, og jeg tel víst að sumir alls ekki hafi sinnt, pessu eins og öðrum óparfa. En pó pessi æfisögu- brot hefðu verið rituð í prestspjónustubókina, má að pví vísu ganga, að pessar bækur, peg- ar pær eru útentar, og taka til að fyrnast, kunni ekki alstaðar að verða velgeymdar, pví opt munu pessháttar bækur frá eldri tímum hafa sjezt rotnar, fúnar og ólæsilegar. Sum- ir prestar eru hirðusamir og vandlátir í pví sem öðru, að geyma vel og vandlega allar prest-akallsins bæknr og skjöl, en sumumsem eptir .pá hafa komið liefir síðurfarist, ogmun pað víða liafa átt sjer stað petta hirðuleysi* Mörg liandrit og sögur liafa hjer á landi fyrnst af pví, svo illa hefir verið liirt um pau, og pegar pau liafa verið orðin rotin og fúin hafa pau verið í oldi brennd. Engin mun neita pví, að mjög mikill fróðleikur sje í prestaæfum stiptprófasts Jóns Halldórssonar, einhvers hins fróðasta manns, sem land vort hefir att, eins og líka fyrir Hólast-ipti í presta æfum Hallgríms Jónsson- ar, en rit pau eru í fárra manna höndurn en t-il að sernju æfi prestanna gæti hvor prestur fengið pessar bækur sjer til stuðnings. Eitt sýnisliorn af prestaæfum í Prestbóla- prestakalli hefir sjeðst í Norðanfara frá prest- inum par. Jeg veit nú að vísu ekki hvort oðrunr lízt eins og mjer, eða hvort öðrum pykir petta nauðsynlegt eða nokkurs vert, jú, sumum en ekki öllum, og fleiri liugsa jeg að sjeu mjer samdóma, að vert væri og skyldugt að haldið væri pannig uppi minn- ingu margra merkispresta, sem eptirlátið hafa sjer góðann orðstír, og unnið vel og trúlega í pjónnstu Drottins. Mjer sem rita petta, liefir dottið í liug að koma með pá uppástungu, að hverprestur sem nú pjónar í einu prestakalli, ætti að rita æfisögu allra peirra presta sem á undan hon- um hafa par pjónað, allt frá siðaskiptum til lians daga, og ætti sá hægt með petta, sem slík æfisögubi'öt finudi í prestakallsins prest- pjónustubók, og til leiðrjettingar haft fyrir sjer prestatal prófasts sjera Sv. Níelssonar, sem mun vera hið áreiðanlegasta, sem feng- ist getur, en innanhandar er hverjum sem vill hafa fyrir pví, að bæta pví við æfisögubrot- tn, sem hopum sýnist geta gjört pau fyllri eða jnerkilegri. Mín uppástunga er sú, að hvor prestur sendi biskupinum pessi æíisöguhrot, rituð í arkarbroti, svo að innbeftast mætti í bók fyr- ir citt eða fleiri prófastsdæmi, sem geymd yrði í skjalasafni biskupsdæmisins, petta svona bundið í bækur, geyinist betur en í blöð- um, og svo liefðu átt að vera sýslu- og sókna- lýsingarnar, sem nú munu loks allar vera komnar. Eyrst jeg hefi vakið máls á pessu, ætti jeg sjálfur að ríða á vaðið og senda herra biskupinum áminnst æfisögubrot frá mínu prestakalli, en par jeg ekki tel mig meðal fræðimanna, pó jeg unni hverjum fróðleik, læt jeg ógetið nafns míns, pessari hvöt eða uppástungu, verður eins tekið fyrir pað. Ritað í júlí 1880. Anonymus. Frjettir. K a f 1 a r ú r b r j e f u m. Af Suðurnesjum 1. f. m. «Tíðarfar eitthvert hið bezta og blíðasta er menn muna. Afiabrögð áf sjó liafa verið pau beztu síðan í vor og mest af porski, en síðan kaupafólk lagði af stað, eru menn liætt- ir að stunda sjóinn, pví að nú eru allir í óða önn að lcoma frá sjer fislunum í kaupstaðina og pá er komið að pví að menn byrji slátt- inn. Tún eru sprottin í góðu meðallagi, og sumstaðar ekki. Heilsufar allt til pessa á- gætt. Lágt verð er enn pá komið á salt- fiskinn, hjá sumum en ekki öllum 40 kr. | Betra eða liærra heyrist að vestan. Fiskur I hefir að vísu yfir höfuð verkast vel, en til ó- hamingju hefir pað allvíða komið fyrir að fiskur hefir sprungið og soðnað í sundur í herzlunni og-munu vera eða verða mikil brögð að pví; jeg vil ekki rita meira um pau vand- ræði meðan verið er að grafast eptir orsök- unum, en flestra meining er sú, að pessi ó- fögnuður liggi í saltinu, að saltið sje hland- að pví efni, sem gjörir pað að fiskur úr pví poli ekki sterkan hita, eða vætu, og ærið mikið mun pað tjón, sem par af hlýzt. Lát- um nú blaðamennina fræða oss um petta». Úr Skagafirði 3. júlí. «Heilsufar manna yfir höfuð bærilegt, pó einstakir sjeu kvillaðir, helzt liafa i vor verið brögð sumstaðar að örðugum harnsfæðíngum og veikindum par af leiðandi; stúlka dó eptir barnsburð á Eossi á Skaga og kona í Hjalta- dalnum, en hvort pær hafa dáið afbarnsfara- sótt veit jeg ekki. 'Nú um tíma liafa lijer verið miklir purrkar en frost um nætur». Úr Skagafirði 30. júlí 1880, „Hjeðan er ekkert að frjetta, nema eins og alstaðar að, góða og inndæla tíð, heílsa og heilhrigði yfir höfuð hjer i sveit. Grasvöxtur mun vera, að undanteknum flæðiengjum í rýraralagi; tún \ meðallagí sprottin, par sem pau eru raklend og jafn- vel sumstaðar í hetra lagi, en par sem harð- leud tún eru, er víða kominn í pau maðk- ur og brunnið mjög af hólum og liarðvelli. Eptir pví sem leit vel út fyrri part vorsins að yrði gott grasár, pá hafa peir langvinnu purrkar sem veríð hafa, gjört pað að verk- um, að pað varla mun mega heita í með- allagi“. Úr Vestur-tsafjarðarsýslu 31/7 80. Fátt hefur til frjetta borið síðan jeg ritaði yður. 0ndvegis tíð hefur mátt heita síðan í endaðan maí, tún sprottin í betra- lagi í öllum vesturparti sýslunnar og sum- staðar eins og pá bezt hefur verið, en í norðursýslunni miður. Nýtíng á töðu in bezta. Fiskiafla á vorinu, getur maður kall- að í meðallagi hjer vestra; pó við Isafjarð- ardjúp hafi hann verið mjög misjafn, pá liafa pó margir par náð allháum hlutum, peir liæztu saltað úr 40—50 tunna af salti. Vöruverð er hjer pað versta í samanburði við undanfarin ár; kaupmenn bjóða ennpá ekki nema 45 kr. fyrir saltfisk, 34 kr. í há- karlalýsi, 75—70 í ull, 32 kr. smáfisk, 24 Isu: Verð á útlendri vöru er hjerumbil sama og bjá ykkur nyrðra. Margir vona að peir muni bæta sig, og fiskurinn komist I 50 kr. og ull stígi að mun. ísfirðingar purfa jafnan langan tíma til að ákveða prísana, og stendur grautargerðin optast yfir fram í águst. Kaupmenn sem ekki eru búsettir á Isafirði ljúka. ekki upp sínum munni fyrr en herrarnir i höfuðstaðnum liafa fullsoðið prisana; pví pað væri synd að segja að verzlunarkeppni væri hjer vestra. Heilsufar manna hefur verið gott sem af sumrinu er, pó er kighósti farinn að stínga sjer viða niður á börnum, og hafa nokkur pegar dáið úr honum. Fundur sá, er jeg minntist á í brjefi mínu af 27. maí, var pvi miður ekki fjöl- sóttur, pó var par tekið til umræðu eptir óskum ísfirðinga, að reyna að koma á al- pýðuskóla, sem ætti að stauda á Bafnseyri, í minníngu Jóns sál. Sigurðssonar, og var öllum pað áhugamál, sem sjá má af pví: að pegar komu samskot úr einum hreppí hjer um bil 900 kr. og má pó fullyrða að úr peim sama bætist töluvert við. Sam- skotum úr sýsiunni á að vera, lokið fyrir 18. sept., pví pá verður haldinn almennur sýslufundur, til að taka einhverja ályktun í pessu mildlsvarðandi málefní. Vjer erum sannfærðir um, að vjer með engu getum betur heiðrað minning hins óstkæra alping- ismanns vors, en ef vjer gætum komið al- pýðuskóla á stofn i minningu hans, pví hann sýndi bæði í ræðu og riti, hve mjög alpýðumenntunin lá honum á hjarta, og petta ætti ekki að vera oss ofvaxið fyrir- tæki ef vjer höfum eindregínn vilja, pví jafnframt og vjer reisum skóla í minningu hins látna pjóðskörungs vors, pá mun sjálf- um oss og niðjum vorum, ekkert verða fremur til blessun&r, pví pað er viðurkennt um allan hinn menntaða heim, að alpýðu- menntunin sje hið nauðsynlegasta skilyrði fyrir hvert pjóðfjelag til pess að geta náð sem mestum proska og framförum í öllum greinum. |>ví skyldi oss pá ekki vera pað lífsnauðsyn, að afia oss sem mestrar pekk- ingar í öllu visindalegu og verklegu , sem

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.