Norðanfari - 18.11.1880, Síða 4
~4
biskups og hans dóms presta, að hann
mætti halda embætti og borgaði fyrir hann
að auki þá 30 rd., sem honum bar að
gjalda sem bætur. 1 öðru sinni var hann
uppvís að frillulífísbroti, Ijet biskup hann
samt í trausti yfirvaldsins vera við embætti
og beiddist af konungi að hann það leyfa
vildi, því bískup gat engann svo góðann
fengið sem hann eða betri til þeirrar þjón-
ustu, var hann á þeim tímum hjer á landi
með þeim lærðustu rnönnum og vel að sjer
að fráteknum sínum ölbreiskleika, en
hrekkjalaus, dó 1688, 64 ára. Börn þeirra
Kristrúnar Yigfúsdóttur voru þau síra Árni
kírkjuprestur í Skálholti og síra Einar ept-
irmaður föður síns á Helgafelli; hans dótt-
ir þórunn kona sira Guðmundar á Prest-
bakka föður Helgu móðurafa biskups Helga
Guðmundssonar Thordersen.
það fjöldi hinna yngri manna og embættis-
manna, sem verið höfðu hans lærisveinar og
elskuðu hann og virtu svo sem föður. 1684
13. sunnud. eptir Trinítatis vígðist hann til
Hítardals, var þá skólameistari þann vetur,
en dó árið eptir 24. sept. 51 árs gamall ný-
orðinn prófastur. Árið 1680 giptist hann
Hólmfríði Sigurðardóttur frá Stafholíi
bjuggu þau á eignarjörð sinni Miðfelli í
Hreppum. feirra synir: 1. Sigurður, var 1
vetur í Skálholtsskóla, efstur í efrabekk, og
það sama vor nokkra stund í heyrara stað
sigldi 8Íðan og dó í Kmh. i bólunni 1604,
jarðsettur með mikilli virðing í Trínitatis-
kirkju á 26. aldursári en 4. ári sinnar þar-
veru. 2. Vigfús var 2 ár í skóla, drukkn-
aði á útsighngu um haustið af stórsjó, á
StykKÍshólmsskipi 1704 17 vetra gamall.
(Framhald).
með hann, því veður stóð af lmC. Mennirn-
ir sem drukknuðu: 1. Jóhann Kristjánsson
frá ísólfsstöðum, giptur maður fátækur frá
veikri konu og 4 eða 5 börnum, 2. Pjetur
Pjetursson frá sama bæ, ógiptur vinnumaður,
,3. Geirbjörn Priðbjörnsson frá Ketilstöðum,
ógiptur. Maðurinn sem af kornst var Björn
Stefánsson á ísólfsstöðum, eigandi bátsins og
formaður þeirra.
— 8. þ. m. lagði norðanpóstur Dan-
íel Sigurðarson hjeðan frá Akureyri á
leið suður til Kyíkur og hafði 4 hesta und-
ir koffortum. Og austanpóstur Benedikt
Jóhannesson bóf ferð sína hjeðan 11. þ. m.
og liafði koffort á 3 hestum; telja menn
víst að honum verði ferðin torsótt, þar sem
þá var kominn mikil fönn og síðan hætt
talsverðu á, svo að færðin hlýtur að vera ill-
kleyf, og einkum norður- og austur undan,
bvar snjófallið er sagt enn meira en hjer,
og svo að hafa tvenn öræfi yfir að fara og
þessi einlæg auðna og hvergi að sagt er á
leiðinni neinn leiðarvísir, fjöll, hálsar, hólar,
eða hæðir, enn síður nokkur varða, steinn eða
staur, nje götur eða gatnamót, eins er á Dimma-
fjallgarði, þrátt fyrir allar vegahæturog vörðu-
hleðslur, yfir flesta aðra fjallvegi á lslandi, og
sumstaðar sæluhús byggð á skemmri fjallvegum
en Möðrudals og Mývatnsöræfi eru, enda hefir
það opt borið við, að menn hafa legið þar úti
dægrum saman, einn í 9 dægur, (þorgrím-
ur póstur), og suma kalið til stórskemmda
eða beðið hana af, sem sýnir hvaða hættu
leið þetta er, en ekki nóg litið á það í laun-
anna tilliti, þar sem austanpóstur liefir alls
nm árið 1280 kr., en norðanpóstur 1800 kr.,
sá fyrri hefir 28 kr. fyrir hvern aukahest,
en norðanpóstur 30 kr. Austanpóstur ætti í
liið minnsta að hafa 200 kr. fyrir hverja ferð,
1600 kr. um árið.
• Sfgluíjarðarpósfur 'liefir 20 kr. ■ fyrir
hverja ferð, eða 160 kr. urn árið.
Úr brjefi úr Svarfaðardal 7/ii 80.
«Ekkert er hjeðan að frjetta sem stendur
nema góðan afla, þá gæftir fást um 40 í hlut
og þó meira tíðum og það rjett á Dalvíkinni
fyrir utan Böggversstaðasandinn, því ný sýld
er optast til beitu. Svarfdælum hefir nú
farið svo fram á hinum síðustu árum, að
þeir liafa keppst um að koma sjer upp síld-
arnetjum, oghún hefir allt til þessa verið við».
— Sumstaðar kvarta menn nú yfir að
jarðskart sje orðið vegna áfreða og fanndýpt-
ar. Frost var hjer 20° á R. 14. þ. m. e. m. og
16° morguninn eptir. — Úr Siglufirði er
skrifað 7. þ. m. að þá fyrir skömmu hafi átt
að sjást til hafíss , og úr Elatey er Qinnig
sagt að hann hafi sjeðst. Höfrungar hafa
sjeðst hjer irinfjarðar, sem talið er merki til
pess, að hafís muni ekki langtí hrott. Mikið
frostryk hefir í norðanstormi verið hjer út eptir
firði, sem þylcir og boða ís 1 nánd, og svo hvað
brimlítið er við strendur þótt norðandrif sje.
Pjarska mikill snjór er og sagður lijer
vestur undan og eins í Skagafirði ogmjög
skemmt á jörð þar, og það svo, að fiirið er
að gefa hrossum. Á öxnadalsheiði er sú
færð, að hinn mikli feyðamaður Eggert Gunn-
arsson var 12 kl. tíma að komast yfir hana
lausríðandi.
f 17. þ. m. andaðist lijer í hæimm
Hans Friðrík Jenscn, somu hins
valinkunna veitiogamanns L. Jensen, 18
ára að aldri, lipurt og gott ungmenni.
Eigandi og ábyrgðarm.: I’jöni Jðnsson.
Preutsmiðja Norðauf. Guðm. Guðmimdsson.
XXIX Sira Oddur Eyrtlfsson
hjerum 1665, dóttursonur síra Odds Odds-
sonar, sem var á Beynivöllum í Kjós, var
6>/, ár; giptist Ilildi þorsteinsdóttur prests
i Holti Jónssonar sálmaskálds prests og
pislarvotts í Yestmanneyjum og Sólveigar
ísleifsdóttur. fjekk Holt undír Eyjafjöllum.
Sira Oddur var sonur Eyúlfs Narfa-
sonar á Hurðarbaki i Kjós og Bagnheiðar
dóttur síra Odds á Keynivöllum, heitinn
eptir móðurföður sínum, Mag. Brynjólfur
Ijet liann svo frekt njóta nafns, að hann
tólc hann í ölmususkóla og sína þjónustu,
og kom bonum til siglingar, var hann 2 ár
á háskólanum í Kaupmannahöfn. 1661
varð hann skólameistari i SkAlholti. Árið
1664, vígðist bann nýgiptur, sem aðstoðar-
prestur sira "þorsteins i Holti mágs síns,
fjekk brauðið 1667, varð 1692 prófastur í
Rangárþingi, dó 1702 43. ára garnall var
vel lærður helzt í latínu Börn síra. Odds
og Hildar, sira þórður prófastur á Völlum
í Svarfaðardal dó 1705 og sira þorkell á
Gaulverjabæ. Seinni kona sira Odds var
Margrjet Halldórsdóttir frá Hruua.
XXX. Síra Óíafur Jónsson
frá Keykholti Böðvarssonar prests Einars-
sonar prests bróður lierra Gissurs Einars-
sonar. Ólafur var fyrsti Locatur í Skál-
holti um 7*/, ár, síðan skólameístari 23
(eða 22) ár. Hann var kallaður vel lærð-
ur í grísku, latinu og poeci; giptur Hólm-
friði dóttur síra Sigurðar í Stafholti Odds-
sonar biskups, yarð síðar prestur 1687 í
Hítardal og prófastur í þverárþingi að
vestan, dó 1688 í hans tíð og sira Odds
Eyúlfssonar þá skólameistarar voru, komst
aptur í brúkun bæði i Skálholtskirkju og
skóla discautssöngur, einkanlega bicinunn
guðspjalla-sálmtóna, sem gjört hafði síra
Oddur Oddsson á Keynivölluin, eu sjálfa
sálmana orti síra Einar Sigurðsson á Ey-
dölum. en þann tvísöng iðkuðu þá fyrst í
Skálholti um veturinn 1663 og 1664, Teit-
ur Torfason, sem síðar varð ráðsmaður í
Skálholti og Sigurður Björnsson, sem þá
var smásveiun og skrifari mag. Brynjúlfs
hiskups Sveinssouar.
Síra Ólafur var fæddur 1637, studer-
aði 2 ár í Kmh., kom liiugað aptur 1658,
ári síðar varð hann heyrari í Skálholtsskóla
7Va ar °S Par epf‘r SlYgáralls 29 ár, sem
hann þjónaði þeim skóla með merkilegrí
stjórn, og enginn lengur var i þann tíma
haldinn hjer einn hinn lærðasti og rögg-
samlegasti, sagði opt á hans síðari árum að
skammt mundi eiga eptir ólifað, þá hann
skildi við Skálholtsskóla, sem og rættist, var
Frjettir innleiidar.
m
f 3. þ. m. var sjera Árni Jóhanns-
s o n frá Glæsihæ ásamt hróður sínum J ó-
hanni bónda þar og vinnmanni hans Sig-
urbirni Baldvinssyni sjóleiðis lijer í kaupstað
á Akureyri og Oddeyri, og lögðu þaðan um
kvöldið í rökkrinu ; sunnan gola var svo þeir
drógu þegar upp segl, en litlu síðar hvessti
mikið allfc í einu á suðvestan, vissu menn
síðan ekkerfc um ferð þeirra fyrri enn dag-
inn eptir, að frjettist, að þá voru þeir ekki
komnir Leim, rjeðu memi þá að þeir mundu
druknaðir og síðar fannst hyttan frá Miðvík,
en kofort og árar rálcu undan Gautststöð-
um á Svalharðsströnd. Síra Árni sálugi
var nálægt fertugu að aldri; liann liafði
verið 7 ár prestur í Glæsíbæjarprestakalli.
Hann þótti ágætur kennifaðir, söngmað-
ur góður, siðavandur í sóknum sínum og
ljet sjer mjög annt um uppfræðhigu ung-
dómsins. í framgöngu var hann prúðmenni,
ljúfur og lítilátur. Jóhann sál. var nokkuð
yngri en bróðir hans, stilltur og kurteis
maður; hann var kvæntur og ijet eptir sig
4 hörn á unga aldri, en lítil efni.
— Nú með síðasta pósti fór suður til
stiptsyfirvaldanna áskorunarhrjef frá sóknar-
nefnd Akureyrarsóknar um að henni verði
send skrá yfir presta þá, er sækja um Ak-
ureyrarbrauðið, sva að söfnuðurinn eigi kost á
að mæla fram með einhverjum þeirra, og
meðmælabrjef frá sóknarnefnd Kaupangs-
sóknar áð fá sjera Guðmund Helgason fyrir
prest, sem áður var aðstoðarprestur prófasts
sjcra D. Halldórssonar. Akureyrarsóknar-
húar munu líka eindregið mæla fram með
sjera Guðmuudi, ef að því kemur að þeim
verði gefinn kostur á að iát-a meiningu sína
í ijósi.
Úr þingeyjarsýslu 18. október.
Næstliðna viku, drápust af óþekktri veiki
2 hestar á Isólfsstöðum á Tjörnesi, hjá fá-
tækum hónda þar, Jóhanni Jónassyni. var
sagt að 5 liundar, sem jetið hefðu af hrossa-
skrokkunum, hefðu einnig samstundis drepist,
víst af eitrinu, sem í þeim heíir verið, halda
menn að þetta hafi orsakast af því, að hest-
arnir hefðu drukkið úr uppsprettulind eða dýi
sem danskt skóleður hafði verið lagt til hleyt-
is í. Skyldi orsökin vera þessi, þú er það
mjög athugavert fyrir mcnn, því slíkt getur
víða fyrirkomið.
27. okt. drukknuðu 3 menn úr fiskiróðri
á Tjörnesi; höfðu fengið áfall á meðan þeir
drógu línu sína svo hátnum hvolfdi komst 1
maðurinn af, með þeim atvikum, að hann
gat haldið sjer við hátinn, sem rak til lands