Norðanfari


Norðanfari - 30.11.1880, Blaðsíða 4

Norðanfari - 30.11.1880, Blaðsíða 4
— 8 — og hinna dómur gjörður ómerkur; kom hingað inn aptur næsta sumar, með peirri virðingu af málalokum, að menn vissu eigi dæmi til, að einn tvitugur maður hefði fengíð á móti slíku ofureflí; 1697 sigldi liann aptur, eptir dauða mag. jpórðar hisk- ups, að menn hugðu til að sækja um bisk- upsembættið, kom inn aptur 1698, og varð um haustið skólameistari í Skálholti, og þar cptir í 3 ái\ Annó 1702 vígðist liann til prests að Staðastað og um liaustið varð hann prófastur í Snæfellsnessýslu 1710, eptir fráfall mag. Bjarnar biskups á Hól- um, sótti síra |>órður um biskupsembættið á Hólum, en porði ekki vegna óiriðar um pær mundir, sem pá var millurn Danmerk- ur og Svíaríkis, að gefa sig til síglingar, en pað áræddi síra Steinn og varð pví bisk- up. Síra Jpórður var vel lærður maður, og var einnig heíma í læknisfræði, dó 1720, eptir vikulegu 48 ára gamall, og var jarð- settur sama dag og bískup Jón Vídalín andaðist í Sæluhúsum, var biskup á ferð til pess að halda likræðu yfir lionum, sem peir höfðu lofað hvor öðrum, hvor sem anuan liíði. Síra |>órður átti Margrjetu, dóttur síra Sæmundar í Hítardal með kon- ungsleyfi, pví pau voru systkinabörn, síðau og ekki fyrr fóru meun að sækja um að giptast svo skyldum. Jón þórðarson, sonur síra Jpórðar, varð landspíngsskrifari og síðan hjeraðsdómari i Itangárvallasýslu, drukknaðí af skipi millum Vestmannaeyja og lands. 2. Sæmudur lánlítill, giptist Knstínu dóttur sjera Guðmundar á Helga- felli. 3. Gisli, vellærður giptist Gnnu Margi'jetu Lárusdóttur Scheving. 4. Kat- rin kona síra Vigfúsar í Hítardal. 5. ]por- björg kona síra Asmundar á Breiðabólstað. 6. Sölvör(kona sira Halldórs Jónssonar á Keynistað. XXXVI. Mstgnús Jónssoii, sálaðist suður í Hólmi 1702, eptir liann kom sá er ásamt honum hafðí vetið ló- cátur. Magnús bróðir hans fannst 22. sept. 1702 andaður á grundunum hjá Hólms- kaupstað snemma morguns. Hestur hans og pjenari voru í Rvík um nóttina, en haun var í kaupmannsbúðunum snemma morguns, og meintu menn að ætlað hefði með fjörunni um nóttina að ganga til lands; hann hafði pá éinn vetur verið skólameist- ari í Skálholti, var grafinn á Leirá (o: Eitja annál). Espólín getur pess hann hafi drukkinn verið. XXXVII. Síra Magnús Markússon 1703 prests Geirssonar, vir pius, guð- hræddur maður, vitur og alvörugefinn, vígð- ist að Grenjaðarstað 1708. Síra Maguús Markússon prests Geirs- sonar að Laufási, og Elinar Jónsdóttur Magnússonar, stúderaði 2 ár í Kaupm.- höfn, varð fyrst heyrari og síðan 6 ár skölameistari í Skálholti frá 1702 til 1708, fjekk vonarbrjef fyrir Holti i Önundarfirði en í pess stað Grenjaðarstað 1708. Hann andaðist 1733, 22. nóv 60 ára; með konu sinni Guðrúnu Oddsdóttur, klausturhaldara á Keynistað Jónssonar áttí hana Gisli Odd- son. 2. Odd landpingsskrifara Hólastað- arráðsmann og klausturhaldara á Keyui- stað og 3. Guðlaugu konu síra Erlíndar á Hrafnagili. XXXVIII. Síra Jón Halldórsson, eldri í Hitardal, yar 2 vetur rektor eptir síra Magnús, en hjelt staðinn fyrr, á með- an og eptir, varð officialis eptir biskup Vídalin og prófastur í fverárpingi vestan Hvitár. Síra Jón Halldórsson í Hítardal fróði, var fæddur 1665 6. nóv., fór 14 vetra í Skálholtsskóla, var par 4 ár undir tilsögn föðurbróður síns Olafs Jónssonar skóla- meistara, og alls 7 ár í hans pjónustu, sigldi til Kmhafnar háskóla 1686, var par 2 ár. 1688 varð hann heyrari í Skálliolts- skóla 4 ár, vígðist 1692 til prests, varð prúfastur í Mýrasýslu 1701. Eptir afstað- ið mannfall í bólunni, pjónaði hann i nauð- syn stiptisins skólameistaraembætti í Skál- holti 2 vetur fyrir bón biskups Vidalíns, og eptir hans andlát 1720 var hann offi- eialis Skálholts^tiptís. Við útför biskups mag. J. Vídalíns var síra Jón fráverandi kosinn til biskups, og aptur á alpingi sum- arið eptir af kennimönnum stiptisins, og var haun pá ráðinu til útfarar með Eyrar- bakka skipi, en pegar sjera Jón frjetti, að sjera Jón Arnason prófastur í Stranda- sýslu ætlaði utan til að sækja um bískups- embættið sló liann af utanferðinni með ó- vilja margra. Giptist 1700 Sigríði dóttur sjera Björns Stefánssonar á Snæfuglsstöð- um. p>eírra synir Einnur biskup í Skál- liolti og sjera Vigfús í Hítardal. Sjera Jón dó 27. okt. 1736, eptir langa legu frá pví á jólum veturinn áður úr hálfvisnun? 71 árs gamall og var jarðsettur á sínum fæðingaidegi. Sjera Jón var einnsá lærð- asti maður um sína daga og sá lang fróð- asti í íslands sögu og íornfræðum öllum, hefir hann ritað margt og mjög merkilegt, af hverju seinni tíma menn hafa stutt sig við og drjúgt ausið, bæði sonur hans Dr. Finnur í kirkjusögu sínní og sýslum. Esp- ólín í Arbókum sinum. Meðal bans mörgu ritgjörða er æfi biskupanna í Skálholti og Hólum fyrir og eptir siðabótina, Hirðstjórá- annáll, Lögmannatal, einmg liefir hann skráð æíi skólameistaranna í Skálholti, sem enn mun til vera, lika prófastatal í Skál- holtsstipti, með mörgu fleiru,, sem eptir penna ágæta mann liggur, lika er eptir hann annáll fram á hans daga, sem sýslu- maður Espólín mun haía sjeð. Elest at" ritum ánafnaði hann syni sinum og eptir- manni sjera Vigfúsi, sem eínnig var mesti fróðleiksmaður, hefir enginn af seinni tíma mönúum komizt nær sjera Jóni að ópreyt- andi iðj(i hans, heldur enn sýslum. Jón Espólín. XXIX. Sira forleifuv Arason, J>orkelsson frá Haga á Barðaströnd, varð skólameistarí 1710 með kongsbrjefi til 1718, fjekk Breiðabólstað í Eljótshlíð og drukkn- aði í Markarfljóti 1727. Sjera J>orleifur Arason stúderaði 2 ár í Kaupmannahöfn, vígðist eptir að hann hafði verið skólameistari í Skálholti 8 ár, prestur að Breiðabólstað, varð prófastur í Kangárpingi 1720. Eptir fráfall biskups Vidalíns sótti hann af öllum hug og mætti eptir biskupsembættinu, sigldi um haustið á [ Stykkishólmsskipi til Kmhafnar, fylgdi fast | fram erindi sinu, og kostaði miklu uppá pá ferð til ónýtis, kom inn aptur 1721, engu betur búinn enn pá hann fór. Veittu honum ljettari veraldlegar sýslanir heldur enn prestsembætti eða prjedikanir. Hann drukknaði í Markarí-ljóti lítt færu eða ó- reíðu af regni og snjóleysingu á lieimferð frá Miðmörk, í náttmyrkri um sunnu dags ' kvöld 12. jan, 1727, ógiptur og barnlaus. Meðreiðarmaður' hans svamlaði vesturyfir fljótið og komst af, en líkið fannst strax eptir (sá áll í Markarfljóti, sem sjera þor- leifur drukknaði í liefir síðan verið kallað- ur Prófastsáll) Espólín segir í Árb. sín- um, að hann druknað hafi 12. febrúar, og ætlað að ríða austur undir Fjöll, en sann- ara mun vera pað, sem lijer er sagt eptir sjera Jóni Halldórssyni, sem pá var lif- andi; samt hefi jeg orðrjett sjeð standa i annálum pað, sem hjer um stendur í Ár- bókum Espólíns og pað skeð hafi miðsvetr- ardaginn priðja í porra, er prófastur vildí austan ríða. (Eramhald), t Oddur Thorarensen apotekari, sonur Stefáns sál. amtmanns fórarinssonar, er látinn lijerí bænnm að morgni hins 27. p. m. Hann yar á 84. aldurs ái’i. Andast hafa og hjer í bænum, gipt kona Jórunn Sigfúsdóttir 55 ára og yngisstúlka Steínunn jpormóðsdóttir; liún hafði legið á sjúkrahúsinu nokkurn tíma, en átti heima á Nesi í Höfðahveríi. Eptir brjefi úr Núpasveit d. 15. nóv. 1880. «Heldur byrjar veturinn hart. Er fje víða komið á gjöf par sem ekki nær tilsjáv- ar, en ekki er jeg enn farinn að kenna lömb- um át og gjöri pað varla fyrri enn ef hafís kæmi. Vellíðan fólks yíir höfuð. Skepnu- liölcl ágæt, nema á kúm liefir verið ólag í haust; sumar látið fangi og sumar — jeg veit um 4 — drepisD. Með sendimanui er fór hjeðan úr bæn- um norÖur á Raufarhöfn og er nýlega kom- inn aptur, frjettist að ótíðin og snjófallið væri miklu stórfeldara norðurundan en hjer urn sveitir, eins og vanalega í norðanátt, svo að sumstaðar væri varla kleyft bæja á millum. Á Sljettunni hafði pá enn ekki sjeðst til hafíss, en ur Flatey eins og sagt er í næsta blaði hjer á undan. Á austur leið sinni hafði Benedikt póstur fengið Skjálf- andfljöt illfært og urðu liestax hans svo að- prengdir úr pví, að hann varð vegna peirra að setjast um lcyrrt daglangt á bænum Fljóts- bakka, sem er austan við fljótið. J>auu dag var hjer 12° frost. A u g 1 ý s i n g a r. Kvennsilfur: beltispör, belti, koffur og fl. áf egta silfri með ýmsri gjörð; samslags óegta með gyllingu verður smíðað fljótt og selt með góðu verði ef pað er pantað hjá Hallgrími gullsmið Kristjánssyni á Akureyri. — Á næstliðnu hausti var mjer úr Einna- staða rjett dregin veturgamall hrútur hvít- bornóttur með mínu rjettu marki blaðstýft aptan bæði eyru Brm. J f> Sá sem getur sannað að hann sje rjettur eigandi lirútsins, getur fengið verð hans bjá mjer, og ef liann á sammerkt við mig, parf hann að semja við mig um markið. Stóra-Eyrarlandi 18. nóv 1880 M. I. Halldórsdóttir. Eigandi og ábyrgðarm.: Hjörn Jónsson. Prentsmiðja Norðanf. Guðm. Guðmundsson. > t

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.