Norðanfari


Norðanfari - 22.02.1881, Blaðsíða 3

Norðanfari - 22.02.1881, Blaðsíða 3
— 35 — pvi upp, pareð pað sparar mjög vinnukrapt og verkið verður betur af hendi leyst. Lýs- ingin er lijer um hil á þessa leið: Gaflarn- ir eru likir lausarúms göflum, lengd stuðl- anna 1 al. 18 puml, breidd gaflanna milli stuðla 1 al. 5 þuml, hæð 1 al. 8 þuml; frá neðri gaflsröð og uppað gati því sem járn- ásinn leikur í 11 þuml. frá stuðli þeim er að manni veit og að gatinu 9 þumi. 4 slár eru sporaðar gegnum stuðlana 2 hvoru megin að ofan og neðan og reknir fleygar í gegnum þær að framan og halda þær svo Öllu saman; þær eru úr þykkum borðum og lengd þeirra milli stuðla 1 al 7 þuml vinduásinn á lengd 1 al. 8 þuml. en 16 þuml í þvermál; gaddarnir á lengd, sem útúr trjenu standa 1 þumh — lipran nagla- tein er lientugast að brúka í þá — bilið á milli þeirra yfir þvert 1 J/2 þumh en á langveginn ekki breiðara en svo að gaddarn- ir á móti gangi frilega á milli, þurfa þeir að vera í beinni línu yfir þvert, en á lang- vegin er bezt þeir sjeu á víxl; hálfhringur- inn á móti hefur sömu lengd og möndull- inn og breiddin er frilega helmingur um- gjarðar lians, hann hvilir á aukaslá, sem smej'gt er í gegnum gaflana og verður að liafa þar fieiga til að tempra millibilið. Að ofan er smeygt 2 fjölum frá hliðunum, sem hvíla á klömpum og mynda eins og aflangt trog, þar er áburðinum helt í og rennur hann niður um op, sem er á milli fjalanna og gripa svo gaddarnir hann. 4 hjól eru undir því svo vel má koma því áfram þó nokkuð sje þýft. — Með meðal áframhaldi má mala 30 hesta á klukkutima og þarf 4 menn við það, en 2 af þeim mega vera unglingar; þvi er itt meðfram tað- reinunum og er mest fyrirhöfnin að láta upp i það, sem bezt er að gjöra með sorp- trogi; því er jafnframt snúið af 2, hrynur svo áburðurinn skjótt niður úr þvi með þeirri smædd að mjög lítið þarf að hreinsa; sama er hvort mykið er blautt eða hart uþp á smæddina, nema hvað ljettara er að snúa ef það er í blautara lagi, ekki er heldur hætt við að í því tolli, þareð gadd- arnir ganga á víxl eins og áðhr er getið. Strax sem barst út um ávinnsluverk- færi þetta var 1 smiðað lijer i Skagafirði í líkingu við þetta og 1 eða 2 í Eyjafirði, er sagt það gjöri töluvert gagn og mali nokkurnvegin smátt, en helzt mun þeim vera ábótavant uppá verkflýtir að möndull- inn er ekki nógu stór og ef til vill gadd- arnir eklci í rjettu hæfi. .Jeg vil ekkert heyra; þú skalt þegja, sagði lmn áköf. Hvað þá! mælti hann með beizku brosi Þú ætlar að banna mjer að tala? Já, svaraði hún, það ætla jeg; og geti JeS það ekki, þá get jeg þó troðið uppí eyrun, Svo að jeg heyri ekki þínar heimsku- fegu afsakanir. Um leið og hún mælti þetta, hjelt hún með báðum höndum fyrir eyrun. Blum reyndi' enn nokkrum sinmfm að sýna og segja hið sanna og rjetta í þessu máli, en hún gaf honum alls engan gaum. Hún hjelt afram að halda fyrir eyrun, gekk um gólf og raulaði eitthvað fyrir munni sjer, og anzaði honum ekki. |>á varð hann óþolinmóður. Hann gekk til hennar mjög alvarlegur) tók hendur hennar frá eyrunum og mælti. íSeinasta orð mitt í dag skaltu þó heyra, Árelia, 0g það verður komið undir sjálfri þjer, hvenær þú fær aptur að heyra hið fyrsta orð af vör- um mínum. J>ú liefir bannað mjer að tala, Yerkfæri þetta, sem hjer um ræðir. mun kosta 60 til 70 kr. Ljótsstöðum, í janúarm. 1881. G. P. Sigmundsson. Póstferðirnar á Grænlandi. í þessum afkima heimsins, segirútlent blað eitt, boðast ekki koma póstsins með liinum grenjanda lúðri og heldur ekki með hinum skeranda hljómi gufupípunnar, hekl- ur liorfir maður frá hinni klettóttu strönd, svo langt sem augað eygir til hafs millum hinna snjó þöktu eyja og hinna eilífu haf- ísjaka til yztu ummerkja sjóndeildarhríngs- ins, sem liin bláa hvelfing myndar, hvort þar eygist ekki svartur depill eða ögn og er það optar forgefins, og sjá Grænlending- ar þó manna bezt; aptur vill þá svo til, að þeir sjá það sem þeir eru að leita eptir og skýrist æ meir fyrir sjónum þeirra, þá eyjarnar og hafísinn ekki bera á milli, og um síðir sjá að þetta er róandi maður á selslunns báti, (kajak) þá báturinn er kom- inn nálægt landi, reisir maðurinn i honum, upp ár sina, sem táknar það, að þetta sje pósturinn og um leið að skip sje komið þar eða hjer, þá þeir, sem á landi eru, sjá merki þetta verða þeir frá sjer numdir af fögnuði og kalla hvað eptir annað, Paortork! Paortork! (póstur, póstur!) allir ungir og gamlir hlaupa út úr kofunum til þess að taka á móti póstinum; undir eins og þessi er kominn upp úr bátnum, sem er þegar dreginn á land og brjefin og sendingarn- ar teknar úr skut bátsins og bornar þang- að, sem þær eiga að fara. f>annig eru brjef og bögglar sendir eptir endilöngum Grænlandsstr., sem eru yfir 300 enzkar mílur (enzk míla ér 855 faðmar), eður 171 míla dönsk að vegalengd, og þykir eins óhult og sent væri með gufuskipum eða landpóstum í Evrópu. Hraustustu og beztu ræðarar, eru valdir til þessara póst- ferða. Vegalengdin millum póststöðvanna, er jafnast 20—30 enskar milur, eður 5 til 6 mílur danskar og fyrir þessa róðrar ferð er borgað aðeins 1 kr. 50 aurar, sem er ótrúlega lítið, fyrir svo langa og opt erfiða hættuleið. Auk áður nefndrar krónu fær pósturinn eina skipsköku (kavring), ferskt vatn, er póstinum veitt hvar sem hann kemur; í góðu veðri fer pósturinn 10—12 milur á dag, menn hafa enda dæmi til að beztu ræðarar hafa farið alla leiðina á einum sólarhríng, án þcss að hvila sig neinstaðar á leiðinni. Auk skips kökunnar, hefur pósturinn i nestið góðann bita af selspiki. Hvervetna sem lu-nn fer um, treystir hann því að sjer verði veittur gef- ins beini, sem heldur ekki bregðst nje önn- ur hjálp þá liann þarfnast hennar og mögulegt er að láta liana í tje. J>á nestið ekki hrekkur, eða að hann getur ekki náð til mannabyggða, veiðir liann æðarfugl eða álku með boga og örfum sínum sjer til matar; sæti hann mótviðri, svo að hann verði að setjast að á leíðinni eða hann sje uppgefinn orðinn af þreytu og myrkur kotnið, fer hann að landi , setur upp bát sinn, svo langt að sjór geti ekki tekið hann út og ber svo grjót í hann, svo ef veður kemur, að hann ekki fjúki. Á sumrin leitar hann sjer livildar í skjóli eða hlje, finni hann það, en á veturna í snjónum, og vilji liann láta fara vel um sig, hleður hann upp af snjó, dálitla tópt með litlum dyrum á i öðrum enda til að skriða þar inn um, hvolfir siðan bátnum ofanyfir, treður lyngi eða snjó í götin, fer siðan inn og leggur sig til hviidar nolckra tíma, svo að hann því betur endist að halda áfram leið sína daginn eða dægrið eptir, þegar 2 bátar verða samferða, þykir þeim ekki ómaksins vert að leita sjer hvild- ar á landi nóttina yfir, heldur fara i skjól undir ey eða jaka, leggja árarnar þvers yfir bátana og binda þær fastar og bátana saman, og ef logn er eða ekki hvassviður láta bátana rekast undan kaldanum eða golunni, fara siðan að sofa og það jafn vært, sem norðurálfubúirm í rúmi sínu, já, í hinum veikbyggða báti sem Grænlending- urinn vogar lifi sínu út á, og norðurálfu- menn brjefum sínum og sendmgum. f>að er ánægja að sjá marga slika báta ýta úr vörum á sjó út, örfar og skutlar þjóta fram og aptur og ná skotmarld sinu. jpegar Grænlendingurinn er kominn í sjóföt sín með vopn sin í höndum, er sem liann hræðist liverki veður, sjó nje aðrar hættur, þá likist liann miðalda köppum Norðurálfunnar. Og þegar Evrópumenu sjá aftrjákössum sinum, Grænlendinga á sinum litlu smábátum bjarga sjer í stórviðri og stórsjó, ýmist uppá hinum freyðandi fjall— háu öldum, eður niðrí djúpi dala þeirra, þá liefur margur Norðurálfubúi óskað sjer, að hann væri jafnleikinn og hugrakkur, til að þreyta hina votu leið hafsins, sem Grænlendingar. þú hefir hvað eptir annað skipað mjer að þegja með mestu alvöru. Gott og vel! Hjeðan í frá skal ekki eitt orð koma af vörum mínum, þar sem þú ert viðstödd, fyr en þú — taktu vel eptir orðum mínum —, hefir á knjánum beðið mig að tala. Aldrei um alla eilífð mælti hún í sárri gremju. Jeg að krjúpa á knje fyrir þjer og biðja þig fyrirgefningar? Nei, nei herra minn! þá megið þjer vera mállaus til dóms- dags. Ef til vill — og ef til vill ekki, svar- aði hann og ypti dálítið öxlum, kvaddi liana í snatri, og skundaði siðan á eptir bóndanum H. Larsen. * * * Erúin leisti af sjer hattinn, tók hann í hönd sjer, og gekk út í garðinn, þar sem hin saklausu blóm fengu að kenna ágremju hennar. J>á er hún hafði slitið fjölda þeirra upp, hætti hún og varð smátt og smátt rólegri. |>egar hún var búin uokkurn veginn að ná sjer, fór hún að ihuga aflcið- ingar þær, er hinn óvænti skilnaður kynni að hafa. Hún sá skjótt, að allt þetta var mjög hlægilegt, og hún hugsaði, að hótan Blums væri ásetningslaust bráðræðisorð. Hún hugsaði sem svo: þegar hann kemur heim, og er búinn að koma málinu malar- ans og bóndans í gott lag, þá gleymir liann sjálfsagt þessari deilu, og hinu óliyggilega áformi sínu, sem hann lika á eigi liægt með að halda. J>ví að jog get ekki trúað því, að það hafi veríð alvai’a lians, að jcg skyldi nokkru sinni falla á knje íyrir honum, og biðja hann iðrunar- full um náð, enda þótt haim hafi í dag ekki gefið mjer mikla ástæðu til að treysta drengskap sínum. (Framhald).

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.