Norðanfari


Norðanfari - 10.05.1881, Blaðsíða 4

Norðanfari - 10.05.1881, Blaðsíða 4
— 68 — 9. Albert Jónsson . . . 5.41 10, Lúðvig Laxdal . . , 5.39 11. Theodor Jensen . 5.21 12. Anna Jóhannsdóttir . . 4.92 13. Esta Jensen. . . 4.78 N eðri deild: 1. Lára Sveinbjarnardóttir . . 5.47 2. Pálína Jónsdóttir . 5.43 3. Helga Jóhannesdöttir . 5.25 4. Aðalbjörg Hallgrimsdóttir . 5.06 5. Jónas Jónasson . 4.79 6. |>órgerður jpórgcirsdóttir. . 4.25 7. Jón Jóhannesson* . 4.23 F r j c 11 i r. Brjef úr Skagafirði d. 5. apríl 1881. Frjettir eru fáar að rita utan sem al- mennt yfir gengur, einstök harðindi af jarð- hönnum með grimmdar hörkum, sem optast eru frá 20—30, stig á R. og þeir mælirar, sem eigi taka meir en 28° hafa opt staðið hotn. Nú er hjer um sveit húið að gefa full- orðnu sauðfje og hrossum síðan 8. nóvember í haust og lömhum um veturnætur, eða svo er pað, hjer hjá mjer, en aíleiðingarnar, eru líka orðnar bágar, mciri partur manna kom- inn í lieyþrot sumir farnir að skera kýr og hross, sumir að koma fyrir eða kaupa hey, einstakir að selja af fjenaði sínum, og einn búinn að skera megnið af kindum sínum, og haldi þessu áfram til Páska, má svo að orði kveða, að allur fjöldi manna verði þá þrotnir með heybjörg fyrir fje og hross, að undan- teknum fáum mönnum, er því hryggilegt að horfa á framtíðina, ef eigi rætist því fljótar úr fyrir mönnum. Almenn kvefveikindi liafa gengið í vetur og mikill kíghósti í börn- um og sum hafa dáið, en lieilbrigði almennt að öðru leyti, þó hafa einstakir legið en fáir dáið, utan hóndinn Björn Finnson á Skörðu- gili syðra, er andaðist fyrir stuttu síðan, eptir langa legu, hann var einn af þeim mönnum, er ekki var mikill á lopti fyrir heiminum, en íðil ráðvandur, trúr ogtryggur og sá fyrir heimili sínu vel, konu og börn- um, en þó jafnan heilsutæpur. Af sýslufundi Skagfirðinga liinnl6.—17. febrúdr næstl. er það að segja, sem mest eru nýmæli, að þá uppástungan frá Amts- ráðinu kom fram um búnaðarskóla fyrir Skagafjarðar- og Húnavatnssýslur, fóru menn að skoða liuga sinn um liæfilega jörð til þess augnamiðs, og varð sú niður staðan, að kaupa Hóla í Hjaltadal fyrir búnaðar skóla- setur, en þá var komið í orð, að gildur bóndi í sýslunni færi að kaupa Hóla og búa þar eptirleiðis, var því afráðið að fara til hans og fá uppldppt því kaupa tiltali, sem hann snerti, en til þess þurfti að þægja hon- um og útvega aptur jörð til kaups, en hvort Húnvetningar vilja verða með Skagfirðingum í þessu fyrirtæld er enn óljóst. Annað nýmæli var, að koma upp kvenna- skólahúsi á Kristfjárjörðunni Ytra-Vallholti, ef yfirvöldin leyfa pað, og búið að panta til hússins utanlands. Einnig er ráðið að Sauðárhreppsmenn komi upp barnaskóla á Sauðárkrók, og eru þeir búnir að lofa talsverðum fjártillögum til þessa augnamiðs. — Ákveðin er gripasýn- ing 10. maí á sama stað og í fyrra. Búfræðing ætlar sýslan að kosta næst- komandi sumar til að leiðbeina mönnum í *) 6 börnin voru lasin og voru eigi við prófið , tvö úr efri bekk og fjögur úr neðri bekk. jarðabótum og búnaðarframförum; einnig var rætt um fjársölu til Englendinga á næst- komandi hausti, ef fje verður þá til, er miss- ast má, því nú er ískyggilegt með fjárhöld almennings. Líka var rætt um prentun Markaskrár fyrir sýsluna á næsta sumri, á- samt þeim almennu málumer vanalegakoma fyrir á sýslufundum, ásamt fjölda mörgum smámálum er jeg eigi greini, var eitt kæru- mál úr Holtshrepp, risið út af útsvörum. Brjef úr Strandasýslu dags. 3. marz 1881. eSíðan jeg reit yður seinast hafa hald- ist stöðug harðindi og hörkur, hjer var ó- munanlegur hörku og hríðarbylur sunnudaginn 30. jan. þ. á., varð þá víða ekki vitjað húsa, sumstaðar ekki farið í fjós, þetta veður hefir víða ollað mildu tjóni, t. a. m. á Melgras- eyri við ísafjarðardjúp, (sem áður er getið í blaði þessu), einnig á Núpskirkju í Dýrafirði og önnur kirkja er skekktist. Hey tók ofan að veggjum að Beykjanesi á Barðaströnd. Frostin hafa verið svo mikil, að í flestum baðstofum hefir frosið, einn bær var yfirgef- inn fyrir kuldasakir. Blota gjörði 19. febr. en enginn hagi kom, svo að allar skepnur standa stöðugt inni. Flestir hjer í Stranda- sýslu munu standa með hey sín til sumar- mála, og nokkrir lengur. Margir sagðir liey- tæpir í Saurbæ í Dalasýslu. Heilbrigði er almenn. Nýlega varð unglingsdreingur úti í Geiradal í Barðastrandarsýslu, sem er ófund- inn enn eptir tveggja daga leit. Hákarlsaíli er mikill í Eyjum upp um ís. Engin höpp liefur þessi ís fært oss, hvorki við nje hvali. Skepnuliöld víðast góð og fremur horið lítið á bráðafári. Úr Húnavatnssýslu. Kvefsótt hefir gengið hjer og er enn á ferðinni, en ekki hefir sótt sú verið mann- skæð að mun, lungnabólga hefir og gjört vart við sig á nokkrum stöðum og sálgað fá- einum mönnum; taugaveiki, sem kom upp vestur í sýslunni í vetur, mun nú út dauð og þakka menn það öruggri framgöngu Júlí- usar læknis, að hún náði eigi að dreifast út; mest kveður að veikindum á börnum, hinn svo kallaði kíghósti liefir gengið um ogdeytt fjölda barna án þess læknar hafi getað hjálp- að, nú liggja t. d. 7—8 börn á börunum 1 einni lítillisókn. Nýlega er dáinn Magnús Magnússon, óðalsbóndi að Holti í Svína- dal, hann var góður búhöldur og merkur maður í sinni sveit. — Einnig er nýsáluð lieiðurskonan Jóhamia Jónsdóttir að Kagarhóli, hún var hin mesta rausnarkona og meðal helztu kvenna í því byggðarlagi. Barnaveiki og kíghósti kvað geysa um Skagafjörð og deyða fjölda barna. Auglýsingar. — Lýsing á óskilafje er selt var í Skaga- fjarðarsýslu haustið 1880. í Holtshrepp: 1. Hvíthornóttur hrútur veturgamall, mark: Sýlt hægra, hamrað vinstra. 2. Hvíthornóttur lambhrútur, mark: Sneitt biti aptan hægra, tvistýft framan biti aptan vinstra. í Hofshrepp. 1. Svartur sauður tvævetur, mark: Sneitt framan biti aptan hægra, sneitt aptan vinstra. 2. Hvíthornótt gimbur veturgömul, mark: Stúfrifað biti framan fjöður aptan hægra, sneitt aptan vaglskorið framan vingtra. 3. Hvítur lambhrútur, mark: Biti, aptan hægra, stýft vinstra. • 4. Hvitur lambhrútur, mark: Tvístýft fr. biti apt. hægra, fjöður apt. vinstia. 5. Hvit lambgimbur, mark: Sneitt fr. hægra, sfcýft vinstra. 6. Hvitur lambhrútur, mark: Sneitt apt. hægra, blaðstýft apt. biti fr. vinstra. í Hólahrepp: 1. Hvítur lambhrútur, mark: Sneitt apt. hægra, gagnbitað vinstra. 2. Hvít lambgimbur, mark: Stýft hægra, sýlt biti apt. vinstra. 3. Hvitur lambhrútur, mark: Tvírifað i stúf fjöður framan hægra, tvístýft apt. vinstra. 4. Hvítur lambhrútur með sama markí. 5. Hvítur lambhrútur, mark: Stýft vagl- skorið fr. fjöður apt. hægra, blaðstýft apt. vinstra. 6. Hvítur lambgelclingur, mark: Sneitt fjöður fr. bíti apt. hægra. 7. Svartflekkótt lambgimbur, mark: Geir- stýft hægra, sneitt fr. vinstra. 1 Yiðvikurhrepp: 1. Hvítur lambhrútur, mark: Sneiðrifað apt. biti fr. hægra, tvístýft apt. vinstra. 2. Hvitur lambhrútur, mark: Sýlt fjöður fr. hægra, gat vaglskora apt. vinstra. 3. Hvitur lambgeldingur mark: Sneitt fr. hægra, sýlt gagnbitað vinstra. 4. Hvitur lambgeldingur, mark: Sneitt apt. gat hægra, miðhlutað biti fr. vinstra. 5. hvíthornóttur sauður veturgamall, mark: Sneitt apt. fjöður fr. hægra, sneitt fr. vinstra, 1 Akrahrepp: 1. Hvíthornótt ær tvævetur hornskellt, mark: stúfrifað hægra, stýfður helmingur apt. vinstra. 2. Grámórauð lambgimbur, mark: Bitar 2 fr. liægra, sýlt biti fr. vinstra. í Lýtingstaðahrepp. 1. Hvítur sauður tvævetur, mark: tvístýft biti aptan hægra, tvírifað í sneitt aptan vinstra. Brennimark: P. Pálmas. 2. Hvit lambgimbur mark: Hvatt gat lögg • fr. hægra, hvatt vinstra. 3. Svartur lambgeldingur, mark: Gat hægra stýft biti fr. vinstra. 4. Bleikalótt hryssa, þrjevetur, óafrökuð, hringeygð á báðum augum,mark: Sneitt fr. hægra. í Staðarhrepp: 1. Hvithníflóttur sauður trævetur, mark: Líkast stúfrifað gagnbitað hægra, tvirifað í stúf vinstra. 2. Hvíthornöttur sauður veturgamall, ínark: Miðhlutað i sneitt apt. gagnbitað hægra, sneiðrifað apt. vinstra. 3. Hvithornótt gimbur veturgömul, mark: Sneiðrifað biti fr. hægra, blaðstýft fram. bragð apt. vinstra. 4. Hvíthornótt gimbur veturgömul, mark: Biti apt. hægra, stýft gagnbitað vinstra. 5. Hvítur lambhrútur, mark: Sneiðrifað fr. hægra, biti framan vinstra. í Skefilstaðahrepp: 1. Hvithyrndur sauður veturgamall mark: Hvatt hægra, blaðstýft apt. vinstra. 2. Hvíthníflótt gimbur veturgömul, mark: Miðhlutað í stúf vaglskorið apt. hægra, hamrað vinstra. Brennimark: B. G. S. 3. Hvíthyrnd ær mark: Hvatt biti fr. hægra, tvístýft fr. biti apt. vinstra. 4. Hvítur lambgeldingur, mark: Gat hægra, biti apt. vinstra. 5. Hvitur lambhrútur, mark: Stýft biti fr. hægra, stúfrifað gagnbitað vinstra. 6. Hvithyrnd lambgimbur, mark: Stýft fjöður fr. hægra, sneitt biti apt. vinstra. 7. Svartbotnótt lambgimbur, mark: Sneitt fr. hægra. 8. Hvítur lambhrútur, mark: Tvístýft biti fr. hægra, miðhlutað vinstra. í Seiluhrepp: 1. Hvítur sauður veturgamall, rnark: Sneitt lögg fr. hægra, stýft vinstra. 2. Hvitur sauður veturgamall mark: Blað- stýft apt. hægra, vaglskorið fr. biti apt. vinstra. 3. Svört gimbur veturgömul, mark: Hamr- að hægra, tvírifað í hvatt vinstra. 4. Hvít lambgimbur mark: Tvirifað í sneitt fr. hægra, tvírifað i sneitt apt. vinstra. peir sem sanna eignarrjett sinn, 4 óskilafje þessu, geta vitjað verð þess, að frá- dregnum kostnaði, til næstkomandi septem- berloka 1881. Skarðsá 2. april 1881. E. Gottskálksson. Eigandi og ábyrgðarm.: líjörn Jónsson. Prentsmiðja Norðanf. Guðin. Guðmundsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.