Norðanfari


Norðanfari - 28.06.1881, Blaðsíða 4

Norðanfari - 28.06.1881, Blaðsíða 4
96 — breytt, að 1 dagsverk sje lagt til hreppa- vega fyrir hvem verkfæran mann. 7. Að pingmenn sje beðnir að mæla með pví, að sóknarbandið verði afnumið með lögum. 8. Að pingmenn sje beðnir að mæla með pví, að söfnuðir fái leyfi til að kjósa presta sína. 9. Að pingmenn sje beðnir að mæla með pví, að aukatekjureglugjörðin verði endur- bætt, að pví er hreppstjóra snertir, og borgun fyrir störf peirra hækkuð. 10. Að pingmenn sje beðnir að stuðla til pess, að landbúnaðarlagamálinu verði flýtt svo sem unnt er; enn fremur að pingið láti óánægju sína í ljósi yfir pví að land- setar landsjóðsins haíi mátt sæta of hörðum kjörum með endurborgun á lánsfje ur landsjóði til jarðabóta, par sem peir verða að endurborga lánið með vöxtum en verkið verði pó eign landssjóðsins, er peir fara frá jörðinni. Jón A. Hjaltalín Eggert Laxdal fundarstjóri. skrifari. F r j e 11 i r i n n 1 e n <1 a r. Úr brjefi úr Austur-Skaptafellssýslu dags. 22. maí 1881. «Eptir að jeg skrifaði yður síðast lijelt veturinn áfram, pví allan marzm. var ekki annað en grimmd og kafald hvíldar- laust. en með aprílm. byrjun batnaði mikið vel, og pað hjelzt öðru hvoru til kongsbæna- dags, en pá brá til kalsa og frostgrimmda, mest varð pað aðfaranótt pess 9. maí 10 stig á R. það lítið sem pá var farið að sjást til gróðurs, varð pá að engu. í dag er komin hlý rigning og 4 stiga liiti. Papaósskipið er nýkomið pað liafði lagt út frá Höfn 1. apríl og komið að ísnum pann 9. s. m. en komst inn pann 20. p. m. Dagana áður fór hafís- inn til fulls eptir að hafa dvalið hjer í 16 vik- ur. Víða var orðið krapt með heybjörg. í marz voru skornar 21 nautkind, par af 15 mjólkandi kýr fyrir utan hross og fjenað í Leiðvalla hrepp, og hjálpuðu pó peir flestu er pað gátu eptir megni. Hvergi fæst hjer afli pó leitað sje nema lítið eitt í Suðursveit. Skip frá Dunkirchen hleypti upp í Öræfin sökum leka, með 10 mönnum, var pað með öllu tilheyrandi selt fyrir 102 krónur, pað var lítið skip og hafði ekkert aflað en tals- vert hafði pað af salti og náðist pað að mestu leyti óskemmt. í Meðallandi strandaði ann- að skipið, og liafði pað verið búið að afla mik- ið af fiski; pað varð mjög fjölmennt uppboð og eptir sögn allt sem par var selt með af- ar verði. Heilbrigði má heita almenn og engir hafa nafnkendir dáið». Úr brjefi úr Hjaltastaðapinghá í Norður- múlasýslu d. 13/6. 81. «Langur fannst okk- ur veturinn, og pó bati kæmi og blíðviðri yfir allar sveitir hjer eystra í vikunni fyrir Pálmasunnudag pá var sumstaðar langt að bíða til pess að jörð kæmi upp fyrir útigangs- pening. Um Páska voru flestir við fjalla- og ásalönd búnir að fá upp jörð fyrir sauðfje, en á Eyjabæjum var sá fjarska gaddur, einkum austan til; pað gjörðu pau langvinnu norðan- veður á vetrinum að gamlir menn muna eigi slíka gaddhæð, svo að sauðjörð kom eigi upp fyrri en 23. maí. J>ann dag og nóttina fyr- ir hann rann fram krapa örgullinn, og höfðu búendur á áminnstum eyjabæjum við fyrsta tækifæri komið af sjer geldfje, en sátu heima með ær, par til Drottni póknaðist að gefa peim algjörðan bata, en pví miður eru víða bág gripahöld, einkanlega unglambadauði hjer í sveit með mesta móti. A útmánuðum vetr- arins var hjer í sve t ásamt heyskorti skortur á matbjörg, sem prengdi mjög að mörgum, svo að sumir voru farnir að lóga skepnum sínum til matar, og hefði pó meira orðið að pví gjört, ef sá mikli framkvæmdamaður síra Björn J>orláksson á Hjaltastað hefði ekki með ráð og dáð hjálpað okkur fyrst með pví, að láta úti og lána búendum sóknarinnar korn, heldur pegar allir lijeldu ófært að ná björg úr Seyðisfirði, lagði sjálfur á skíðum ofan yfir í Seyðisfjörð, til að taka út korn fyrirhrepp- inn, áður en nærsveitir tækju pað, og pegar heim kom gaf mönnum von um, að pað væri J reynandi að brjótast með liesta, ef menn vildu hafa samtök að fara með marga hesta og hafa til skiptis lausa hesta á undan, og sjálfurljet liann sína hesta brjóta á undan til skiptis, petta ráð lieppnaðist einstaklega vel, svo ekki einuugis sóknarmenn hans bættu úr skort- inum lieldur og uppörfaði pað aðrar sveitir með sama móti að bæta sínar parfir. Síra Björn tók einnig talsvert af peim bjargarlausu, sem voru að koma fyrir. Fyrir pessi kær- leiksverk, er skylt að sóknarmenn hans pakki lionum opinberlega. J>ann 24. maí næstl. var kjörping á Eoss- völlum og mættu par um 100 kjósendur. Af peim er gáfu kost á sjer voru 3 í vali, nefnil. Bcnidikt sýslumaður Sveinsson úr fingeyjar- sýslu og |>orvarður læknir Kierulf, einnig kandidat Páll Yigfússon á Hallormsstað, og hlutu tveir peir fyrnefndu, Páll fáum atkvæð- um færra en jporvarður, Benidikt nokkru flest; hjeldu svo pingmenn pessir fund með ein- um tilkosnum manni úr hveijum hrepp, til að undirbúa og semja uppástungur til pingmálefna. Úr brjefi af ísafirði d. 16 júní 1881. «Nú sem stendur höfum vjer allgóða veðuráttu, lieita í meira lagi og regnskúrir á millum, svo að vel lítur út fyrir góðiinn grasvöxt ef petta lielzt. Hákarlsafli, er með minnsta móti svo að aflameitniniir liafa ekki fengið meira en 70 tunnur par á móti porsk- afli á piljuskipum ágætur. Róðrarbátar hafa náð hjerumbil meðal vorhlutum, en nú er fiskur á innfjörðum farinn að tregðast og smækka og paraf leiðandi strjálir róðrar». Úr brjefi af Hólsfjöllum í J>ingeyjarsýslu d. 18 júní 1881. «Næstliðið sumar var kalt og hreggviðrasamt allt fram undir slátt, svo að ílla spratt lauf á fjöllum, en pegar kom fram í 12, 13, 14, og 15 viku sumars, I pá voru fjarska miklir hitar svo að melgras óx vel og menn pessvegna heyuðu sæmilega á endanum. Yeturinn byrjaði snemma, og mátti heita að skepnur færu strax á hey um veturnætur. Erostið varð frá 16—30° á Reaumur allann veturinn út, að Pálmasunnu- degi, svo að aldrei var fært að láta kind út, pótt snapir liefðu verið, sem og voru framan af vetrinum, að eins dróg úr frostunum ein- um tvisvar sinnum á vetrinum, seint á jóla- föstunni og svo eptir nýárið, en prátt fyrir potta allt, áttu menn pó talsvert eptir af heyj- um, sumir fast að helming, en hávaði bænda var pegar orðinn kornlaus, pví pað var tipp- gengið á Vopnafirði. |>á er nú blesssð sum- arið komið aptur, og byrjaði pað heldur kuldalega, en nú er pað sem óðast að hlýna og talsvert farið að gróa, lauf og melgras sprungið út, um flóa er ekki að tala, peir eru helzt engir, einkum á frambæjunum. Hjer var haldinn fundur á laugardaginn í 4 sum- arvikunni og var pað einkum fundar efnið, að koma fyrir, eða ætla nýja prestinum okkar einlivern samastað, par eð honum voru veitt fjallapingin og hann hafði skrifað okkur að sín væri von pá sumraði að, pað geklt vel hann skyldi búa á kirkjustaðnum Víðirhóli, en nýlega hefir frjetzt, lauslega samt, að honum sje veitt Stafafell í Lóni og pangað furi liann blessaður unginn. Eitt sem kom til umtals á fundinum var að panta vörur líkt og Mý- vetningar gjörðu í fyrra, og átti alpingismað- urinn okkar sjera Benedikt Kristjánsson að gangast fyrir kaupunum, en pað hlaut að falla um sjálft sig, par eð peim náðugu herrum póknaðist að haga svo til strandsiglingunum, að aldrei kemur skipið á Vopnafjörð, eptir að pingmenn koma suður». Optast hefir veðráttan verið purr og köld og meira og ininna frost á nóttunni, harðvelli og sjerílagi tún kalin, brunnin og gróðurlítil, víða er og kvartað undan meiri og minni skemmdum af grasmaðki í túnum og útliaga. Aðfaranótt liins 4. p. m. snjóaði hjer á fjöll og gránaði ofanundir bæi, og aptur aðfara- nótt hins 23. p. m. á fjöll og í sumum sveitum varð alhvítt ofan í sjó og ár, 24. var hjer mikið mistur, svo ekki sást til fjarlægra fjalla. — |>á síld er til beitu, er sagður mikill íiskafli fyrir Ólafsfirði og allt inn að Hrísey, en par fyrir innan lítill afli, enda gengur tregt að ná síldinni. — Skepnuböld eru sögð víðast hvar öllum vonum betri í samanburði við pað er áhorfðist í vetur og vor, en fráfærur með seinna móti, pví að seint var lileypt til í vetur og lömb um petta,leyti með yngra móti. í næsta blaði hjer á undan, er getið komu gufuskipanna hingað, sem lögðu aptur af stað hjeðan deginum eptir eður pann 20. p. m. á lcið til Seyðisfjarðar, og sama dag landveg alpingismennirnir sýslumaður Beni- dikUSveinsson, prófastur Benidikt Kristjáns- son og dannibrogsmaður Jón Sigurðsson suður til Reykjavíkur. — 23. p. mán. kom póstgufuskipið «Valdimar» liingað aptur að austan og en með pví margir farpegjar og peirra á meðal aljiingismennirnir hjeraðs- læknir f orvarður Kierulf með frú sinni ásamt húsfrú Soffíu Einarsdóttur konu síra Sigurðar Gunnarssonar, að Ási í Fellum, Jón Ólafsson ritstjóri «Skuldar» og móðir hansekkjumadama J>orbjörg Jónsdóttir á leið til Reykjavíkur, og hjer bættist við pá alpingismennirnir Ein- ar í Nesi, Tryggvi Gunnarsson og síra Arn- ljótur og enn fremur ekkjufrú Havstein með einni af dætrum sínum, sem er að flytja al- farin hjeðan og til Reykjavíkur, hjeðan fóru og bæarfógeti, sýslumaður Stefán Thorarensen og dannibrogs- og umboðsmaður Th. Daniels- sen, sem báðir ætluðu til Kaupmannahafnar, í stað peirra, eru settir herra umboðsmaður St. Stephensen og herra verzlunarmaður P. Sæmndssen. J>á getið var í næsta blaði lijer á undan um hingaðkomu síra Andrjesar Hjaltasonar, vissum vjer ekki um, að kona hans húsfrú Eggpóra og dóttir peirra hafði og komið með honum. J>að er fullyrt að síra Guðmundar Helgasonar sje hingað von alfarins að sunnan 2. júlí næstk. •J Hinn 17. p. m. sálaðist að Garði í Fnjóskadal söðlasmiður Friðgeir Olgeirsson, 47 ára gamall. Friðgeir sál. var smiður góður, smíðaði hann auk reiðtýgja bæði trje og járn svo sem peir er lært höfðu pær smíðar. Hann var mjög góðsamur og gest- risinn, og mjög vel látinn hvar sem hann kom fram, er liann pví harmaður ekki ein- ungis af ekkju og 7 börnum, heldur og öll- um er við hann kynntust. Frá helstu æfi- atriðum pessa merka mans mun' síðar verða skýrt í pessu blaði. Auglýsingar. — 5 krónur fyrir falleg vals- egg, gefur undirskrifaður. Múla, 16. d. ,iúni 1881. Sigfús Magnússon. Fundist hefir milli Akureyrar og Odd- eyrar Mansjettskyrta. Rjettur eigandi má vitja hennar á skrifstofu Norðanfara móti pví að borga pessa auglýsingu. — í 41.—42. tölubl. Norðanfara p. á. er brennimark Jakobs Jónssonar i Rauðuskriðu (nú í Múla) rangt prentað, pað er svona lagað: \ \ y \ Fjármark Friðriks Jónssonar á Krauna- stöðum í Helgastaðalirepp í J>ingeyjarsýslu er: Vaglskorið aptan hægra, stýft biti apt. vinstra. Eigandi og ábyrgðarm.: Bjorn Jónsson. Prentsmiðja Norðanf. B. M, Stephánsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.