Norðanfari


Norðanfari - 20.01.1883, Qupperneq 1

Norðanfari - 20.01.1883, Qupperneq 1
MRMYFARI, 81. ár. Akureyri, 20. janúar 1883. Nr. 51.—52. Kafli úr Ibrjcfl úr Laufássókn 2. jan. 1883. Mjög almennt er hjer saknað hins elsk- aða sóknarprests vors prófasts Björns Hall- dórssonar, er svo sviplega var kippt burt frá húsi sínu, ástmönnum og vinum fjær og nær. hann var í alla staði maklegur ástsældar peirr- ar er hann jafnan naut hjá öllum peim er pekktu hann og kynntust honum. Hann var, svo sem alkunnugt er, einn hinn mesti gáfumaður pessa lands, og varði sífellt sínum miklu gáfum til að auka lærdóm sinn, og eigi síður til að gagna og gleðja hvar sem hann náði til. Allan pann tima, sem hann var hjer sóknarprestur, sem var 30 ár, var jeg sóknarbarn hans; var hann mjer jafnan sem hezti og blíðasti faðir, fræddi mig og leiðbeindi í öllu sem hann mátti, og jeg gat á móti tekið, og munu allir, sem tilsögn hans vildu nota eða gátu notað, taka undir petta með mjer. Yerður mjer ætíð í fersku minni blíðlyndi hans; viðmót og orðræður, bæði pegar jeg var barn og síðan. En svo sem hann var ástúðlegur heimilismönnuui,— sóknarmönnum og öðrum út í frá, hvar sem maður hitti hann utan kirkju, svo var hann eigi síður ógleymanlegur öllum er til lians heyrðu í kirkjunni. Hygg jeg að flestir, sem nokkru sinni heyrðu messurhans, lúki einum munni upp um pað, að ágætari prest hafi peir aldrei lieyrt; ræður hans höfðu, að mjer virtist, allt pað til að bera, er mannlegur andi gat í pann svipinn eptir æskt, og pað var sannarlega dauð sál, sem aldrei fann sig hrifna af peim, og pá vakti pað eigi minna og gladdi hugi marina, er hann stóð fyrir altarinu, hvort heldur hann tónaði eða söng, enda virtist söngrödd hans fara sífellt vaxandi að hljóm og fegurð allt fram að síðustu árum, f*að verður má ske naumast unnt að fylla pað mikla skarð, sem hjer er orðið, eða bæta pann mikla missir að fullu, er pessi söfnuður hefir nú orðið fyrir í fráfalli pessa ágætismanns. Sagan um bágindi vor, óáran, skepnu- tjón, drepsótt og hallæri, befir í sumar borizt til eyrna útlendra pjóða, og pær hafa aumk- ast yfir oss, og safnað miklum gjöfum oss til bjargar gegn, hungursneyð, svo vjer nú höfum fengið nýja von um viðreisn og frelsi. Meðal landa vorra erlendis eigum vjer tvo lærða vísindamenn, sem sjer hafa tekið bólfestu á Bretlandi, og hafa nú pessir menn tekið til umræðu ástand vort, hver á sinn hátt. Annar pessara manna, hinn ágæti vinur vor magister Eiríkur Magnússon, hefir nú sem fyrri, pegar neyð hefir aðborið, útvegað oss mikla hjálp hjá hinni göfugu auðsældarpjóð Bretum, og ekki látið par við lenda, heldur fært oss sjálfur gjafirnar pegarásama missiri, og skipt peim meðal hafna og hjeraða sam- kvæmt peim kunnugleik áástandinu, er hann hefir getað aflað sjer par sem hann hefir komið hjer við land. jpetta vitum vjer að hefir bakað honum mikinn kostnað, tíma- eyðslu, áhyggju og fyrirhöfn, en allt petta leggur hann í sölurnar, sem góður og ást- ríkur sonur fósturjarðarinnar. Hinn landi vor, Dr. Guðbrandur Yigfússon, hefir einnig heyrt og sjeð í brjefum og blöðum talað um óárið á íslandi, horfellir fjárins, hafíspök fyrir Vesturlandi, Norðurlandi og Austurlandi og par af leiðandi aflaleysi og algjört verzl- unarbann, grasbrestinn mikla, ópurkana og mislingana, en hann kveðst eigi vilja trúa pví, að nokkur hungursneyð eigi sjer stað, eða að ættjörð sín sje komin á heljarpröm- ina fyrir hungurssakir, og mælir móti pví að oss sje veitt nokkur hjálp. Maður pessi hefir pó, eins og hann sjálfur segix-, alist upp á íslandi, farið um nokkurn hluta pess, og verið, sem margir aðrir ferðamenn hjer, öl- musumaðui' hinna gestrisnu bænda, en nú glottir hann við tönn og vill ekki svo mikið sem rita nafn sitt undir áskorun til hjálpar oss, hvað pá hjálpa sjálfur. |>egar jeg las petta datt mjer ósjálfrátt í hug karlinn, sem auk pess að hann tímdi engum að gefa, eigi gat heldur polað að aðrir gæfu, og mjer er alveg óskiljanlegt hvernig herra Gruðbrandur, sem lilytur að vera kunnugur búnaðarháttum vorum og bjargræðisvegum, getur farið að «gráta af gremju, og æpa nf reiði» út af pví, að oss er nú veitt bjálp áður en verulegt hungur, og par af leiðandi manndauði hefir sótt oss heim. Jeg segi áður en hungrið heftr sótt oss heiin, og pó hefir pað pegar næstliðið sumar gjört vart við síg á stöku stöðum. J>að er satt, að sauðasala vor í haust ber vott um pað, að eigi hafi sultur verið í sjálfri sláturtíðinni á peim bæjum er sauð- irnir komu frá, en annað sýnir hún ekki, enda geta og sauðir fitnað nokkuð til fjalla, pójörð sje lítt sprottin, pví pá er par opt kjarni pví betri. J>að lítur svo út sem lierra Guðbrand- ur eigi viti pað, að uppskerubrestur hjá oss, eða heyskaparleysið, hefir eigi, sem víða í öðr- um löndum, sultinn í för með sjer samstund- is eða samsumars. Nei, að vísu hefir liann pað ekki, en pví tilfinnanlegri verður sultur- inn pegar frá líður. Sultur er hjer ekki til- finnanlegur meðan verið er að eyða bjarg- ræðisstofninum, par sem hann annars er nokk- ur til, enn herra Guðbrandur mun geta sjeð af árbókum vorum og annálum, sem og af sögum gamalln manna í æsku hans, hverjar afleiðingnr hafa, á fyrri öldum og framan af pessari öld, orðið af beyskaparbresti og par af leiðandi niðurskurði búfjenaðarins, eða hor- fellir lians, óg eins og pað er «seint að byrgja brunninn pegar barnið er dottið ofan í», eins mundi opt seint að safna pá gjöfum í öðr- um fjarlægum löndum pegar fregnin hjeðan um hungur og manndauða er kominn pang- að. enda mundi pá og lijálpin koma seintoss til handa, pegar skip ná eigi höfnum hjá oss fyrr en í september, eins og átti sjer stað næstliðið sumar. J>að er ekki ólíklegt að sögur hjeðan um bágindi og sult hafi verið nokkuð orðum auknar pegar pær komu til Englnnds frá Kaupmannahöfn, en allir sem kunnugir eru kringumstæðum manna hjer, verða pó að játa að á rjettum tíma hafi gjöf- um peim safnað verið, sem Islandi hafa verið æt.laðar til að afstýra manndauða af harðær- inu, enda veit jeg með vissu að herra Guð- Skólauicistaratal á Hólum í Hjaltadal. (Framh., sjá JNTf. nr. 33—34). 22. Gísli í»oi'láksson. Hann var sonur þorláks byskups (14) og Kristínar Gísladóttur. Hann fæddist 7. nóv. 1631. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum á Hólum unz hann útskrifaðist rúm- lega 18 ára (1649), Silgdi hann pá til Kaupmannahafnarhásköla og dvaldi ytra í prjú ár. Haustið 1653 varð hann skóla- meistari á Hólum og var prjá vetur (1653 til 54, 54 til 55 og 55 til 56). Eptir dauða föður sins (1656) var hann kjörinn byskup á Hólum og var vígður árið eftir (1657) af Svaning Sjálandsbyskupi og kom inn sam- sumars. Gísli byskup var hið mesta val- menni, ljúfur og lítillátur sem faðir Iians og vinsæll öllum góðuin mönrium. Hann var prikvæntur; fyrst átti hann Gróu f>ór- leifsdóttur frá Hlíðarenda; pvínæst Ingi- björgu Benediktsdóttur, Halldórsdóttur, og siðast Hagnheiði Jónsdóttur prófasts i Vatns- firði Arasonar, og lifði hún liann, Eingin átti Gísli byskup börn með konum sínum. Eftir hann er Gíslapostilla Gislí byskup andaðist 22, júlímán. 1684 og var pá á 53. j aldurs ári enn byskup hafði hann verið 27 ár. j Hann var mæddur orðinn af ástvinamissi | og rógburði illra manna. 23. Einar J>órstcinsson. Eaðir hans var: þórsteinn prestur i Hvammi íNorðurárdal (1631 til 1645) Tyrf- ingsson í Hjörsey, Ásgeirssonar prests að Lundi í Lundar-Reykjadal (1542 til 1580), Hákonarsonar, Björgólfssonar. Enn kona sira |>órsteins í Hvatnmi og móðir Einars var Jórunn Einarsdóttir prests á Melum í Borgarfirði suðr (1581 til 1622), f>órðarson- ar lögmanns. Einar fæddist 23. febrúarmán. 1633 og útskrifaðist úr Hólaskóla 16 vetra gamall Var síðan eitt ár djákni á Reyni- staðarklaustri. Sigldi hann pvínæst til Kaup- mannahafnarháskóla og tók par próf í guð — 103 — fræði 1654; kom síðan inn og varð kon- rektor við Hólaskóla og síðan skólameistari í byrjun ársins 1656, pvíað Gisli hætti pá við dauða föður síns. Einar var sköla,- meistari á Hólum fjóra og hálfan vetur (1656, 1656 til 57, 1657 til 58, 1658 til 59 og 1659 til 60). |>á (1660) vigðist hann til prests að Múla í Aðalreykjadal og var par prestur í 32 ár (1660 til 1692). |>á (1692) vígðist hann til byskups á Hólum og var aðeins biskup par i 4 ár og dó 9. okt. 1696. Einar byskup átti að fyrri konu Ingibjörgu Gisladóttur prests að Bergstöð- um í svartárdal (1627 til 1679), Brynjólfs- sonar prests samastaðar (1574 til 1627), Árnasonar. f>au Einar byskup og Ingibjörg áttu saman fimtán börn. Hún dó 1695 og hafði pá prjá um fimtugt. Aftur kvæntist Einar byskup árið eptir (1696) Ragnlieiði Jónsdóttur, ekkju Gísla byskups (22), og voru pau eigi fullan máuuð í hjónabandi. Einar byskup var maður vellærður og svo kurteys að hann vildi eigi piggja meistara-

x

Norðanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.