Norðanfari


Norðanfari - 31.01.1883, Side 4

Norðanfari - 31.01.1883, Side 4
— 110 — mjðg óánægju sfna í ljósi við mig útafþvíað tveir menn er þær álitu ekki jafnt sjer þurfandi væru búnir að skera utan af hausbeinum hvalsins talsvert af góðum og óskemmdum mat. • - þessir tveir menn voru landsetar og nágrannar matarþurfa — og báðu mig jafn- f'ramt að reyna að útvega sjer eitthvað þess- háttar, en þá var svo langt farið skurdinum að önnur bcin var þá ekki um að gjöra, er nokkuð var til muna eptir á af óskemmdum mat, fann jeg því þá þegar Árna hreppstjóra Jónsson á |>verá er að miklu leiti stóð fyrir skurði, og að nokkru fyrir skiptum og sölu hvalsins, og átti tal við hann um ýmislegter að skiptum laut m. fl. minntist jeg þá á við hann hvort hann hefði leyft fyrnefndum mönn- um að skera nokkuð af beinum hvalsins, og kvað hann nei við; en þar eð mjer var eink- ar annt um að öllum, einkum þeim fátæk- ustu væri gjörð nokkur úrlausn sem því mið- ur eigi gat þö orðið til muna, þar hvalfiskur þessi var, sem kunnugt er, heldur lítill, enn fólk margt er að sótti, þá hlutaðist jeg til bæði við hreppstjóra Árna og aðra er með áttu, að ekkjur þessar hinar nýnefndu fengu Vs Því er tjeðir menn voru heimildar lítið búnir að kritja sjer, sem þær og þáðu fegin- samlega. En eins og sjá má af hinum um- rædda greinarstúf hefur vesaling3 Matarþurfa mjög gramist það að þessir tveir skjólstæð- ingar hans skyldu verða að missa nokkurn part af ómeti þessu er hann svo kallar, jeg get naumast skilið í því hve óvenjulega sárt honum tekur þetta, nema ef heimuglegur samningur hefði verið áður gjörður milli ná- ! búa þessara, að allir skyfdu jafnan hlut frá borði bera þá til nautnar kæmi, og er það líkara til eptir öllum kringumstæðum að dæma, að eiginhagur hafi þar á einhvern hátt vakað fyrir, heldur enn hitt, að hann með grein þessari hafi ætlað að seðja löngun sína með því að reyna að kasta bletti á aðgjörðir míuar á optnefndri hvalfjöru í augum al- mennings, þar hann hefir þó hlotið að leiða sjer i grun, að honum með því að gjöra tíl- raun til að sverta mig, mundi lítið ávinnast með að gjöra sjálfan sig bjartari, þótt hann að einhverju leyti kynni að þurfaþess með. Að svo mæltu sendi jeg þessar fáu lín- ar frá mjer, treystandi rjettu áliti allra sann- gjarnra og rjettsýnna manna. Ritað í desember 1882. Björn Jónsson. F r j e 11 i r i n n 1 e n <1 a r. Úr brjefi úr Mjóafirði 13/t — 83. «Vorið ogsuinarið, semleið, vareitthvert hið bágasta, sem menn muna, bæði til lands og sjávar. Fyrst lá ísinn við fram eptir öllu vori; varla kominn gróðrarlitur á tún aukheldur í úthaga um vanalegar fráfærur, svo þær urðu víða viku til hálfsmánaðar seinna en vant var, og mig minnir í hörð- ustu plázum eigi fyrri, enn í 12. viku sumars. Töður hjá mönnum urðu víða sára litlar; útheyskapur viða hjer alls enginn. Sumir, 6em vanir eru að fá 60—70 hesta af útheyji fengu ekkeit; alltaf var sami norðvestan næðingurinn. Eiski- og síldarafli var tregur og haustaflinn brást algjörlega. Margir Norð- menn voru hjer að vanda við síldarveiði og fengu freinur lítið; flestir þó dálítið. J>eir, sem bezt öfluðu fengu um 4000 strokktunnur og minnst 500. Hinir þar á milli. Menn eru hjer gengnir í fjelag við eitt Norðmanna- fjelag, svo helmingurinn af þvi er innlend eign; það aflaði fremur vel, eptir því sem um var að gjöra í surnar. Menn lóguðu hjer mjög skepnum sínum í haust, svo að fjártaka varð afarmikil á Seyðisfirðí. Bezta kjöt varð 22 aura og niður eptir 18 og 15 aura. J>ó vel hafi verið lógað, er hætt við að margir hafi sett voðalega á í haust. Veturinn hefir líka verið mjög snarpur fram yfir nýár, en rjett upp úr nýárinu kom hláka og blíður bati, sem enn helzt með sunnanátt. Slysfarir hafa margar orðið, einkum í vor á norskum síldveiðaskipum. Hjer í Mjóa- firði rakst gufuskip «Rash» að nafni á ísjaka og brotnaði á það stærðargat, svo það naum- lega komst til lands; ruggaði við marbakkann lijer um 1 klukkutíma, og þegar það var orðið fullt af sjó, valt það út af og lengst út í fjörð og stansaði 200 faðma frá landi á 47 faðma dýpi; það kúrir þar með öllu sem í því var, hjer um 130,000 kr. virði, því það var hlaðið með verzlunarvörur, kornvöru, kaffi, sykur og margt fleira, dálitlu varð náð, og var það selt á uppboði fyrir einar 1400 kr. J>að er sárt þegar skip farast svo og eng- inn hefir neitt af, og er það nú einkum þegar þau skip eru fermd matvöru og menn kannske bjargarlausir fyrir. Bátur fórst með 2 bræðrum á, út af Loðmundarfirði í sumar, var kennt um það ofhleðslu. J>eir hjetu Guð- mundur og Friðrik Einarsynir, báðir röskvir menn; annar kvæntur. J>e3sum sama Frið- riki bjargaði Jón Sveinsson frá Elliðavatni, tveim sumrum áður af báti, sem hvolfdist undir houum og öðrum manni í sunnanroki á Seyðisfirði, og get jeg um þetta bjer, af því jeg hef hvergi sjeð þess getið í blöðunum, og er þó verðugt að geta slíks*. Úr brjefi úr Skagafirði 22/, — 83. — «Ekkert markvert er að frjetta hjeð- an úr firðinum. Yeðráttan er mjög góð og jörð mjög snjólítil, því að síðan á nýári hafa verið þýður og suðvestan vindar. J>að er dýr- mæt Guðs gjöf, því að allt of illa munu flest- ir hafa sett á hey sín. í sumar heyjaðist með langminnsta móti, sem gamlir menn muna. Forði manna handa bjargræðistofni sínum var því sára litill, og allur þorri manna varð að lóga fje sínu og kúm meira en góðu hófi gegndi sökum fóðurskorts. Fóðurkorns- gjafirnar frá útlönduni komu sjer því sjer- lega vel í haust í þessum fóður-vandræðum, svo að menn yrðu vissari með að halda þeim stoíni, er eptir lifði. Fóður-vandræðin voru almenn um sýsluna og því sýndist ekkert rjettara mcð útbýting gjafanna en það, að láta þær ganga sem almennast yfir eins og gjört var, eða gefa hinum skepnufleiri kost á að fá af þeim, einkum með tilliti til þess, að kornvöruskortur er alvanalegur á Sauðárkrók árlega, Sumir, einkum hinir fátæku, hafa skilið svo gjafirnar, að þær væru ætlaðar þeim eingöngu; en það virðist einber miskiln- ingur, nema að því leyti sem þeir hafa orðið fátækir og bágstaddir sökum hins bága tíðarfars í sumar er leið. j Mjer getur eigi annað skilist, eu gjafirnar hafi verið gefnar eingöngu til að bæta úr þeim j bágindum, sem harðærið veldur, en alls ekki j fátækt á annan hátt. En sannlega er og rjett, ' að auka með þeim bjargræðisstofn slíkra bág- | staddra manna, sem víða mun verða gjört. i Menn mega bera þakklátan heillahug til hinna mannkærleiksríku og veglyndu gefenda». — Með mönnum, sem komu hingað að j austan 26. þ. m. úr Mjóafirði og Norðfirði, frjettist að Hallgrímur póstur Ólafsson hefði [ verið 19 daga á leiðinni austur, og að hann j ætti að snúa til baka aptur frá Seyðisfirði 26. þ. m. Eptir sama áfiamhaldi ogaustur, ætti I póstur að vera kominn hingað 14. febr. s. d. og norðanpóstur á að vera kominn hingað apt- ur að sunnan. f 28. þ. m. frjettist hingað með mönn- um að vestan, að herra Jón landritari ætti að vera dáinn. Hann hafði verið staddurhjá landlækninum og þeir síðan báðir gengið í hús landshöfðingjans, en þá allt í einu komið á Jón óráð, er þó rann af honum aptur. svo að hann um kvöldið háttaði að sjá heilbrigður, en morguninn eptir 4. þ. m. fannst hann í rúminu örendur. — Einnig hefir frjetzt, að eldur ætti að vera uppi, en hvar, hefir ekki frjetzt hingað. Auglýsingar. 508®“ J>eir, sem jeg á skuldir lijá óska jeg að vildu sýna mjer þá velvild, að greiðamjer þær, svo fljótt, sem hverjum þeirra er unnt, og helzt í þessum mánuði. J>eir, sem hvorki hafa ráð til að borga með peningum, ávísun- um eða innskript í reikning minn, þá með tólg, vel verkuðu smjöri, hörðum fiski eða vorull. Akureyri, 30. janúar 1882. Björn Jónsson ritstj. Nf. Óskilakindur seldar í Skútustaðahrepp 1882. 1. Hvítur lambhrútur, mark: Sneitt framan hægra, stýft vinstra. 2. Hvítur lamblirútur, mark: Stýft biti aptan hægra, sýlt, bragð apt. vinstra. 3. Hvítur sauður veturgamall, ferhyrndur, mark: Sheitt apt. tvístýft fr. vinstra. Gautlöndum, 31. desemb. 1882. Jón Sigurðsson. Marklýsing á seldu óskilafje í Skriðu- hrepp haustið lis82. 1. Hvítkollótt ær vturgömul, mark: Tvi- stýft framan biti aptan hægra, sneitt framan gagnbitað vins'tra. 2. Hvítur lambhrútur, mk.: Stúrifað lögg fr. h., stúfrifað lögg apt. v. 3. Hvitur lambgeldingur, mk.: Tvistýft og biti fr. h., hálftaf apt. v. 4. Hvít lambgimbur, mk.: Stýft og hragð apt. h., tvístýft fr. bragð apt. v. 5. Hvítur lambhrútur með sama marki. 6. Hvit lambgimb. mk.: Fjöður fr. bt. a. v. 7. Hvit ær fullorðin mk.: tvístýft fr. fj. a. h. stýfður helmingur fr. biti apt. v. 8. Hvit ær fullorðin mk.: tvistýtt fr. fj. a. h. hvatt vaglskorið apt. v. Brennim.’ J E. 9. Veturgömul ærmk.: tvistýft fr. h. heil- rifað fj. apt. v. Brennimerkt. G J S. 10. Hvít lambgimbur, mark: Sneiðrifað fr. biti apt. h. sneitt apt. v. Rjettir eigendur kinda þessara meiga að frádregnum kostnaði öllum, vitja and- virðis þeirra til undirskrifaðs fyrir næstu fardaga. Hrauni 4. janúar 1883. Jónas Jónatansson. Næstliðið haust, komu fyrir í fjárskila- rjett Saurbæjarhrepps 2 lömb með rjettu fjármarki mínu: Miðhlutað hægra og stúf- rifað vinstra. En þar eð lömb þessi eru ekki mín eign, þá skora jeg hjer með á þann, er sannað getur þau eign sína, að vitja and- virðis þeirra til mín, að frádregnum kostnaði, og semja um brúkun marksins framvegis við mig. Miklagarði í Eyjafirði, 15. janúar 1883. Friðrik Kristinn Abrahamsson. Eigandi og ábyrgðarm.: Bjflrn Jónsson. Prentsmiðja Norðanf. B. M. Stephánsson.

x

Norðanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.