Norðanfari


Norðanfari - 13.03.1883, Síða 3

Norðanfari - 13.03.1883, Síða 3
nægir til nauðsynjakaupa, með pví sem peir geta fengið fyrir hvítfisk þann, er peir veiða a vetrum auk heimilis parfa, en hveiti-yrkja mun ekki verða teljandi til ávinnings hjá peim fyrst um sinn. — |>eir lýsa ánægju sinni par og vilja ekki skipta um bústaði. — í’yrir flóðganginn í Winnipeg vatni haustið 1880, eru engjar og haglendi meðfram pví, ýmist rotið eða svo leir og sandborið að ekki eru líkur til, að par vaxi gras, fyrri en má ske eptir fleiri ár, með- pví sem vatnið síðan kefir staðið miklu hærra en áður og flætt Upp á landið. í Minnisota miðar búskapar sældinni seint áfram meðal íslendinga, jafnvel pó peir sje yfir höfuð að tala í sjálfstæðum kringum- stæðum, og ekki síður peir, sem byrjuðu búskapinn með litlum efnum í hlutfalli við kina, sem höfðu töluverðan stofn. — Er ekki pví um að kenna, að menn dragi par af kröptum sínum til pess að yrkja jörðina sem bezt og kappsamlegast, heldur er pað hitt, sem tefur gróðann, að loptslagið og of miklir sumar hitar gjöra hveiti uppskeruna rýrari, en hjer í Manitoba og norðvestur landinu par sem loptið er svalara. J>ar er eg lítil eptirsókn eptir löndurn, og að kalla ómögulegt að selja nokkurt land með polan- legu verði. — Uppskera peirra var í haust, minnst 10 búshel af ekrunni, en mest 26; pó mun pað minna hafa verið peim mun almenn- ara, að ekki hafi gefizt til jafnaðar meir en 16 húshel af ekru hverri. — Lengstan veg eiga Þeir til markaðar 9 mílur úr annari byggð- inni, en 14 úr hinni. Eyrir hveitikornið fengu peir í haust 80—90 cent búshelið. Uxatím, plóg og herfi á liver búándi, en sláttu- og rakstrarvjelar eiga peir í samein- ingu tveir og prír. J>eir íslendingar, sem tekið hafa lönd í Dakota, gjöra sjer mjög glæsilegar vonir um auðsæld með framtíðinni, enda má ekki annað segja, en að peir, sem fyrst fluttu pangað frá Nýja-íslandi með nokkra gripi hafi komizt par Vel áfram, og sje nú sloppnir á pann hátt, að lullar vonir eru til pess að peir græði meira eða minna, ef engin sjerleg óhöpp eða óáran herjar á. Aptur eiga peir erfitt uppdráttar, *em pangað eru komnir með svo lítil efni, að peir ekki hafa ráð til að eignast uxatím (°: 2 uxa) og kýr, og mun pað ganga svo, hangað til peir annaðhvort geta selt löndsín, eða fengið lán upp á pau, eptir að peir hafa ^áð eignarrjettinum, en hann fæzt 5 árum eptir landtökuna. Uppskeru fengu peir í haust 18 búshel af ekrunni, að peim ótöldum, Sem urðu fyrir skaða á hveiti sínu fyrir hagl- elrúr, er dundi í sumar yfir dálítið svæði af býlendu peirra. Yoru höglin svo stór, að pau Wtu niðúr kornstangirnar á litlu svæði. ®ön pá eiga peir nokkuð langan veg til biarkaðar, lengst nálægt 20 mílur, en full Ussa er fyrir pví, að markaðir verði nálægir teim framvegis. Yerð á hveiti er par nú —80 cents búshelið. J>á hafa nálægt 60 íslendingar telcið Und hjer vestur í Manitoba 120 mílur hjeðan. það landspláz í svo miklu áliti meðal inn- lendra að peir ýmsu verzlarar, sem keypt ^afa járnbrautarlöndin (pað er önnur liver section í byggð Islendinga), hafa selt pau aptur fyrir 5—7 dollara hverja ekru. Jeg Var par vestra uxn preskingartímann í haust, að koma upp kofa og fjósi á landi mínu, 8v° jeg gat aflað mjer rjettra upplýsinga um ^PPskeruna og fleira, sem að búskap lýtur. ^'1 jafnaðar gáfust 30 búshel af ekrunni (^6 minnst, 38 meat). Hveiti verðið var 75 eents fyrir búshelið, en um 16—20 mílur j ®iga pcir til markaðar. |>ar sem sáðland er gott, telmr pað eitt dagsverk, með tveimur uxum, að plægja ekr- una í fyrsta skipti; er pað gjört að vorinu og fyrri part sumars; en svo grasrótin fúni sem bezt, er endurplægt að haustinu, sem einnig tekur eitt dagsverk. — Að herfa og sá í ekruna að næsta vori tekur priðja dags- verkið, og að slá og binda liveitið, hlaða pví í hrauka til perris og koma í stakk, kostar lVa dagsverk fyrir hverja ekru, pað er alls 4V2 dagsverk í fyrsta skipti, pað er, meðan landið er óræktað, en 3'/2 dagsverk pareptir. Að preskja liveitið kostar 4 cent fyrir búshelið og að auki 7 dagsverk fyrir liver 4—500 búsliel (Skapti Arason frá Hamri í Laxárdal fjekk 418 búshel og var preskt á dag). — Einstakir menn eiga preskivjelar og flytja pær milli bænda til brúkunar. Hver landtakandi parf að eiga uxatím, sem nú kostar 160—200 dolh, aktýgi 14 doll., plóg 24 doll., herfi 10 doll., sleða 30 til 35 doll, vagn 80—100 doll. — Full brúklegan sleða geta menn búið til sjálfir fyrir lítið verð til brúkunar í bráðina, ef pen- inga vantar, og vagn geta 2 eða 3 búendur komizt af með í sameiningu. — Yjel sú, er slær gras og hveiti, rakar hveitistráinu saman og bindur pað, fer yfir 5—6 ekrur á dag; kostar hún frá 3—400 doll. Vjel til að hreinsa hveiti, kostar 35 doll. og heyhrífa 40 doll. Allar pessar vjelar geta 3 og 4 búendur átt í sameiningu pangað til peir hafa komið fyrir sig svo miklu sáðlandi, að hver peirra fyrir sig hefir ráð til að eignast pær. Lánsfrest geta menn fengið á verði peirra verkfæra, sem jeg hefi upp talið, um 2 og 3 ár, án pess að borga neitt niður, einungis með pví skilyrði, að helmingur eða priðjungur verðs sje borgað á ári hverju. Landeign lántakenda er álitin nægileg trygg- ing. — Leiga er eingin borguð af.láninu, en sá er munurinn, að sá, sem kaupir flest pessi verkfæri og borgar pau strax, fær lítils- háttar afslátt, en hinn ekki, sem tekur pau upp á lán. — Verð á kúm er 40—80 doil. Eptir framansögðu má álita að fjölskyldu- menn, sem ekki hafa ráð til að eignast uxa- tím og kýr, hafi lítið með land að gjöra, og að gróði sje peirn seintekinn hjer í Winni- peg, par sem svo dýrt er að lifa, og óvíst hvort svo hátt kaupgjald, sem jeg hefi skýrt frá, gefizt framveigis, og er pað að vísu alveg rjett álitið, pvi pó hinir flestu, setn komið hafa hingað til Canada tómhentir með fjöl- skyldur, hafi komizt betur upp að tiltölu, en hinir efnuðu, pá hefir pað sínar orsakir nefnilega pessar: að peir efnuðu vörðu pen- ingum sínum fyrir ýmsa pá hluti, sem hinir fátækari urðu að neita sjer um, og komust af fyrir utan, og: að flestir peirra fátækustu, sem fyrst komu hingað, settust að í Nýja- íslaudi við töluvert stjórnarlán og nægan fiskafla úr Winnipegvatni, og fluttu paðan aptur með fleiri og færri nautgripi, eldsgögn og eitthvað lítilsháttar af verkfærum. — Aptur er stór munur á pví að koma hingað nú, eða fyrir premur eða fjórum árum síðan, par sem flestir peirra, sem pá komu, eru í peim kringumstæðum að geta rjett ættingjum og vinum að heiman einhverja pá hjálpar- liönd, sem peim kernur að góðu liði í bráðiua, svo peir purfi ekki að líða neyð pó fátækir sje, ef peir geta komizt liingað fyrri enn undir vetur, pegar atvinna fer að minnka. — Af pessu leiðir, að örsnauðum fjölskyldu- mönnum er pví að eins ráðlegt að koma hingað, að peir hafi áreiðanlega vissu fyrir leiðbeiningum og aðstoð pegar liingað kemur, og skilji ekkert eptir af eldri börnum sínum, pví efnilegir drengir frá 12 ára aldri geta unnið feðrum sínum raikinnarð, livortheldur hjer í bænum eða út á landi. Hjer í bænum veit jeg nokkur dæmi til pess, að íslenzkir drengir 12 — 15 ára, hafa unnið fyrir fullum 200 dollurum yfir sumarið, við að skigna skó manna á strætum bæjarins; og út á landi vinnst efnilegum drengjum, um 15 ára gömlum, allt eins vel og fulltíða mönnum að búa jörðina undir sáningu, enda hafa flestir unglingar ánægjn af pví að keyra uxa við plægingu, sem eykur vilja og ástundun peirra á verkinu, pví orkuraun er pað ekki meira en svo, að ætlast má til pess að peir vinni fullt verk. Bólan hefir stungið sjer 'niður hjer í sumar. Sumartíðin var ágæt, og pað sem af er vetrinum hefir tíðin verið stillt, frost mjög lítil og að eins gránað í rót af snjó. Jón Ólafsson. K si f 1 i af ferðasögu vesturfara peirra er hjeðan fóru 9. október f. á. Klukkan 1 f. m. 9. október, leystuskip- verjar á «Camoens» af Akureyrarhöfn í kyrru og góðu veðri, uin morguninn pegar birti vorum vjer suðaustur af Grímsey, pann dag var hæg suðaustan gola og bezta veður, og við um kvöldið austur al Yopnafirði, daginn eptir var sunnan hlývindur og stundum nokk- urt úrfelli en land allt liorfið, á miðvikudags- morgun ld. 9. fóruro við hjá Færeyjum í sama veðri og að kvöldi komum við undir norðurenda Skotlands, var pá nokkur kvika og flest kvennfólk orðið sjóveikt 'en fátt af börnum veiktist nokkuð að mun, pann 12. var haldið suður með landinu austanverðu í hlýjum sunnanvindi, treystust skipverjar ekki að ná höfn um kveldið pví dimmt var orðið en mörg skip láu fyrir, snemma morguns var gengið á land og Camoens lagður að bryggj- unni, var hann svo borðlágur og lítill að sjá sem selabytta á íslandi kæmi að bryggjun- um á Akureyri, og pó er bryggja pessi til- búin á sljettri eyri og hlaðin í tvo bálfhringa livern á móti öðruin sem mynda höfnina langt fram í sjó, pegar á land kom, ljetu tollpjón- arnir ekki á sjer standa, samt var skoðunar- gjörð peirra meira til málamynda, sem við köllum, lieldur en tryggingar fyrir pví, að hvorki væri «tóbak» eða *brennivín» í för- um okkar, eptir öðru spurðu peir varla, og í fátt eitt af hirzlunum skoðuðu peir, enda höfðu peir naumann tíma, pví vagnalest kom óðar og tók okkur alla ásamt föggum okkar. Svo stóð á að skip pað sem okkur hafði verið ætlað far á, var nýfarið pegar við komuin, en annað skip «línunnar» («Skandinavían») lá al- veg ferðbúið við Greenock og pangað peystu vagnarnir með okkur pvert yfir Skotland á leið peirri bættust í hópinn 80 Skotar, svo nú voru emigrantar orðnir alls 190, og Lárus «prjedikari» var túlkur okkar kostaður til pess af Allanlínunni. Margt bar nýstárlegt fyrir augu vor á leiðinni yfir Skotland, en jeg sleppi alveg að minnast á pað, en pess má pó geta, að grænt og fallegt pótti okkur umhverfis að sjá yfir landið, allt stóð að kalla í bezta blóma og æði víða óslegnir góðir engjablettir, en mest furða pótti mjer hve mikið stóð úti óhirt af heyi víðsvegar um landið, var pað mesta af pví í «dríli» og sýndist hrakið, leit svo út, sem ópurkar hefðu gengið æði lengi, enda var kyrrt og fín sallarigning þenna dag. |>eg- ar að höfniuni kom, lá gufubátur par til taks í hvern við gengum strax, en nokkur bið varð samt á að fara um borð, pví «Fr. Frans» leiðtogi okkar, átti nokkuð erfiðara að víxla peniugum okkar en hann hafði búist við par

x

Norðanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.