Norðanfari


Norðanfari - 07.04.1883, Page 3

Norðanfari - 07.04.1883, Page 3
— 31 — í merkjalýsingum þessum ætti að taka fram, livort merki væri glögg og liversu peim hagaði, og ef til vill mætti ásamt heimta á- ætlun um kostnað við setning nýrra merkja, par er purfa pætti. |>egar slíkar skýrslur og áætlanir væri fyrir hendi, myndi fyrst tími til að hugleiða, hvort gjörlegt pætti að lögbjóða almenna setning landamerkja, par sem pau eru vís og óátalin, og mætti pá, ef til kæmi, tíl taka, innan hvers tíma pví gtarfi skyldi lokið, en nákvæmlega pyrfti að gæta pess, að eigi væri heimtuð meiri merkja- setning árlega enn svo, að kostnaður við hana færi eigi fram yfir tiltekinn hluta af ársarði eignarinnar, er sanngjarn pætti. Allan pann kostnað ætti landeigendur að bera. Aldrei gæti orðið tiltökumál, en skylda menn til að fara i landaprætumál, en líklegt er, ef auðvelt og kostnaðarlitið reynist að rjetta merki sín, pá hverfi merkja óvísa smátt og smátt. Ef umboðsstjórnin gengist fyrir pví á pjóðeignum og kirkjueignum, að pví er hentugleikar leyfði, og pað yrði vins&lt, myndi aðrir landeigendur smátt og smátt feta í fót- spor hennar. Ef merki yrði sett að lögum, myndi og viðeiga að lögbjóða viðhald peirra. Svo sýn- ist, sem gjöra mætti leiguliðum að skyldu, hverjum til móts við granna sinn eða granna sína, að viðhalda landamerkjum sem öðrum mannvirkjum á ábýlisjörð sinni, nema par sem svo til hagaði, að pað hefði talsverðan eða óvanalegan kostnað í för með sjer. Betur færi á að leggja pessa skyldu á leiguliða en landeigendur, nema ef sjeð yrði fyrir, að peir gætu eigi velt henni af sjer á leiguliða. J>etta mun vera orðið helzt til langt mál, par eð gjöra má ráð fyrir og búast má við, að málefni pessu verði eigi að svo stöddu meiri gaumur gofinn onn á fyrirfarandi ping- um og peirra í millum. Höskuldsstöðum, 16. október 1882. Eggert Ó. Brím. í hinum mikla læknaskorti, sem verið hefir hjer i landi, hafa ýmsir menn, lærðir og leikir, farið að reyna læknastörf, og hefir petta opt orðið að hinum beztu notum. Hafa stundum jafnvel meiri meðul verið sótt til hinna svo nefndu skottulækna, held- ur en til hjeraðslæknanna sjálfra, sem not- ið höfðu menntunar til undirbúnings em- bættum sinum, meðfram á landsins kostnað, um 10—20 ára timabil, og lifðu síðan allan sinn aldur að mestu leyti á landsins fje. Hinir embættislausu læknar, eða peir lækn- ar, sem gjört hafa lækningatilraunir á sinn eigin kostnað, hafa pó, pví miður, eigi not- ið hjá landsmönnum, og pví siður hjá stjórn landsins, peirrar viðurkenningar sem peir áttu skilið, enda hafa peir aldrei grætt fje á lækningum sínum, pví pó peir stundum hafi selt meðulin, munu peir hafa selt pau með vægara verði en hinir föstu læknar og lyfsalar, og aldrei selt recept, en par á ) mót ætíð veitt ókeypis beina peim mönn- j um öllum er til peirra hafa leitað; og vitj- j að sjúkra, opt fyrir litið kaup. Einn af liinum allra beztu, reyndustu og fjölhæf- j ustu læknum, peim er eigi höfðu föst laun | af landsfje, var hinn Jærði og margfróði mérkisprestur sjera Jön Jónsson að Stærra- Ársskógi, siðar að Grenjaðarstað. yar pað ekki einungis að hann, opt með mikilli heppni læknaði með innvortis meðulum, heldur var hann einnig handlæknir i mörgum tilfellum. Sonur hans, hinn nafnfrægi prestaöldungur j sjera Magnús á Grenjaðarstað, sem ólst upp hjá föður sínum og vandist snemma við læknisstörf, enda hneigðist mjög að læknis- vísindum, tók fyrstur manna hjer á landi upp hina nýju lækningaaðferð samveikislækna og hefir síðan lagt sig mjög eptir peirri læknisfræði. Eru nú yfir 30 ár síðan sjera Magnús yfirgaf brauð sitt Ás í Fellum og gjörðist aðstoðarprestur hjá föður sínum á Grenjaðarstað, og hafði hann pá byrjað sina nýju lækningaaðferð; streymdi pá fólk til hans úr öllum áttum landsins, nótt og dag, hvort sem hann var heima eða annar- staðar, leitandi meðala við ýmsum veikind- um og kvillum, og par sem hann hafði pá engan aðstoðarmann við meðulin, hlaut hann að vaka, jafnvel marga sólarhringa í röð, til að hlusta á sjúklinga og vitja peirra, lesa sjúkdómslýsingar, lesa um sjúkdómana í lækningabókunum, og taka til meðul. |>essi mikla aðsókn til sjera Magnúsar var- aði nokkur ár, par til sjera J>orsteinn Pálsson á Hálsi tók upp hina sömu lækn- ingaaðferð, pá munu að vísu nokkuð færri en áður hafa vitjað sjera Magnúsar, en pó jókst allt af álit manna á meðulum pessara manna, svo peirra var leitað sífelt úr öll- um fjórðungum landsins. Báðir pessir nafn- toguðu samveikislæknar voru í upphafi fram- ar heilsutæpir, og má pví nærri geta hvað hin margfalda áreynzla, áhyggjur og and- vökur, er allt stafaði af hinni fjarska miklu eptirsókn eptir meðulum peirra, hefur verk- að spillandi á lieilsufarið; einnig voru pessir menn hinir beztu, skemmtilegustú og gest- risnustu menn heim að sækja, svo allt af var hjá peim húsfyllir af allskonar gestum, auk peirra er meðalanna leituðu, gerði þessi átroðningur mikinn hnekki búhag peirra, sein nærri má geta. Allt fyrir petta, og allt fyrir pað, pó báðir væru hinir skyldurækn- ustu prestar í fjölmennum og erfiðum presta- köllum, og beztu húsfeður á stórum heim- ilum, möttu peir meir heilsu, lif og velferð hinna fjölmörgu vanfeeilu manr.a, er peirra leituðu, heldur en sina eigin heilsu og tim- anlegu velgengni. Ekki höfðu peir heldur að gangast fyrir viðurkenningu, uppörfun eða launum af hálfu landstjórnarinnar, og hin eina opinber viðurkenning er peir sáu, voru fðein pakkarávörp i blöðunum; par á móti purftu peir að gri'pa til opinberrar varnar gegn áreitni hinna hálaunuðu föstu lækna, sem með vísindum sinum vildu hrekja hin yngri vísindin, sem og reynslu og sann- færingu allra peirra er sjeð höfðu og reynt verkanir smáskammtanna. Eptir að sjera J>orsteinn andaðist hjelt sjera Magnús enn áfram hinu mikla, preytanda starfi sínu, jafnvel pó heilsu hans væri pá stórum tek- ið að hnigna, og kraptarnir veiklaðir af hinni margföldu áreynslu og umsvifum, og pó hann siðar, optar en eitt skipti, lýsti yfir pví, að hann eigi treystist lengur til að gegna hinu sifelda aðkalli sjúklinganna, hef- ur hann allt til pessa dags alls eigi komist hjá pvi að hjálpa um meðul, og ávísa með- ul par sem pau hafa verið að fá annarstaðar, pví, sem von er til, hafa menn allt af bor- ið betra traust til pessa lærða og margreynda læknis heldur en til hinna yngri samveikis- lækna, sem skortir svo mjög lærdóm og pekkingu á borð við hann, en sem pó flest- ir hafa áunnið sjer maklegt lof, er allt af fer vaxandi eptir pví sem pekkíng peirra og reynsla vex, og fleiri reyna meðulin. En hvað sannar pá petta stutta ágrip af sögu hinna frægustu lækna vorra, peirra er eígi hafa tekið próf í læknisfræði; pað sýnir að minni hyggju, að embættisprófið gjörir mann engu fullkomnari, og að próf- lausir menn hafa reynst heppnari, duglegri skylduræknari en hinir prófuðu, sumir hverj- ir. J>að sannar að landstjórnin hefir eigi litið rjettu auga til læknasldpunarinnar í landinu, par sem húfi eigi hefur enn við- urkennt hina miklu pörf, sem er á marg- falt fleiri læknum en hún hefir skipað með lögum, og jafnvel látið afskiptalausar of- sóknir ómildra manna á hendur hinum ó- launuðu læknum. Að vísu eru nú nýútkom- in lög, er takmarka pessar ofsóknir, en hvað gjöra svo pessi lög meira; ekki veita pau ólaunuðum læknum nein opinber rjett- indi, enga uppörfun, engin verðlaun, nei, læknisprófið eitt er skilyrði fyrir pessum rjettindum, og meira að segja, engar sektir liggja við pó skaði hljótist af meðulum eða læknistilraunum hins launaða læknis, en par á móti pungar sektir, ef sannað verður að meðal frá ólaunuðum, óprófuðum lækni gjöri sjúklingi eitthvert mein. Og hverjir eiga að rannsaka slík mál, líklega hinir lærðu, pað er að segja, latínulærðu allópapar, sem mörgum virðast hafa horn í síðu homöó- papanna, og pó svo væri ekki, eigi munu hafa vit á að dæma um verkanir smáskammta- meðalanna. Til pess að peir geti hjer skor- ið úr málum pyrftu peir að læra homöópa- piska læknisfræði, enda hygg jeg alls eigi spilltist álit peirra við pað, pó peir í ýms- um tilfellum brúkuðu smáskammtameðul, í stað pess að gjöra hlægilega með pví, að láta sjer af munni fara pað hjegómahjal, að smáskammtameðul sjeu ónýt, eða pá til ills eins. J>að mun mega fullyrða, að jafnvel pó vjer Norðlendingar höfum átt ýmsa góða lækna í hinum föstu læknaembættum, pá muni sumir hinna læknanna, er lijálpað hafa sjúklingum af eiginni hvöt, bróðurást og meðaumkun við nauðstadda, hafa áunnið sjer meira álit. Tel jeg til pess auk hinna áðurnefndu hinn merka prestaöldung sjera Jón Austmann, sem auk pess að hann um langan aldur hefir með góðri heppni stund- að lækningar, svo sem kunnugt er, hefir nú í samvinnu við sjera Magnús á Gtenjaðar- stað pýtt á vora tungu, og gefið út á prent, allfræga homöópapiska lækningabók, og með pvi bætt úr hinni tilfinnanlegu fáfræði al- pýðu hjer á landi í tilliti meðalabrúkunar, sjúkdómapekkingar og meðferð sjúklinga. Við pessari bók munu menn um allt land, svo sem von er til, taka feginshendi, og aldrei pykjast geta fullþakkað hinum góðu pýðendum og útgefanda pessa dýrmætu gjöf, par sem hennar var orðin svo tilfinnanleg pörf, og hinir launuðu læknar, sem með- fram á landsins kostnað höfðu undirbúið sig undir sína þýðingarmiklu stöðu, um svo langan tíma höfðu horft á þessa sáru pörf alþýðu að mestu aðgjörðalausir. Mun pessi bók vissulega mikið auka áli't homöópaþi- unnar hjer i landi, sem pó var allmikið áður, en petta álit hlýtur aptur að útheimta pað, að homöópaþian njóti framvegis fulls jafnrjettis við allópapíuna, að þvi er til land- stjórnar og löggjafarvalds tekur, að veita pessu umsjón og athygli. Jeg legg pað pví að endingu til, að hjer eptir verði hverju læknisefni voru gjört að skyldu að nema homöópaþiska læknis- fræði ásamt hinni eldri læknisfræði, er þeir hafa hingað til numið, en par á mót skyldu þeir eigi purfa að læra á latínuskólanum, heldur að eins á gagnfræðaskóla; einnig að læknaembættum sje fjölgað hjer í landi, svo pau sjeu að minnsta kosti 30. G. Á. Um sýninguiia í Iteykjavík. Menn hafa sjeð af sunnanblöðunum, að Iðnaðarmannafjelagið í Reykjavík hefir boðið til sýningar í Reykjavík suinarið 1883, og að fjelagið hefir kjörið sjer stjórn til að standa fyrir fyrirtæki pessu, sem gefið hefir út boðs-

x

Norðanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.