Norðanfari


Norðanfari - 02.05.1883, Blaðsíða 3

Norðanfari - 02.05.1883, Blaðsíða 3
— 47 — „Einn clag kom svöluhópur, sem settist á pilfarið; pær voru nær dauða en lífi af preytu; tókum vjer pær og hjúkruðum, sem föng voru á. Hresstust pær brátt, og sem pær höfðu náð sjer eptir preytuna, ljetum vjer pær lausar; hjeldu pær áfram ferð sinni, og stefndu til Afríku. Eptir pessar löngu og hættulegu ferðir, snúa svölurnar ávallt til haka, pegar hin kalda árstið er umliðin. J>ær vitja hinna gömlu átthaga sinna á sama tíma; hafi bú- staðir peirra eyðilagst, af regní eða vindi í fjærveru peirra, pá flýta pær sjer að hressa pá víð, svo pær geti leitað par skylis fyrír unga sína. Spallanzani hefir rannsakað og sannað, að sömu svölurnar, en ekki aðrar nýjar, vitji aptur til hreiðra sinna, ár eptir ár, unz pær deyja út, og falla úr sögunni. Hann batt marglita spotta um fætur á nokkrum svöl- um; var pá hægðarleikur að peldcja pær aptur. Spallanzani tók eptir pvi, að sömu svölurnar komu 18 ár í röð. Elökkudúfan er nafnfræg fyrir náttúru- hvöt sína, en pó eigi eins og svalan. Flökku- dúfurnar fara í geysi stórum hópum um skógana i Ameríku; pessir hópar eru svo pjettir, að peir draga fullkomlega myrkva fyrir sólina, og varpa stórum skuggaájörð- ina. Svo eru hóparnir stórir, að pað verð- ur ekki sjeð út yfir pá, nema í fjarska. Stundum eru peir (hóparnir) 3y tima að fljúga fram hjá manni; dúfurnar fljúga allt að 10 mílum á klukkutímanum: hlýtur pá flokkurinn að vera á lengd milli 30—40 mil- ur. Elökkudúfurnar ferðast ekki á næturn- ar; pá er myrkrið dettur á, setjast pær að í skógunum, til pess að hvíla sig eptirflug- ið; setjast dúfurhar svo pjett í trjen, að hin- ar risavöxnu greinar svigna undan punga peirra. f>á er vesalings dúfurnar hafa pannig leitað sjer hvíldar, og lagt sig óhræddar til svefns, máttvana af preytu, peysir fólk að úr öllum áttum og drepur hinar varnar- lausu dúfur, svo 1000. skiptir. Euglinn sem situr hátt uppi í trjánum, erskotin, en pað sem neðar situr, drepa konur og börn, með löngum og hvassydduin lensum. Yeiðin er opt svo mikil, að kjötið er saltað niður í ílát, til pess að verja pað skemmdum. Yetrarkuldinn í norðlægu löndunum, á mestan pátt í pví, að fuglarnir leita til suð- lægu landanna. Mörgæsin* á Kaplandinu (syðst á Afriku), sýnist fylgja gagnstæðu lögmáli; hún er ópreytandi sundfugl, en ó- nýt að ganga og fljúga. Kann hún einna bezt við sig, par sem mikill öldugangur er og hafrót. Mörgæsin dvelur á ströndum Afríku, til pess að klekja par út ungum sínum, pá er unginn er orðinn proskaður, og fær um að pola erfiðleika ferðarinnar, hverfa allir pessir fuglar frá stróndinni, og ferðast, leiddir af leyndardómsfullri hvöt til hinna suðlægustu heimskautalanda. þar dvelja mörgæsirnar hina 6 vetrarmánuði og hljóta sífellt að berjast við storm og ís, er hvorttveggja hlýtur að skerða ró og ánægju fuglsins. |>á er veturinn hefir varpað af sjer kápu sinni, en sumarið kemur og íklæðist skrúða sínum, koma mörgæsirnar J stórhópum til Afríku; sitja pær pá opt í löngum röðum á sjáfarströndinni og veit- ir mönnurn pví mjög hægt að drepa pær. *) Mörgæsir (Pengvinar, Impennes) heyra undir stuttvængjaða sundíugla; tærnar eru prjár og hedfitjaðar, aptur táin lítil fæturnir stuttir og standa aptarlega. Mörgæsin hefir stutta vængi,] og vantar alveg íiugfjaðrir, enda er hún lítt fleyg. |>essi fugl á heimili suður við suður-is- hafið, er hún par í stór hópum, á lönd- um peim er ganga lengst í suður. Eugl pessi er ákaflega makindagjarn, og bakar sig i hinum geysi mikla sólarhita. Sumir fuglar eru aptur alveg ólíkir far- fuglunúm. Hafa pó margir sterka vængi, og aðra hentuga byggingu til ferðalags. En pessir fuglar eru spakir, og halda til ailt árið við heimkynni sitt. Hinn litli Kólíber- fugl lætur sjer nægja, að flögta fráeinutrje til annars. Litla bumullarhreiðrið, er hann býr sjer, vaggast og ruggast fyrir vindblæn- um á hinum grænu og grannvöxnu grein- um skógarinns, sem er klæddur hinum blóm- lega sumarkirtli, er gefur frá sjer angandi ilman og skemmtir auganu með öllurn skraut- litum náttúrunnar. Kóliberfuglinn lifir á smá skorkvikind- um, er lifa á hunangi úr plöntum. p>á er hann flýgur í sólskininu, ljómar hann af fegurstu litum náttúru vorrar. Kólíber- fuglinn er mjög hafður til skarts; hafa vist flestir heyrt hvernig hann er helzt notaður. Euglar peir sem hjeðan flytja, og leita sjer hlýari staða yfir vetrartímann, fara i tvær áttir. Sumir fara til JSIubidiu á Egypta- landi, en aðrir til Kússlands, og ber við, alla leið austur til Asíu. pví hefir lengi verið trúað, að fuglar á landi hjer, t. d. lóur, spóar o. s. frv. lægi í dái i hellum eða holum yfir veturinn, og hefðu laufblað upp i sjer. Munu peir vera til er trúa pessu enn í dag. Kemur petta til af pví, að menn pekkja ekki lifsskilmála fuglanna til hlýtar. það segir sig sjálft, að eitt lauf- blað mundi ekki nægja fuglinum, í allan pann tima, er hann hverfur sjónurn vorum af árinu. Er pví auðsjeð, að enginn lifandi vera getur legið i dái, um lengri eða skemmri tima, eða vaknað aptur með vermandi geizl- um sólarinnar á vorin, og byrjað svo á nýan leik, hið mikla og starfsama ætlunar- verk sem forsjónin hefir sett peim fyrir. Pjctur bislíup Pjctursson sendir söfnuð- inuin í Hólma brauði kveðju Guðs og sína! Mér hefir verið mikil raun að því að spyrja, hve bágar viðtökur prófastr síra Danícl Halldórsson, sem af Hans Hátign Konungi vorum allramildilegast er skipaðr sóknarprestr í Hólma brauði, hefir fengið hjá yður síðan hann flutti austur til yðar að þessu brauði sínu. það má óhætt fullyrða, að þar sem orðið hefir tilrætt um þetta mál, hefir mælst illa fyrir aðferð yðar, og skal eg í því tillili einungis benda yður á ávarp það, sem hér- aðsfundur Suðurmúlasýslu sendi yður næst- liðið sumar og hvatti yður til að láta af fyrir- tekt yðar og aðhyllast þennan merkisprest. Aðferð yðar hlýtur líka alstaðar að mælast illa fyrir, hvort heldur litið er til þess, að þér þannig óhlýðnist boði Konungs vors, eða til hins, hvílíkur ágætis- og sómamaður pró- fastur síra Daníel er/ f>ví má nærri geta, að jafn skyldurækinn og samviskusaman prest, hlýtur að taka það sárt að verða fyrir óvild og kala sóknarbarna sinna, án þess að hafa nokkuð til saka unnið nema það, að hann í fullu lagaleyfi sótti um þetta brauð i þeirri von, að hann einnig þar mundi geta náð ást og hylli safnaðarins og unnið að útbreiðslu guðsríkis. Hver réttsýnn og kristilega sinn- aöur maður hlýtur að sjá, að það er rangt og syndsamlegt, að láta hann gjalda þess, að þér fenguð ekki þann prest, sem þér helzt vilduð sjálfir kjósa, eins og það er óviturlegt að ímynda sér, að óhlýðni við Konungsboð geti haft happasæl áhrif á það, hvernig málinu um kosning presta verður ráið til lykta. J>að eru eflaust svo margir góðir og guðhræddir menn í söfnuði yðar, að eg þykist sannfærður ura, að þau samtök, sem um þetta voru gjörð meðal yðar, cru í fyrstunni að kenna fortölum einstakra raanna, sem ekki hafa íhugað, hve ófarsælar afleið- ingar þau hlytu að hafa fyrir trúar- og safn- aðarlíf yðar. Verði nú þessum samtökum haldið á- fram eptirleiðis, getur ekki hjá þvi farið, að allt kirkjulegt samheldi hverfi í söfnuðinum, eins og kirkjuræknin nú er horfin hjá yður, að barnauppfræðingin verði vanrækt og að flokkadrættir og sundurlyudi komi upp meðal yðar, sem aptur kann að trufla heimilislifið og raska friði og eindrægni á heimilum. |>etta er mikill ábyrgðarhluti! Um það fjártjón, sem af þessu getur leitt fyrir yður, ætla eg ekki að tala. En hversu ómetanlega mikið gott mundi aptur á mót ieiða af því, ef þjer og sóknar- prestur yðar gætuð hér eptir unuið saman í einum anda! Slík kristileg samvinna mundi verða blessunarfufl fyrir hann og yður og börn yðar og fylla hjarta hans og hjörtu yðar þeim friði og fögnuði, þeirri ást og ein- drægni, sem guðrækileg samvinna prests og safnaðar hefir í för með sjer. Eg tel það embættis skyldu mína að skrifa yður um þetta í bróðurlegum kærleika og hvetja yður innilega til að sættast heilum sáttum við yðar góða sóknarprest, og mér er því Ijúfara að fullnægja þessari skyldu, sem það er örugg von mín, að yður við ná- kvæmari og rólegri yfirvegun muni svo snú- ast hugur, að þér sem góðir og guðræknir menn farið að elska og virða þennan sóknar- presl yðar, eins og liann á skilið, og það er innileg bæn mín til Droltins, að hann láti þessa von mína rætast sem fvrst, öllum, sem hér eiga hfut að máli til blessunar og heilla. Hann heyri þá bæn í Jesú nafni. Reyjavík lð. d. aprílm. 1882. P. Pjctursson. Til Safnaðarins í Hólma brauði. F á c i n o r ð um kirkjumál Reyðfirðinga. Eátt gjörist sögulegt í kirkjumáli vor Reyðfirðinga, sem frásagna er vert, nema ef vera skyldi, að geta þeirrabendinga og aðvar- ana, sem ríkiskirkju mennirnir eru að smá- gefa oss, pað er að segja þeir af þeim, sem þykjast vera við þetta mál riðnir. Fyrsta bendingin kom frá hjeraðsfundinum í fyrra, í brjefi dagsettu 22. sept. f. á. J>ví brjefi-er svarað í Fróða 6fi. tölubl. og þeirra reglna getið þar, er vjer höfum sett oss í bráðina. Um áramótin 1881—82 heimsótti síra Daníel nokkra af oss utanríkiskirkju mönnum. (Svo köllum vjer oss, á meðan vjer eiginlega erum í livorugri kirkjunni). Munu menn hafasagt honum sína skoðun á þessu máli. J>ar næst kom brjef frá biskupi, dags. 15. apríl þ. á., álirærandi kirkjumálið, og nú síðast snemma í október næstl. komu 3 menn, sem kosnir voru á hjeraðsfundinum í sumar, hingað ofan yfir, og kölluðu nokkra af oss saman á fund. J>essir menn voru þeir sjera Bergur prófastur Jónsson í Vallanesi, sjera Páll Pálsson í í>ingmúla og kand. Páll Vigfússon á Hall- ormsstað. Allar bendingar og aðvaranir þessara manna, hafa gengið út frá sömu hlið, nefnilega þeirri: að setja oss það fyrir sjónir, að vjer brytum lög, syndguðum móti Guði og mönnum, og yfir höfuð, að stefna vor væri skökk og hlyti að hafa illan enda, tekur byskupsbrjefið dýpst í árinni með þetta því það var saman sett af ófrjálslyndum og

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.