Norðanfari


Norðanfari - 09.05.1883, Blaðsíða 4

Norðanfari - 09.05.1883, Blaðsíða 4
þá er lmnn svam á pásttöskunni ofan Yaðla- heiði í vetur og braut eitt kofortið; vill ekki póstur segja söguna pá í blöðunum? fótt oss ógni margt í grein pósts, pá er pó eitt öðru verra, en pað er brjefasagan. Vjer skiljum ekkert í hvernig póstur hugsar sjer að ijúga, og purfa annað tveggja að sanna eða jeta ofan í sig. Vjer skulum nú segja söguna undir eiðstilboð, en gjörum póst að opinberum lygara fyrir framburð sinn: — Vjer rituðum tvö brjef á Akureyri, 4 dögum fyrir jól í vet- ur, og ætluðum að koma peim á mann sem austur ætlaði, en vissum ekki hvert hann færi með pósti, á undan honum eða eptir. En vjer gátum aldrei náð í þorfinn (svo hjet maðurinn) áður vjer fórum af Akureyri, en vissum að peir mundu finnast póstur og |>or- finnur. Nú hittum vjer póst áður vjer fór- um af Akureyri, og pá báðum vjer póst að vísa |>orfinni á pau fyrir vora hönd, er pað allfc annað, en hann segir að vjer höfum beð- ið sig fyrir pau, en hann gjört pað og kom- ið peim á J>.; enda játar hann óbeinlínis með pessu, að hann man, að vjer báðum liann ein- mitt að segja J>. frá peim, ella hefði póstur ekki haft vit á að koma peim til hans. Vjer álítum póst, sem hvern annan «prívat» mann, er mætti segja til brjefanna, en vjer vildum ekki fá honum pau, svo hann væri ekkert við pau riðin sem póstur; vjer höfum aldrei freistað pósta á pennan hátt, og aldrei farið neitt á bak við lögin í pá átt. |>etta var pví alls ekkert saknæmi fyrirosss; brjef- in voru ekki áríðandi, og áttu pess utan svo stutt að fara, að oss kom ekki til hugar að láta pau á póstinn. Vjer sögðum manninum sem geymdi brjefin, að Hallgrímur ráðstafaði peim fyrir vora hönd. Tvennt leitast póstur við að hrekja í grein vorri; hann segir: «J>að, að jeg láni hesta mína vanalega milli húsa á Oddeyri og Akureyri . . . eru ósannindi o. s. frv. Vjer sögðum aldrei að póstur gjörði pað vanalega, heldur stendur í greininni: «|>ví jeg lánaði pá milli húsa á Oddeyri og Akureyri pann tíma, sem peir hefðu att að hvíla sig o. s. frv». Hjer er átt við eina ferð eða nýárs- ferðina; ekki gat póstur komist af barna nema Ijúga; hann á bágt með sig. Vjer nefndum aldrei, hve opt póstur hafði lánað hestana, en að hann hafi lánað pá í petta sinn, ber eptir- fylgjandi vottorð bezt með sjer, meira höfum vjer ekki sagt; en pað er vest fyrir póst að pað er satt, og að pessu verður trúað. Hitt sem póstur hrekur, er pað að hann segir að aldrei hafi verið klagað undan pví, að hann hafi ekki getað borgað hey handa hestum sínum. fetta er bezt að hann pefi upp sjálfur; hann getur spurt um pað á Ein- arsstöðum í Eeykjadal, ella vjer getum sýnt honum síðar, að fleiri hafa heyrt pað en vjer. Eleira hrakti ekki pósturinn, hinu trúði, hann öllu; hann man að hann var ekki kom- inn lengra en á bauk Elínar, pá er gengið var út í kirkju á nýársdag. Hann hefir víst gist að Varðgjá; ekki neitar hann pví. Var hann ekki 2. nóttina á Skógum og 3. á Sig- ríðarstöðum? pá höldum vjer að póstur hefði átt að vera kominn í Grímsstaði á Fjöllum. Má ske honum hafi gengið illa að komast yfir Lepe-lindina, er sprettur upp á Sigríðar- stöðum? Vjer sögðum að póstur væri drykkju- slarkari og ófær sem póstur. Sanni hann pað gagnstæða ef porir. J>að liggur í aug- um uppi, að sá maður, sem hefir svo litla tiltrú að hann fær ekki byggt smákot, nema að hafa ábyrgðarmann, muni ekki vera full- veðja póstur, pegar par við bætast pá líka ótal aðrir ókostir. Að endingu skorum vjer á póst, sje — 52 — nokkur ærutaug í honum, sem vjer vitum ekki um, að halda sjer fast við efnið, pá er liann ritar næst, en láta pað ekki vera «dæma- lausa heimsku», semhannhellirpáúr rusla- aski herða sinna. Ritað 9. apríl 1883. r. n. * * * Hjer með vottum við undirskrifaðir, að herra austanlandspóstur Hallgrímur Ólafsson hafi lánað okkur hesta frá Oddeyri inn á Akureyri fyrir jól 1882 og til Oddeyrar aptur. M. B. Blöndal. Sophus Fr. Sophusson. Úr hrjefi úr Dýrafirði í ísafjarðarsýslu dags. 16. febr. 1883. «Helztu frjettir hjeðan eru tíðarfarið. Fyrri hluta vetrarins allt til Jóla, var hjer urtl allan vesturhluta sýslunnar einmuna tíð á landi, en heldur sjógæftalítið. Um jólin kom hjer fádæma kafaldshríð og önnur enn verri milli jóla og nýárs. Eptir nýárið hlán- aði og leysti upp allan snjó. Hafa siðan ver- ið sífelldir vestan rosar, umhleypingar og bleytuhríðar. í norðurhluta sýslunnar á Ströndum og í Jökulfjörðum, er sagður ein- hver harðasti vetur. Hafa allar skepnur par verið á gjöf frá pví um veturnætur, og er sagt að pað líti út fyrir hið mesta hallæri, eða að minnsta kosti harðæri. Afii hefirver- ið mjög lítill við Isafjarðardjúp, enda hefir mjög sjaldan gefið á sjó. Heilsufar manna hefir verið sem bezt, hefir taugaveiki stung- ið sjer niður á stöku stað, en fáum hefir hún banað enn pá. J>rátt fyrir árferði petta, er pó mikið líf í ísfirðingum (pað er að segja bæjarbúum), hafa peir nú tvö málefni á prjónunum og lít- ur helzt út fyrir, að bæði muni hafa fram- gang með tímanum. Annað pessara mála er prentsmiðjumálið sæla, en hitt er um eim- bát, er peir vilja kaupa með hlutabrjefum (actium). Hvorttveggja petta fyrirtæki er parflegt, og væri óskandi að pau næðu fram- göngu. Hafa peir pegar safnað 10 púsund- um króna til eimbátsins í hlutum (actium). Fái peir aðrar 10 púsundir, pá pykjast peir hafa nægilegt fje til kaupanna. Hafa peir gjört ráð fyrir, að báturinn yrði um 40 smá- lestir (Tons) að stærð. Bát penna á að hafa til flutninga á milli hafna hjer á Vestur- landi, og ef til vill, að fara ferðir tilBeykja- víkur og Akureyrar. Einnig hefir par kom- ið til mála að stofnað yrði brunabótafjelag á ísafirði, er vera skyldi innlenzkt. Var pví máli vel tekið, en pó fórst pað nú fyrir sök- um pess að öll pau hús á ísafirði, sem vo- tryggð eru, eru bundin við hið útlenda vo- tryggingarfjelag í 10 ár, og eru að eins 3 ár liðin síðan pau gengu í pað. Jeg gleymdi að geta pess hjer að framan, að skepnuhöld hafa verið góð hjer í vetur; beíir lítið orðið vart bráðafársins, sem lengi hefir gjört hjer mikinn skaða. Má eflaust pakka pað góðri og hollri hausttíð. — Af fje pví sem ætlað er til vísinda- legra og verklegra fyrirtækja, hefir landshöfð- inginn yfir íslandi, veitt herra lögreglumanni Jóni Borgfirðingi i Reykjavík allt að 270 kr. fyrir rit hans: Ágrip um íslenzka rithöf- unda «og bókmenntir*, er Bókmenntafjelagið gefur út. Trú hins saklausa barns. í J>röngu stræti nálægt Marché St. Ho- noré bjó fátækur daglaunamaður við mjög lítil efni. Konan hafði lengi verið veik og maður hennar hafði slasað sig, svo hann gat eigi unnið, höfðu börnin pví opt liðið sult ásamt foreldrum sínum. Eitt af börn- unum var lítil og efnileg stúlka, sem las í fátækra skólanum, en varð pó jafnframtað vera heima til að gæta hinna yngri systkyna sinna. Hún hafði fræðst um pað í skólanum, að peir sem ættu bágt, skyldu snúa sjertil Guðs, og datt henni pví í hug, að ef hún skrifaði brjef til Guðs, pá mundi hún fá hjálp; fjekk hún sjer pví skriffæri, reit brjefið og bað í pví um heilsu foreldra sinna og um mat handa syst- kynum sínum. Gjafahirzlan, sem hún hafði sjeð í Saint Roch kirkjunni, bjelt hún væri brjefaskrýni Guðs, notaði hún pví fyrsta tæki- færi, læddist burtu og hljóp af stað til kirkj- unnar. J>egar hún var að skyggnast í kring- um sig, til að gá að hvort enginn sæi til sín, pá tók gómul kona eptir atferli hennar. Kon- an hjelt hún ætlaði að fremja eitthvert ódæði, gekk í veg fyrir hana og spurði livað hún væri að hafast að. J>að datt ofan yfir aum- ingja stúlkuna en meðkenndi pá strax hvað hún ætlaði að gjöra, og sýndi konunni brjefið um leið. Konan bauðst pá til að taka við brjefinu og kvaðst skyldi koma pví til skila, en spurði hvernig utanáskriptin ætti að vera, sem litla stúlkan sagði henni og hljóp síðan gföð í huga lieim til sín. J>egar litla stúlkan opnaði dyrnar næsta morgun, fann hún stóra körfu fyllfca af fatn- aði, peningum og fleira, og var rjett utaná- skript á pessu öllu, en fyrir neðan stóð: (Response du bon Dieu) «svar Guðs». Litlu síðar kom læknir til foreldra hennar, sem bauð að gefa peim ráð og láta pau fá meðöl. f Castle Garden, New-York, hafa á næstliðnu ári tekið höfn 473,542 innflytjend- ur, pað er 32,598 fleiri en árið 1881. Af peim, sein komu pangað fyrstu 10 mánuð- ina voru 176,505 frá J>yzkalandi, 48,734 frá írlandi, 39,681 frá Svíaríki, 36,080 frá Englandi, 23,219 frá ítaliu og 15,137 frá Rússlandi. Árið sem leið eru dánir í New-York 37,826, fæddir 21,321, giptir 10,099. ITm næstl. áramót 1883, skuldaði bærinn „að- eins“ 96 milliónir Dollara. 1879 morð voru framin í Bandaríkj- unum árið 1882, 120 afbrotamenn hengdir og 116 morðingjar drepnir án dóms og laga. SUNDURLAUSIR J>ANKAR. Gjörir menntunin mannin lukkulegri? Já, vissulega! ef bún er innifalin í pekkingu, sem orðin er einkenni á manninnm, vilja, viti og góðmennsku. Ef menntunin að eins fjarlægist fáfræðina, pá er hún gagnslaus. Sá almúgamaður, sem virkilega skilur pað sem hann veit og getur látið pað sjást allstaðar í breytni sinni, er meir menntur, en sá, som hefir lært hrafl úr mörgu, en getur ekki not- að neitt af pví. — Sá sem ekki með áhuga tekur upp á sig baráttuna fyrir tilverunni, ofurselur sig sorgum hennar. — J>eir, sem stöðugt hrósa gömlu tíðinni, sitja öfugir á veltandi vagni tímans, og líta aldrei á annað en pað liðna. — Sá sem gjörir öll sín verk með trú- mennsku, er traustur hlekkur 1 alheimskeðj- unni, hversu lítilfjörleg sem veröldin kallar pau. 4. p. m. kom sendimaður hingað austan af Seyðisfirði, sendur frá Köhlers fjelagi til umboðsmanns pess Midböe á Oddeyri. Sendi- maður pessi segir fátt í frjettum, nema góða tíð og góð skepnuhöld. Aflalaust í Seyðisfirði. 2 norsk gufuskip og 3 verzlunarskip voru komin á Seyðifjörð. Annað gufuskipið hafði í hingað leiðinni hleypt inn á Fáskrúðsfjörð og aflað par 3000 tunnur af síld. Sendi- maður var 6 daga á leiðinni. Hann og austan- póstur höfðu 29. f. m. farizt hjá í brekkunni fyrir ofan Skjöldolfsstaði a Jökuldal. Eigandi og ábyrgðarm.: Björn Jónsson. Prentsmiðja Norðanf. B. M. Stephánsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.