Norðanfari


Norðanfari - 26.06.1883, Blaðsíða 2

Norðanfari - 26.06.1883, Blaðsíða 2
— 62 — ugt mun vera. En liöf. fann ekki neina á- stæðu til að svara því, enda þótt jeg tilfærði 68 staði, þar sem villur voru — og í grein minni í ,,Eróða“ 3. árgangi 66. blaði skoraði á höf. að segja til, livar haun hefði tekið nokkur lög — er jeg tillók — stafrjett upp úr útlendum bókum eins og hann og hans menn hjeldu fram, að hann hefði gjört; enn fremur bauðst jeg til að telja upp eins margar viilur í viðbót uppúrþeim sömu bókum, erjeghafði ritað um, eins og jeg haföi þegar upptalið. En höf. hefir engu af því svarað.. |>að kom því öldungis flatt upp á ínig, að sjá hans fjrsta svar koma gegn síðasta ritdómi mín- um, en ekkert gegn hinum eða áskorun minni. Mjer finnst þvi Iröf. hafa með þögn- iuni samþykkt ailt, er jeg sagði þar. J>að var líka skjnsamlegra af honum, þar eð hann gat ekki haft tæki til að svara þeim með neinuin sönnum ástæðum, Nú hefur höf. ekki hugsað lengur um ástæður eða sannleika, og hefir lionum því þóknazt að rita greinar- •korn í Y. árgangi „Skuldar“ nr. 169, er hefir hvorugt við að stjöjast, og vil jeg sýna fram á að svo sje með fáeinuin orðurn. Höf. bvrjar á því að segja, að ritdómur minn lýsi glöggt, að hann sje sprottinn af öllum öðrum hvötum en löngun eptir að leita sannleikans. Jeg þurfti ekki að leita eptir sannleika þegar jeg reit grein mína, þar sem jcg var að segja frá sönnurn villum í söng- bókum höf., er jeg hafði fyrir löngu fundið. Höf. uudrast yfir því, að jcg get ckki fellt uiig við versin : „Lifandi guð jeg lcita þín“, og „Hvað licfur þú ininn hjartkæri Jesú brotið“, sem fyrstu verklegar æfingar fyrir bvrjendur í söng, og gjörir sjer þá ímyndun, að jeg annaðhvort lítilsvirði svo nafu hins alvalda, að jeg skoði mig upp úr því vax- inn,x að leita hjálpar hj^honum, eða micr liaíi orðið það, á að flapra því fram úr mjer óyfirveguðu. Jeg vil segja höf., aðmjerþótti þvert á móti góðir sálmar ofgóðir sem fyrstu verkl^gar „æfiugar“ fyrir börn og byrj- endur. |>á finnur höf. að því, að jeg segi það óljóst fyrir börn og byrjendur, að svna og segja að samantengdu nóturnar sje alltaf á sömu sætum. J>etta stend jeg við, og það gela allir sjeð, sem þekkja til söngs, enda viðurkennir höf. það sjálfur þar sem hann segir: „J>að mætti herra B. vita, að það er mjög tílt, að samanbundnu nóturhar koma fyrir e i n m i 11 á s a m a s æ t i“. Hjcr segir hann mjög t i 11, en áður segir hann, að nóturiiar buudnu komi alltaf fyrir á sama sæti, eða svo verður greiu hans skilin. J>á þykir böf. undarlegt, að jeg get ekki fellt mig við þar sem hann segir: „Öllum söng- lögum er skipt niður í jafnstóra parta“, og s. frv. Hjer sannast máltækið, að hverjum þykir sinn fugl fagur, þar sem höf. enn vill lialda því fram að svo sjc. Jeg segi nei. Eii liverju lagi út af fyrir sig' er skipt niðui' í jafnstóra liluti eins og jeg hefi áður sagt. Hjer skilur höf. þó auðsjáanlega að jeg hefi rjett fyrir mjer, og snýr því útúr setningu iuinni eins og jeg liefði sagt: Sjer- lílerju lagi (án þess að segja útaf fyrir sig) er skipt niðui' í jafnstóra hluti, og kemui' svo mcð ótal nef — crjeg efast mjög um að sje hans eigin — sem liann hengir aptan við setningu mína, svo hún verði mis- skilin. J>etta eru nú auðsjáanleg vandræði, og mundi enginn rita þannig, sem hefir eitt- hvað til síns máls. Líka kannast höf. óbein- ltuis við, að grein hans liafi vcrið óljós, þar sem hann segir, að jeg haíi gengið fram hjá því í gvein sinfií, sem taki af „allan efa“ um að húu yvði misskilin. Ekki líkar höf. að mjer geðjast ekki að þýðingu hans á orðinu „takt“, sem er þannig: „J>að sem almennt skilst við orðið takt, er að bera fram tiltekinn fjölda nólnagilda eða atkvæða með jafnri hreifingu á vissu tímabili“, og setur svo þýðing mína á orðinu takt og leyfir sjer að ramm-afbaka hana. Jeg segist í grein minni sldlja við orðið takt í söng: að bera fram einhver tiltekin nótnagildi upp aplur og aptur á jafnlöngum tímabilum, en höf. breytir því síðasta í setningu minni og segir: „á sama tíma“*. Allir hljóta að sjá, að bjer er rangfært, og kemst höf. þarna — sem annarstaðar — hjá því að segja satt. J>á hneykslast höf. á því, að jeg segi: að bera fram einhver tiltekin nótnagildi. Jeg er enn ekki komin á þá skoðun — eins og höf. hlýtur að vera — að öll lög haíi jafnstóra takt- hluta. Eitt lag er í 2/2 annað í 2/4 og þriðja í 2/8 takt, og fann jeg því eigi ástæðu til, að skilja það við orðið takt, að bera fram tiltek- ið e i 11 nótu gildi upp aptur og aptur, eins og höf. ætlast víst til að jeg gjöri. Eins stend jeg við, að þýðing hans á orðinu takt sje skökk; líka viðurkennir höfundurinn sjálfurað svo sje, þar sem hann finnur orsök til — rjettara sagt kemst ekki hjá — að þýða orðið takt allt öðru vísi í „Skuld“ eu hann áðui' gjörði, og sem þó er einnig skökk þýðing. Höf. finnur að því, hvað þýðing mín á orðiiiu takt sje einföld; mjer fannst betur eiga við, að liafa hana einfalda og sem rjettasta, heldur eii margbrotna og skakka. Ekki líkar höf. aðfinning mín þar sein hann segir, að af hverri frumtakttegund inegi aptur mynda nvja taktlegund ineð því, að setja punkta á eptir nótunum, og segir svo: „I>að væri fróðlegt að vita, hvaða að- ferð hr. B. vildi hafa til þess að mynda út- leiddai' takltegundir, ef ekki þá, að auka gildi frumnótnanna með punktum, eða hvað ^eru takthlutar annað en nótur“? Sem dæmi upp á livað höf. hefir rjett fyrii' sjer, þá kemst hann ekki hjá því að, breyta því dá- lítið og nefna þessar n ó t u r f r u m n ó t u r í þriðju línu, en skotrar sjer undan að nefna þær með sínu rjetta nafui fyr en í fjórðu línu, og þar er hann orðinn mjer samkvæða í, að nefna þær t a k t h 1 u t a. Slíkar vííi- lengjur virðast ekki hafa mikla þýðingu. (Eramhald). t Aima Yalgerður Magnúsdóttir á Kvíabekk. J>riggja ára barn til móður sinnar og móður- systur á deyjanda degi. Grát ei burtför mína móðir miklu betri vist eg á, þar sem allir englar góðir öndu minni fögnuð tjá. Hátt þeir lofa lausnarann, sem Ijet mig kom’ í bimnarann og Guð einan Immanúel, en jeg bíð þín farvel, farvel. J>ökk fyr’ ást þin’ elsku móðir, eg undi mjer svo vel hjá þjer. Allir voru’ mjer undurgóðir, endurgjald þeim Jesús tjer. Nú í himinssælu’ eg svíf, sundurbrotið er allt ldf, í bimnadrottius dýrðarljóma dóttur þinnar rödd fær bljóma. *) Að vísu var þar prentvilla, nefnil.: jafn- löngum tíma fyrir: jáfnlönguin tima- b i 1 u m, sem síðar var leiðrjett, en hafði þó aðra þýðingu en höf. segir. Grát ei systir, grát ei móðir, græt jeg þá með ykkur hjer, Jesús er mjer betri en bróðir, bót hann öllum meinum Ijer; ætíð hann jeg um það bið, að ykkur veiti náð og frið, og um það bið jeg Israel, að þið komið farvel, farvel. Ritað í janúar 1882. Magnús Jósefsson. Fiskireiðar við ísland. Tekið eptir «Tillæg til Nationaltidende Nr. 2494. J>að er að vísu eigi af hendingu, að fiskiveiðar við ísland hafa hin síðara ár dregið að sjer athygli manna, heldur er það því að þakka, að nú eru menn farnir að viðurkenna, að hjer hafi sú auðsuppspretta legið, er hingað til hafi eigi verið notuð á rjettan hátt. J>að er auðvitað að frá Danmörku mundu menn að jafnaði geta rekið arðsamari þorskveiðar við ísland, en Prakkar og aðrar þjóðir reka nú á tímum; er það að nokkru leyti af því, að Danir hafa leyfi til að véiða í landhelgi, og í öðru lagi vegna þess, að þeir gætu lagt fiskinn upp á íslandi og verkað hann þar. Verzlunarliús E. T. Adolphs ekkja í Kaup- mannahöfn á miklar þakkir skildar fyrir til- raun sína með, að reka hagkvæmari fiski- veiðar við ísland á skipum, sein sjerstaklega eru til þess srníðuð, en, sem auk þess er ákveðið, skuli stunda fiskiveiðar í Englands- hafi að vetrinum. J>ar á meðal getur enginn efi leilcið á því, að íslendingar gæti sjálfir rekið töluvert arðsamari fiskiveiðar, ef ráðin yrði bót á framtaksleysi og jeningaskorti, ef hafnir yrðu endurbættar, komið upp þilskipasátrum o.' s. frv. — J>að hefir margsinnís verið tekið fram hjer í blaðinu, einkum af yfirhersfor- ingja (premierlieutenant) Trolle og Th. Egil- sen í Hafnarfirði, hvílíkum framförum is- lenzkar fiskiveiðar mundu taka, ef við þær yrði almennar farið að nota þilskip í stað hinna opnu báta, sem neyðir menn til að búa á tvístringi á sjávarströndinni, í stað þess að búa í fiskiþorpum, er að öllu mundi hagkvæmara verða. Með hinum síðasta pósti frá íslandi hefir frjetzt, að í Ileykjavík sje verið að stofna hlutafjelag til þess að reka fiskiveiðar á þilskipum. An þess maður taki tillit til allra þeirra erviðleika, er kunnugir menn ætla, að fjelag þetta hafi við að berjast, mun hlutafjelag naumast vera hið rjetta meðal íslenzkum fiski- veiðum til framfara. Ætti meiri og almennari framfara auðið að verða, mundi nauðsynlegt að hjálpa hinum gagnlegustu sjómönnum smátt og smátt til, að afla sjer hagkvæmra fiskiskipa, er menn að vísu, fyrst um sinn, yrðu að kaupa frá Englandi. 1 öðru lagi þyrfti á kostnað hins opinbera, að vinna ýmislegt það, er fiskiveiðum gæti til frainfara orðið, svo sein: að bæta hafnir, koma upp þilskipasátrum o. fl. J>að er viðurkennt, að íslenzk þilskip skemmist yfir höfuð töluvert meira þann hluta vetrar, sem þau ekki eru við veiðar, heldur en yfir allan veiðitímann, og er það skiljanlegt. J>ó r^aður ekki taki tillit til erviðleikanna við að draga skipin eptir auðri fjörunni, hljóta þau þó töluvert að skemmast á slíkri meðferð, og þá eigi síður af því, að liggja skýlislaus yfir veturinn. Hjer við bætist enn, að skipasmíðar á íslandi standa á mjög lágu stigi, er einkum mun því að kenna, að í engin stærri fyrirtæki verður ráðist sökutn strjálbyggðar, og verður því erviðara umallar i

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.