Norðanfari


Norðanfari - 26.06.1883, Blaðsíða 3

Norðanfari - 26.06.1883, Blaðsíða 3
63 - framkvæmdir. — Af pessu mun maður auð- veldlega geta skilið hverja erviðleika fiski- veiðar á pilskipnm ættu við að berjast, áður en bóið væri að brinda peim í viðunanlegt horf. J>að virðist pví öll ástæða fyrir yfir- völdin að skerast í petta mál, pví pað er eigi að eins bvívetna viðurkennt, að pilskipin sje nauðsynleg til pess, að fiskiveiðar verði arð- samari og verulegri, beldur mundi maður og á rjettan hátt, eptir pví sem atvinnuvegir bötnuðu, með pví að geta eytt liinni miklu vesturfara löngun, er hinir samvizkulausu eður fáfróðu «agentar» stundum leitast við að glæða. J>essi brottfararhugur ryður sjer nú meir og meir til rúms, og lítur út fyrir, að bann svifti Island töluverðum hluta sinna fáu íbúa, en fólksfjölgun mundi einmitt verða nauðsynleg Jandi og iýð til framfara. Fyrst og fremst pyrfti að fá peningalijálp, er svo haganlega væri veitt sem auðið væri. Sjávar- bændur pyrftu að fá lán til pess peir gætu afiað sjer pilsldpa til íiskiveiða. Meira að segja, pessi pilskip ætti að kaupa af opinberu fje, og selja pau svo aptur á íslandi með pægi- legum borgunarskilmálum. Einnig pyrfti að koma upp pilskipasátrum, par sem skipunum yrði veitt móttaka, gegn hæfilegri borgun o. s. frv. J>að er vonandi að alping í sumar leiði athygli sitt að pví, sem hægt er að gjöra i máli pessu; eins hefir maður ástæðu til að treysta pví, að stjórnarráð íslands verði peim uppástungum blynnandi, er hefir fram- farir fiskiveiðanna að takmarki. Svo sem mönnum er kunnugt, liefir lands- sjóðurinn á Islandi dregið saman töiuvertfje; og pó maður verði aðjáta, að nauðsynlegt sje, að landið bafi nokkurt bandbært fje í vörzlum sínum, virðist pað pó óeðlilegt, að jafn pen- ingasnautt land sem ísland er, haldi áfram að leggja pað af tekjum sínum, er afgangs verður útgjöldunum, í konurfgieg skuidabrjef, í stað pess að styðja með pví lieiztu atvinnu- vegi landsins, auka afrakstur pess, og með pví almenna velmegun. F r j e 11 i r ú 11 e n tl a r. Höfn 27/5 — 83. A Englandi befir Bradlaugb liinn trúar- lausi í 3. sinn leitað að komast á ping. Gladstone bafði lagt fyrir pingið frumvarp til laga, afíirmation-bill, og skyldi leyft>að leggja við drengskap og mannorð í ping- eiðnum í stað svardaga við Guðs nafn, en pá streymdu til pingsins ótal bænarskrár úr öllum áttum, að eigi skyldi kasta eiðnum á glæ fyrir einum guðníðing og var frumvarpið fellt eptir harðar umræður með priggja at- kvæða mun. J>á bauðst Bradlaugh til að vinna eiðinn eins og hann er, en'var aptur- reka gjöt; talaði liann nú fyrir kjósendum sínum og bauð að skila af sjer pingmennsku, en peir tóku pvert fyrir og kváðust búnir að styðja bann með hverju sein vera skyldi til pingsetu; fer hann bæ af bæ og talar á mannfundum en góður rómur að gjör. J>etta var gamla Gladstone lítið kjaptshögg, en tvennt ber til pess að hann situr við, sundur- lyndi lorýa, mótstöðuflokks bans og ófýsi peirra að taka við írsku málinu hálfköruðu. Máli peirra, sem vígin unnu i maí í fyrra, er nú lokið, og liefir kviðdómurinn setið í Dýílinni frá 9. apríl til 18. maí; 4 voru dæmdir til dauða og var einn peirra Brady hengdur í fangelsi bjá Dýflinni 14. maí; liafði mesti manngrúi bópast að fang- elsinu, um 10,000, en kringum pað settur sterkur vörður, 1000 bermanna. Svörtdauða- blæja var dregiu upp á fangelsinu er aftök- unni var lokið og er pann veg ætið báttað I aftökum á Englandi. í. Dýflinni lokuðu margir búðum og bjuggu sorgarlitum. Cur- ley var hengdur 18. maf, og bjelt föður hans við æði er hann sá dauðablæjuua. Irar liafa safnað fje með samskotum í beiðursgjöf Parnell til handa, likt og vjer Jóni Sigurðssyni um árið, og gáfu klerkar peirra binir katólsku óspart, en nú hefir páfi sent biskupunum írsku hirtingar- eða birðis-brjef, «bannandi peim og peirra sauðum fje að gefa peim óeirðar- segg, heldur eigi peir pví mót að sporna og leggur bann par við reiði Guðs og sína». Kómapáfi hefir ekki sýnt jafnmikla rögg af sjer um langan aldur og brá írum mjög við sendinguna og kváðu Gladstone komið bafa pessari flugu í munn páfa. Fóru peiin svo orð á fundi í Dýflinni að skylt væri að hlýða páfa í trúarefnum, en að öðru leyti væri Parnell peirra páfi. Brennumenn urðu undir fyrir Parnells liðum á dýnamítfundinum í Ameríku um mánaðamótin síðustu og fór pað maklega. Fiskisýning bafin í Lundúnum 12. maí. Yictoría er enn lasin og bauð pó 400 fiskimanna að sækja sig heirn I aðseturs- böll sína og skoða sig par um bekki. 24. apríl var afmælisdagur bennar og var hún pá 64 ára að aldri. Englendingar bafa nýlega slegið eign sinni á eyna Ný-Gíneu í Astralíu. Mikið talað unr að grafa nýjan skurð yfir Suez-eiðið. «Ber er hver á bakinu nema sjer bróður eigi» mega Frakkar segja. J>að er komið upp úr kafinu prenningarsamband milb þjóðverja, ítala og Austurríkismanna, og pekkja kunn- ugir rnenn á pví mark Bismarcks; fyrir- spurnir liafa risið um pað á pingum víðastbvar um álfuna en á pingi Frakka svaraði utan- ríkisráðherra peirra Cballemel-Lacour (sjal’mel- lakúr) livorki of nje á og varðist allra orða unr pað; pað er bæði hyggiun og framgjarn maður og með bans tilstuðlun belir ping Frakka veitt 5V2 miljón franka í leiðangur til Tonkin; Iíínverjar láta allófriðlega við Frökkum par austur, en munu pó sjá pað vænna heima að sitja. Laun klerka hafa verið færð niður á pingi sumra, og veldur pað kurr svo miklum að sumir peirra eru bættir að gegna prestsverkum. AVaddington er af bendi Frakka við Moskvakrýninguna og kom við í Berlinni á leiðinni; fögnuðu peir lionum vel Yilbjálmur keisari og Bismarck og jafnvel á orði að Bisinarck hafi mælt í pann veginn, að eigi pyrftu Frakkar að óttast ófriðarbliku frá príveldunum, meðan peir leituðu ekki á. Bismarck á í basii lieima og gengur lionum flest mót; baun vildi koma fram á pingi fjárlögunum fyrir 2 næstu ár en pað var svæft fyrir lionuin í nefnd; bann vildi hækka viðartoll en pað var fellt; nú otar bann keisara fram, pví pingmenn blífast við bann afgamlan, og sparar ekki að láta pá heyra að bans sje ríkið, mátturinn og dýrðin, eu pingið pverskallast og gremst pá sköllótta manninum í Varzin. Fyrir nokkru var byrjuð heilbrigðissýn- ing í Berlinni. í Austurríki liefir Taaffe haft forstöðu ráðaneytis síðan 1879; liann vill gjöra jafn- liátt undir böfði öllum pjóðflokkum í ríkinu, en jpjóðverjar hafa bingað til setið yfir blut annara; Tjekkar í Bæheiini liafa einkum verið olbogabörn stjórnarinnar, sem meðal annars má af pví marka, að 1200 tjekkneskir stú- dentar eru við báskólann í Prag en 600 pýzkir og pó kann enginn háskólakcunari tjekk- nesku. Nú hefir stóruin breytt til batnaðar, ep á pingi í Vín var fyrir skemmstu löng rimma út af breytingu á skólalögunum, sem Taaffe vildi á komá, eft J>jóðverjar fyrir hvern mun fyrir koma; hnútur og heitingar voru á lopti og var petta eitthvert bið snarpasta pingel á síðustu árum, hvar sem leitað er; sigraði Taaffe, en J>jóðverjum pótti súrt í brotið. Sponga hefir játað að liann liaíi myrt Mailath greifa til fjár. Báðgjafaskipti orðið á Hollandi og Ítalíu, en í Svípjóð hafa ráðgjafar beðið um lausn vegna pess, að frumvarp peirra um nýja skipun á her Svía hefir verið íellt á pingi. — Saxast enn á Tyrkjaveldi, en pó fór betur en til var ætlað, par sem Dufferin, erindsreki Englend- inga, ætlaði að taka Armeníufylki af Soldáni, nema bann bætti pví íijótar um liag manna par; Soldán setti nefnd í málið. J>á var og pras mikið um landstjórakosning í Líbanon, en pó er hún búin. I Noregi var lokið umræðum um ákæru gegn ráðgjöfum aðfaranóttina 24. apríl kl. 2 og böfðu staðið frá 7. apríl, sampykkt með 53 atkvæðum mót 32; seinna var ákveðið á pingi að 11 mál skyldi höfða, eitt mót hverjum og pá fyrst tekið málið gegn Selmer ráðgjafa, höfuðpauranum. I ríkisrjetti eru 38 manns nl. lögpingið, sem er 29 manns, og vinstri menn einir, og hæzti rjettur, sein er 9 manns. Hinn ákærði má skjóta úr priðjung peirra (12 eða 13) sem honum lízt. 24 lögpingis- manna höfðu greitt atkvæði með lögunum 9. júní 1880, en út af pví, að ráðgjafar vildu eigi sampykkja pau, er málið einkum risið; báru hæztarjettarmenn pegar upp á f'yrsta fundi að peir skyldi ógildir, en pað var fellt með atkvæðafjölda. K r ý n i n g R ú s s a k e i s a r a. I meir enn inánuð hafa öll blöð í Norður- álfu skeggrætt fram og aptur um krýninguna í Moskvu, sem fer fram í dag. Sendimenn frá pjóðum um heim allan hafa flykkst pangað, ýmsir konungbornir menn, svo soni prinz Yaldemar hjeðan og Svíaprinz; dýrðin verður afsaleg og vel er um hnútana búið fyrir nihilistum, pví lierlið er skipað fram með járnbrautum milli Pjetursborgar og Moskvu. í aðalblaði keisara er farið nokkrutn orðum um framtíð Rússa og komizt svo að orði: «leggjumst á bæn og biðjum, að keis- arinn hlýði eingöngu pví, sem kemur frá hans eigin brjósti, og treysti pví betur en ráðum úr annara brjóstuins. Úr vestrinu kemur allt illt nl. menntunin og liennar afspringur, nihilismUs, en pó keisarinn gæti nú pvergirt fyrir pað, pá eru svo mörg fræ fallin fyrir innan garðinn, að pað er gagns- laust. 22. maí reið keisari inn í Moskvu á hvítum gæðing og ætluðu borgarbúar að ærast af fögnuði, pví keisari veitir peim óspart mat og drykk pessa dagana, og hafa peir mataiást á lionum. A liverjií húsi í Moskvu er flaggað 3 flöggum, en til marks um live dýr húsa- leiga er, má geta pess, að fyrir stóran glugga 1 götu, er keisari fer um, er borgað í leigu 2000 krónur. Kirkjan, sem keisarahjónin eru krýnd og smurð í, lieitir Uspenski-kirkja, öll Ijómandi innan af gulli og gimsteinum, sem greyptir eru utan um helgra manna myndir; inn við altarið er geymdur nagli úr Krists krossi og bót af fötum Maríu meyjar. 12 rið, lögð með hárauðu flosi er upp að ganga á hásætapallinn, og standa á honum 2 hásæti. 6 sveinar halda uppi skottinu á krýningarkjól drottnipgar, sem húu heíir fengið frá París og 22 aðra um leið; ekki er hægt að segja, livað krýningarskrúði peirra lijóna muni kosta, eu tugum milljóna skiptir pað að minnsta liosti, pví hnappurinn einn ofan á veldissprota keisarans, demantinu Orlott, er um 8 miljóna virði. J>egar keisariun ekur í vagni, verður að

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.