Norðanfari


Norðanfari - 26.06.1883, Blaðsíða 4

Norðanfari - 26.06.1883, Blaðsíða 4
halda vörð um liann, pví fólk þyrpist að til að kyssa vagninn, og yfir höfuð verður allt heilagt, sem keisarinn snertir Við. fetta er austrænn hugsunarháttur og austurálfulegur; Norðurálfumenn og peir Eússar, sem hafa peirra liugsunarhátt, munu aldrei knjekrjúpa keisaranum sem hálfguði. A s k o r u n. Vjer, er á bókmenntafjelagsfundi höfum verið kosnir í nefnd til pess, að búa til prentunar nýja útgáfu af kvæðum Bjarna amtmanns Thorarensens, leyfum oss að skora á hvern pann, er skyldi kunna að hafa undir höndum kvæði eða lausavísur eptir hann eða lionum eignaðar, enn fremur sendibrjef cða smáritgjörðir og allt pess konar, að gjöra svo vei, að senda oss slíkt allt í frumiiti eða afriti svo nákvæmu, sem unnt er. Einnig biðjum vjer alla, sem kunna að vita eitthvað, er skýrir kvæðin, svo sem aldur peirra eða atvik að peim, að láta oss fá pað; enn fremur að skýra oss frá æfiatriðum eða smásögum (skrýtlum) um Bjarna, að svo mikiu leyti, sem unnt er. Ailt pess konar yrði helzt að vera komið í hendur nefndinni fyrir árslok, og mætti senda pað einhverjum af oss, og má skrif'a oss alla á Eegenzen, Kjöbenhavn. Kaupmannahöfn 26. d. maím. 1883. Virðingarfyllst. Bogi Th. Melsteð. Einar Hjörleifsson. Einnur Jónsson. Hanues Hafsteinn. Jón J>orkeIsson. í aukablaði við „Norðanfara“ nr. 19. lil 20. þ. á., stendur grein ein, er undir eru ritaðir „8. lyslhafcmlur‘í, par scm sagt er, að jeg hafi boðist til að panta allar bækur N'orðuráifunnai' o. s. frv., og síðan er óskað, að jeg útvegi nokkrar íslenzkar bækur, er þar eru tilgreindar. í auglýsingu minni í 32. bl. „J>jóðólfs“ f. á. býðst jeg að vísu til að útvega allar bækur Norður- og Vesturálfu, en vitanlega þær einar, er fáanlegar eru í bókaverzlunum, og verður titill þeirra, prentunarstaður og „forleggjari“ að vera greinilega tiltekinn. En bækur þær, scm taldar eru upp í nefndri Norðanfaragrein, eru fyrst og frcmst allar útseldar, og svo munu nöfn þeirra öll meir og minna ónákvæmlega tilgreind, jafnvel þó þau sjcu, að því er virðist, tekinn eptir aug- lýsingn minni í fyrnefndu blaði „J>jóðólfs“, þar sem jeg óska, að fá ýmsar bækur k e y p t a r. En bókanöfnin í þeirri auglýs- ingu cru stafrjett prentuð eptir handriti frá próf. Willard Fiske, sem bað mig að útvega þær bækur handa Cornell háskóla. Mjer datt ekki í hug að breyta bókanöfnuinim þcim, er liann bafði skrifað á pöntunarlista þann, er hann sendi mjer, enda ætlaði jeg að enga þörf bæri til þess. Aö öðru leyti þykist jeg þekkja rödd þá, er talar í þessari grein í „Norðanfara“. Höfuudurinn er vitanlega hinn alkunni bóka- bjeus, er mestum hluta æfi sinnar hefir varið til að lesa titilblöð á gömlum bókum, en aldrei komist svo langt, að liann hafi vitað neitt um innihald þeirra, og veit ekkert í sinn haus, nema gömul bókanöfn og prent- unar ártöl. Hcfir hann með þessari grein sinni ætlað að gjöra sig gleiðan og gildan af lærdómi sinum. jpessi spekingur hefii' nú reyndar mest allan sinn vísdóm úr skrifuðu bókaregistri, er hann citt sinn keypti á upp- boðsþingi fyrir fáeina skildinga. — 64 — Hann hefur nú verið að studjera það í mörg ár, og setja hjer og hvar S það punkla sína og kommur, og loksins kemur hann svo ái' sinni fyrir borð, að han» fær fyrir handritið nokkur hundruð króna úr gullkistu almennings, og segist sjálfur vera höfundur þess, þó hann eigi ekkert í þvl nema punkt- ana og kommurnar. Jeg óska einungis, að þetta bókaregistur (titlafræði kynni að mega kalla það) verði svo áreiðanlegt, að í því finnist hvergi Hkar villur eða ónákvæmni, sem í nefndri auglýsingu minni í „|>jóðólfi“. Eeykjavík, 28. maí 1883. Kristján Ó. |>orgi'imsson. Frjettir inn 1 en(1 ar. Úr brjefi úr Kelduhverfi 30/4 — 83. «Síðan um góukojnu liefir hjer mátt heita öndvegis tíð; pá gjörði sterka sunnan- vinda, stundum ofviðri, svo sem 1. marz, pá var útsunnan veður svo mikið, að menn muna ekki annað eins, en enginn skaði varð að pví í pessari sveit. Um páska gjörði kalda tíð með snjófalli rúma viku. |>ann 29. mafz var norðan veður og hríð og óvana-lega mikill sjávargangur á peim tíma árs, braut hann byttu á Ejöllum og tætti í símdur selanætur sem lágu í Fjallahöfn. Nú er útlit fyrir góð skepnuliöld, pví víðast eiga menn eptir dálítið af lieyi og fje er í sæmi- legu útliti; höfðu menn eigi ætlað pað í haust, pví heyföng eptir sumarið voru bæði mjög lítil og skemmd, en ásetningur gífur- legur. Heilsufar manna var ágætt á vetrinum, pó stakk sjer niður vond hálsbólga á börnum og dóu 2 úr henni lijer í sveit. Einnig hafa látizt 2 bændur: Kristján Jóhannesarson á Sultum og ísak Sigurðarson á Auðbjargar- stöðum. Hann andaðist snögglega 13. p. m„ 69 ára gamall. Húnn var greindarmaður í betra lagi og hygginn, ráðvandur og vinsæll, er lians pví saknað af peim sem hann pekktu. Um sumarmálin byrjaði hjer rannsókn um meintan sauðapjófnað; var gjörð leit á nokkrum bæjum, en árangurinn varð lítill, pó hefir einn bóndi, er hjá var leitað og sem eitt sauðarskinn fannst lijá, án pess hann ætti nokkurn sauðinn sjálfur, kannast við að hafa tekið einn sauð og situr við pað enn pá». Úr brjefi úr Eeykjavík 2% — 83. «Fátt er að rita hjeðan, nema kalsa og sí- felld frost til sveita á nóttum; norðanhríð pessa dagana með snjókyngju á fjöllum, ínótteðvar, frost og norðanhríð svo snjóskaflar komu við lms og á milli púfna, að öðru leyti alhvítt, en tók upp aptur, pví í dag var hitinn um miðjan daginn 3°, en hríðarbálkur til vesturs og norðurs; grasnál sú, er kom á dögunu.m deyr með öllu út, sauðburður verður illur og kýr ónýtar, hefir petta slæm áhrif og slæmar afieiðingar til næsta árs og ella lengur, pegar harðindabálkinum heldur sífellt áfram. Fisk- afli er góður ef gæftir leyfðu. Síld liafa menn aflað í net til beitu, • en ekki lítur út fyrir að Norðmenn ætli að stunda pá veiði hjer í petta sinn, enda mun síldarveiðin á förum, pví síld kom lijer snemma í vor». Úr öðru brjefi úr Beykjavík 1/6 — 83. «Hinn fyrsta p. m. brann til kaldra kola, hús mad. Guðrúnar Halldórsdóttur, ekkju Egils sál. bókbindara, ásamt talsverðum munum. Nokkrum gjöfum hefir pegar verið skotið saman handa henui». -J- J>ann 15 p. m. drukknaði í Blöndu óðalsbóndi Jón Jónsson á Auðólfsstöðum í Langadal í Húnavatnssýslu. Hitt og Iietta. A safninu í Westminster í Lundúnum, er til sýnis 7 ára gömul stúlka, er mun eiga fáa sína líka. Eptir sögn sýningarmannsins, hafði Norðmaður einn, Carl Bock að nafni, komið meða liana pangað og náð henni í skógi nokkrum, nálægt borginni Laos á Austur-Indlandi. Yið hirðina í Mandale er sagt að sje, meðal annara fásjeðra skepna og gripa, alloðnir menn með hala eða dindli, Bock hjet peim launum, er gæti útvegað sjer einhvern karl- eða kvennkyns af pví kyni, sem kvað hafast við í skógunum nálægt Mandale. J>etta heppnaðist honum með pví móti, að hann náði í hjón með einu barni. J>á stúlkan gekk eitthvað burt frá foreldrum sínum, köllúðu pau til hennar ðg nefndu hana «Kroa», og síðan hefir hún haldið nafni pessu. Faðirinn deyði í Laos úr kóleru; konungur bannaði pví að nokkur fengi móður- ina gefins eða keypta, hvað sem í boði væri, en Bock tókst pó loksins að fá barnið og pað með sampykki konungsins í Síam, og að pað mætti flytjast til Englands. Augu barnsins eru dökk, stór og glaðleg, nefið er flatt og nasaholurnar mjög litlar, kinnarnar miklar og sem pokamyndaðar, en pað sem mest ein- kennir liana er, að hún er alloðin yfir allan líkamann. A höfðinu hefir hún svart liár hrokkið og pykkt, sem nær ofan á kitinar; hið annað af andlitinu og ofan á herðar er loðið, handleggirnir sönnileiðis, og er liár petta 1V2 puml. að lengd-. Svo er og sagt að neðsti liðurinn í hryggnum sje óvanalega langur og hangi niður sem rófa eða dindill. Yöðvabyggingin kvað vera frábrugðin pví venjulega á mönnum, sem ekki mun leynast fyrir vísindamönnunum. «Kroa» er mjög glaðlynd að náttúru og bullar dálítið í ensku. Henni pykir vænt um að vera vel klædd og borðalögð. í Warschau, borg á Pólínalandi, er 6 ára drengur, er les blöð um stjórnarmál, skilur frakknesku og les stjórnartíðindi Frakka, pekkir alla stjól'nflokka og nöfn allra nafn- togaðra stjórnarvitringa, og hefur skapað sjer meining um stjórnarmál. Hann unnir mjög i frístjórn Frakka, en við furstann Bismarck er honum illa. Stefnu hinna ýmsu blaða pekkir hann út í æsar. Auglýsingar. Tveir pokar hafa fundizt í Glæsibæjar landareign, með nokkru af kaupstaðarvöru í og fleiru smávegis. J>eir, sem sanna eignar- rjett sinn að nefndum pokum, mega vitja peirra hjá undirrituðum, með pví að greiða fundarlaun og kostnað auglýsingar possarar. Glæsibæ, 11 júní 1883. Friðrik J>orsteinsson. LEIPUB, blað sem íslendingar í Winnipeg í Ameríku gefa út, fæst í bókaverzlun minni fyrir 8 krónur árg., sem greiðast eiga fyrir fram. Frb. Steinsson. Yegna skulda minna til annara, lilýt jeg hjer með að skora á alla pá, sem eru mjer enn skuldugir fyrir «Norðanfara» og fleira frá und- anförnum árum, að peir borgi í næstkomandi júlí- eða ágúsmán. helzt í peningum; en peir, sem ekki geta pað, pá með innskript til peirrar verzlunar hvar jeg hefi reikning og peim hægast að ráðstafa pví og skýra mjer frá pá pettaergjört. Akureyri, 25. júní 1883. Björn Jónsson. Fjármark Eiríks Guðinundssonar á Breiða- bóli í Svalbarðshrepp í J>ingeyjarsýslu: Biti framan liægra, stýft gagnfjaðrað vinstra. Eigandi og ábyrgðarm.: Björn Jónsson. Prentað í prentsm. Nf. Gr. Guðmundsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.