Norðanfari


Norðanfari - 06.08.1883, Síða 4

Norðanfari - 06.08.1883, Síða 4
75 — flutnings, er það vottur pess að enn lifi í blóði Islendinga, að þeir þoli illa ■kúgun og áþján. Hinn 1. þ. m. andaðist prestaöldungur- inn sjera |> o r 1 e i f u r prófastur J ó n s so n í Hvammi r. af dbr. á 89. aldursári. Hann var að líkamsburðum mjög farinn að hrörna einkum seinastliðinn vetur, áður frægt lietju menni. Hann var sjerlegur reglumaður og siðprýðismaður, vel virtur og heiðraður af sinum söfnuðum, ágætur barnafræðari og góður læknir. Hann kom hvervetna fram, sem alúðlegur hjálpari mmðstaddra ogsjúkra; lians minning er því fersk í margra björtum*. Úr brjeíi úr Miðdalahr. í s. s., 14. júní 1883. Úr byggðarlaginu hjeðan, er að frjetta erfiðar afleiðingar harðærisins, eins og annar- staðar um landið. Vorið befur veríð kulda- sarnt og gróðurlaust fram um fardaga, síðan hafa verið hlýindasamir gróðrarskúrir. J>að hefur gengið í basli að korna fram þeirn litla skepnustofni, sem á var settur í haust, þar víða brann og ónýttist meira og minna bæði taða og úthey; hross og fje lifir vegna þess að fremur var hagstætt á vetrinum, en kúm alrneunt gefin kornfóðurauki, allt fyrir það eru þær mjög aðþrengdar, svo af þeirn er fremur lítil gagnsvon í sumar. J>að má full- yrða, að skepnumissir hefði orðið, ef ekki hefði verið þeim til bjargar, einkum kúnum, gjafakorn það, sem hjer kom til sýslunnar ásamt korní því, er keypt var hjá kaupmönn- um fyrir gjafapeninga. Hjer hefir verið mjög kvillasamt stöðugt síðan mislingaveikin geys- aði í fyrra vor, bæði á ungunr og eldri, og af eldra fólki dóu frainan af í vetur nokkrar manneskjur hjer í Miðdalshreppi, þar af merkir heiðursbændur þessir: J>órarinn Helga- son á Oddstöðum, Jón Skeggjason á Erp- stöðum og Eysteiun Halldórsson á Hundadal, einnig ekkjumaður fyrrum bóndi Guðmundur Daðason frá 4 börnum. Hjer i næsta hreppi varð snemma 1 vetur, gamall merkur bóndi, Jón Sæmundarson frá J>orsteinsstöðum í Haukadal, úti, og nú hjer í hreppi, er ný- dáinn sonur hans, Jön ekkjumaður og bóndi á Skógskoti frá 5 börnum, og helii' orðið mik- ill skaði fyrir fjelagið að missi þessara manna ofan á aðra erfiðleika. Nú er nýdáinn yngsti sonur síra Jakobs á Sauðafelli, gáfað og efni- legt ungmenni. Síra Jakob var á kjörfundi .30. f. m. kosinn alþingismaður fyrir Dala- sýstu í stað síra Guðmundar sál. á Breiða- bólsstað.» Úr brjefi úr öræfum í Skaptafelisýslu, dagsett 3. júlí 1883. — «Jeg ininntist nokk- uð á Skeiðará síðast, og áleit nærri því skaða fyrir sögu íslands, hvað að kalla má ekkert er ritað um öll hennar hlaup og þeim fylgj- andi eldgos. |>að ætla jeg sje vafalaust á- framhald úr nálægum — ef ekki sömu — og j úr hafa komið hin svo nefndu öræfahlaup, eða gos úr Hnappavallajökli til forna. J>etta j helir aldrei verið nægilega kannað. J>að er varla hægt að gera ókunnugum skiljaniegt, j livað stórkostieg þessi flóð eru. Piássið sem ! yfir flæðir, er stærra en 1 □ þingmannaleið, og væri alstaðar jafndjúpt á því svæði, mundi / þegar hlaupið stendur hærst, mega sigla haf- skipi þvert og endilangt. Jakaferðin er lík- ast á að sjá hafís, þó sjest optar bil á rnilli jaka af straumkastinu, sem er svo ótrúiegt að, t. d,, Skaptafell finnst stunduin titra. Jakastærðin mun aldrei hafa verið mæld, en jeg ímynda mjer að hinir stærstu hafi verið allt að 200 feta þykkir, og getur skeð meira. Ekki verða menn varir við eldgos allt af með hverju hlaupi, en þau byrja opt- ast, þegar vatnið er — sein ekki er allt af kalt fer að minnka. Fjórum þeimsíðustu hafa fylgt eldgos, og þá fallið fínn sandur eða jökulleir, nema einu sinni fjell aska. Af því jeg hef ekki fyrir hendi uppteiknað man jeg ekki með vissu árin, er þetta hefur til- borið. Hlaupunum fylgir ætíð óþolandi fýlu- lykt, líkast púðurskarni úr byssu, og þá verð- ur loptið fullt af mjög óhollu smádupti, hættulegu fyrir menn, en skepnur sýkjast, stundum drepast eða flýja, þetta dupt fer stundum gegnum allt, t. d. þó að hreint silfur hafi verið í ílátum niðri í kistum, hefur fallið svo á það, að það hefir orðið sem gamallt tin. Skeiðará hefur ekki hlaupið síðan 6. janúar 1873 fyrri en núna 12. eða 13. marz, þ. á. þá byrjaði eitt, en fór mjög liægt í 4 daga, en frá 17. til 22., ætla jeg að hlaupið hafi orðið eitt mcð þei-m stærstu,. en svo fór heppilega, að það fór mest fram sjálfan eyðisandinn, en minna til landa, og skemmdi því lítið eptir því sem vant hefir verið. 22. marz mun hafa orðið vart við eld, til að sjá norðan við Skaptafellsfjöll- in; fjell .þá sandur næstu daga á eptirv svo að sporrækt varð bjer í sveit, og mun hafa af því veikst og drepist talsvert af fjenaði, helzt í Svínafelli. Á silfurpeningum sá jeg nú ekki, en á öllum eirkenndum málmum, urðu þær tilbreytingar, sem venjulega verða, þegar þær eru haöar yfir eldsloga. 1873 7. janúar varð loptið svo þunnt á Tvískerj- um, að maður á hjer urn bil 300 íaðma fjarlægð frá bænum, heyrði svo mikið hljóð er hurð væri skellt aptur, eins og vant er, þegar stór steinn óhrærandi af inannsafli, dettur úr liábjörgum nærri manni ; þá var þar um daginn dimmt líkast og þegar túngl er í fyllingu og þoka er um næturtíma. J>ar skyggja á há fjöll, svo að ekki sáust eldglamp- arnir, en áður en mökkurinn kom, sást eldur- inn skína á hnjúluina norður á jöklunum. Núna varð jeg ekki var við neitt þess háttar. Hvað heilbrigði snertir, er kranksamt í meira lagi. Fáir nafnkenndir deyja, þó er nýdáinn aldraður maður úr brjóstveiki, Jón Bjarnason á Hofi, áður hreppstjóri hjer í sveit. Eins og áður er ávikið, hefur fje suin- staðar reynst óhraust og drepist, eu víðast bezta ár í því, enda hefir tíðin verið hin bezta, síðan með júní, áður var mjög kaft. J>ó illa liti út í haust, dugðu heyin vel; en hefðu ekki hinar útfendu gjafir konrið á svo hentugum tíma, og aflast allvei um vikutíma í Suðursveít, og menn hjeðan náð í þann afla, fyrir góðfýsi Suðursveitunga, þá hefði hjer orðið hungursneyð. Hvað verzlunin verður hagfelld með prísa vita menn ekki með vissu, hvít ull er tekin á 70 aura., kaffi er 55 aura, rúgur 200 pd. 18 kr., baunir 25 kr., bankabygg 26 kr., en hún var liagfelld, að því leyti, að á Papa- ós, var alltaf hið nauðsynlegasta til að forða frá hungri, og verzlunarstjórinn hinn mann- úðlegasti, hann fer nú frá með góðan orðstír. Fjelagsskipið, sem fleirstum hjer er sú kær- asta sendmg, kom inn á Hornafjörð 15. júní, og kom verzlunarmönnuin þess hjer mjög vel að fá það svo snemma. Verzlun þess gekk mikið vel, og því kom það ekki vel byrgt af sumum vörum hiugað, t. d. B.byggi, hrís- grjónum o. fl. J>ótti vinuin fjelagsins mjög gott, að það ekki einungis mátti heita upp- selt, heldur jafnvel varð að afþakka uli. Verzlunarstjórum hjer er vorkunn, því vöru- mngu er lítið en margir mjög skuldugir, enda er matur sqgður á þrotum, en það gjörir lítið til, því menn vona að komast af til haustsins, en þá er von á skipi á Papaós». Úr brjefi frá Pembina í Vesturheimi ] d. 18 maí 1883. , «Hjeðan úr Norður-Dakota, er fátt að frjetta. Mikill innflutningur, mest úr aust- urfylkjunum hjer, er því mikill ófriður útaf löndum og landaeignum, en hálf lagalaust í þessum ómældu óbyggðum hjer vestra, því opt ber til, að margir vilja eiga sama landið útkljáist þetta sjaldan öðruvísi en með morð- um, því víðast hjer er byssan brúkuð til að gjöra endalyktina. Fyrir fáum dögum voru 2 bræður drepnir, með því að um 30 söfn- uðust að húsi þeirra og þeim skipað burtu, skutu þeir þá í mannfjöldann svo einn fjell og nokkrir særðust var þá ráðist á hús þeirra og ptur skotnir. petta er bara eitt dæmi af mörgum». — Með gufuskipinu „Thýra“ kom danskur maður skólakennari Jens Jóhansen, sem ætlar að verða kennari með Guðmundi Hjaltasyni þar sem hann heldur skóla ef auðið er. Hann hefnr lært íslendskn og ann mjög sögu og máli Islands, hefur verið kennari við búnaðarskóla i Danmörk 2 vetur. Hann hafði þar beztu atvinnu, en kærleikur hans til íslands hvatti hann til að hafna stöðu þeirri og koma hingað til landsins, til að reyna að fræða og fræðast af þjóð þeirri, sem að forusögurnar hafa tsýnt uonum og hrifið hann með. H i 11 o g í> e 11 a. Góð ástæða. Póstafgreiðslumaðureinn í suður Svíþjóð, sendi nýlega rafsegulpráðar- fregn til yfirboðara síns, í hverri hann beiddi um leyfi til þess, að vera einhverja dagsstund heima frá störfum sínum, en svarið varð: «verður ekki leyft», Póstafgreiðslumaðurítrek- aði eigi að síður enn bæn sína, og nú áleit póstmeistarinn tilefni til þess, að fá að vita hver væri orsökiu til þess, að bænin var ítrekuð. Svarið kom fljótt svo látandi: Jeg gipti inig í október. Kl. 7 á hverjum morgni verð jeg að fara að heiman með vagnferðinni, sem þá verður og kem ekki heim aptur fyrr en komið er langt framá kvöldvökuna, hversvegna- jeg enn hefi ekki fengið tækifæri til að sjá kon- una mína við dagsbirtu. «Leyfist». Auglýsingar. Yegna skulda minna til annara, hlýtjeg hjer með að skora á alla þá, sem eru injer skyldugir íyrir «Norðanfara» og fleira frá und- anförnum árum, að þeir borgi í næstkomandi ágúst-eða sept. mán. helzt í peningum; en þeir, sem ekki geta það, þá með innskript til þeirrar verzluuar hvar jeg hefi reikning og þeim hægast að ráðstafa því, og ef einhver borgar skuld fyr- ir annars liönd, þá sje tilgreint fyrir hvern það sje, og skýra mjer síðan frá, þá þetta er gjört. Akureyri, 25. júlí 1883. Björn Jónsson. — Jón bóndi Jónsson á Skjöldólfsstöð- uin selur hjereptir fcrðafólki næturgisting og annann gestbeina, sömuleiðis hey og fylgðír, með sanngjöinu verði. Eigandi og ábyrgðarm.: Björii Jónsson. Prentsmiðja Norðanfara. Prentari; Bjíirn Júnsson.

x

Norðanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.