Norðanfari


Norðanfari - 26.11.1883, Side 1

Norðanfari - 26.11.1883, Side 1
22* ái'* Xr. 49.-50, , '* Svanurinn og svínið. Á tjörninni svanurinn synti, og söng meður inndælum klið Hann kunni uú ekki neitt annaö, og undi sinn lífstarfa við. En svínið í saurinduin brölti, og saddi liinn gíruga kvið. J>að kunni nú ekki neitt annað, og undi sinn lífstarfa við. J>að mælti: «pví syngur pú svanur? — að syngja’ er ei náttúra mín — J>ú ættir að gæta pess gjörla live gott er að lif’ eins og svín! Eg gleðst, því eg gæðanna neyti. — Já, gleðst er eg fylli mig vel — þú syngur en sérð ei né pekkir pá sælu, er mesta jeg tel. J>á kuldinn og veturinn kemur , í kofanum byrgi eg mig; og aðrir mér uppeldi veita. En — enginn pá hugsar um þig. Eg fitna — en fitan mig prýðir, — og fitan er einkenni mitt, og búsbóndinn klappar mér kátur, og kallar mig «grís tötrið* sitt. En pó að pú syngir í sumar, pú samt hlýtur vetrinum á að hrekjást í hættum og kulda — Og hvað gagnar söngurinn pá?» En svanur á tjörninni synti, og söng meður inndælum klið. Og svínið í saurindum brölti, og saddi hinn gíruga kvið. Páll Júnsson. Ný tánasljettunartilraun eptir Guðmund Hjaltason. (Niðurlag). Með pessari aðferð minni hef jeg getað sljettað 13 □ faðma á dag í meðalpýfi í 14 daga samfleytta svo pað urðu 182 □ faðmar. Aðferð pessa hef jeg bæði reynt í stór- Þýfi, í grýttu pýfi, í götuskorningum og í nabbapýfi og óræktar móum, og allstaðar hefir hún gefist vel. Eins má hafa hana pó flag- ið sje plægt, pví uppskurðar 0g yfirtyrfing- ar aðferðin verður hin sama. Ösku er jafnan ekið til mín og dreifi jeg lienni undir. |>ar sem nóg mykja er, pá hygg a<* hún sje ágætur undirburður. En einkum hef jeg orðið var við að slor og sjó- fangsrusl er ágætt til uudirburðar. Eg fæ jafnan afgang af þökum, hjer um 1 □ faðm af 30 □ föðmum. Jeg sljetta opt f beðum 2—3 faðma breið- ummeð 1—2 feta djúprilægð á milli- Beða sljettan mun alltaf vera bezt; en beðalaus sljetta er pví að eins góð að jörð sje purr og pjett eða halli. Akureyri, 20. nóvember 1883. IV. Ef að allir tækju upp pessa aðferð mína pá lield jeg að tún irðu fljótt sljett. Menn telja að tún á Islandi 3—4 mílur ferbyrndar pað verða 64,000,000 □ faðmar í mesta lagi Set nú að holmingur pess sje sljett eða nærri sljett en hinn helmingur pýfi. Nú er hjer um 7000 búendur sem mest lifa af landbúnaði. Ef að peir skiptu á milli sín 62,000,000 □ föðmum og pákoma4570 faðmar á hvern búenda. Nú sljettar hver bú- andi að meðaltali 120 □ faðma eða 10 ,i . .vt .k á ári. pá verður hann búinn að sljetta allt sitt stykki á 38 árum. En ef hann nú aðeins sljettar 10 □ faðma á dag í 10 daga á ári, þá parf hann 45. Með pessu móti mætti sljetta allt túnpýfi á íslandi á 33_45 árum og ef 240 □ faðmar væru tekn- ir, pá á 19—22. árum Verði aðferð mín notuð beld jeg að pað sje ekki ofmikið að ætla manninum 10—12 p faðma á dag, en það mun líka verða nóg í bráð. En sjeu nú dagsverkin ekki fleiri en 10, pá get jeg ekki vorkennt hraustum og lægnum karlmanni að sljetta 12—13 faðm. á dag. Jeg hef sljettað 12 faðma á 9 klukku- stundum, eptir því ætti maður að geta sljett- að 20 □ faðrna á dag ef maður ynni í 15 kl. stundir. En um þetta parf nú varla að tala uema par sem um «berserki» eraðræða. En nú heyri jeg að margir hjer á landi sjeu að reyna afl sitt á hinu og pessu t. a. m. taka upp 160 punda lóð á litla fingri, lypta heillri brennivínstunnu upp að munni sjer og drekka svo af, bera skippund langar leiðir o. s. frv. Aflraunir pessar eru nú gagnslitlar í sjálfu sjer, en pær sýnasamt, að nokkuð lifir af fornri frægða og ípróttafýsn hjá oss. Menn hafa nú ekki Iengur berserki, tröll eða drauga til að reyna afl sitt á, en menn hafa nóg samt. náttúran sjálf með sínum fjölbreyttu öflúm er ekki alltaf gagnsöm fyr- ir oss, en harla opt eyðileggjandi fyrir oss, og vora atvinnuvegu. en ýms öfl, eða rjett- ara, afleiðingar af öflum hennar koma fram í trölla myndum t. a. m. skriðum, landbrotum, og snjóflóðum, uppblástri og öðru. En nú er einmitt frægðin og ípróttin fólgin í pví að sigra tröll þessi, ekki með særíngum eða göldrum eða töfravopnum, held- ur með spaða, reku, páli og járnkarli, eða í einuorði með jarðabótum (samanber Auð- fræði A. Óafssonar 188 og 210 og víðar) og ná svo arði og gæðum náttúrunnar á sitt vald. Hjer fá áðurnefnd afarmenni færi á að reyna afl sitt! peim væri engi vorkun á að sljetta 20 og enda fleiri □ faðma á dag og pá þyrftu peir ekki meir en 5 daga til að sljetta 100 faðma og svo gætu þeir hvílt sig 1 dag á eptir, psð er: laugardaginn og sagt fjelögum sínum frá afrekinu og skoraðpásvo á hólm og leggja peim bleyðíorð á bak ef peir ekki gætu unnið einsmikið — eg meina náttúrlega að fjelagar peirra sjeu kraptamenn eins og peir. Og nógar eru púfur að reyna sig á; pær standa eins og voðalegar berfylk- ingar kringum bæina búnar til að ræna tíma, auði og velgengni búandans. Reynið ykkur pvi á peim miklu menn! pær æfa krapta ykkar og öllu fremur polgæðið, en paðer dyggð, sem afarmennin opt skortir, annars mundu pau gjöra nieira gagn með sínum berserkjakröptum en pau almennt gjöra. Nú eru margir fátækir og heilsulitlir bú- endur. J>að er nú ekki aðeins ómögulegt fyr- ir pá að gjöra «afrekin», heldur hygg jeg að 100—120 □ faðma sljettan verði peim stund. um ofvaxín. Eg skal því ekki ætla peim meir en svo sem 30—80, eða að meðaltali 50 □ faðma á ári. En svo ætlast jeg lika til að auðmennirnir og afreksmennirnir skipti á milli sín að sljetta þeim mun meira á sinum jörðum. En nú vil jeg reyna að gefa hinum fá- tæka og heilsulitla bónda ráð til að vinna þessa 50 faðma sem liægast svo að sem minnst- ur verði vinnumissir en mestur arður: Hann befir margar púfur nærri bænum og nokkuð af ösku og rusli hefir haun líka. Nú byrjar hann í meðalári að skera upp í miðjum maí og heldur áfram með pað til sláttar í svo sem 8 víkur. Hann tekur 3 C faðma á viku hverri; til að skera pá upp og pæla parf liann líklega 3 tíma. Nú læt- ur bann bera alla ösku og rusl sem safnast um vikuna í flagið og svo tekur bann sjer 1 kl. tíma til að leggja yfir það. Nú kemur slátturinn og pá er nóg að taki 1 0 faðm á viku hverri og þartil þarf hann 1’/* títna. En pegar hausfið kemur pá tekur hann 3 “ faðma á viku í 6 vikur og pannig getur hann um veturnætur verið búinn með 50™faðma. búi hann nálægt sjá, pá ef hann rær og fisk- ar nokkuð, getur hann fengið nóg af hausa innýfla og öðru slógrusli og látið það í flag- ið. |>ar af sprettur afarvel, pað hef jeg reynt og fallegra er að vita af pví að rusl petta fæðir fagrar og gagnlegar jurtir, en að láta pað ýlda i fjörunni og stundum við bæjar- dyrnar til viðbjóðs, óhollustu og smánar fyr- ri land og lýð. Baunar held jeg nú að mat mætti gjöra af áðurnefndu rusli beinlínis með pv'í að verka pað vel, en að minnsta kosti má pað óbeinlínis með pvi að bera pað undír eða á grasrót túnanna. Nú eru leiguliðar sem búa á bændaeign og geta búist við að verða reknir burt pegar minnst vonuni varir. Af þeim er pá varla heimtandi nema PJ °g enda s: af hundraði 2 föðmum. J>að verður pó að minnsta kosti sá hagurinn að peir fá notanlegt flekkstæði pau árin sem þeir eru á jörðunni. En von- andi er að landbúnaðarlög vor sjái svo um að annaðhvort verði ábúð leiguliða tryggari, eða peim á einhvern hátt verði borguð jarðabótin þegar peir fara. En peir sem búa á landsjóðs og kirkju- jörðum og sem optast fá lífstlðar ábúð er engi vorkun á að sljetta árlega 100—120 Q eða meira. En peim sem búa á sjálfseign erengivorkun að sljetta helmingi, já 3—4 sinnum meira svo peir þannig að fullu bæti upp pað sem vantar á sljettun hins — 100 —

x

Norðanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.