Norðanfari - 26.11.1883, Side 3
— 102 —
plátsleysis. faðan fórum við eins og áður
er getið kl. 8 um kveldið, var logn út fjörð-
inn en pá hófst stinnings kaldi á móti, en
kvikulaust svo vel gekk og var jeg á þiljum
uppi, til að &já hina himinháu og sæbröttu
tinda, sem ganga par fram á milli hvers
fjarðar, enn pegar kom inní Keyðarfjarðar
xnynnið fór jeg að sofa og vaknaði um morg-
uninn 16 á Eskifirðí var þá súld og þoka.
|>ar var grúi af allskonar skipum skonn-
ortum, galiösum, jöktum, gufuskipum. Var
nú troðið enn emigröntum í skipið svo úr
hófi gengu þrengslin og að þvi skapi lopt-
leysið, hitinn og svækjan, því nú voru emi-
grantar hjer um 600 og þar með voru þeir
flestir sem komu af Seyðisfirði bg Eskifirði
dauðveikir af kvefi. Skipið bjet uGraigforth„
og mátti með þessari aðferð kallast hunda-
liola. fað var hestaskip eingöngu, en þrif-
ið til þessa fiutnings þegar spurðust ófarir
“Camoens,, og þótti mjer nú litlu betur að-
fara enn forðum í snjóhúsinu á Hólsfjöllum.
Uppí yfir okkur á míðþiljum var öllu eins
fyrirkomið. Hjá okkur var mórauðt mold-
ar eða sandgólf, því það var hesthús, fleygði
það af miðþiljum ofan yfir okkur allskonar
óþverra, þvi yfir okkur var á miðþiljum
stór lúka en á efsta þilfari stór gluggi og
var hann látinn hálfur opinn þegar ekki
dreif sjór yfir höfðum við þá birtu en sum-
Staðar brunnu Ijós nött og dag þar sem
dimmast var. Var nú lagt suðrí haf, vindur
austan og erviðuðu nú bæði segl og gufa,
gekk allvel og var jeg á þiljum uppi til kl. 8
til að sjá seínustu fjallatinda fósturjarðarinn-
ar hverfa, fólk fór að selja upp. 17. Sama
veður norðaustan slampandi þokuryk í loptí
sólskin annað slagið, sást ekki nema himin
og haf. <18. gott veður jeg rar optast uppi
á þilfari til að hyggja að Færeyjum en þær
sáust' ekki fyrr enn seint um daginn, fórum
við fyrir vestan þær og sáum á þeirn ein-
læga fallahnjúka líka fjöllunum á Fróni og
háa bjarghöfða að sjó fram mót suðri lík-
an Rauðanúp. 19, Sólskin og blíðviðri lit-
il norðangola, slingur a skípinu, við G. vor-
nm samt vel hraust þó sumir seldu upp og
varð hún að bjúkra og þjóna mörgum og
þar á meðal systur sinni og frænkum. Um
daginn sigldi fjarskalega stórt skip þrímastr-
að með 20 seglum rjett framán okkur og í
þvera stefnu beint vestur. Kl. 5 e. m. sá-
um við Orkneyjar langt frá og var haldið
fyrir vestan þær. Um kvöldið kl. 9 komum
við undir Skotland, var þá orðið dimmt því
nætur voru nú orðnar koldimmar og langar.
J>ar gekk hár höfði norður likur Skeiðsöxl
og logaði viti þar uppá; Var þar numið stað-
ar og öskrað með gufuvjelinni er jeg vil
kalla galdravjel, kom þá bátur úr landi með
4 mönnum út að skipinu, og renndi skip-
stjóri fötu með tikróna og brjefi niður til
þeirra, og var það efnið að telegraphera til
Glasgow að hann væri komin aður enn flutn-
jngsskipið fær; vestur; var svo legið þarum
nóttina meðan dimmt var. Um morguninn
20. fór jeg á fætur kl. 41/, var þá rugg all-
mikið og uppköst fyrir sumum, veður hið
bezta, þá var vitahöfðinn all-langt á baki
okkar, þá hvarf aptur æðilengi Öll kndsýn
var þá einlségur aragrúi af seglskipum gufu-
skipum, opnum fiskíbátum með mórauðum
seglum og í stuttu máli skipUm i allskonar
mynd og stærð. Yar nú aptur komið að
austurströnd Skotlands og silgt með fram
henni allan daginn mátti þá sjá á landi uppi
nóg undra mannvirki, einlæg hús og staði
skoga og járnbrautir og sáum við vagnlest-
irnar þeytast áfram á þeim, komum til
fl”" ton um miðnætti. 21. Vorn alllr
reknir k fætur með birtu og upp úr skipinu
eins og gripir eða fjenaður það lá við bryggju,
á henni stóðu 2 gufuvjelar sem þeyttu í
einni svípau öllum farangri úr skipinu og í
gufuvagnana, og gekk það allt mun greiðara
enn á Húsavík. þar var brúkaður grár
hestur til að draga einn og einn jestarvagn-
inn, þegar búið var að hlaða hann á pall
nokkurn sem snúa mátti í hring og draga
hann svo í röðina þar sem þeir voru tengsl-
aðir saman. |>að var sá afskaplegasti hest-
ur sem jeg hef enn þá sjeð, og er jeg þó
búinn að sjá margan gripin stæðilegan síð-
an. Tollþjónar komu þar og heimtuðu að
skoða i einstöku hírzlur, en það var vist
einungis til málamyndar. Eitt kofortið
okkar þóknaðist augum þeirrá að lita ofaní
en með þvi þar var ekkert annað að sjáen
næríöt og þvottafat, þá var sú rannsókn
fljótgjörð. Farið á gufuvögnum á svipstundu
yfir Skotland, var þar margt fallegt að sjá,
engi, akrar og hagar. eins og rúður í glugga
aðgreint með skógarröndum, þar sáusthesta,
nauta og sauða flokkar flestir liestar
jarpir en naut rauð, hey íflekkjum ög drili,
Enginn jarðarblettur sást þar sem var með
þeim ummerkjum sem Guð eða náttúran
hafa gjört, heldur ber hvert fetið vott um
hugvit og starfsemi mannlegs anda. Komið
til Glasgow, þar máttum við fara gangandi
gegnum bæinn og var það allhættulegt að
við ekki skildumst í sundur ellegar yrðum
undir hestavögnum sem þustu aptur og fram
þvert og endilangt um göturnar. Vorum
við nú reknir eins og rjettarfje á hausti, útá
miklu stærra gufu&kip, sem lá við bryggju
og í sömu andránni var þar kornið allt dót
okkar, og drifu þeir allar liirzlur ofaní lest
undir neðstu þiljur, svo við máttum margir
allra nausynja okkar án vera alla leið yfir
Atlandsliaf; missti jeg þannig hvert tangur
og tötur nema rúmið. og gat ekkí skrifað
neítt nema litið eitt með blýanti i vasabók
mina og er þessi ferðasaga mín að mestu
leyti þess vegna svo illa úr garði gjörð.
Við vorum hraktir til og frá um þilfarið
og barðir frá ef við ætluðum að hyggja að
nokkurri hirzlu. þó tókst nokkrum að herja
út kofort síij sem þeim voru nauðsynleg, og
sumir náðu nokkru, og voru þeir heppnir
en við áttum ekki því að hrósa. J>á lásu
æði margir emigrantar ófagran lestur yfir
Sigfúsi Eymundssen því hann fylgdi með
þangað ; mun hann hafa orðið allshugarfeg-
inn og himinglaður að sleppa undan þeim
lestri, því hann reyndist emigröntum allt
annað en vel. Og munu ef jeg get rjett til
margir vesturfarar i ár lúka upp sama
munni i þá áttina að vara landa sína þá
er eptirleiðis kynnu að byggja á vesturför,
að vara þá segi jeg fastlega við að þyggja
flutning af Allanlinunni, nema orðheldnari
trúverðugri og betri agent fáist enn Sigfús
Eymundsson. Var svo lagt á stað og um
nóttina hafnað sig einhversstaðar við Irland.
22. Teknir á skipið eitthvað 250 írar munu
þá alls hafa verið á skipi 1000 manns að
skipverjum meðtöldum; lagt á Atlanshaf
rigning, stormur og sjór rjett á móti gekk
þó vel og ruggaði ekki mikið, gubbuðu Ir-
ar fast en landar ekki.
24. Sama veður, stórsjór einstakir seldu
upp. Við G. og B vorum við sömuheilsu
Tók nú skipið hroðalegar dýfur og rokið
geklc yfir aptur að miðsiglu. 24. Bjartara
í lopti og sjóminna, gekk vel. Veðriðgekk
upp undir kvöldið og rjett á móti. Fædd-
ist barn á skipinu. 25. J>oka dimm um
morguninn lítíll andvari á sunnan og hin
mesta ládeyða svo skipið bærðist ekki hið
minnsta til að rugga, en skreið hið rólegasta
margir dauðvona af kvefi og allskonar kvill-
um. A hverju augnabliki skrattast og öskr-
að með gufuvjelinni til að vara önnur skip
við sjer vegna þokunnar; ætlaði þetta b.
öskur að rifa i sundur hausin á manni.
J>okan alla tíð myrk á sjónum, enn þó
sólskin; brúkuð bæði segl og gufa. Annað
barn fæddist og vorn konur þær sem börn-
in áttu strax og þær kenndu sín, teknar frá
og lagðar á spítala og farið með þær hið
bezta, heilsaðist þeim og vel. Líka má við
þetta tækifæri geta þess að ensk kona gekk
um á hverju máli með vatnsblandaða niður
soðna mjólk og útbýtti svo sem kaffibolla
handa hverju barni, og þó smátt væri skamt-
að var miklu betra en ekki.
26. Stinnings sunnan vindur með rigningu
stóð rjett á hlið vindur og kvika og því
ruggaði skipið sem mest það hafði gjört.
Allir voræ-nú hættir að selja upp, enn tóku
nú að veikjast hver um annan þveran af
niðurgangi sem komið mun hafa af þeirri
heilnæmu fæðu(!!) sem Allanlínan ól okk-
ur með á ferðinni. Stytti upp uin kvöldið
og ruggið óx, fóru þá einstakir að selja upp
27. Norðvestan ofsa veður með krapahríð
og svo miklum kulda að hann var engu
betri en heima, stórsjór ógurlegur, svo allt
hringlaðist og byltist til og frá og ómögu-
legt var að ráð* sjer. Barn dó á skipinu
áttu þau það Methusalem og Ása frá Dal.
Strax komu skipsmenn með einskonar kassa
eða öskjur utanum það, lögðu það þar í og
bjuggu vel um breiddu svo skipsflaggið of-
aná, en á meðan það -var borið aptur eptir
þíljum sungu landai- 1 versið af sálminum
“Allt eins og blómstrið eina„, svo las ein-
hver skipsmaður einhvern lestur, og var
flagginu brugðið sem fljótast uppá miðjan
streng og tekið strax aptur. |>egar lestur-
inn var búinn var líkinu hleypt apturaf, en
landar sungu versin: “Sofi hann nú hjer í
friði „. 28. J>oka, logn og krapaveður I birt-
ingu. Dáið aptur annað barnið hjá þeim
sömu og í gær. Gjörði glaða sólskin með
nistandi kuldanæðingi á suðvestan, sáustþá
stórir ísjakar á bæði borð, en sá nistandi
kuldi eins og versti vornæðingur heima. Kl.
5 e. m. sást land á stjórnborða, og mun það
hafa verið Labrador seinna land á bæði
borð og mun bakborðs landið hafa verið
Newfoundland. 29. Glaða sólskin fagurt
veður hæg vestangola, sást aðeins land langt
bak við okkur í suðaustur svo hvarf öll land-
sýn. Skipið heitir “Buenos Ayrean,, og er
2560 tons á stærð) þikknaði lopt er áleið
og gjörði sama vind og regn, sást hvergi
land framar um daginn þá fengum við mest-
an og beztan mat á allri leiðinni.
(Niðurlag).
1 skrá yflr muni á iðnaðarsýningunni
í Reykjavík, er opnuð var 2 ágúst 1883, stend-
ur á bls. 19 nr. 299 «Harmonium-Orgel liið
fyrsta sem smíðað liefir verið hjer á landi»
(verð 130 krónur).
J>etta er ekki alveg rjett, enn því meiri
furða þar sem þess hefir áður verið getíð í
blöðunnm norðlenzku að Jón Árnason á Lauga-
landi á |>elamöi-k hafi smíðað Harmonium-
Orgel fyrir fleiri árum.
Vjer vitum nú ekki betur en að brúknð
hafi verið þessháttar hljóðfæri eptir þennan
mann í tveimur eða þremur og máske fleir-
A