Norðanfari


Norðanfari - 15.11.1884, Blaðsíða 4

Norðanfari - 15.11.1884, Blaðsíða 4
96 — eun þá, en nú hafa nokkrir raenn jáfað það, | að þeir gætu ekki ímyndað sjer, að allir andar þeirra, ljetu svo^fáa og fátæka menn, berjast raeð bugrekki fyrir jafn-þýðingarmiklu máli, án allrar hjálpar frá öðruin“. ÚR BRJEPI ÚR YOPNAPIRÐI 5/10—84 „Hjeðan cru nú ekki aðrar frjettir, en- þær, sem þegar skulu tilgreindar í sem fæst- um orðum: „Sumaríð hefir mátt heita að hafi farið vel með menn að mörgu leyti, grasvöxtur varð meiri enn í meðallagi og nýting ágæt, sem ekki varðar litlu fyrir almenning. Síðan urn Höfuðdag hefir tíðarfarið allajafna verið miklum breytingum háð,ýmist ákafir stormar, stórkostlegar rigningar og snjókrapaveður til fjalla. INú sem stendur er komin svo mikil fönn á fjaligarðinn, að fjalla rnenn hafa ekki getað komið sláturfje sínu lringað, en vonandi að úr þessu bætist bráðum aptur. Pjenaður reynist litið betri en t meðallagi, þótt sumarið sjálft geti ekki talist eðruvísi en fremur gott. Fjárprísar eru hjer 22 aura pd. í 40 pd. kropp, 19 aura í 37 pd. kropp og 17 i 32 pd. kropp og þar fyrir neðan til 15 a. Mor- pundið 30 aura, gærur frá 3 kr. ofaní 1 kr. 25 aura. Fiskafli heíir verið hjer að mun minni hiá mörgum eu næstl. ár og eru sjer- staklega til þess 2 orsakir, fyrst það, að gæftir hafa verið miklu sjaldgæfari en umliðið ár og aflinn í sjálfu sjer að mun minni, enda þótt hans hafi verið leitað af rniklu kappi, enda hefir úthald verið hjer miklu meiraetrn áður, og lrætt við að fjöldinn sje nokkur or- sök i því að árangurinn er minni en áður. Frá Seyðisfrrði eru nýkomnar frjettir urrrað afla- brögðin sjeu þar fremur treg mcðfram afþvi að engin sild hefir aflast parísurnar. Norð- rnenn þá farnir þaðan“. ÚR ÖÐRU BliJEFI ÚR YOPNAF. 20/10-84. „Fjártakan hefir verið hjer með langminnsta móti, sem hún nokkru sinni hefir verið áður, margir hafa borið það fyrir að þeir hafi heyað svo vel, að þeir mættu ekki lóga fjenaði sín- um, annars komi þeir aldrei neinum stolni fyrir sig“. ÚR BRJEFI ÚB REYKJAVÍK 2I/10-84' “Illviðra tíðin er cnn hin sama og áður, svona ætlar sumarið að enda. Almenn heil- brigði. Fiskvart hefir orðið. „Breiðabólstaður á Skógaströnd, veiltur sjera Eiríki Gíslasyni á Lundi í Lundareykja- dal og Borg á Mýrum prestaskóla candidat Árna Jónssyni“. ÚR BRJEFI AF MELRAKKASLJETTU 25/io—'84. „Hjeðan er ekkert markvert að frjetta. Tíðin var seinni hluta sept. ákallega storma- og illviðrasöm. Haust skip kom til Raufar- hafnar liinn 30. sept. þ. á. og silgdi aptur 17. þ. rn. með rúmar 270 tunnur af kjöti, byrjaði þó fjártaka með seinna móti vegna illviðranna, sein gengu urn þær mundir. Síð- an 4, okt. hefir líðin nrátt heita upp á það bezta, og nú sem stendur er alveg snjólaust og blíðviðri á degi hverjum. Afli er nokkur enn þá, þó fiskurinn sje smár“. UR BRJEFI ÚR SKAGAFIRÐI 28/10—84. „Frjetlir fáar. Tíðin yfir höfuð í sum- ar góð allt fram undir gongur, töðu fall af túnum með bezta rnóti i sumar, og nýting góð á henni, grasvoxtur á engjum með betra móti, að undanskildum einstaka flæðiengjum, þar sem vatn lá oflengi á; heyskapur yfir höfuð í betra lagi, þó varð hnekkir talsverð- ur, að suðveslan ofsa veðri 11. sept., því al- menningur átti þá mikið úti uppsætt, sem allt fór um koll og tapaðist talsvert; í því veðri drukknuðu 2 drengir frá Hofða á Höfða- strond, en -sá þriðji bjargaðist á kjöl, hann var elztur. J>eir, sem voru búnir að hirða hey sín fyrir göngur, er nokkrir voru, höfðu þau með góðri nýtingu, hinir er úti áttu meira og minna, komust í mestu vandræði að svæla þcim inn illa verkuðum, því aðsíð- an í göngum hafa verið dæmafáar úrkomur hjer í Skagafirði af snjó og vatni af suð- veslri, svo allt hefir ætlað á flot að fara og getur varla hjá því farið að í hlöðum og heyjum með hita hafi ekki nokkuð skemmst; eldiviður hjá mönnum mjög illa útleikinn og verða af því vandræði. 2 menn af suðurlandi komu fyrir stuttu norðan af Seyðisfirði, er ætluðu suður, 18. þ. m. komu þeir að Gongu- skarðsá og lentu á versta vaðinu á henni, lögðu út í hana, og sá sem var á undan fór flatur þá hann var nærri kominn að landi og drukknaði, en hinn snjeri aptur til baka, sá sem fórst var af Seltjarnarnesi og fannst dag- inn eptir. Mjög er aflalítið af fiski á Skaga- firði, og það sem er heldur smátt. Ekki er enn komið skipið til Popps verzlunarinnar, og eru menn því farnir að verða hræddir um það, færi betur að úr því rætlist því margir eru kornmatarlitlir“. ÚR BRJEFI ÚR HÚNAYATNSSÝSLU 30/io—84. „Litlar eru frjettir að segja. utan bæri- lega vellíðan flestra bjer 1 sýslu, utan, við sjóinn er mjög fiskilítið, nema á Skagaströud hefir aflasl í allt sumar að nokkrum mun, og enn afla þar sumir og úlí Nesjum er nú sagt bezti fiskafli. í sumar var heyskapur í bezta lagi, bæði hvað gras og nýtingu snerti þang- að til um göngurnar að brá til illviðra og íjarska úrkomu, svo jeg lield að hjer hafi drepið hey sumstaðar og hjá stöku mönnum er talsvert af þeim undir snjó enn, bæði upp á Laxárdal og í kringnm Yatnsnes og í Vest- urhópi. Nú um tíma hefir verið frostasamt og nú seinustu dagana 10—12 slig á Reaumur og valnsföll flest nú þakin með hestís. Vest- urhópsvatn var allt rennt i gærdag, og er það nýlunda, að þvílíkt vatn skuli leggja svo snemma, því að í því, er aðfall og útfall. Mjög hefir verið kvillasamt víða hjer í snm- ar. A Torfalæk hafa veikindi gengið hjer í allt sumar meiri og minni, en nú er þeim loksins farið að linna, svo allir eru þar komnir vel á fót og enginn þar dáið. A bænum Öxl hefir bóndinn þar Sigurður að nafní legið þar í allt sumar, til þess hann 25. f. m. and- aðist éptir langsamar þjáningar af sullaveiki. og alla æfi mjög lasinn til heilsu og lá opt stórlegur, en hann var mjog ráðdeildarsamur og umhyggjumikill maður þá hann gat nolið sín fyrir lasleika, enda var liann haldinn með beztu búholdum í Sveinstaðahrepp, ef ekkisá bezti. Einnig sálaðist, í morgun kona J>or- steins bónda Jónssonar á Hæli að nafni Helga Guðlaugsdóttir, sem hefir fleiri ár þjáðsl af ókennilegu heilsuleysi, og leitað fleslra lækna og þeir ei getað hjálpað henni. Mikið er hjer nú tíðrætt um íjárkláðann, og var því fje skoðað í öllum fjárrjettum í baust, enn ei fannst skaðl,egur kláði neinstaðar, þessar skoð- anir eiga að fara frain í hverjum mánuði fyrst frameptir vetrinum. J>ess er óskandi, að sá vogestur komi ekki til okkar aptur“. Ýi'mismeyjar á Laugalandi 1884. Aslaug Indriðadóttir frá Espihóli, Eyjafirði. Asta fórarinnsdóttir frá Víkingavatni, Keldu- hverfi, |>ingeyjarsýslu. Aðalbjörg Sigurðardóttir frá Brúnagerði, Fnjóskadal, fingeyjarsýslu. Anna Jónsdóttir frá Mýri, Bárðardal |>ingeyjar- sýslu. Anna Kristjánsdóttir frá Úlfskæ, Bárðardal, Þ’ngeyjarsýslu. Gróa Eyjúlfsdóttir frá Hrafnsgerði, Fellum, Múlasýslu. Guðný Bjarnadóttir, frá Birningsstöðum, Ljósa- vatnsskarði, |>ingeyjarsýslu. Guðný Jónsdóttir, frá Grænavatni, Mývatnsveit, þingeyjarsýslu. Guðrún Jónsdóttii frá Hafralæk, Aðal-Reykjadal, þingeyjarsýslu. Guðrún Sigurðardóttir, frá Hólum Laxárdal, fingeyjarsýslu. Helga Stefánsdóttir. frá Garði, Mývatnssveit, þingeyjarsýslu. Hólmfríður Bjarnadóttir frá Birningsstöðum Ljósavatnsskarði, pingeyjarsýslu. Hólmfríður Jónsdóttir, frá Seyðisfirði, Múla- sýslu. Hólmfríður Magnúsdóttir, frá Lundabrekku, Bárðardal, pingeyiarsýslu. Jóhanna Hallgrímsdóttir, frá Vakurstöðum, Vopnalirði, Múlasýslu. Jónina Stefánsdóttir, frá Skjöldólfsstöðum, Jökuldal, Múlasýslu. Kristbjörg Sigurðardóttir, frá Brúnagefði, Fnjóskadal, þingeyjarsýslu. Nýbjörg Kristjánsdóttir frá Vatnsenda, Ljósa- vatnsskarði, pingeyjarsýslu. Pálína Guðjórisdóttir frá Ljótsstöðum, Laxár- dal, þingeyjarsýslu. Sigríður Sigvaldadóttir frá Kaupangi, Eyja- firði. Sigurlaug Jónsdóttir frá Fornastöðum, Fnjóska • dal, þingeyjarsýslu. Stefanía Jónsdóttjr frá Dvergasteini, Seyðis- firði, Múlasýslu. Stefania Stefánsdóttir frá þórarinnstaðaeyri við Seyðisfjörð. Valgerður Jóhannesardóttir frá Álundi, þistil- firði,1 þingeyjarsýslu. Auglýslug. Peir. sem eru mjer enn skyldug- ír fyrir Noröanfara og íleira frá undan- förnum árum, óska jeg að vildu borga injer það semallra fyrst, í þessum eba næsta mánubi að hverjum fyrir sig er unnt, helzt með peniogum, ebur -innskript í reikning minn hjer á Akureyri eða Oddeyri og hvar annarstabar á verzluoarstöbum, sem jeg hefi reikning, en þeir sem skulda mjer í Subur- eba Vesturamtinu, hib jeg ab greiba þab til hr. landshöfbingjaskrifara Sighvatar Ejarnasonar í Reykjavik, eba hr. sýsluskrif- ara Þ. Lárussonar á Arnarholti. Enn fremur mælist jeg hjer meb al- úblegast til, ab þeir, sem eru kaupendur ab þessa árs árgangi Norðanfara og ekki eru þegar búnir ab greiba tojer borgun fyrir hann, vildu gjöra svo vel og borga mjer hánn í þessum eba næsta mánubi, á sama hátt og mælst er til hjer ab ofan af þcim cr enn skulda mjer fyrir eldri árganga. Akureyri 15. nóv. 1884, Björn Jónsson. Eigandi og ábyrgðarm.: Iíjörn Jónsson. Frentsmiðja Norðanfara.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.