Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1865, Qupperneq 2

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1865, Qupperneq 2
anleg velgjörð guðs náðar, að þú lieitir og kallast krist- inn maðnr, að þú ert fæddur innan vebanda kristilegrar kirkju, af kristnum foreldrum, að þú í skírninni varst tekinn í tölu kristinna manna og þannig þegar sem ungbarn leiddur til frelsara þíns, að þér hlotnaðist kristi- legt uppeldi og uppfræðing um guðs ráð og vilja þér til sáluhjálpar, að þú síðan hátíðlega varst staðfestur í skírnarsáttmála þínum, að þú átt kost á að heyra guðs- orð og hafa það um hönd bæði í kirkjunni og heima- húsum, og að þú í heilagri kvöldmáltíð getur minztvið frelsara þinn og þannig enn þá innilegar sameinazt hon- um í trú og kærleika. Yissulega er það ómetanleg vel- gjörð guðlegrar náðar, að þú sem kristinn maður getur beðið guð og ákallað hann sem friðþægðan og mildi- ríkan föður, að þú í bæninni mátt úthella hjarta þínu fyrir honum og varpa þér í hans miskunarfaðm. En því stærri sem þessi velgjörð er, því meiri er þinn á- byrgðarhluti; því meira sem þér er lánað, því meira verður af þér heimtað. Já, þessu hinu veglega kristna nafni þínu og þeim velgjörðum, sem við það eru tengdar, fylgir mikil ábyrgð. þér er því mjög áríðandi að hugleiða, hvort þú ert sannkristinn, eða einungis kristinn að nafninu til, og þetla getur þú bezt með því að prófa og rann- saka sjálfan þig, hugarfar og háttalag þilt og bera það saman við Krists boð, við það, sem hann hcimtar af síns nafns játendum, af sínum sönnu lærisveinum. Iíristur heimtar af oss, sem berum hans nafn, að vér trúum á guð og trúum á sig. En er það ein- hlítt að trúa því, að guð sé til og að hann hafi sent Krist í heiminn til að frelsa syndugt mannkyn? Neil Um liina köldu og dauðu trú segir rituingin, »að djöfl- arnir trúi því líka, að guð sé einn, og skelfist af því»

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.