Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1865, Blaðsíða 7

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1865, Blaðsíða 7
8 mest umhugað um að safna ser andlegum og eilífum fjársjóðum. Hann temur sér að liugsa um eilífðina, um guð og hans dásemdarverk og initt í lians hversdags- legu störfum er hugur hans á liimnum. fannig flnnur hann þegar hér i lífl forsmekk eilífrar sælu og bíður dauða síns í þeirri von og vissu, að guð af sinni náð og miskunsemi muni fyrir Krists skuld gjöra sig eiliflega sælan og taka sig í tölu útvaldra. Ileimsins og holds- . ins þræll býst einnig við að verða sáluhólpinn. En hvernig? alt sem her í lífi veitir honum unað og gleði, vantar hinum megin grafarinnar ; himnaríkis heilaga sæla getur ekki veitt honum neina gleði, því að hún ú ekki skylt við hina syndsamlegu kæti þessa lífs. En hvernig getur þá heimsins barn orðið sannkristið og sáluhólpið? Með því að snúa sér af hjarta til guðs og biðja hann að skapa í sér hreint hjarta og styrkja sig með sínum heilaga anda til að endurfæðast og betrast. þá kemst maðurinn til þeirrar viðurkenningar, að hann er sekur og hegningarverður í guðs augum; þá sér hann guðs heilaga réttlæti og sinn óverðugleika; þá flýr liann angr- aður og iðrandi að Jesú krossi, og biður guð fyrir Krists sakir um náð, og liinn eilifl kærleikur þerrar iðrunartárin af kinnum hans og fullvissar hann um, að guð vilji ekki dauða syndarans, heldur að hann snúi sér og lifi; og þegar hann þannig hallar sér að Jesú brjósti og flýr í guðs náðarfaðm, finnur hann til friðar í sálu sinni, til guðs og Jesú Krists liimneska friðar, »sem er æðri öllum skilningi« (Fil. 4, 7). þá er hann orðinn kristinn, og óskar nú af öllu lijarta að geta hlýðnazt guðs boðum, sem hann sér, að öll miða til hans and- legu og eilífu farsældar. |>etta er sá eini vegur til að verða kristinn, hið

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.