Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1865, Blaðsíða 14

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1865, Blaðsíða 14
sem maður, eða sem kristinn, og ver æltum því allir að leggjast á eitt að styðja þessa skoðun, svo framarlega sem vér ekki viljum sjálfir verða sekir í óförum ofdrvkkju- mannsins; ef vér göngum aðgjörðalausir fram hjá, þeg- ar manndráparinn bregður lagvopninu, til að vega með því, og vér afstýrum því ekki, þó vér getum, þá verðum vér sekir í sama glæpi, og ef vér liorfum aðgjörðálausir á, að bræður vorir fyrirfari sjálfum sér með ofdrykkj- unni, þá verðum vér að sínu leyti eins sekir og liegn- ingarverðir. f>eir eru orðnir fjötraðir, þeir eru lmept- ir undir vald ofdrykkjunnar og geta ekki forðað iíflnu; þeirra betri tilfinningar eru fjötraðar; þó senda þeir end- ur og sinnum andvörp sín um liðsinni vort, en vérvilj- um ekki ljá þeim eyrun, vér látum þá fyrirfarast lijálp- ariausa og þykjumst þó vera saklausir. Ilvað stoðar oss frelsi og ættjarðarást; eru það ekki þýðingarlaus, eða jafnvel hlægileg nöfn, þegar þau eru heimfærð upp á oss, meðan ofdrykkjan viðhelzt meðal vor og hneyxli hennar gengur í arf frá hinum eldri til hinna yngri. Já, leggj- umst allir á eitt, að útrýma hinni hryllilegu ofdrvkkju úr landi voru! Leggizt á eilt með oss, þér drykkju- menn! allir þér, sem hneigðir eruð fyrir nautn áfengra drykkja! hættið ekki veikleika yðar þangað, sem freist- ing er til ofdrykkju; sýnið ættjarðarást yðar í því að stöðva lineyxli ofdrykkjunnar hjá sjálfum yður og öðr- um. f>að er til yðar, að guðsorð meðal annars snýr þeirri áminningu, að þér sluilið afsníða þann fót og þa liönd, sem hneyxlar yður. f>ér liafið sterkar ástríðurað sigra, en þess frægari sigur getið þér lika búizt við að vinna; særið ekki lengur hjörtu vina yðar og bræðra, með því að Iáta þá liorfa upp á ófarir yðar og ófram- sýni sér til sorgar og skapraunar; heitið á góðan guð

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.