Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1865, Síða 8

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1865, Síða 8
9 eina ráðið til að verða sáluhólpinn, og svo framarlega sem þú vilt verða sannkristinn og sáluhólpinn, þá fylg þessum vegi og aðhylztu þetta ráð, og hann, sem er vegurinn, sannleikurinn og lífið, mun styrkja þig með sínum anda og leiða þig á lífsins veg. OFDRYKKJAN. I. Ein af þeim syndum, sem án efa valda mestri ó- lmmingju í sérliverju landi, þar sem hún á annað borð er ríkjandi, er ofdrykkjan; um þetla getum vér því miður borið af hryggilegri reynslu sjálfra vor, því að margir á meðal vor farast á ári hverju, annaðhvort á landi, eða í vötnum og í sjú, af einhverjum þeim slys- um, sem standa í sambandi við ofdrykkju. J>að er eðli- legt, að hvern samvizkusaman og góðgjarnan mann hljóti að taka þvílík óhamingja sárt, því að í fámennu landi eins og voru, er það hörmulegt, að svo margir ungir og efnilegir menn skuli farast af sjálfskaparvílum og opt og einatt eptirskilja börn og konur og æfmlega sœra hjörtu vina og vandamanna með viðskilnaði sín- um; en ef rétt er skoðað, er þó þetta ekki hin versta afleiðing ofdrykkjnnnar, því sannkallaður ofdrykkjumaður er í raun og veru lifandi dauður, og verri en dauður, því auk þess sem hann vinnur lítið gagn, vinnur hann stöðuglega ógagn; allar gáfur hans og all hans atgjörli verður eins og að voða í höndum hins óða; hann gjörir eins og uppreisn móti öllum, móti skapara sínum, móti því félagi, sem hann lifir í, og móti sjálfum sér.

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.