Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1865, Síða 12
13
hjarta sínu. Og hvernig mundi sönn sómatilfinn-
ing geta átt sér stað í hjarta drykkjumannsins? Get-
ur þú ætlað, að sá maður hafi sómatilfinningu, þenna
verndarengil dygðarinnar, sem varpar frá sér öllu því, sem
veitir manninum yfirburði yfir dýrin, vitinu, stillingunni
og öllum sönnum mannkostum? Getur þú ætlað, að sá
hafi sanna sómatilfinningu, hversu fagurlega sem hann
kann að tala um sjálfan sig og kosti sína, sem ekki
skeytir um að vera sjálfum sér bjargandi, ekki að standa
í skilum, né að uppfvlla jafnvel hinar helgustu skyldur
við ættmenn, vini sína og vandamenn, þvi síðurviðaðra
út í frá? og um ekkert af þessu skeytir drykkjumaður-
inn, því alt verður það að sitja á hakanum fyrir hans
eigin syndsamlcgu fýsn. Getið þér ætlað, að drykkju-
maðurinn hafi sómatilfinningu, sem ekki fyrirverður sig
að láta sjá sig í ástandi ofdrykkjunnar, þótt liann viti,
að ekkert er öllu viðbjóðslegri sjón? það er mjög ó-
liklegt, að sá maður hafi nokkra sanna sómatilfinningu,
sem ekki fyrirverður sig, að láta sjá sig í því ástandi,
að hann af drykkjuskap er ekki sjálfum sér bjargandi,
sem annaðhvort hnígur niður aflvana, þar sem hann er
kominn, eða ráfar eins og í myrkri, þó það sé um bjart-
an dag, án þess að vita fótum sínum forráð, og sem á
liverri stundu ræður við falli. það er mjög ólíklegt, að
sá maður liafi sanna sómatilfinningu, sem veit, að hann
hvorki hefir vald yfir orðum sínum eða gjörðum, þeg-
ar hann verður drukkinn, en drekkur samt, og sækist
eplir freistingunni í stað þess að forðastliana. það má
fullyrða, að sá maður, sem einu sinni er búinn að sýna
sig í þessu ofdrykkjunnar ástandi, án þess að fyrirverða
sig, og án þess að forðast að gjöra það optar, er þeg-
ar búinn að missa alia sanna sómatilfinningu; hann er