Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1865, Page 13
14
annaðhvort á veginum til að verða ofdrykkjnmaður, eða
er þegar orðinn það. Menn hafa þá sögu um hina
fornu íbúa Spörtu á Grikklandi, sem er vottur um,
hversu viðbjóðslegt það er, að sjá drukkinn mann. Upp-
eldi barnanna miðaði einkum til þess hjá Grikkjnm þess-
um, að láta börnin fá hrausta sál í heilbrigðum líkama
og að gjöra þau að nýtum og duglegum þegnum ; þeir
létu sér því um fram all umhugað um, að forða þeim
við allri nautn áfengra drykkja, og það ráð, sem þeir
tóku til þess og sem talið er að vel hafi hrifið, var
það, að þeir gjörðu einn eða fleiri þrœla drukkna til
þess að sýna börnum sínum skrípalæti drukkinna manna,
og hvernig drykkjuskapurinn gjörir manninn viðbjóðs-
Iegan og ósjálfbjarga. Óspilt tilfinning sagði heiðingj-
um þessum, hversu drykkjuskapurinn er svívirðilegur;
en fjöldi kristinna manna hefir svo útrýmt hjá sér þess-
ari óspiltu tilfinningu, að drykkjumaðurinn sýnir sig
sneypulaust og lætur börn sín, konu, foreldra og vini
fyrirverða sig fyrir sig, en gjörir það ekki sjálfur. Yfir
höfuð fyrirlíta menn ekki þenna drykkjuskaparlöst sem
vera ber, og því miður er jafnvel sá lelagsandi til,
að það þykir fremd að geta drukkið með, og að þeir
eru taldir hjárænur og ómannblendnir, sem ekki vilja
bæði drekka og veila öðrum, eptir því sem hver hefir
lyst til. þar sem þvílíkur andi drottnar, þar lilýtur öll
sönn velmegun að hverfa, þar verða fleiri eða færri of-
drykkjumenn, þar verður venjan aðþeim harðstjóra, sem
hver einstakur maður ekkert ræður við, nema með því
að verða lýttur, því að »sá er lýttur, sern ekki fylgir
landssiðnumn. Að liinu leylinu er þó sú skoðun fariu
að ryðja ser til rúms hjá oss, að ofdrykkjan sé bæði
skaðleg og ósæmandi, hvort sem maðurinn er skoðaður