Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1869, Blaðsíða 9

Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1869, Blaðsíða 9
9 skipstjórans, sagöi honum frá því og mælti: «nú sé eg, að það er eitthvað varið í trúarbrögðin; hingað til hefi eg hugsað, að þið, guðhræddu mennirnir, væruð hræsnarar; en það get eg nú ekki lengur haldið, eptir að eg hefl séð fornkunningja minn skraddarann. Komið með mér til hans; þér verðið að kynnast honum. Skipstjórinn fór með honum og sagði mér seinna frá, hvílíkt yndi hann hefði haft af að tala við skraddarann. t*að er mikil guðs náð að geta þannig vitnað um hann og þannig breytt eptir þessu boði frelsara vors: «látið ljós yðar lýsa fyrir mönnum, svo að þeir sjái góðverk yðar og vegsami föðuryðar, sem er á himnum». Hann kynnti sér betur og hetur heilaga ritningu og gladdist innilega af þeim andlegu Qársjóðum, sem hann fann i lienni. Hann kom opt til mín og sagði mér frá þeim, og spurði mig, hvort eg hefði nokkurn tíma heyrl eins ágæta hluti. Það var allt svo nýstárlegt fyrir hann, og hann tók við því með trúuðu og barnslegu hugarfari. Því miður eigum vér, sem frá blautu barnsbeini þekkj- um heilaga rituingu og þau auðæfi, sem hún felur í sér, bágt með að skilja í þeirri gleði, sem allt í einu ryður sér til rúms hjá slíkum mönnum. Þau áhrif, sem hin helga saga hefir á oss, eru farin að dofna. Að minnsta kosti fann eg með skelfingu til þess, hversu kaldur og snauður eg var í samanburði við hina brenn- heitu trú og guðrækilega fögnuð þessa góða gamla manns. Gætum vér varðveitt hinn fyrsta kærleika sterkan og lifandi, þá mundu líka áhrif heilagrar ritn- ingar á hjörtu vor jafnan verða eins sterk og lifandi. En hann las ekki einungis heilaga ritningu sér til uppfræðingar, huggunar og betrunar, heldur var hann nokkurs konar andleg býfluga, sem safnaði liunangi af

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.