Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1869, Blaðsíða 13

Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1869, Blaðsíða 13
13 lægt ofninum, sem enginn eldur var í, stóð lítill piltur, hér um bil sex ára gamall, og bað um brauð. Móðir hans ansaði honum ekki, en eptir skamma stund bað hann aptur: «móðir mín góð, gefðu mér eitthvað, hvað lítið sem það er, eg get ekki þolað hungriðn. Móðir- in gaf honum dálitla sneið af brauði og sagði: »Eg þurfti þess handa henni litlu systur þinni; en eg er hrædd um, að hún þurfi ekki lengur á neinu að halda«. Litli Ilans (svo hét drengurinn) greip brauðsneiðina með ákefð, en skilaði aptur helmingnum handa veika barn- inu. Skömmu síðar kom húsfaðirinn, og var hann bæði magur útlits og dapur í bragði. »Yið eigum bágt, Theresa mín«, sagði hann við konu sína, »egheíistað- ið á torginu með hjólbörurnar mtnar í allan dag, og ekki getað unnið mér inn einn skilding«. Litli Hans spurði: »komstu ekki með neitt handa mér að borða?» En faðirinn var svo alvarlegur á svipinn, að pilturinn varð hræddur, og sagði: »Egskal ekki spyrja aplur«. Föð- urnum varð nú litið á veika barnið, og varð hann frá sér numinn af sorg. Loksins sagði hann: «eg get nú ekki tekið annað til bragðs, en að selja hjólbörurnar mínar». Það er siður í Antwerpen, að á hverjum föstudegi er haldið nokkurskonar uppboð á markaðstorginu, og þangað koma menn með hvað eina, sem þeir vilja selja. Fátæki maðurinn fór nú með hjólbörur sínar, og beið þangað til að honum kom. En svo vildi til, að tvær ungar höfðingsmeyjar áttu leið þar hjá í sama bili, og þar þeim brá við, að sjá sorgarsvip þessa manns, námu þær staðar hjá honum, og hlýddu á, er hann sagði ein- hverjum nábúa frá raunum sínum. í’ær ráðguðust nú hver við aðra, og keyptu hjólbörurnar fyrir níu ríkis-

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.