Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1869, Blaðsíða 1

Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1869, Blaðsíða 1
KRISTILEG SMÍRIT BANDA ÍSLENDINGUM. X 3. HINN GERSKI (RÚSSNESKI) SIIRADDARI. Frásaga þessi segir frá manni nokkrum, sem ekki bætti ráð sitt fyrr en á elliárum, en varð eptir það ó- þreytanlegur í að efla og útbreiða guðs ríki, og er hún rituð af presti liins enska safnaðar í Pétursborg, höfuð- stað Garðaríkis eða Rússlands, sem þekkti þenna skradd- ara, og hljóðar lnin þannig: Skraddari þessi fór á unga aldri til Englands, og varð þar sjómaður. Þaðan fór hann fyrst með skipi einu, er flutti svarta þræla úr Suðurálfu til Vestureyja; fór hann þessa ferð sex sinnuni, og sá margt liryllilegt og miskunarlaust athæíi þessara manseljenda; var hann og sjálfur opt staddur í lífshættum, en guð viðhélt lífi lians. Síðan gekk hann í enska herþjónustu, og missti annað augað í sjóorrustu, svo að hann varð að fá lausn úr liðsmannatölu. Hann hafði því í æskunni lifaðmarga alvörustund, en hvorki höfðu syndir þær og lestir, sem fyrir hann liöfðu borið, né þær hinar mörgu lífshættur, sem hann hafði ralað í, getað vakið hjá honum iðrun og apturhvarf, eðanokkra hugsun um að búa sig undir eilífðina. Hjarta hans var hart eins og steinn; og hann álli engan vin, sem gæti áminnt hann, og þekkti ekkcrl guðsbarn, sem gæti sagt honum til vegar og vísað honum 3. ár.

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.