Baldur - 09.01.1868, Blaðsíða 1

Baldur - 09.01.1868, Blaðsíða 1
(£J|r' Auglýsingar og grein- ir um einstaldeg efni eru tékin í blað þetta, ef borgaðir eru 3 slc. fyrir hverja línu með smáu letri (5 sk. með stœrra Jetri). Kaup- endur fá helmings af- slátt. Sendur kaup- endum ólcéypis. Þeir, er vilja semja um eitthvað við ritstjórn blaðs þessa, snúi sjer í því efni til ábyrgð- armannsins, Friðriks bókbind. Guðmunds- sonar, er býr í húsinu nr. 3 í Ingólfsbrekku. Verð blaðsins er 24 sk. ár-þriðjungur hver (6 blöð), og borgist fyrir- fram. 1. ár. Reykjavík 9. dag janúarmánaðar 1868. 1. blað. Efni: Til lesendarma. — (af) sent) J>eódór konungur í Habesch. — (aí) sent) Ain í dalnum (kvæbi eptir Jón Olafsson). — Frjettir innleudar. Mannalát,—Prestaköil. — Frjettir útleudar. — Nef>anm : Af Jóni Espólín. TIL LESENDANNA. »GleðiIegt ný-ár góðir landar! >>Hver kemur til dyranna, sem bann er klæddur«, og má það vel segja um oss, útgefendur »Baldurs«. Vjer höf- um eigi farið mörgum fögrum orðum um blað vort í boðs- brjefi voru um það, og eigi gefið mörg fögur loforð um blaðið, enda má vera, að mönnum virðist það koma fram í nokkuð fáskrúðugum búningi; — en »hver kemur til dyranr.a sem hann er klæddur«, og vjer berum það eitt á borð fyrir lesendur vora, er vjer höfum fram að bjóða og oss þykkir boðlegt, en »það tekur enginn, sem honum er ekki gefið«, og það er ekki að búast við neinu sjerlegu af oss. llið eina, sem vjer lofum, er þetta, að vanda blað vort, að því ieyti, er í voru valdi stendur, og vildum vjer heldur láta blaðið vera styttra, en fylla það með því, er annaðhvort er til hneykslis eður til einskis gagns. Þannig viljnm vjer eigi fylla blað vort með auglýsingum um ein- stakleg málefni, heldur viljum vjer hafa slíkt í aukablöðum, því að oss þykir þuð vera óhæfa, að láta kaupendur kaúpa auglýsingar, er auglýsendur borga svo, að þær borga sig sjálfar; sýnist oss slíkt vera, að hafa landa sína fyrir fje- þúfu, og láta tvíborga sjer; virðist oss það litlu betra, én bert okur. Fyrir því munu þess konar blöð fylgja ókeypis, eins og til er tckiö í boðsbrjefinu. Viljum vjer taka það fram, að slíkt er kaupendum meira, en iítill hagur, enda verðiii blað vort eithvert hið ódýrasta, er verið hefir hér á landi, þegar frá hinum blöðunum eru dregnar auglýsingar, og skoðuð stærð sú, er þá verður eptir; má finna sum þau blöð, er x/a—V2 þeirra eru auglýsingar. Að vjer beiðumst borgunar fyrir fram, þarf engan að fæla, þar eð áreiðanlegur maður1 ábyrgist kaupendum andvirðið. Það er að eins gjört til þess, að víst sje, bvað npp má leggja af blaðinu, og að þeir einir fái það, sem borga það. En ár-þriðjungana, er borgaskal fyrir fram, teljum vjer svo, að 6 nr. af blaðivoru sje einn þriðjungur. Vjer viljum vinsamlegast biðja alla, er boðsbrjef hafa frá oss fengið, að senda þau oss aptur 1) Herra Einar prentari þórbarsou, sjá bobsbrjef vort. með allra fyrstu ferð. Einnig biðjum vjer eptirleiðis alla að sjá um, er blaðið kaupa, að vjer fáum andvirði hvers þriðjungs fyrirfram í tækan tírna, því að þeir eiuir geta við búizt að fá blaðið, scm eru fastir kaupendur. Einstök blöð af tímariti voru kosta 6 sk., og fást_eigi keypt, nema handa kaupendum, er kynnu af einhverjum ástæðuro að viljafá ein- stök blöð. Allir, sem vilja kaupa blað þetta, þurfa að eins að snúa sjer til herra prentara Einars t*órðarsonar í Reykja- vík. Til ábyrgðarmaunsins, Friðriks bókbindara Guðmunds- sonar, geta þeir snúið sjer, erviljakoma í blaðið ritgjörð- um eða auglýsingum. Viljum vjer biðja alla þá, er til þess finna köllun hjá sjer, að senda oss ritgjörðir. Einnig vilj- um vjer biðja góðfróða menn út um land, er henlugleika hafa á því — en það hafa flestir — að senda oss frjettir, mannalát, 0. tl. þessh. Að endingu getum vjer þess, að þetta blað er eius konar sýnisblað af tímariti voru, og höfum vjer fyrir því eigi viljað hreifa hjer enn hinum almennustu þjóðmálum vorum, en þess mun þó vou frá oss, ef vjer sjáum, að blað vort verði eldra, en mánaðar-gamalt. Vtgefendur »Ilaldurs«. (Sent aíl). Í'EÓDÓR konungur í HABESGH. Habesch (Abessynia, Habessinia) liggur í suður- álfu, vestur af rauðahafi og suður af Nubia, og er syðsti hlutur Níl - landanna. I’ar er nú konungur sá er nefnist Þeódór (Theodorus = Guðmundur). Hann þykist vera af einni hinni elztu konungaætt í heimi, og rekur ætt sína í beinan legg upp til Davíðs, og segir hann þessu svo varið, að hinn eþjópski lang - lang - lang - lang . . . -afi sinn hafi hvílt undir hjarta drottning- arinnar af Zaba, er hún fór heim, eptir það, er hún, sem kunnugt er, hafði fundið Salómon konung. — Þetta sótti húu til hans! — Konungur þessi kvað festa öruggan trún- að á þessa ættfærslu sína. En væri nú þessi lyga-ættfærsla sönn, þá væri hann hinn argasti ættleri, því að slík for- smán hefir eigi í manniíkan á konungstóli setið. Afbragðs- gáfumaður hlýtur hann að vera, þar sem hann hefir sjálf- 1

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.