Baldur - 09.01.1868, Blaðsíða 3

Baldur - 09.01.1868, Blaðsíða 3
3 FRJETTIR INNLENDAR. Stutt yfirlit árferðis. Veturinn eptir ný-ár 1867 var hjer suunanlands snjóalítill yflr höfuð, en þó frost nokkur, helzt í janúarmán. og febrúarmánuði; varð það hæst nær 14 mælistigum. Norðanlands og austan varð veturinn harð- ari með frosti og snjóum, voru skepnur teknar á gjöfþeg- ar hálfan mánuð af vetri í Múlasýslum og víðar; hjeldust harðindin veturinn út, og urðu menn að kaupa sjer korn handa skepnum sínum. Um páskaleytið rak inn hafís undir norðurland ogausturiand oglá við tilþessí 12.viku sumars. Á suðurlandi varárferðibetra; varþarafli allgóður, og urðu hlutir með hærra móti. Einnig er sagt að verið hafi góður sil- ungs-afli við Mývatn. Vorið var víðast um land liið kald- asta og gróður lítill um sumarið; fór sumstaðar á norður- landi eigi klaki úr jörð allt sumarið. í vorharðindunum felldu menn víða skepnur sínar; varð fjárdauðinn mestur í Skaptafells- Múla- og Þingeyjarsýslum, og það svo, að á sumum bæjum varð stráfellir. Heilsufar manna mátti all- gott heita yfir höfuð; þó gekk taugaveiki í Múlasýslum, og stakk sjer enda víðar niður. — Sumarið varð rigningasamt, einkum sunnanlands, að fráskildum júlímánuði. Varð því nýting ill á heyjum á suðurlandi, en í norðurlandi í með- allagi. Um veturnæturnar gjörði snjókast yflr suðurland, svo jarðbönn urðu um tíma. En á norðurlaudi kom þetta kast eigi. En í lok október-mánaðar gjörði hlákur, tók þá upp snjó allan; heflr síðan verið auð jörð og hlákur, og hefir svo haldizt til ný-árs; en rigningasamtog stormasamt heflr hjer verið; hefir, að því er vjer höfum frjett, eigi fallið snjór að heita má á Islandi, frá velurnóttum til ný- árs. —Fiskiafli hefir verið góður kringum land; hafa orð- ið háir hlutir við Faxaflóa. Með sendimanni að norðan __________________________________________________________ eptirsjá ísýslunni; hlýddist Finnur áþað, og hafði ertingar í frammi við Espólín, gjörðist þar af óþokki með þeim. Var ríki EspóUns þá lítið, hafði hann komið til sýslunnar fje- vani og einhleypur; lítt var hann var að sjá við brögðum. Hneigðist liann þá til drykkjuskapar svo sem fleiri, er haldið höfðu Snœfellsnessýslu. Erlist og sjera Ásgrímur við hann með flimtkviðlingum, en Espólin kvað þar í móti, og bar prestur hinn verra hlut í þeirra viðskiptum. Árið 1792 (1793?)1 dó utanlands Jalcob bróðir Espólíns. Þá setti Espólín bú á Brekkubœ; fór þá til hans Rannveig, er síð- ar varð kona hans, og hennar fólk. 1795 fór hann heim í Knararpláz, ogbjóþar í skemmu einni. 1796 fluttihann sig um vorið að Fróðá, og hreppti þar vætusumar og hey- skemmdir. (Framh. síðar). 1) í Arb. ísl. er sagt, þar sem talab er nm árib 1792, þann Tetnr dæi Jakob, en eigi vitum vjer, hvort þafe var fyrir ebar eptir ný-ár. Á blöíium, er vjer hófum undir hendi, eptir Daba fró?)a, er dan%a-árhans talib 1793. Má vel vera, aí) eigi hefþi veriþ vikií) frá ártali Arbókanna ástæímlaust; ogereigi ólíklegt, aþ ártal Daþa sje rjettara. höfum vjer frjett hið sama úr Eyjafirði; höfðu þar orðið háir hlutir, einkum í Svarfaðardal, frá 700 til 2200 ,í hlut. Á Langanesströndum hefir og verið góður afli, er það þó fágætt þar um þennan tíma, Síld gekk að landi á Langa- nesi, og höfum vjer heyrt að maður einn hafl fengið 20 tuunur af síld í einum drætti, og er slíkt fágætt. — í haust og framan af vetri gekk kvefveiki víða um land; dóu þó færri úr henni á suðurlandi en á norðurlandi; eínnig hefir fyrir norðan stungið sjer niður taugaveiki og barna- veiki. — Verzlanin hefir þótt vera í lakara lagi næstliðið ár; heflr útlend vara verið hátt í verði, en innlend vara í lágu verði, matarlitlir kaupstaðir, og kaupmenn tregir á að lána, en heimtað inn skuldir. — Póstskipið kom hjer 20. d. fyrra mán. og hafði þá haft 5 vikna útivist; hafði það tals- vert af vörum meðferðis. Hækkaði þá matvara í verði, svo að nú er rúgur á 14 rd., baunir á 15 rd. og bankabygg á 16 rd. Einnig er brennivín orðiðá 28 sk. potturinn. Með því frjettist að reiðarar Eyrarbakka-verzlunar væri gjaldþrota. Mælt var og að þeir væri gjaldþrota Henderson og Ander- son, og höfum vjer heyrt, enda ætlum vjer það satt vera, að til þess sje sú tilhæfa, að þeir hafl boðið skuldheimtumönnum sínumaðborga 50 rd. af hverjum hundrað, er þeir áttu hjá þeim; en eigi hefir frjetzt, hvort skuldheimtumenn þeirra hafi gengið að því eður eigi. Árið byrjaði hjer með stormi og rigningu, gjörði ofsa- veður á ný-árs-kvöld, svo að kaupfarið «Spica» (44‘/2 lest), er sent var hingað til þess að sækja saltfisk til consuls Siemsens, sleit upp af höfninni og rak upp á kletta hjá Örfarsey; var skrokkurinn sjálfur seldur við uppboð 7. dag þ. m. fyrir 217 rd.— Póstskipið fór hjeðan 6.d. janúar-m. og hefir því byrjað vel, því að síðan hafa verið stillt veður. Með því sigldi margt manna, þar á meðal consul Smith og Benidikt sonur hans, consul E. Siemsen og frú hans, Sveinn kaupm. Guðmundsson frá Búðum, Hein málaflutningsmað- ur, Englendingar þeir, er komu með síðasta póstskipi, James Ritchie, kaupmaður frá Peterhead í Skotlandi, niður- suðumaður, strandmennirnir af skipinu «Bergen», er strand- aði hjer í nóvembermánuði síðasll., strandmennirnir af «Spica» og strandmennirnir að norðan afskipinu «Aurora», er strandaði á Hofsós. Mannalát. i Á miðvikudaginn 4. dag desember-mán. f. á. andaðist eptir þunga og langa legu herra Helgi Guðmundsson Thor- dersen, R. af Dbr. og dannebrogsmaður, byskup yfiríslandi 1845—1865, og munum vér minnast þessa merkismanns síðar í blaði voru. Frjetzt hefir með póstskipinu (er á leið sinni varð að lcggja inn á BeruQörð í Suður-Múlasýslu sökum kolaleysis), að Bjarni Thorlacius, er settur var læknir fyriraustan, væri látinn; mun þess og nákvæmar getið síðar. Það hefir frjetzt, og mun eigi hæfnlaust, að stjórnin

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.