Baldur - 09.01.1868, Blaðsíða 4

Baldur - 09.01.1868, Blaðsíða 4
4 muni hafa skrifað stiptsyfirvöldunum um, að það sje í ráði að gjöra skólasvein Pjetur Guðmundarson (úr Skagafirði) að presti í Grímey, og skuli hann ekki þurfa til þess lög- boðin lærdómspróf, en hafa þó eptir nokkur ár rjett til prestsembætta annara. Breiðabólsstaður í Vesturhópi er 6. dagjan. 1868 veitt- ur sjera Jóni Kristjánss. á Steinnesi (vígð. 1836). Aukhans sóktu: sjera Páll Tómáss. Hnappsstöðum (v. 1828), sjera Hjörl. Guttormss. á Skinnastöðum (v. 1835), sjera Vigf. Sigurðss. á Svalbarði (v. 1839), sjera J. J. Áustfjörð áKlypp- stað (v. 1839), sjera Magn. Hákonars. á Vík (v. 1845), sjera Jak. Guðm.s. á Ríp (v. 1851), próf. sjera Jón P. Melsteð á Klausturhólum (v. 1856), sjera Hjörl. Einarss. á Blöndu- dalshólum (v. 1860), kand. theol. Jónas Bjarnars. (útskr. 1867). — S. d. slegið upp þingeyraklaustursbrauði (Stein- nesi); metið 337 rd. 81 sk. FRJETTIR ÉTLENDAR. Enn helzt friður um alla Norðurálfu; en nærri lá, að liann ætlaði að raskast í haust. Það var þegar löngu orðið hljóðbært, að nokkur hlutur ítala hafði búizt til að gjöra eitthvað endilegt til að steypa hinu veraldlega valdi páfans og gjöra Róm að höfuðborg Ítalíu. Hófst flokkur þessi þegar eptir það, er Frakkar fóru brott með her sinn úr Rómi. Garibaldi og synir hans voru fyrir flokki þessum, og var Garibaldi kominn að takmörkum kyrkjuríkisins (eða páfalandanna), og sumur hlutur liðs hans hafði jafnvel brotizt inn í ríki páfans fram hjá varnarliðinu ítalska. En Napóleon hafði, þegar hann fór með lið sitt úr Rómi, gjört það að skiiorði við Victor 7f«Aí-konung, að hann verndaði páfann, en kvaðst ella mundu sjálfur láta til sín taka. Treysti nú páfastjórn fulltingi Napóleons mjög, og skeytti atför Garibaldi svo lítið, að hún ljet jafnvel land- varnarliðið fara af takmörkunum og heim í Róm. En Na- póleon sendi orð /íofa-konungi, að minna hann á það, er hann hafði «lofað að vernda páfann» (septembersáttmál- inn). Vissi þá Victor konungur eigi, hvað til bragðs skyldi taka; var eigi fýsilegt að gjöra svo voldugum granna og þjóðkunningja á móti, sem Napóleon er; en hitt eigi held- ur árennilegt, að ganga í móti frelsishetjnnni (Garibaldi) og særa svo þjóðernistilfinning allra ítala. En er Víctor sat þarna ráðalaus, leiddist Napóleoni aðgjörðaleysi hans, og herti þá á honum að hafast þánokkuð að. Fór Victor þá loks á mót Garibaldi, og fjekk handsamað hann, er hann ætlaði inn í páfalönd, og setti hann í hald í Alexan- dría-\igi á eyjunni Caprera. Er þessi tíðindi frjettust um Ítalíu, undu menn illa við, að vita Garibaldi fanginn; urðu uppþot víða í bæjum, t. a. m. í Florenz, Milano, Verona og Neapel, en urðu þó skjótt sefuð. Það er sagt að skip og varðmenu voru til sett, er skyldu gæta Garibaldi í varðhaldinu. En varðmenn sýndu honum öll heiðurs- og virðingarmerki sem yfirmanni, svo að varð að banna það. Svo vinsæll er Garibaldi hjá hermönnunum! Svo fór, að Garibaldi slapp úr haldi þessu, og komst í land, og 27. d. októbermán. síðast liðinn fór hann aptur inn í kyrkjulönd- in. Segja sumir, að hann hafi með sjer haft 3 þúsundir manna, en aðrir segja 12 þúsundir. Varð fundur þeirra Garibaldi og páfamanna 3. d. nóvbr.mán., eigi hjá Monte Rotondo, heldur milli bæjar þessa og Tivoli. Hafði Napó- leon áður skipað Victor konungi, að skerast í leikinn, en Victor var tregur til. Sendi Napóleon þá flota sinn frá Tulon til Ítalíu til að veita páfa. Enda má sjá af liðs- fjölda páfamanna, að Frakkar hafa veitt þeim. Páfalið var 12,000 manna; en páfi hafði þó sjálfur að eins 7000 til, en 5000 var hin franska herdeild (Dumonl) í Róm. Fór svo orustan, að Vs af liði Garibaldi fjell, en hann og hilt liðið leitaði til Coresa (á landamærum páfalanda); yarð hann þar tekinn í 2. sinn, og situr nú í varðhaldi í Spezzia. Það er af Georgi Grikkja konungi að segja, að hann ætlar að ganga að eiga Olga, dóttur Constantins stórfursta. Vill hann með henni fá fulltingi til að ná Kandia (Creta, Krít, Krítey). Kríteyingar hafa gjört upphlaup móti Tyrkj- um, og vilja ganga undir Grikki. En Rússar eru tregir tií að skipta sjer af þeim málum. Sultanin fór í oklóbermán. að því er frjettist til Iíandía, til þess að stilla til friðar, og færa stjórn þar í frjálsara horf. Meðan stendur áóeyrðum þessum á Krít, eru 50,000 manna fluttar yfir á Grikkland. Illa lítur út fyrir Dönum með skiptingu hertogadæm- anna. Þjóðverjar vilja fá Sljesvík norður að Haderslev. Bismark er óvægur og vill í engu undan láta. Verður enn lítið sagt um, hve fara muni um hertogadæmin. Bismark er ávait að reyna að ná í ríkin á Suður- fýzkalandi þrátt ofau í sáttmálann við Frakka, er gjörður var í Prag. Og í málinu um skipting hertogadæmanna skeytir hann orðum Frakka að engu. tykir Frökkum hann sýna sjer mikla óvirðing. En keisarinn og stjórnin lætur eigi upp skátt hvort hann muni taka til vopna eður eigi. Una Frakkar því illa; er illur kur í frönskum blöð- um. Er Napóleoni láð það mjög, er hann skuli ekki kenna Bismark að virða sig, og leiða honum háðyrði um Frakka- stjórn. Kveður svo mikið að þessum æsingum, að margir ritsljórar frakkneskir hafa verið settir í varðhald. Lítur svo út, sem Bismark vilji gjarnan ganga í ófrið við NapÖleon; en Napóleon fer undan með hægðinni og hefur af því ámæli mikið. Þó hafa Frakkar herbúnað úti, og Vs milljón manna til að taka nær sem þarf. Menn eru að spá ráðagjafaskipt- um á Frakklandi; en óvíst þykir, að þeir er nú koma, vilji heldur kveða upp úr með ófrið. 'd—s—n». (£/|rv Hve nær næsta blað kemur út, er undir því komið hve marga kaupendur þetta blað fær. Útgefandi: »Fjelag eitt í Reykjavík«. — Ábyrgðarmaður: Friðrik Guðmundsson. Prentabor í larids-preiitsiuibjunrii ÍSBS. Eitrar þórbarson.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.