Baldur - 18.04.1868, Qupperneq 1

Baldur - 18.04.1868, Qupperneq 1
2í21f" Auglýsingcir og grein- ir um eimtákleg efni eru tekin í blað þetta, ef borgaðir eru [3 sk. fyrir hverja línu með smáu letri (5 sk. með stczrra letri). Kaup- endur fá heltnings af- slátt. Sendur kaup- endum ókeypis. Þeir, er vilja semja um eitthvað við ritstjórn blaðs þessa, snúi sjer í því efni til ábyrgð- armannsins, Friðriks bókbind. Guðmunds- sonar, er býr í húsinu nr. 3 i Ingólfsbrekku. Verð bhiðsins er 24 sk. • ár-þriðjungur hver (6 blöð), og borgist fyrir- fram. 1. ár. Reykjavík 18. dag apríl-mánaðar, 1868. 5. blað. Efni: Skipakoma — Til Snnnleudinga. — Enn um kaupmeun og uin lyfjamangara. — Jón pórftarson Thóroddsen. — Manvísa (eptir Jón Oiafsson). — Bókafregn. — Viiruskrá. — Frjettir útlendar. — Frjettir inulendar. — Prestak'dl. — Auglýsingar. — SKIPAKOMA. — ,Lonise“ til Sv. Jakobsens, sjá hjer á eptir (,Til Sumilendinga") — 15. þ. mári. kom danska herskipií) Fylla hjer mefe póstbrjef; fer hún á þriíijnd. 21. þ. m. til Englands aptur ineíi brjef og svo hingab aptur og verbur hjer í stimar. Póstskip kemur ab líkiud- um eigi fyrr, en í maí-mán., þar eb stjórnin hefur eigi getaí) samií) um endurgjald fyrir ferbir þess vib hlutabeigendur. TIL SUNNLENDINGA. Þann 13. þ. mán. kom hjer á höfnina skonnert-skipið »Louise« skipstjóri Rasmussen, eptir mánaðar útivist frá Kaupmannahöfn með farm af korni (hjer um bil 300 tn.), kaffe, sykri, bökuðu brauði, nokkru lillu af timbri m. m. en enga kramvöru. Yar skip þetta leigt til ferðarinnar fyr- ir kaupmann Svb. Jacobsen og kompána hans í Liverpool, sem í ár, eins og í fyrra, mun ætla sjer, að láta það á- sannast, að honum einum er meira annt um vellíðan vor íslendinga í því verzlunarfylki landsins, er að Reykjavík sækir til kaupskapar, en öllum hinum öðrum svo kölluðu kaupmönnum, er þar hafa verzlunarhokur, samtöldum. En eins og það var mikilsvert í þeim bjargarskorti og jafnvel neyð, sem á var komin um öll matarföng, að geta þó fengið björg tii að forða sjer hungri, unz kaupmenn almennt kom- ast úr bólinu í ár, svo ætti þetta verzlunarfylki að vera þess minnugt, og einkum láta sjer annt um, að ljetta kaup- manni Svb. Jacobsen og fjelögum hans verzlan þeirra með öllu móti, en einkum með því, að fiýta fyrir útreizlu hans hjeðan til útlanda, svo sem framast er unnt, því að á slíku ríður kaupmanni eigi hvað minnst, og köllum vjer landa vora þá gjalda líku líkt í þetta sinn, ef þeir gjöra svo. Skip þetta færir annars fregnir eigi allgóðar af verzlun- inni; rúg kostaríDanmörku 11—11 rd. 72 sk.,bankabygg lítið eitt meira, baunir litlu einu minna en rúg, og mjöl 92 sk. ipnd.; kaffe og sykur mun vera í lægra verði en í fyrra. Um verð á íslenzkri vöru þorum vjer ekki að segja, þvi um það höfum vjer að sinni fregnir einungis eptir kaupmönn- um hjer, en vjer erum eigi ugglausir um að þær, eftilvill, í einhverju kynni að vera áþekkar þeim, er farandkonur fyrrum báru milli Rergþórshvols og Hlíðarenda. Þegar vjer höfum sannar sögur af, munum vjer skýra lesendum vor- um frá verði íslenzkrar vöru, en viljum að eins gela þess, að þó skýrzlur vörumiðla gefi yflrlit yfir vöruverð, er það verð þó eigi ávallt hið sanna, eður það, sem vörurnar í raun og veru hafa selzt fyrir, heldur opt og tíðum það verð, er eigandi vöru heimtar, en fær eigi selt fyrir. (Absorit). ENN UM KAUPMENN OG UM LYFJAMANGARA. Þó það reyndar ekki hafl glatt oss, getum vjer eigi heldur sagt, að það hriggði oss stórum, að lesa greinina í 4. blaði Baldurs um verzlunina bjerna í Reykjavík, því það er satt bezt að segja, að ekki virðist ofhermt um það, hversu þungbær hún nú ætlar að gjörast oss bændunum, einkum síðan þessi blessuð kaupmanna-samkunda komst á fót. það er að vísu svo, að verzlunar-kringumstæðurnar erlendis hafa árið sem leið verið nokkuð á annan veg og erviðari fyrir landið og kaupmenn sjálfa, en um undan farin ár, einkum að því er að kornkaupum lýtur, enda virðast Reykjavíkurkaupmenn hafa orðið harðara úti í þeim kaup- um, en aðrir verzlunarmenn landsins, þar sem þeir ekki hafa þótzt færir um, að hafa af þessari vöru þær byrgðir, sem nokkurn veginn gæti aptrað almennri neyð á meðal fólks, og auk þess ekki hafa getað nú upp á síðkastið, sjer að skaðlausu, selt rúgtunnuna fyrir minna verð, en 14 rd. Vjer segjum, að þeir hafi hlotið að verða haröara úti í korn- kaupum sínum en aðrir landsins kaupmenn, og færum það til máls vors, að verzlanir Agents Clausens á Vesturlandi, einkum í Stykkishólmi, hafa haft kornbyrgðir nægilegar fram til þessa, og getað selt rúg fyrir 12 rd. tunnuna, en þetta bendir einmitt til, að þessi kaupmaður hefir sjálfsagt sætt betri kaupum á kornbyrgðum sínum, en Reykjavíkur kaup- menn, því hins hæfir eigi að geta til, um þá menn, sem jafnvel eru að verzlunarviti og öðrum kaupmanns kostum búnir, eins og þeir herrar úr kaupmanna samkundunni, að þeir noti sjer þá neyð manna á milli, sem óheppni þeirra i kornkaupunum er orsök í, til þess að skrúfa upp þetta lítilræði, sem þeir eiga af korni, og sem þó er eins og ekkert að reikna gagnvart hinni almennu bjargræðiseklu, 17

x

Baldur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.