Baldur - 30.04.1868, Blaðsíða 2

Baldur - 30.04.1868, Blaðsíða 2
22 prestum og geistlegum sæg, er var hataður og fyrirlitinn i landi þar, og skoðaðir sem viilumenn. Englendingar fylltu þó landið prótestanta-prestum, og þótt tæpur 10. hlutur íra væri prótestanta-trúar, varð þó allt landið að ala þá; yfir hálfri milljón prótestanta voru eigi færri en 4 erkibysk- upar og 18 byskupar. Fyrst árið 1833 kom Derby, er síðar varð lávarður, því til leiðar, að 2 erkibysknpsdæmi og 8 byskupsdæmi voru af tekin. Á þessari menntuðu öld hefur orðið að láta hermenn og lögregluþjóna heimta inn gjðld íra til prests og kyrkju. Hefur það gengið svo tregt, að árið 1832 átti að heimta inn 100000 pund (£ strl.), ereptir stóðu af gjöldum íra, en að eins náðist inn 12000, og þó með upphlaupum og manndrápum. Loksins var tíundin lækkuð um fjórða hlut og lögð á jarðeigendur. Þetta voru að vísu framfarir, þar sem afgjöldin komu að mestu niður á jarðeigendum, er voru vel megandi, enda hjelt stjórnin, að með þessu væri fullgert við íra. Á írlandi eru 5720000 íbúa, og af þeim eru 69300 byskuplegrartrúar, 523000 pres- býterianskir, en 4500000 kaþólskir; inntektir prótestanta- kyrkjunnar eru 600000 punda (£ strl.), en 200000 punda af því koma af kyrkjujörðum og aukatekjum, en 400000 punda er tíundin. (En upphæðar-verðið, sem þetta er lagt á, er AF JÓNI sýslumanni ESPÓLÍN. (Framhald). Nú lifði Espólín i næði við rit- störf sín, heimsóktu hann opt ýmsir merkismenn, og var vinátta góð milli hans og Bjama Thorarensens, er þá var orðinn amtmaður í Norðuramtinu, og heimsókti hann Espólín árin 1832 og 1833. Þegar landfarsóttin gekk í Skagafirði 1834, lá Espólín í henni, fekk hann þá vanmátt i hendina, sem hjelzt við meðan hann lifði. Cm þær mundir kom upp fæð mikil milli Sölva prests Porhels- sonar, er Sölvi olli sjálfur, og Espólins, gekk hún svo langt, að Espólín vildi ekki taka hjá honum sakramenti, fjekk hann því (1835) leyö, að mega taka það hjá öðrum presti. Nú reið hann seinast norður til Eyjafjarðar, bæði að heimsækja Iláhon son sinn, er þá var orðinn prestur á Stœrra-Árshógi, og vin sinn Bjarna amtm. Thórarensen. Lasnaði hann að heilsu mjög eptir þetta og hafði við með- öl til heilsubótar árin 1835—36. Dauða Jóns Espólíns bar þannig að. l.d. ágúst-m. 1836 reið hann sem vandi hans var til um þann tíma árs, fram að Víðivöllum, að heim- sækja vin sinn Pjetur prófast Pjetursson, hafði hann ekki þar langa stund dvalið, fyrr en hann kvartaði um magn- leysi, og kvað síga á sig svefnhöfga; bauð þá kona Pjet- urs próf. honum að leggja sig upp í rúm, en hann tók því fjærri, og kvaðst heim fara vilja, reið hann þá af stað eptir litla slund, en þegar hann kom út á bakkana skammt frá Bjettarholti, hneig hann af hestinum, en piltur sá sem var með Espólín hljóp strax af baki og vildi reisa hann við, en sökum þyngsla og magnleysis á sýslumanni, fjekk pilturinn eigi að dugað, reið hann þá í skyndingu til Flugu- mýrar og sagði Ara lækni hvar komið væri; fór þá Ari metið 13 milljónir). En hverjir borga þessar 400000 punda? — Jarðeigendur I— Af hverjum taka þeir það?—Afleigu- liðum sínum; á þá koma landsskuldirnar, sem hækka að sama skapi, sem tíundinerhá; en leiguliðarnir eruallirkaþ- ólskir, og þannig borga kaþólskir menn enn í dag tíund til prótestanta-presta. — Þetta sýnir, að kvartanir íra eru þó eigi teknar úr lausu lopti, heldur hafa fullar ástæður. Nú hefur Gladstone gjörzt fremsti talsmaður írlands, og geng- ur fast á móti Disraéli ráðgjafa; en Disraéli situr og fast við sinn keip, og hefur heldur við orð, að slíta parlament- inu og skjóta málinu til þjóðarinnar, en að láta undan Gladstone og írum. írar og þeirra talsmenn segjast aldri hirða, hvar kyrkjueignir og annað fje iendi, ef þeir að eins megi vera lausir við prótestanta-kyrkjuna. «Kastið pening- unum í sjóinn», — hafa sumir þeirra sagt — «ef þjer kunnið eigi betur með að fara; það er oss sama; en látið eigi lengur sitja við sama með prótestanta-prestanaN — Gladstone hefur nýlega farið því fram í parlamentinu, að prótestanta-kyrkja væri af tekin á írlandi, sem þjóðkyrkja, og á bráðlega að ræða uppástungur hans. í Vesturheimi er ósamlyndi milli forsetans Johnsons og nokkurs hluta af ráðinu; er mál höfðað mót honum; læknir ásamt fleirum, aðvitja sýslumanns; sló honum þegar æð, en hún blæddi ekki, því sýslumaður var nær örend- ur; var hann þá nær 67 ára gamall. Samstundis var sent út að Frostastöðum tii Rannveigar konu sýslumanns og sagt hvernig komið var; bjó hún sig strax, og veitti umbúnað líkinu ásamt Ara lækni, var tjaldað yfir því um nóttina, því þetta var síðla dags. Morgunin eptirvar líkið flutt heim að Flugu- mýri; smíðaði kistuna Jón Samsonarson í Keldudal, erseinna varð alþingismaður, og var einhver hagasti maður í þann tíma. Bjarni amtmaður Thórarensen var við jarðarförina og sagði fyrir um hana, fór hún fram að Flugumýri, í viðurvist eigi allfárra sýslubúa. Benidiht Vigfusson, seinna prófastur á Hólum, flutti ágæta ltkræðu, og aðra Hákon Espólin sonur hins andaða, en Sölvi prestur Þorhelsson kastaði rekum á; hafði Bjarni amtmaður ætlazt til, að Jón prófastur Kon- ráðsson á Mœlifelh hjeldi aðallíkræðuna og kastaði rekum á líkið. En af því að Sölva presti þótti sjer það einum bera, sem sóknarpresti hins andaða, og varð um of nokk- uð ógætinn í orðum, svo óánægja reis af, gaf Jón pró- fastur sig frá, og flutti ekki líkræðu þá, erhannhafði samið. Yflr Espólin var lagður legsteinn í Flugtimýrar-kyrk)u- garði, er enn þá sjest. Þessir hafa kveðið eptir Espólin: Níels «skáldi» Jónsson, kvæði í hendinga máli, Daði «fróði» Níelsson 13 vísur með hringhendu lagi, líka minn- ist Daði hans með þremur vísum í Tíðavísum sínum yflr árið 1836, og Sigurður Breiðfjörð, (erfiljóðin prentuð í »Ljóðasmámunum» 2. h.) Viðeyjarkl. 1839, bls. 79—80. Jón sýslumaður Espólín var hinn mesti fræðimaður, er rit hans sýna, flestum betur að sjer á hans dögum í sagnafræði, ættvísi (að fráteknum Steingrimi biskup Jóns-

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.