Baldur - 30.04.1868, Blaðsíða 1
Auglýsingar og grein-
ir um einstaMeg efni
eru telcin í blað þetta,
ef borgaðir eru 3 sfe.
fyrir hverja línu meS
smáu letri (5 sfe. með
Stcerra Jetri). Kaup-
endur fá helmings af-
slátt. Sendur Jcaup-
endum óJceypis.
Þeir, er vilja semja um
eitthvað við rilstjórn
blaðs þessa, snúi sjer
í því efni til ábyrgð-
armannsins, FriðriJts
bóJcbind. Guðmunds-
sonar, er býr í húsinu
nr. 3 i IngóJfsbreJcJcu.
Verð bJaðsins er 24sJt.
ár-þriðjungur hver (6
bJöð), og borgist fyrir-
fram.
1. ár.
Efni: Skipakoma. — Frjettir útl. — Dm dysjarnar á Hafurbjarnar-
stó&om. — Frjettir iun!. —Prestakall.— Neílanm.i AfJóni Espólín (frh ).
SKIPAIÍOMA.
24. d. apríl-m. Christine Marie, 24V2 lestir, frá Englandi,
skiph. J. L. Petersen, fermd matvöru og ýmsu fleiru til
faktors Sivertsens hjer í bænum.
25. d. apríl-m. Hanne, 39 1., fráEnglandi, skiph. P. J. Peter-
sen, fermdmeð salt, kol o. fl. til verzlunar Jacobsens & Co.
27. d. apríl-m. Áfram, 20 lestir, fermt rneð ýmsa vöru, til
konsúls E. Siemsens verzlunar, skiph. H. G. Beldring.
FRJETTia ÉTLEINDAR.
í Frakklandi er herútbúnaður hinn mesti, svo sem
sagt er áður frá. Um míðjan vetur (eptir ný-árið) komust
á ný útboðslög áFrakklandi, og verður eptirþeim 1248000
manna boðið út. Skulu 400000 vera megin-herinn, en
önnur 400 þúsunda skulu vera heima í landinu, en 448
þúsundir skulu vera varalið. Er það að vísu mikíll herafli,
að geta út boðið meiru en millíón manna. Vjer gátum þess
síðast, að Napóleon keisarafrændi hefði ferðazt í vetur til
Þýzkalands, og var hann kominn heim aptur til Frakklands
í marz-mán. Veit enginn neitt um ferð hans enn, til hvers
hún hefur gerð verið. En það segja frönsk stjórnarblöð,
að eigi hafi sú ferð verið gerð frá stjórnarinnar hálfu,
enda hafl enga þýðingu fyrir stjórnir ríkja í Norðurálfu,
heldur hafl prinzinn farið ferð þessa sinna erinda. — Eptir
það að Frakkar höfðu hlutazt tii um í haust, að halda í
liemilinn á hinu verzlega valdi páfans, og bægja Garibaldi
brott, var mikið um rætt, hve fara skyldi með mál ítalinga.
ítalingar ljetu það skýrt og skorinort í Ijósi, bæði öll þjóðin
og jafnvel æðsti ráðgjafl Viktors konungs, að eigi væri við
unanda fyrr, en Róm væri gjört að höfuðborg alls Ítalía.
En ráðgjafl Frakkakonungs tók þar skarið af í einni þing-
ræðu sinni, og sagði það skyldu aldri verða. Nú þótti
vant úr að ráða, þar sem vilji hinnar ítölsku þjóðar var:
«það sJcal verða!» en orð Frakka-ráðgjafa: »það skal aldri
verða» var hinum megin. Napóleon keisari vildi því kalla
saman fund, og skyldu þar koma saman ráðendur ríkja og
ræða mál páfans og ítalinga. En af því að menn sáu engin
horf á, að sátt og samlyndi myndi vinnast á þann hátt,
6. blað.
þá fórst það fyrir, og er svo eigi út kljáð það mál
enn.
Upphlaupið á Iírít heldur enn á fram, og er mælt, að
Rússar rói þar undir; munu Rússar ætla að hafa gott af,
ef að Tyrkjum þrengir. En verði stríð milli Rússa og
Tyrkja, þá hafa Austurríkismenn sagt, að þeir yrði að sker-
ast í leik með Tyrkjum, en Rússar vilja fyrir hvern mun,
að stórveldin sje hlutlaus, sitji hjá og sjái á. Rússar hafa
nú í vetur gert út af við það, sem eptir var af pólsku
þjóðerni, af tekið alla sjer staka stjórnarskipun þess, og
dregið stjórnina undir Rússland, svo að nú eru eyddar
hínar síðustu leifar af Pólen, sem ríJci. En mælt er, að
Napóleon muni vilja hlutast til um það, að halda hinu
pólska ríJci við lýði, (að nafninu til ?), en eigi er það þó
sannfrjett, en nokkurn veginn víst er það talið í dönsk-
um blöðum; en sje svo, að hann ætli að hlutast tii um
mál Rússa og Pólverja, þá lítur eigi friðlega út, því að
Rússar þola eigi, að útlend ríki láti til sín taka innanríkis-
stjórn þeirra; sje því fregnin sönn, sem talið er víst, þá
má og telja ófriðinn vísan.
Napóleon keisari og stjórnarblöðin frakknesku prje-
dika það allt af, að allt sje friðvænlegt, en orð og gerðir
fara þar eigi saman, þar sem ávallt er hinn mesti herút-
búnaður, og fáír láta sjer koma í hug, að festa trúnað á
friðarþulur Frakka-stjórnar.
England óskar, að góður friður og eining haldist um
Norðurálfuna, en það er að eins óskin ein. Þar í landi
eru ávallt óeirðir og samsæri, er Feniar gera, og er þó
hver sekur maður vægðariaust hengdur. Kyrkju-mál íra
situr enn ólokið, og er mælt, að það skuli verða út kljáð
í parlamentinu 30. d. þ. m. Svo lesendur eigi hægra með
að átta sig á kyrkju-máli íra, skulum vjer í fám orðum
skýra frá, hvernig á því stendur. Ilinrik konungur áttundi
reif sig undan veldi páfans, og lögleiddi prótestanta-trú í
Englandi, en írar sátu við sinn kaþólska keip, og urðu því
fyrir ofsóknum. Eignir, tekjur og ítök hinnar kaþólsku
kyrkju á írlandi var allt lagt undir prótestanta-kyrkju. írar
voru neyddir til að tíunda og Ijúka gjöld öll til prótestanta,
þótt flestir írar væri kaþólskir. Þeir urðu með gjöldum
þeim, er á þá voru lagin, að ala og við halda prótestanta-
Reykjavík 30. dag apríl-mánaðar, 1868.
21