Baldur - 30.04.1868, Blaðsíða 3

Baldur - 30.04.1868, Blaðsíða 3
23 hefur hann þótt nokkuð einráður og sett af embættismenn upp á sitt eindæmi, en sett aðra í staðinn. Prússar halda á fram að sýna Dönum hið sama uppi í málinu um hertogadæmin. t*á og þá er við búið, að allir samningar slitni og allt sje upp í lopt. Frakkar gjöra ekki mikið til, að halda uppi Prag-sáttmálanum, T)g er eigi svo að sjá, þótt Frakkar hafi undir hann ritað, sem þeir muni láta sjer mjög annt um, að hann verði haldinn, þar sem tvær höfuðgreinir hans eru brotnar, því að Prússar hafa eigi látið sjer lynda, að Main-fljót skyldi takmarka yfirgang sinn, og heldur eigi hafa þeir látið Dani fá aptur neitt af hertogadæmunum eptir atkvæði landsbúa sjálfra. Frakkakeisari hefur í vetur gefið út lög, er rýmka prentfrelsið talsvert. Það má heita framför þar í landi. Ef í ófrið lendir, þá er fullyrt, að svo muni falla, að öðrum megin muni verða Rússar, Prússar, og Norður- Amerika, en hinum megin Frakkland, England, Ítalía, Tyrkjar, Spánn og Norðurlönd eða Skandin-eyja (Scandina- via), já, jafnvel Danir með, þótt aumir sje. — í Iíaup- mannahöfn eru orðin þau umskipti á stjórninni, að kyrkju- og kennslumála-ráðherrann, Kirkegaard byskup, hefur lausn þegið, en í hans stað er kominn prófastur S. A. Hansen. syni) guðfræði og fornum fræðum, enda stundaði hann þessar vísindagreinir meira, en lagafræði, sem hann var minnst hneigður fyrir. Hafði hann yndi af að fræða nám- fúsa menn og hvetja þá til mennta, og ljeði þeim bækur, hvatti þá til að yrkja, er hann fann náttúrufar þeirra til þess lagað, og gaf þeim reglur fyrir því; tel eg helzt þá er færðu sjer þetta í nyt: Gísla skáld Konráðsson, Einar Bjarnason á Mœlifelli, Hallgrím lækni Jónsson, og Níels «skálda» Jónsson. Auk annara fleiri rituðu þeir 2 fyr nefndu flest rit hans upp, er hann ljeði þau þeim til yfir- lesturs. Ljet hann Gísla Konráðsson yrkja fyrir sig rímur af Hervöru, og Hannes prest Bjarnason á Ríp, rímur af Hálfdáni gamla og Persevs Aþenukappa. Hann var iðinn mjög og sat við bækur sínar, þá annir leyfðu, hann hafði ljetta hönd að rita, var fljótur mjög, og ritaði optast smáa fljótaskript. Espólín hafði söngrödd mikla, mál- rómurinn nokkuð dimmur en skýr, utan það hann var lin- ur á s, stórfallinn í andliti, en þó ásjálegur, eygður vel og jarpur á hár, en varð snemma sköllóttur sem fleiri ætt- menn hans; manna hæstur, 73 þumlungar, og þrekvaxinn að því skapi, 50 þumlunga yfir axlir og brjóst; hann var rammur að afli; er það haft fyrir satt, hann hafi tekið upp í bandi á litla fingri 15 fjórðunga, axlaði stein og renndi aptur af öxl sjer, er vóg 22 fjórðunga, lypti steini frá jörð er var á milli 32—40 fjórðunga, bar 4 menn utan á sjer lítinn spöl, er voru 70 fjórðungar; fór með bakið undir full- orðinn hest og lypti honum upp, járnliattaði litla menn með annari hendi, eptir þvi var liann mjúkur ttt glímu, en þó beitti hann sjaldan kröptum sínum. Var hann hægur í lund hversdagslega, óáieitinn, ófjegjarn, hreinlyndur og ljós í skapi, Frá Dönum höfum vjer lítið að segja, nema að blaða- menn rita þar aptur og fram og eru drjúgmæltir í orði. «1—s—n.» UM DYSJARNAR Á HAFURBJARNARSTÖÐUM. Síðan Norðlendingar tóku hefnd fyrir byskup sinn Jón Arason á Kristjáni skrifara og fylgjurum hans á Kyrkjubóli, eru 317 ár, og stendur í árbókum Espólíns, að þeir drepið hafi þar 7 eða 8 menn danska, og dysjað þá fyrir norðan garð (sjá Árb. Espól. 1. d. 3. þ. bls. 76—77). Dysjar þessar eru fyrir norðan garð á Hafurbjarnarstöð- um (sem liggur fyrir norðan Kyrkjuból hið forna), og hafa verið sandkafnar, en stundum hafa sjezt fáein mannabein blásin þar upp úr sandinum. Eptir útsynningsveðrin í veturbljesu upp þessar dysjar, og fór þá búandinn á Hafurbjarnarstöðum, eptir tilmælnm mínum, að gefa þeim nákvæman gaum. Hann hefur sagt mjer, að hann hafi fundið þessar dysjar, 6 að tölu, og í hverri þeirra ein mannabein, nema í einni hafi verið af tveimur mönnum, fullorðnum og unglingi — lika sje í hverri dys, hjá mannabeinunum, bein af einum hesti. Utan um hverja dys hafi verið hlaðið grjóti og hellu- blöð lögð ofan á, muni svo hafa verið mokað að sandi, eða þakið grassverði. í einni dysinni fann hann spjótsblað og beizlisjárnmjel, í annari odd af spjóti, líka brot eða parta af riðbrunnum járnkatli eða potti og höldu úr honum brotna gestrisinn og veitingasamur, nokkuð drykkjugjarn framan af æfi sinni, en vandi sig af því; enginn var hann búsýslu- maður, en skar úr, ef hann skipti sjer af einhverju. Rann- veig kona hans var fyrirhyggjusöm og góðkvendi; unni hann henni mikið, bjó hún á Frostastöðum eptir hann, og geymdi rit hans vandlega, en að henni látinni, tók þau til sín Hákon prestur Espólín, eröngi þeirra, og sendi þau síðan flest til bókmentafjelagsdeildar í Kmh. árið 1860, en áður hafði hún fengið afskript af ættartölubókunum. Börn Jóns Espólíns og Rannveigar voru. 1. Jákob, fæddur í Pingnesi haustið 1797; dó 5 nátta. 2. Ilákon fœddur, í Þingnesi 30. ágúst 1801, fór í Bessa- staðaskóla 1818, útskrifaðist 1821, og vígðist 1834, sem aðstoðarprestur til Gísla prests Jónssonar að Stærra-Ár- slcógi, og fjekk brauðið að uppgjöf hans 1838; var þar til þess er hann fjekk sjer veittan Kolfreyjustað 13. ágúst 1861. Sjera Ilákon kvongaðist 1822, Ilelgu dóttur Jóns prests »lærða» Jónssonar á Möðrufelli, og eru börn þeirra þessi: a, Jón eldri, fæddur 17. septbr. 1823; dó 27. marz 1828. b, Jón ýngri, fæddur 16. janúar 1825, var gáfaður vel, sigldi til Kmh. og lærði jarðyrkju, giptist 1845, átti einn son, er dó ársgamall, missti konu sína 1846; f 15. ágúst 1853. c, Jakob, fæddur 11. desembr. 1828, býr á Ásum í Húnapingi. (Framh. síðar).

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.