Baldur - 04.06.1868, Blaðsíða 1

Baldur - 04.06.1868, Blaðsíða 1
táfí' Auglýsingar og grein- ir um einstahleg efni eru telcin í blaií petta, ef borgaöir eru 3 sk. fyrir hverja línu með smáu letri (5 sk. með stcerra letri). Kaup- endur fá helmings af- slátt. Sendur lcaup- endum ókeypis. rPeir, er vilja semja um eitthvað við ritstjórn blaðs þessa, snúi sjer í pví efni tilábyrgð- armannsins, Friðriks bókbind. Guðmunds- sonar, er býr í húsinu nr. 3 í Ingólfsbrekku. Verð blaðsins er 24 sk. ár-pjiðjungur hver (6 ~bmv), og borgist fyrir- fram. 1. ár. Reykjavík 4. dag júní-mánaðar, 1868. 9. blað. Efni: Málsfærsla bnndin og laus. — Bókafregn. — Fundarbald Mýramanna. — Hvalrekar. — Auglýsing. — Skipakoma. — Embætti. — Nafnbót. — Prestakoll. — (Nebanm.: [ÆflntýriJ Sankti Pjetur og sálin [kvæí)i eptir Jón Ólafsson]). MÁLSFÆRSLA BUNDIN OG LAUS. Á síðari árnm hafa margir menn í Danmörku viljað fá af numið einkaleyfi það, sem málaflutningsmenn hafa þar að lögum, að flytja mál við dómstólana, og nú í ár hefur það mál komið til umræðu á ríkisdeginum. Eins og líka í rauninni er rjett, er svo á litið, að flutningur einkamála við dómstólana, og önnur þau störf, sem málaflutn- ingsmenn taka að sjer fyrir aðra, eptir bón þeirra og gegn borgun, sje atvinnuvegur, sem því eigi að vera undir sömu kjörum og hver annar atvinnuvegur; en eptir löggjöfinni er öðru nær en svo sje; því að eptir henni má enginn láta þann mann, sem eigi er skipaður málaflutningsmaður af stjórninni, halda svörum uppi fyrir sína hönd við dóm- stólana, nema svo standi á, að hann geti falið flutning málsins frænda sínum, þjóni sínum eða fjárgæzlumanni (sbr. L. 1—9—13; NL. 14); svo er og hlutaðeiganda sjálf- um heimilt, eins og segir sig sjálft, að halda svörum uppi fyrir sig, ef hann finnur sig færan um það. Flutningur mála bæði í sakamálum og einkamálum, er falin á hendur hinum skipuðu málaflutningsmönnum, en allir aðrir útilokaðir, eða með öðrum orðum: hinir skipuðu málaflutningsmenn hafa einkarjett til að flytja öll mál. Hjer á landi hafa aldrei verið skipaðir fastir málaflutn- ingsmenn, hvorki í sakamálum nje einkamálum til 1858, að skipaðir voru eptir ósk og uppástungu alþingis tveir mála- flutningsmenn við landsyfirrjettinn með launum úr opin- berum sjóði; hafa þessir menn síðan flutt öll mál, sem lögð hafa verið undir yfirdóminn Tilgangur alþingis með því að biðja um þessa málaflutningsmenn, virðist einkum að hafa verið sá, að tryggja með þessum hætti, að máls- færslan yrði greinileg í málunum við yfirdóminn, jafnframt og það virðist að hafa vakað fyrir þinginu, að það væri í rjett skildar þarfir almennings, að allajafna væri kostur á þeim mönnum, er hlutaðeigendur gætu leitað ráða til í vandamálum, og þeir gætu átt þá vísa, ef þeir þyrftu að fara i mál, og þurftu þeirra við; en á slíkum mönnum var, eins og á stóð, opt eigi kostur 1 Reykjavík, einkum þó, ef um málaflutning er að ræða, og urðu því hlutaðeigendur stundum að leita fyrir sjer langt í burtu, en því var opt samfara talsverður koslnaður. fað var líka alltítt, að setja varð þá menn til að flytja sakamál við yfirdóminn, sem eigi voru þess umkomnir að því leyti, sem þá skorti algjörlega þekkingu á lögum og rjettarfarsreglum. Alþingi gekk því gott til með uppástungu sinni, en tilganginum varð eigi að öllu leyti framgengt; því að stjórnin aðhylltist eigi uppá- stungu alþingis í heild sinni. ífingið tók það skýrt fram í bænarskránni til konungs, að það þröngvaði um of að rjetti einstakra manna, ef hinum skipuðu málaflutnings- mönnum yrði veittur einkarjettur til að flylja öll einkamát við yfirdóminn, og rjeð því beinlínis frá, að þeim yrði veittur slíkur rjettur, sjer í lagi með hliðsjón af því atriði, að einungis var að ræða um tvo málaflutníngsmenn. Þingið gjörði reyndar þetta atriði eigi að niðurlagsatriði í bænar- skránni enda varð líka sú niðurstaðan, eins og reyndar mátti við búast, að stjórnin fór eptir því, sem í lögum er í Danmörku, og selti þessa tvo málaflutningsmenn við yfir- dóminn með því skilyrði, að þeir skyldu hafa allan hinn sama einkarjett til málaflutnings við yfirdóminn, sem mála- flutningsmenn eptir fyrirmælum laganna eru aðnjótandi í Damörku, og fá að auk hvor um sig 250 rd. árlega í laun úr hinum íslenzka dómsmálasjóði. t*essa breytingu í uppástungu alþingis má ætla gjörða af þeirri ástæðu, að stjórnin með þessu móti hafi viljað hlynna að því, að hinir skipuðu málaflutningsmenn hefðu nokkurn veginn næga atvinnu af málaflntningi, og öðrum slíkum störfum; enda ræður þessi hliðsjón í Danmörku ; því að þar fá eigi fleiri málaflutningsmenn að setjast að í nokkru lögsagnarumdæmi, en líkindi þykja til, að muni geta haft næga atvinnu af þessum starfa sínum, en það hefði augsýnilega orðið að draga úr tekjum málaflutningsmanna við hinn íslenzka yfirdóm, einkum er þeir hefðu eigi al- menningstraust á sjer, ef þeir hefðu eigi fengið þenna rjett í öllum málum, en alþingið hafði eigi þessa hliðsjón; því að það varð að sjá fram á, að það gat eigi verið í rjett- skildar þarfir almennings, að binda flutning allra mála við tvo menn, hvernig sem þeir svo væru, sem almenning- 33

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.