Baldur - 07.09.1868, Blaðsíða 1

Baldur - 07.09.1868, Blaðsíða 1
(j£3|f” Auglýsingar og grein- ir um einstakleg efni eru tekin í blað petta, ef borgaðir eru 3 sk. fyrir hverja Unu með smáu letri (5 sk. með stœrra letri). Kaup- endur fá helmings af- slátt. Sendur kaup- endum ókeypis. Peir, er vilja semja um eitthvað við rilstjórn blaðs pessa, snúi sjer í pvi efni til ábyrgð- armannsins, Friðriks bókbind. Guðmunds- sonar, er býr í húsinu nr. 3 í Ingólfsbrekku. Verð blaðsins er 24 sk. ár-priðjungur hver (6 blöð), og borgist fyrir- fram. í. ár, Reykjavik 7. dag september-mánaðar, 1868. 13. blað. Efiil: Ný-Grikkir. (Endi). — Frjettir útlendar. — Vib lítife má bjargast. — t Ján Tkúroddsen (anglýst). — Mannfjiildi á Islandi. — Embætti. — Skipstrond, — Auglýsing. — Prestakoll. — Nat&anmáls: Tröllafoss (mnnarleikur, Phantasma). NÝ- GRIKKIR úr dönsku máli. (Endi). Vjer þykjumst nú síður þurfa að lýsa, eptir frásögn Laskaratoss, trúnni á guð, eða grísku kaþólskunni; en hins vegar viljum vjer gefa mönnum lítið sýnishorn af, hvernig hann lýsir trúnni á raammon og andskotann; þau trúarbrögð eru eigi reist jafnhliða trúnni á drottinn vorn, heldur hefur andskotinn reist sjer altari á þeim bletti, þar sem kristileg kyrkja fær ekki að standa. Grísku prestarnir, npapad'i-arnir, eru nær allir úrþvætti hvers kyns óþjóðalýðs, þeir hafa flestir áður verið essrek- ar, ferjukarlar, hásetar, búðarlokur, vinnumenn eða flækingar og lausgangarar, eða annað þess konar fólk, er skipt heflr um atvinnuveg, er hin fyrri iðn vildi ekki láta í hag þeim. Við vígsluna fá þeir helgi-titil, en eru þrátt fyrir þaðjafn- fákænir, siðlausir og rustalegir og áður; þeir eru að eins þjófar og svikarar í annari iðnaðargrein, og guðlasta jafnt, sem fyrr, í tali sínu og blótsyrðum. Það eru þessir pilt- ar, sem, eptir myndugleik hins »heilaga» embættis síns, ná í skriptastólnum, þar sem þeir gefa syndalausn, að fá á- hrif á heimilislíf manna, og lykja sig inni í afklefum með konum og dætrum bænda til að deiðbeina þeim í sálu- hjálparefnum». Trúarbrögðin eru í höndum «papad»-anna að eins vara, sem þeir okra með fyrir sem hæst verð að orðið getur. Kyrkjurnar eru í einu bæði verksmiðjur þeirra og sölubúðir, og— ekkert annað! Þar er allt til sölu: olían í lömpunum á altarinu er seld í smáskömtum og dropatali, sem varnarmeðal móti augnveiki1; fjólur þær, sem hafðar höfðu verið til að skreyta með páskalambið, og sem geymdar eru í vígðum pússi, eru seldar sem meðöl við geðveiki, tunglsýki, yfirsjónum og vangæzlu; bein dauðra manna eru grafin upp úr kyrkjugörðunum, skrínlögð og gefin út fyrir að vera helgur dómur dýrðlinga; sakra- 1) Skyldi þaí) hafa viiilíka lækningakrapt og „augnavatnií)“, som EINN MAÐUR var aí> ota aí) oss lóndnm sínum hjerna om árit)? — þýíian dinn. menlin eru jafnvel seid; kvöldmáltíðinni eraldrei útdeilt, nema fyrst opnist pyngjan; «papad'>-arnir fletta skyrtunni af fátæklingnum fyrir syndalausn; stundum fá þeir kon- urnar til að stela frá bændum sínum, ef þeir vilja eigi borga nógu hátt fyrir syndalausn þeirra, eður ef konan vill fá lausn synda, er maðurinn má eigi af vita; þegar tekið er til bæna, þá eru fyrirbænir fyrir sjúkum eða sálumessur fyrir dauðum seldar eptir verðlagsskrá, og kosta 12 sk. og allt að ríkisorti, eptir því, hve kröptugar þær eru. Það er að eins í trúnni á munn og maga, sem Grikkir eru rjett-trúaðir og vandlætingasamir; þeir fasta rækilega og víta óblítt hvern þann, er út af bregður. Af þessum holdsins krossfestingar-hátíðnm er «langa fastan» merkust; hún stendur í 8 daga og 40. Á undan henni fara tvær vikur, nkjötloka-vikami og iiostavikan»; þá ofjeta þeir sig og offylla, fyrst á kjötmeti og síðan á mjólkurmat. Svo kem- ur mánudagurinn í föstuinngang; frá morgni til kvölds gengur þá ekki á öðru, en söng, hljóðfæraslætti, grímu- dans og ofdrykkju; þetta er nú inngangurinn til iðrunar þeirra og yfirbótar. Á þriðjudagsmorguninn kemur hinn myrkvi, mannhaturslegi föstublær á andlit manna; og upp frá þessu verða þeir æ illbryssingslegri í viðmóti, þar til er saltmeti og harðmeti, sem þann tíma er svo mjög neytt, hefir loks að fullu æst og eitrað blóðið. Þá er ekki orðið spaug að komast í kast við þá hina rjett-trúuðu undir páska- leytið. Loks koma páskarnir. Langafrjádagsmorguninn fer krossfestingin fram, það er alveg eins og sýnisaga á leikhúsi. Þeir taka afguðs- bílæti eða skurðgoð úr trje og krossfesta. Nú varir messu- gjörðin í fjórar stundir, og þar af stendur prjedikunin sjálf yfir í samfleyttar 3 stundir; allan þann tíma má presturinn pínast í orðapontunni. Því næst fara hinir rjett-trúuðu menn heim til sín, til að gæta að, hve miklu af eigum þeirra og munum heima er óstolið, og hvað eptir er þegar þeirkoma frá kyrkju, því að þennan dag er mestu stolið á hverju ári. Svo stendur þá á, að þjófar og illvirkjar og allur óþjóðalýður og illræðismenn hafa þá, dagana á undan> tekið skriptir og þegið aflausn fyrir ódrýgðar syndir, svo að þeir geti verið búnir til starfa meðan annað fólk er í kyrkju. Um kvöldið fer greptrun Krists líkama fram. 49

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.