Baldur - 07.09.1868, Blaðsíða 3

Baldur - 07.09.1868, Blaðsíða 3
51 FRJETTIR ÚTLENDAR (framhald). Pýzlealand. Seint í júní-mánuði var hátíð mikil í Worms, ogbar það til, að sveipa átti úr hjúpi nýju minnis- marki yflr Lúther, 24. dag mánaðarins. Var þá samkoma í höllinni, og voru inni þar 3000 manna. Voru þá tölur fluttar af ýmsum merkismönnum og mikið um dýrðir; en þó kvað mest að hinn 25. dag í mánuðinum. I’ann dag, tveim stundum eptir hádegi, var minningarmarkinu sveipt úr hjúpnum; drundu þá fallbyssur og fagnaðaróp lýðsins. Var þar fjöldi manna við, sem nærri má geta, þar sem 10 000 útlendinga voru þar við ; þá voru hátíðaræður haldn- ar, og súnginn sálmurinn »Ovinnanleg borg er vor guð» af 20,000 manus. Vjer nennum eigi að telja upp þá helztu, er þar voru, en viljum heldur lýsa minningarmarkinu. Að- almyndin á því var líkneskja Lúthers, er stendur á 18 fóta háu þrepi eða stólpa; bendir Lúther þar fingri sínum á heilaga ritningu, en hann heldur á. Stöpullinn, sem líkn- eskjan stendur á, er ferkautaður, og eru á fjórum hornum hans sýndir ljórir forboðar siðabótarinnar: Waldus frá Frakklandi, Wycliffe frá Englandi, Husz frá Bæheimi og Savonarola frá Ítalía. Umhverfls líkneskju Lúthers eru þeir kjörherrann af Sachsen, mannvinurinn Reuchlin, Filippus »landagreifl» og Melanchton. Danmörk. Iíans konungleg tign, krónprinz Kristján Friórekur Vilhjálmur Karl af Danmörku, er trúlofaÖur hennar konunglegu tign, prinzessu Lovísu Jósephínu Ev- geníu af Svíaríki og Norvegi. Trúlofunin fór fram mið- vikudaginn, hinn 15. dag júlí-m. er nú leið. þetta nánara samband Svíaríkis og Danmerkur er gleði fregn þeim, er þreyja sameining allra hinna þriggja ríkja á norðurlöndum, Skandín-eyingunum, þar eð prinzessan er nú tiivonandi inn minn heitir Árhóll; sá bær er innstur í firðinum, og stendur undir brekku við bakkann á Hólsá. Inn frá bæn- um gengur dalur allmjór, og mjókkar inn eptir, unz hann sýnist að hverfa, en reyndar er þar eigi botninn á honum — það sjer maður, ef maður kemur nógu innarlega. Þar sem dalurinn sýnist að hverfa, ganga fell tvö á vígsl, sitt hvorum megin, heitir annað Lambafell, en hitt Iláfell; bær- inn stendur sunnanvert við ána, og er þeim megin meira undirlendi, og er graskaf inn eptir öllum dal, inn að fell- unum. Þegar maður fer inn eptir sunnan megin, þá sýn- ist dalbotninn, sem fyrr er sagt, að vera þar sem fellin ganga á vígsl. En komi maður lengra, og gangi inn yflr Lambafeli, þá sjer maður, þegar upp á hrygg þess er komið, að innan við fellin opnast víður dalur, allbreiður og nálega kringlóttur. Hólsá rennur milli fellanna og er þar djúpur farvegur hennar og liggur í krákustíg. Þegar maður kemur inn í dalin, er bezt að ganga með framánni; hún rennur þar um rennisljett, grasi þakin nes, og eru mjóvar sandeyrar að henni beggja vegna; á þeim gengum við, jeg og faðirminn, þegar hann sagði við mig: »Hvern- ig lízt þjer nú á þig í Trölladal?» (Endar í næsta blaði). drottning Danmerkur; — en að völd Svíþjóðar geti borið í hennar hendur eru litlar líkur til. »Z-s-n». VIÐ LÍTIÐ MÁ BJARGAST. Vjer höfum áður tekið það fram í blaði voru, aðbænd- ur reyni nú til, sem bezt þeir geta, að drýgja matbjörg sína eður vetrarforða með innlendum matföngum; og í því til- liti viljum vjer enn taka það fyrst fram við sveitabændur, að þeir fargi sem minnstu sláturfje til kaupmanna, en leggi það heldur til heimila sinna; í öllu falli að þeir ekki láti það falt, nema á móti mat, þannig, að sá bóndi sem ætlar sjer að skera 16 kindur, seldi eigifleiri af þeim en 4 eða 5 fyrir önnur matvæli. Oss verður nú, ef til vill, svarað hjer upp á þannig: við bændurnir þurfum að láta fje og naut- kindur upp í skuldir til kaupmanna; það er nú að vísu satt, að margur bóndi kann að vera meira og minna skuld- ugur kaupmönnum; en þegar vjer lítum til þess tíma, er nú yfir stendur, þá getur enginn annað sagt, en að hann sje mikið erviður, þar sem almennt fiskileysi var í vetur, allar matvörur í kaupstað afardýrar, ogbændur, einkanlega í suðuramtinu, skepnufáir; í sliku árferði getaþví kaupmenn ekki ætlazt til, að bændur almennt borgi skuldir sínar, sízt nema nokkuð af þeim. Vjer viljum nú enn fremur taka nokkur dæmi til: þeir af bændum að undanförnu, er hafa í fleiri ár átt til góða hjá kaupmönnum, hafa víst velflestir átt það Qe rentulaust, en nú skyldi þeir hinir sömu vera komnir í nokkrar kaupstaðaskuldir: — þeir geta með góðri samvizku sagt við kaupmanninn: jeg hefl átt hjá þjer í fleiri ár inni standandi verð fyrir vörur, það er því ekki meira en sanngjarn jöfnuður, að þú líðir mig um skuldina til næsta árs í þessu slæma árferði. Aptur á móti viljum vjer taka þá bændur til greina á annan hátt, er optastnær hafa skuldað kaupmönnum; það er nú auðvitað, að kaup- menn sjálfir hefðu ekki átt að lána slíkum mönnum í góð- um árum meira en svo, að þeir hinir sömu hefði getað borgað það aptur, svo að skuldirnar söfnuðust ekki fyrir ár frá ári; en þótt þannig sje nú ástatt, þá mundi nú kaupmenn naurnast fá sjer til dæmt, að hinir fátækari bændur skyldu borga alla skuld sína til þeirra í versta árferði; en aptur á móti gæti það álitizt sanngjarnt, að þeir hinir sömu bændur, sem þannig er ástatt fyrir, byði kaupmönnum að borga þeim sanngjarua vexti af skuldinni, þangað til ár- ferðið batnar svo, að þeir gætu losað skuldir sínar. í þessu tilliti álítum vjer, að sveitasljórar ættu að leiðbeina hinum fákænari bændum, svo að menn ekki um of tleygðu matbjörg sinni frá konu, börnum og hjúum inn í búðir kaupmanna. (Framhald síðar). | JÓN sýslumaður THORODDSEN. Nú er svanurinn sjón vina fjarri í sól-dýrðar ríki floginn er heim með liáleituin anda og hörpu hljómskærri hcfur upp lofsöngva konungi þeim

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.