Baldur - 07.07.1869, Blaðsíða 3

Baldur - 07.07.1869, Blaðsíða 3
43 ekki flasa að fyrirtæki þessu, heldur fara sem varlegast. Þetta kann nú í sjálfu sjer að vera mikið gott, en oss þykir þetta ekki eiga við. Eptir boðsbrjefi þessara manna, get- um vjer eigi sjeð, að þeir fari neitt óvarlega að ráði sínu. Þessi Wichmann, er hefur skrifað þeim um þetta og ráðið þeim að koma, hefur víst gefið þeim svo góðar upplýsingar og heitið þeim aðstoðar, að það mundi víst með öllu óhætt fyrir þá, að sæta hans boði. Hjer er ekki verið að tala um örvasa karla og keriingar, heldur unga og dugiega menn, og því skyldu þeir ekki eins geta komizt áfram í Ameríku, þar sem þó eru miklu betri landkostir en hjer. Það ligg ur í augum uppi, að þessir menn mega ekki liggja í leti og ódugnaði ef þeir eiga að geta áorkað nokkuð, en ekki munu þeir miður lagaðir fyrir stritvinnu en aðrir menn, þegar þeir sjá eigi annað en dugnað og starfsemi í kring- um sig. Því er miður, það er orðið eins og inngróið hjá oss íslendingum, að setja oss strax upp á móti sjerhverju nýju fyrirtæki; þá telja menn upp öll tormerki og gjöra jafnvel allt til að spilla því. Föðurlandsástin lýsir sjer ekki ætið bezt í því, að sitja hver í sínu horni, og vera einlægt að stagazt á dugnaði og drengskap forfeðra vorra, heldur í því að reyna til að fylgja með timanum, og láta sjer enga niðrun þykja, að læra af hinum menntuðu þjóðum. Sumir kunna að halda, að ef nú þessum löndum vorum gengur vel í Ameríku, þá muni fjöldi manna flytja sig hjeðan úr landi. Þetta getur vel átt sjer stað; tíminn mun færa það í ljós, að það er ekki rjett, að draga úr mönnum, er vilja leita sjer betri atvinnu, en þeir geta fengið hjer. tessir menn, er ætla að fara, eru víst engir óráðsmenn eður drykkjumenn, heldur ungir og fremur duglegir, og því óskum vjer þeim allrar hamingju, og hrósum þeim fyrir, að þeir láta ekki allt fyrir brjósti brenna, nje hlusta á gamlar kerlingar er aptra þeim frá að fara. Ef einhver fátækling- urinn hefði í hyggju að byggja bæ og yrkja land upp í Iíaldadal, þætti máske mörgum hann framtakssamur og dug- legur, en þó nokkrir ungir menn flytji sig til Bandafylkj- anna, þá er það barnæði eitt. Þetta fyrirtæki byrjazt nú einmitt á hentugasta tíma. Nú er ill tíð og mikil neyð í landi voru, svo nærri við hungri liggur, og ekki lítur út fyrir sem það muni ganga greiðlega með fjárhagsmálið, svo vjer íslendingar fáum fjárforræði, og getum sætt nokkurn veginn kjörum. Þetta er ekki svo ómerkilegt og vel þess vert að taka eptir. Vjer vonum að þessum löndum vorum búnizt vel, og þó þeir kunni máske að eiga örðugt í fyrstu þangað lil þeir hafa komið ár sinni fyrir borð, mega þeir eiga víst, að fleiri fara á eptir, ef vel fer. (þeUa óskum vjer að útgefendur Baldurs setji í blað sitt svo fljótt sem unnt er). B. * * ¥ Þótt vjer í 9.—10. númeri blaðs vors ljetum í ljósi álit vort um Ámeríkuferðirnar og færðum til þau tormerki við þær, sem flestum, ernokkuð til þekkja, munu kunn, viljum vjer samt ekki neita greinum þess efnis upptöku í blaðið, þótt þær gangi í aðra stefnu, með því landsmenn, við sam- anburð á slíkum greinum ef til vill geta gjört sjer hug- mynd um hið rjetta og valið það, er þeim þykir aðgengi- legast. Eilstj. IIUGVEKJA UM JARÐABÆTUR. í*að munu flestir verða að játa, að landbúnaðurinn sje sá eini áreiðanlegi bjargræðisvegur vor íslendinga, því þótt fiskiveiðar sjeu í nokkrum sveitum aðalatvinnuvegur lands- manna, hljóta þær þó óneitanlega að styðjast við landbún- aðinn, því frá sveitabóndanum hlýtur sjávarbóndinn að fá þá hluti, er hann ekki getur án verið. Það er því mjög hryggi- legt að hugsa til þess, hversu áhugalílil þjóðin sýnist vera á því, að efla hag sjálfrar sín með því ekki að leita allra bragða, til að reyna að koma lífi og framförum í (kvikfjár- rækt og) landbúnað vorn, sem þó auðsjáanlega í flestum hjeruðum landsins hrapar svo niður ár frá ári, að ekki er útlit fyrir annað en að hann, að minnsta kosti í sumum sveitum, líði alveg undir lok ef ekki verða einhverjar skorð- ur við reistar; og hver verða þá úrræði landsmanna? lík- lega þau ein, að biðja Dani eður aðrar þjóðir í drottins nafni að senda sjer gefins korn, til að seðja hungur sitt. Það væri þó mjög gagnstætt þeim frjálsræðisanda þjóðar- innar, sem nú er lifnaður og sem hefir knúð hana til að reka eptir aðskilnaði á fjárhag sínum við meiri hluta ríkisins. Það er að vísu satt, að það er margt, sem stutt hefir að því, að landbúnaður vor er þannig kominn á valtan fót, bæði hin hörðu ár, er nú um nokkurt tímabil hafa komið yfir oss og einkum hinn óttalegi fjárkláði, er valdið hefir svo miklu fjártjóni í öll þau ár, er hann hefir geisað hjer á landi, að varla mun hægt að ákveða hvað mikið sje, en þó hygg jeg, að hvorki harðæri nje heldur fjárkláðinn hafi að öllu leyti valdið hinni hryggilegu rírnunarsýki, er komin sýnist vera í landbúnað vorn, og á hún vafalaust rót sína í öðru fremur og sem langan tima hefir verið framförum þessa Iands til tálmunar. Jarðarræktin er sá grundvöllur, sem landbúnaðurinn verður á að byggjast, ef hann á að geta staðizl, en hún er, eins og kunnugt er, alltof skammt á veg komin hjá oss íslendingum, þrátt fyrir þær mörgu tilraunir og lnigvekjur, er hinir miklu föðurlandsvinir hafa fyrr og síðar gefið almenningi með ritum sínum, já þrátt fyrir þau mörgu dæmi, er mönnum hafa gefizt víðsvegar um landið af þeim mönnum, er annaðhvort af eigin eða annara hvötum hafa ræktað jarðir sínar og borið úr býtum mikinn ávöxt. í’etta of aimenna skeytingarleysi um endur- bót jarðanna getur eigi komið af þekkingarskorti almenn- ings á nytsemi þeirra, því síður af kæruleysi þjóðarinnar yfirhöfuð fyrir velferð sinni og eigi heldur er full ástæða til, að kenna fjeskorti um aðgjörðarleysi vort í þessu efni; en hvaðan er þá sprottið þetta athugaleysi og deyfð þjóðar- innar í þessu mikilvæga máli? Þegar þessu skal svarað, munu menn, ef til vill, ekki verða alveg ásáttir, en mjer

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.