Baldur - 07.07.1869, Blaðsíða 2

Baldur - 07.07.1869, Blaðsíða 2
42 anum á ýmsu, einkum kramvöru og brennivíni, og hefl eg heyrt höfð eptir úr því brjefl þessi minnilegu orð, n($ nú væri eimnitt tími kominn til fyrir kaup- menn lijer á landi, að liafa sig npp á verzlnn sinni. þarna liafa nú íslendingar evan- gelíum samkundunnaro. Verðiag á íslenzkum vörum í Reykjavík. Eptir því sem vjer höfum komizt næst, heflr verzlun- arsamkundan í Reykjavík ákveðið eptirfylgjandi fast verð á íslenzkum vörum. harður fiskur 27 rd. saltfiskur vel vandaður 19 rd., þó eptir vörumats- manna mati 2 rd. meir fyrir prima (afbragð). saltflskr nr. 2 . . 17rd. — — 3 . . 15 — isa....................15 — hákarlslýsi með tunnu 27 — þorskalýsi hrátt — 25 — — soðið — gota, tunnan . , hvít ull vel vönduð tólg................ fyrir lýsi í kútatali 7—8 mörk kútinn. 22 V3 rd. 10 rd. 26 sk. 2 sk. í ferðakostnað. . . 18 — dúnn . . . 5Va rd. Verðlag á útlendum vörum hið sama og áður (sjá «Baldur» bls. 40). Þegar nú þetta verð á íslenzkum vörum bætist ofan á verðið á útlendu vörunum, þá skal oss ekki furða, þótt bændur verði linir að leggja inn vörur sínar hjá Reykja- víkurkaupmönnum, og er þeim það ekki láandi, þegar þeir heyra betri prísa frá flestum öðrum verzlunarstöðum. Svo að vjer minnumst lítið eitt á fiskverðið, þá ímyndum vjer oss, að kaupmönnum sé engin vorkun, að gefa að minnsta kosti jafnmikið fyrir fiskinn og í fyrra, með því þeir nú standa enn betur að vígi, þar sem tollurinn á fiski er að mestu af numinn á Spáni. Eins og vjer höfum áðurgetið, (sjá Baldur þ. á. bls. 27.) þóttu allar líkur til, að íslenzk ull mundi eigi seljast síður í Englandi en í fyrra, og telj- um vjer ástæðulítið fyrir kaupmenn, að setja verðiðáhenni niður að svo miklum mun, enda hefir og lauslega frjetzt, að prísinn á Borðeyri væri 2 mrk, og það undir eins og skip kom þar. SAMVINNA OG FJELAGSSKAPER. (Niðurlag). Slíkt verzlunarfjelag gæti því með skyn- samlegu fyrirkomulagi og framkvæmdarsemi eílst að vel- megun; en það, er allra mest yrði tit að styrkja og efla framfarir þess og velmegun væri það, að merin gæti með fjelagsskapnum reist skorður við enni óhæfulegu nautn munaðarvörunnar, sem keyrir fram úr hófi hjá óss; gæt- um að kæru landar! hve marga peninga vjer brúkum í kaíTi og öiföngum, skoðið reikninga bænda, og það sveita- bændanna, hjá kaupmönnum, og þjer munuð komast að raun um, að 2/, af reikningsupphæðinni er munaðarvaran, og þó eru eigi öll kurl komin til grafar þó reikningurinn sje skoðaður; vjer skulum einungis líta á kaffibrúkunina; það eru ekki alleina kaffibaunirnar, sem vjer kaupum og njótum; jeg þori að fullyrða, að enginn getur reiknað sjer kaffipundið undir ríkisdal, ef menn vilja gæta alls,sem til þess þarf; fyrst er nú kaffið sjálft, eldiviður og tími til að brenna og hita það, og svo rjómi og sikur; og hversu margur ó- þarfi slæðist ekki í reikninga manna þar fyrir utan hjá kaupmanninum, sem fjelagsskapurinn mundi útiloka, að minnsta kosti þangað til að efnahagurinn leyfði að njóta munaðarins, sem ætíð ætti að vera hóflega. Aðgætum einnig nautn hinna áfengu drykkja, eða öl- fanga yfir höfuð! Hve ósegjanlega mörg dæmi höfum vjer eigi um hinar sorglegu afleiðingar drykkjuskaparins? hve margur ungur og efnilegur maður hefir ekki eyðilagt heilsu sína, fjör og álit viðölborðið? hve margur, sem hefði getað verið dugandi maður, hefir ekki orðið að láta börn vanta daglegt brauð, af því hann hefir matið meir ölkrúsina, en að afla sjer atvinnu? Hve ósegjanlega mörgum pening- um eyðum vjer íslendingar árlega árs í ölföngum, auk alls tímaspillis, sem af drykkjuskapnum leiðir, og þó hefir eng- inn af oss atvinnu af, að afla sjer þeirra, því vjer vitum sjálfir, að hver dropi er fluttur frá útlöndum, og vjer kaup- um ölföngin næstum helmingi dýrari, en þau kosta erlendis; meðan vjerbreytum þannig getum vjersagt eins ogFrank- lín forðum: vjer gefum of mikið fyrir hljóðpípur vorar. Ef þjer viljið nú heiðruðu landar! gefa nokkurn gaum að þessum athugasemdum mínum, skal jeg síðarmeir, ef jeg get því í verk komið, láta í ljósi álit mitt um fyrir- komulag slíks félagsskapar, er hjer ræðir um. Jeg efa ekki, að þjer sjáið hve mikið gott getur leittaf ijelagsskap, samheldi og samtökum, og hverjir þurfa þess fremur en vjer, sem eru svo fátækir? og þó sjá menn að fjelög eiga sjer allstaðar stað. Ef vjer lítum til hinna ríku Englend- inga, sjáum vjer að öll hin stærri fyrirtæki þeirra eru stofn- uð með samskotum og fjelagsskap. Athugið þetta íslend- ingar! og útrýmið úr hýbýlum yðar tortryggni og fjelags- leysi. Sveitabóndi. * ★ ¥ Ritgjörð þessari er, eins og flestum um það efni, það ábótavant, að hún eigi bendir á nein meðöl til þess að koma slíkum fjelagsskap á, en vjer höfum tekið hana upp í blaðið einungis vegna þess, að höfundurinn, eins og hann bendir til, hefir lofað oss, síðar að koma með ritgjörð, er sýni beinlínis, hvernig fyrirkomulag slíks fjelagsskapar í fleiru tilliti ætti að vera. Ritstj. (AÍlsent). UM FERÐIR TIL AMERÍKU. f seinasta blaði Baldurs er drepið á með fáum orðum um burtför nokkurra íslendinga hjeðan úr landi, er ætla að flytja sig til Ameríku; jafnvel þó tilgangur greinarinnar sje vel meintur, miðar hann þó lielzt að því, að menn skuli

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.