Baldur - 27.08.1869, Blaðsíða 1
Reykjavík,
27. dag ágúst-mánaðar.
Annað ár, 1869.
M 15.
Verb árgangs er 4 rurk 8 sk., og borgist fyrir lok september- Borgun fyrir auglýsingar er 1 sk. fyrir hverja 15 smáletnrsstafl
mána^ar. Kanpendnr borga engan burílareyri. "" "VV eíur jafnstdrt rúm. Kaupendur fá helmings-afslátt.
Efni: SkipaferSir. — Maimalát. — Hvab líílur stjórnarbútarmáli
vorn? — Gobbrandar-postilla. — Alþingi og þingmál. — Stjórnarmálit).
— „Hvat)?“ (kvætii eptir J. Ól.). — Frjettir innlendar. — Athugasemd. —
Bókafrogn. — Auglýsingar. — Prestakiill.
SKIPAFERÐIR.
Frakknesku herskipin «Glorinden og «Loiret», lögðu af
stað hjeðan 10. þ. mán., hið fyrr nefnda til Rjörgvinar í
Noregi, en hið síðaratil Skotlands. — 14. þ. m. kom hjer
enskt skip «Ariel» með kolafarm til konsuls Siemsens, en
flytur hross út aptur. — 24. þ. m. kom Fylla aptur og hafði
sakir íss eigi komizt norður fyrir Horn,
MANNALÁT.
29. f. m. andaðist hjer í bænum Guðrún Guðmunds-
dóttir Vigfússonar prófasts á Melstað, kona Böðvars silfur-
smiðs Böðvarssonar á Sveðjustöðum í Miðfirði, 30 ára. —
14. þ. m. ljezt dannebrogsmaður Skapti Skaptason hjer í
bænum eptir margra ára veikindi, 64 ára að aldri; hann
var alkunnur sem heppinn læknir í mörgum greinum, og
sóttu hann eigi allfáir, meðan hann var við heilsu.
HVAÐ LÍÐUR STJÓRNARBÓTARMÁLI VORU?
f>essi spurning ímyndum vjer oss að vaki nú fyrir öll-
um, sem nokkuð hugsa um eða er annt um þrif og fram-
farir lands vors, enda er nú vilji stjórnarinnar svo skýlaust
tekinn fram í frumvörpum þeim 2, sem hún nú lagði fyrir
alþingi og sem vjer áður höfum getið, að spurningin er
auðleyst. Nú lýsir stjórnin því skýlaust yfir, að enginn efi
geti leikið á því, að Island sje óaðgreinanlegur partur hins
danska ríkis, og er því frumvarpið til hinnar stjórnarlegu
stöðu íslands í ríkinu að mestu leyti byggt á þessari skoð-
un; en vjer segjum: ísland er frjálst sambandsland, sem
ekkert á sameiginlegt við Danmörku nema konunginn. Hinc
illae larymae &c. f>etta er ágreiningsefnið, og þegar byggt
er á svo ólíkum grundvelli, er eigi nein von, að boð þau,
er stjórnin nú gjörir oss og sem liggja fyrir í frumvarpinu,
geti samrýmzt skoðunum vorum.
Vjer skulum nú taka kafla þá úr frumvarpinu, sem
mestum ágreiningi bljóta að valda, og skýra þá gjörr fyrir
lesendum vorum.
2. gr. frumvarpsins hljóðar þannig:
«Konungur ákveður, hverjum af ráðgjöfum hans (o:
þeim, sem ríkisþingið fær honum) stjórn hinna sjerstaklegu
íslenzku málefna skuli fengin í hendur sem ráðgjafa fyrir
ísland. Jafnt og hinir aðrir ráðgjafar ríkisins á ráðgjafinn
fyrir ísland sæti í ríkisráðinu og heíir ábyrgð á stjórninni
samkvæmt hinum yfirskoðuðu grundvallarlögum Danmerkur-
ríkis, dags. 5. júnímán. 1849».
«Vilji neðri deild alþingis koma fram slíkri ábyrgð á
hendur ráðgjafanum, fer pað pess á leit við fólkspingið og
sje fólksþingið því samþykkt, gjörir pað ráðstafanir þær,
sem með þarf».
«Hið æzta vald á íslandi skal á ábyrgð ráðgjafans feng-
ið í hendur landstjóra, sem konungur skipar» o. s. frv.
f>að sem oss þá fyrst þykir athugavert er það, að kon-
ungur felur stjórn hinna sjerstaklegu íslenzku málefna í hend-
ur einum af hinum vanalegu ráðgjöfum, það er að segja
dönskum manni, sem hvorki skilur mál vort, nje getur
borið nokkurt skynbragð á hin sjerstaklegu málefni vor. Hvers
vegnagetum vjereigi fengiðsjerstakanfs?en3Í>canráðgjafa, sem
vjer berum traust til og sem auðvitað þekkir, hvað oss hent-
ar, miklu betur en nokkur danskur maður? þessi danski
ráðgjafi hefir ábyrgð á stjórninni samkvæmt hinum yfirskoð-
uðu grundvallarlögum Danmerkurríkis dags. 5. júnímán.
1849. En hvenær og hvar hafa þessi lög fengið gildi eða
verið þinglesin hjer á landi? Aldrei, hvergi! Æzta vald á
Islandi er fengið í hendur landstjóra á ábyrgð ráðgjafans.
Vjer skulum gjörr skoða, hvernig þessi ábyrgð verður, þeg-
ar orð frumvarpsins eru ýtarlegar rannsökuð. Setjum svo,
að alþingi vilji koma fram slíkri ábyrgð á hendnr ráðgjaf-
anum, þá á það að fara þess á leit við fólksþingið (neðri
málstofu í ríkisþinginu), en hver getur bannað fólksþinginu
að vísa slíku máli frá sjer svo opt sem það vill, og þegar
ábyrgðin er svona löguð, getum vjer ekki betur sjeð, en að
æzta stjórn landsins (ráðgjafinn «gegnum» landstjórann) hafi
alls enga ábyrgðfyrir landinu sjálfu, heldur er það alltkom-
ið undir náð og miskunnsemi fólksþingsins, hvort vjer get-
um orðið nokkurs rjettar aðnjótandi í þessu efni; en það
má telja víst, að þar sem Islendinga og Dani greinir á um
rjett og skyldu ráðgjafans, þá fylgi ríkisþingið ráðgjafanum
og verði svo alþingi rjettlaust.
I endann á 7. gr. hefir, að oss skilst, verið laumað
inn svo lítið bæri á þessum orðum:
«Pangað til öðruvísi verður fyrirmœlt með lögum, sem
ríkispingið sampykkir, leggur ísland ekki neitt til gjaldanna
til hinna almennu málefna ríkisins».
þessi fáu orð, sem þó virðast næsta einföld og skiljan-
leg í fljótu bragði, hafa, þegar betur er að gætt, djúpa þýð-
ingu; það liggur beinlínis í þeim, að nær sem lög um það,
að ísland gjaldi til alríkisþarfa verða lögð fyrir ríkisþingið,
þá er það í þess valdi að samþykkja þessi lög, en hver get-
ur sagt nema þessi lög verði lögð fyrir ríkisþingið og sam-
þykkt af því undir eins og stjórnarbótar og fjárhagsmálið
er komiðíkring? og hver veit þá, hversu mikið verður lagt
á Island til alríkisþarfa? ef til vill miklu meira en þetta ve-
sala fjártillag, sem oss nú er heitið, og hvers erum vjer þá
bættari eptir allt þetta stapp? Um þetta atriði var og mikill
57