Baldur - 27.08.1869, Blaðsíða 4

Baldur - 27.08.1869, Blaðsíða 4
60 sém fyrir þingið varlagt ««um hina stjórnarlegu stöðu íslands í ríkinu»» nái lagagildi. 2. að beiðast þess, að hans hátign allramildilegast útvegi fast árgjald handa íslandi úr ríkissjóðnum, er nemi að minnsta kosti 60,000 rd., og sje fyrir innstæðu þessa árgjalds gefin út óuppsegjanleg ríkisskuldabrjef*. Sama nefnd hefur nú og kveðið upp álit sitt um frum- varpið til stjórnarskrár handa Islandi í hinum sjerstöku mál- um, og eru niðurlagsatrði þessi svo hljóðandi, að nefndin ræður þingingu að biðja konung: 1. að frumvarp til stjórnarskrár um hin sjerstaklegu mál- efni íslands verði eigi lögleitt, eins og það nú liggur fyrir þinginu, 2. en að honum allramildilegast mætti þóknast, að leggja fyrir þing hjer á landi með fullu samþykktaratkvæði 1871 frumvarp það til stjórnarskipunarlaga handa ís- landi, sem lagt var fyrir alþingi 1867, með þeim breyt- ingum þingsins við það, sem bann allramildilegast gæti aðhyllzt. »HVAÐ?» Orð eitt það veit jeg, enginn sem skilur, allir þó þekkja það — orð heilagt, dulið, óskilið: «Hvað?» Hvað get jeg vitað? Hvað get jeg skilið? Hvað get jeg þekkt? — hvað? Nei! skammsýnn maður skilur ei það! Hvað má jeg trúa? Hvað fullvíst ætla? Hvað á mig reiða? — hvað? Hver getur sannað og sagt mjer það? Hvað má jeg vona? Hvað má jeg vænta? Hvað má jeg þreyja? — hvað? Nei! fallinn maður fær ei leyst það! Hvað er þá lífið? Hvað sorg og gleði? Hvað er jeg sjálfur? — hvað? — Guð einn og dauði geta leyst það! Jón Ólafsson. FRJETTIR INNLENDAR. Að þvi er síðast hefur spurzt af norður- og austur- landi, var hafísinn enn um miðjan fyrri mánuð landfastur við Langanes og lá með fram austur landi fyrir framan alla fjörðu suður fyrir Seyðisfjörð, en aptur íslaust frá Langa- nesi og vestur þar til í Húnaflóa. Á Seyðisfirði lágu um verzlunartímann 5 lausakaupmenn og höfðu allir talsverða verzlun, enda gáfu þeir og þau kjör, sem vart hafa fengizt á öðrum verzlunarstöðum Iandsins. Ull var þar kominn í 36 sk. pundið en korntunnan aptur á móti á 9’/2—10 rd. og þar að auki talsvert vægara verð á öllum öðrum nauð- synjavörum. ATHUGASEMD. Er ekki fyrirkomulag það, sem hefur verið og er á því, að setja «VerðIagsskrána» fyrir syðri hluta Vesturamtsins, óhagfellt, þar sem að V4 partur af borgun þeirri, sem ár- lega hefur verið og er til færð í reikningum jafnaðarsjóðs- ins fyrir tjeð amt virðist að vera nœgileg fyrir þann starfa ef að tilhögunin væri hagfelld? nefnil. ferðakostnaður virð- ist í þessu efni ekki þurfa að eiga sjer stað, og er von- andi að hlutaðeigendur atliugi og taki til greina bæði þetta og svo ýmislegt fleira fyrirkomulag, og lagi það eptir því sem haganlegast má verða. 21/T— 69. ^Uoo- BÓKAFREGN. Ný-komnar eru út á prent prófarlcir af 1. Bindi af «Tímariti eptir Jón Pjetursson«, assessor, VIII -(- 88 bls. í litlu 8 bl. broti. f>að er skaði um jafn-fróðlegt rit, að allt upplagið skuli eigi geta heitið annað, en prófarkir. Rit- gjörðir þær, sem það hefur inni að halda, eru flestar fróð- legar og vel samdar og málið má heita í betra meðallagi. Vjer getum, hvað efnið snertir, mæltmeð ritinu, því það á skilið að verða lesið af öllum þorra alþýðu, og væri ósk- anda, að höfundur fengi svo marga kaupendur, að ritið gæti haldið áfram. f>að er leitt að stafvillur skuli vera í bókinni nálega í hverri línu, og það því fremur, sem vandalítið er að lesa prófarkir, þar sem svo vel er sett, sem hjer í prent- smiðjunni. [>að verður og þýðingarlaust fyrir höf., að prenta fornbrjef stafrjett eptir handritum, þegar enginn geturætlað á, sakir óvandvirkni hans, að það sje rjett gjört. «1—s—n.» AUGLÝSINGAR. Sá, sem Kristján heitinn Jónsson (skáldið) hefur beðið að geyma ljósmyndabók («AZötím»), og hefur hana í sínum vörzlum, erbeðinn að skila henni til stud. art. Jóns Ólafssonar hjer í bænum, sem erfingjarnir hafa beðið að taka móti henni. Slíkt hið sama er um bækur, sem hann kynni að hafa átt hjer í bænum í lánum eða geymslu hjá öðrum. — Hjá undirskrifuðum geta þeir, sem því vilja sinna, fengið skrifað, fyrir 18 á 20 síc. arkið, sjeu handritin skýr 0g læsileg. Reykjavík 16. ágúst 1869. G. Guðbrandsson. PRESTAKÖLL. 21. þ. m.: Skinnastaðir veittir cand. theol. Benid. Kristj- ánssyni. — 24. þ. m.: Hof á Skagaströnd veitt cand. theol. Eggerti Sigfússyni. Utgefandi: «Fjelag eitt í lleyl:javík». — Ritstjóri: J. P. H. Gudjohnsen. — Skrifstofa: TJarnargötu «4! 3. Préntaíiur í lands-prentsmibjunni 1869. Einar þúrbarson.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.